Tíminn - 11.02.1964, Blaðsíða 6
TÓMÁSí KÁRtSSON RITAR
ÆSKULÝÐSRÁÐSTEFNA
Fyrir helgina flutti Páll
Þorsteinsson framsögu-
ræSu í Sameinuðu þingi
fyrir tillögu til þingsálykt
unar um að kölluð verði
saman æskulýðsráð-
stefna til að ræða og gera
tillögur um aðgerðir til
að bæta ástand æskulýðs
mála, en tillögu þessa
flytur Páll ásamt fleiri
þingmönnum Framsókn-
arflokksins. Ræða Páls
fer hér á eftir:
Það, sem mestu máli skiptir
með hverri þjóð, er manngildi
þjóðfél'agsþegnanna og að hver
maður fái sem bezt notið hæfi-
leika sinna til farsældar fyrir hann
og eflingar þjóðinni. Hjá fámennri
þjóð eins og íslendingum, þar sem|
nærri óþrjótandi verkefni bíða
úrlausnar, þarf að vera valinn mað
ur í hverju rúmi. Hæfileikar
manns eru þó ekki einhlítir til að
tryggja farsæld hans, ÖLI áhrif á
félaga- og samvistarmenn eða
heill'avænlegt starf. Hegðun, starfs-
hættir og framkoma í félags og
skemmtanalífi ræður miklu um
giftu, manndóm og gildi einstakl-
ingsins í þjóðfélaginu. Hinir ungu
I eiga að erfa landið, hverju góðu
j heimili er annt um þau ungmenni,
sem þar alast upp. Á sama hátt
þarf ríkisvaldið og þjóðarheildin
að láta sér umhugað um æskufólk
' ið, búa því góð skilyrði til mennt-
unar og þroska, laða það að holl-
um viðfangsefnum og veita að-
hald, ef það leggur út á óheilla-
vænlega braut. Af hálfu íslenzkra
stjórnvalda, ýmissa félagasamtaka
og einstaklinga, hefur þessu verið
nokkur gaumur gefinn. Á síðari
árum hefur íslenzka þjóðin íagt
mikið af mörkum til að búa æsk-
unni góð skilyrði til menntunar
og félagslífs. Skólar hafa verið
★★ Björn Pálsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og greindi frá
því, að nú væri verið að fara með Sturlaug Böðvarsson, útgerðar-
mann á Akranesi í tukthús vegna þess, að hann „vildi ekki moka
verðmætum í sjóinn“, eins og Björn orðaði það. Sturlaugur
hefði flutt út fersksíld, en matsvottorð ekki verið í lagi og hon-
um þá bannað, af viðskiptamálaráðuneytinu, að sclja sfldina á
fersksfldarmarkað í Þýzkalandi, heldur skyldi hún sett í bræðslu.
Sturlaugur hefði engu að síður selt sfldina sem fersksfld og
kaupendur vottað að um 1. fl. vöru hefði verið að ræða. Fyrir
þetta var Sturlaugi gert að greiða 14 þús. króna sekt og skyldi
32 daga varðhald koma til vara. — Sturlaugur virðist ekki hafa
greitt sektina, því að Björn Pálsson fullyrti að verið væri að
fara með hann í fangelsi. Krafðist Bjöm þess, að ríkisstjórnin
gripi í taumana og ,,svæfði" málið.
★★ Við umræður um stofnlánadeild landbúnaðarins sagði Bjöm
Pálsson enn fremur, að til lítils væri fyrir bændur að stækka
búin, þegar þeir bæru ekki meira úr býtum, þótt þeir ykju
framleiðslu sína. Enn fremur deildi hann á Sjálfstæðisflokkinn
fyrir að hafa stytt lánstíma og hækkað vexti á stofnlánum land-
búnaðarins en þessu hefði verið bætt ofan á 70*% hækkun á
verðlagi. Svo hlyti að fara að bændur gætu ekki lengur staðið
í skilum, ef svo færi fram lengur og taldi ekki vanþörf á því,
að telja kjark í bændur.
