Tíminn - 14.02.1964, Side 7

Tíminn - 14.02.1964, Side 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Heigason óg Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta. stjóri: Jónas Kristjánsson. Anglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan. iands. í láusasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Áhríf verðbólgunnar Lengi munu verða minnistæð þau ummæli Ölafs Thors, þegar hann var að verja „nýsköpunarstjórn“ Sjálfstæðis- flokksins og kommúnista á árunum 1944—’46, að „dýr- tíðin hefði sínar björtu hliðar“. Þessi minnistæðu orð Ólafs Thors rifjast upp í tilefni af þeim umræðum, sem hafa orðið um vaxandi fjár- málaspillingu og orsakir hennar. Kunnur sálfræðingur hefur bent á, að seint muni ganga að ráða við fjármála- spöllnguna meðan verðbólgan leikur jafn lausum hala og verið hefur um skeið. Undir þessi ummæli hefur Tíminn tekið, enda styðjast þau jafnt við erlenda reynslu sem innlenda. Vaxandi dýrtíð og verðrýrnun peninga eykur hvers konar brask og spillingu, en dregur úr sparnaði og heiðarleika. Eitt af stjórnarblöðunum vill hins vegar síður en svo taka undir þetta. Það er Alþýðublaðið. Það segir, að þetta sé bara rógur um „viðreisnina“. Sú játning er vissulega athyglisverð, að verðbólga og „viðreisn“ rík- isstjórnarinnar séu eitt og hið sama. En vissulega skýrir þetta, að núv. ríkisstjórn hefur lítinn áhuga fyrir því að vinna gegn verðbólgu og