★★ Eysteinn Jónsson sagði að fullyrðing landbúnaðarráðherra, að
ástandið í landbúnaðinum væri aldrei betra en núna, væri hin
beiskasta storkun í garð bændastéttari>nar. Ráðherrann hefði
valið sér furðulegt hlutskipti með þessu og ekki von á góðu
um framgang mála bænda hjá ríkisstjórninni, ef ráðherrann
héldi slíku fram, á sama tíma og allir þeir, sem til mála þekkja
vita, að ástandið er að verða óbærilegt. Þá taldi Eysteinn óhjá-
kvæmilegt að leiðrétta verðlagsgrundvöllinn. Fjöldi liða þar
væru nú hvergi nærri veruleikanum. Verðlagsbyltingin hefði
grafið grunninn undan afurðasölulöggjöfinni. Nú hefur frysti-
húsum og togurum verið veitt aðstoð, en hvernig væri að ráð-
herrann beitti sér fyrir því, að landbúnaðinum yrði veitt svipuð
aðstoð og leggði eitthvað af þeim hundruðum milljóna, sem
ríkisstjórnin hefur nú í greiðsluafgöngum, sem búið er að taka
af þjóðinni í sköttum. Peningana skortir ekki en það er sagt
að það megi ekki nota þetta fé t.d. til að styðja að aukinni rækt-
un, því það á að skapa ofþenslu. Minnti Eysteinn i þessu sam-
bandi á helztu málin, sem Framsóknarmenn hafa flutt er miða
að auknum stuðningi við landbúnaðinn.
★★ Ólafur Jóhannesson minnti á tillögu, sem hann flutti á sínum
tíma um athugun á verðtryggingu sparifjár, við 1. umræðu um
frumvarp Jóns Þorsteinssonar um sparifjársöfnun ungmenna-
Taldi Ólafur að verðtrygginguna þyrfti að athuga vel í sam-
bandi við frumvarpið, sem væri byggt á ágætri hugmynd. —
Ástandið í efnahagsmálum hefur verið þannig undanfarin ár,
að ekki hefur verið sérlega freistandi fyrir menn að safna spari-
fé því verðbólgan hefur enga leikið verr en sparifjáreigendur
og er þetta ein aðal meinsemdin í efnahagskerfinu.
reistir, félagsheimilum og öðrumj
sámkomuhúsum komið á fót, j
íþróttamannvirki gerð og samgöng
ur bættar, en það greiðir fyrir
félagsstarfi á stórum svæðum.
Barnaverndarnefnd hefur unnið
gott starf á sínu sviði. Ýmsir upp-
eldisfræðingar, æskulýðsleiðtogar,
kennarar og kennimenn kirkjunn-
ar hafa jafnframt beitt sínum
áhrifum til að leiða æsku lands-
ins á réttar brautir. Vissulega ber
allt þetta mikinn árangur.
Á tveim síðustu áratugum hafa
ungmennin haft miklu meiri fjár-
muni milli handa en nokkur kyn-
slóð önnur á uppvaxtarárum hér
á landi. Það veitir mörg ný tæki
færi, en ýtir um leið undir það,
að þeir, sem ístöðulitlir eru, falli
fyrir freistingum, eyðslusemi og
óreglu. Það er og augljóst, að í
sambandi við skemmtanir, félags-
líf og tómstundir æskufólks, eru
margþætt vandamál og annmarkar,
sem virðast fara vaxandi með
hverju ári sem líður. í daglegu
lífi og víðar í þjóðfélaginu birtist
spegilmynd þessara vandamála.
Nægilegrar hófsemi er ekki gætt.
Félags- og skemmtanalíf æsku-
fólks er ekki ávallt með þeim
menningarbrag sem skyldi og ytri
skilyrði veita aðstöðu til. Áfengis
nautn er áberandi í skémmtanalíf
inu og ekki sízt, ef,.,Iöggígzla á
samkomum er takmörkuð eðá eng-
in, svo að veikar eru variíir að
því leyti Þess eru dæmi, að svo
keyri úr hófi fram, að á skemmti-
ferð ungmenna á friðsæla staði
úti á landi, svo sem í Þjórsárdal,
verði svo mikil vandkvæði af um-
gengni og framkomu manna og
séu gerð þau spjöll, að dómsmála-
stjórn og lögregla verði að gera
gangskör að gaumgæfilegri athug-
un. Margháttuð afbrot unglinga
fara því miður vaxandi. Af sama
toga er spunnið, þótt fulltíða menn
kunni stundum að eiga í hlut, inn-
brot, óleyfilegur bifreiðaakstur, er
stundum leiðir til umferðarslysa,
ávísanafalsanir, er mikið hefur
orðið vart við að undanförnu.
Þannig er ytra borð þessara marg
þættu vandamála. Hin hliðin er
ekki jafnáberandi, en spegilmynd
hennar er þó ekki síður alvarleg.
Of mikið hirðuleysi við nám og
starf, vaxandi ístöðuleysi æsku-
mannsins gagnvart skaðlegum
nautnum, glataðar vinnustundir til
tjóns fyrir einstakling, heimili og
þjóðfélag, áhyggjur fjölskyldu og
vandafólks út af velferð æsku-
mannsins og því, hvert braut hans
muni leiða, jafnvel þung raun á
heimilum. Rikisvaldinu ber skylda
til að gefa þessu gaum og hafa for
ustu um, að leitað sé að sem flest-
um leiðum, sem færar eru til að
breyta hér um til bóta. Þær leiðir
hljóta annars vegar að stefna að
því marld að leiðbeina, laða æsku-
fólk til hófsemi og menningarlegra
hátta í félags- og skemmtanalífi
og hins vegar með vissum ráðstöf-
unum dfaga úr áhrifum þess, er
reynist viðsjált á vegum ungmenna
og veita nauðsynlegt aðhald með
aukinni löggæzlu og fleira Hér
verður ekki gert yfirlit um þær
leiðir og þau ráð, er til greina
koma, enda er það samkv. till.
hlutverk æskulýðsmálaráðstefnunn
ar að benda á leiðir. Nokkur at-
riði vil ég þó nefna.
Ótvíræð reynsla sannar, að hætt
an er mest á því sviði, sem hér
um ræðir, þegar Bakkus er með
í för. Það, sem fyrst kemur til at-
hugunar í þessum efnum, er að
draga úr áfengisneyzlu og tak-
marka að miklum mun frá því,
sem nú er, möguleika æskumanna
til að komast yfir áfengi. Þetta
verður að gera, bæði með breyt-
ingum á áfengislögum o gstrang-
ari framkvæmd á áfengissöslu og
vínveitingum. Ríkið hefur einka-
sölu á áfengi og ríkisvaldinu ber
að hlutast til um þetta. Frumv.
um breytingar á áfengislögum,
sem nú liggur fyrir Alþingi, stefn
ir að mínum dómi í rétta átt. Rík-
isvaldið gæti mælt fyrir um og
haft eftirlit með, að í öllum skól-
um, sem ríkið kostar eða styður
fjárhagslega, sé aukin fræðsla um
bindindismál og gott fordæmi gef-
ið um hófsemi. Þegar þess er gætt,
að í framhaldsskólum landsins
sitja samtals um 20 þús. nemendur,
verður augljóst, hve skólarnir eru
áhrifaríkur aðili á þessu sviði. Nið
urstöður nefndar þeirrar, sem
rannsakaði atburðina í Þjórsárdal
s. 1. sumar, eru vafalaust góð leið-
beining, en þær niðurstöður eru
m. a. þessar:
Aukin verði félagsleg fræðsla og
félagsstarfsemi í unglinga- og fram
haldsskólum undir forustu hæfra
leiðtoga, sem sinni félags- og tóm-
stuhdaþörfum nemenda, bæði á
skólatímanum og á sumrum. Æsku
lýðsstarfsemi á vegum bæja og
sveitafélaga, svo sem Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur og fleiri bæja,
verði í auknum rnæli beint inn á
þau svið, sem skólar og frjáls fé-
lagasamtök ná ekki til. Leitazt
verði við að auka stuðning af hálfu
hins opinbera til félaga, er starfa
að æskulýðsmálum, svo að þau
geti sinnt betur' því hlutverki að
sjá ungmennum fyrir hollum og
þroskandi tómstundastörfum.
Kleift væri að koma á fót í höfuð-
borginni, þar sem fjölmennið er
mest, félagsheimilum, þar sem
haldið væri uppi undir opinberu
eftirliti félagsstarfi og skemmtun-
um, er orðið gæti til fyrirmyndar
með það fyrir augum að ná þeim
markmiðum, er stefna þarf að.
Með samstilltu átaki og skipulegu
þarf að gera menningarstarfsemi
í félagsheimilunum úti um land
fjölþættari en nú er með því t. d.,
að þau fái notið í vaxandi mælí
lista í ýmsum greinum með heim-
sókn þjálfaðra manna frá höfuð-
borginni Þá verður og einnig, ef
vel á að fara, að draga úr áhrif-
um þess sem viðsjált reynist á
vegum æskumanna. Kvikmynda-
húsin eru eftirsóttir skemmtistað-
ir. Allmikið þykir að því kveða,
að myndir séu valdar meira með
tilliti til væntanlegra tekna en
menningarlegs gildis. Þessu þyrfti
að gefa meiri gaum en gert hefur
verið. Þess þarf stranglega að
gæta, að sölustaðir sælgætis og
gosdrykkja séu ekki settir í næsta
nágrenni við skóla eða aðrar menn
ingarstofnanir og óhjákvæmilegt
er að auka og efla löggæzlu á sam-
komum hvarvetna um landið. En
til þess að ráðstafanir, sem gerðar
eru á þessu sviði, beri góðan ár-
angur. þarf almenningsálitið að
standa að baki ríkisvaldinu. Hér
þarf þjóðlegar vakningar í þessum
efnum. Einstakir áhugamenn, stofn
anir og félagssamtök hafa opin
Páll Þorsteinsson
augu fyrir þeim vanda, sem hér
er rætt um á sviði uppeldismála
og þjóðlifs og þessir aðilar'leggja
sig fram við að koma á breytingum
til bóta, en samvinna þeirra á
milli er allt of lítil, svo að átökin
verða dreifð, en skipulegt sam-
starf margra aðila, er allir vilja
ná sama marki, er líklegast að
dómi okkar flm. til góðs árangurs,
þar sem viðfangsefnið er svo vax-
ið, að sækja verður gegn straumi
aldarandans.
Við leyfum okkur því að leggja
fram svohljóðandi till. til þál.:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórn að kveðja til ráðstefnu, er
hafi það verkefni að taka til ræki
legrar athugunar hin margþættu
vandamál í sambandi við skemmt-
anir, félagslíf og tómstundir æsku
fólks og gera till. til úrbóta. Ríkis-
stjórnin skipar 25 fulltrúa til setu
á ráðstefnunni. Skipan þeirra skal
vera með þessum hætti. Ríkis-
stjórnin skipar einn fulltrúa án til-
nefningar og skal hann vera for
maður, aðrir fulltrúar séu skipað-
ir samkv. till. aðila, en þeir eru
þessir: Alþingi 4 fulltrúar, þ. e. 1
frá hverjum þingflokki, Kvenfé-
lagasamband íslands 5 fulltrúar,
þ. 1 úr Reykjavík og 1 úr hverjum
landsfjórðungi og svo eftirtaldir
aðilar tilnefni 1 fulltrúa hver:
Kirkjuráð, Háskólaráð, Samband
framhaldsskólakennara, Samband
ísl. barnakennara, Ungmennafélag
íslands, íþróttasamband fslands,
Æskulýðsráð, Stórstúka íslands,
Rithöfundasamband íslands, Al
þýðusamband íslands, Stéttarsam
band bænda, Farmanna og fiski
mannasamband íslands, Landssam
band iðnaðarmanna, Samband ísl
verzlunarmanna, lögreglustjóm
Reykjavíkur. Nú skorast aðili und
an tilnefningu fulltrúa og skipar
þá ríkisstjórnin í það sæti. Ráð-
stefnan skal fela 5 manna nefnd
úr hópi fulltrúa að starfa milli
funda. Ríkisstjórnin hefur yfirum
sjón með ráðstefnunni og sér
henni fyrir hæfilegri aðstöðu til
starfa. Ráðstefnan skal hafa lokið
störfum fyrir 1. október 1964 og
sent till, sínar ríkisstjórninni, en
hún leggur þær fyrir Alþingi.
Starf fulltrúa sé ólaunað, en þókn-
un til 5 manna nefndar og annar
kostnaður við ráðstefnuna, þar á
meðal ferðakostnaður fulltrúa,
greiðist úr ríkissjóði“.
Með till. þessari er stefnt að
því að leita eftir uppástungum og
áhrifum að þessu leyti, sem víðast
Framhald á 15. sfSu.
T í M I N N, þriðjudaginn 11. febrúar 1964. —•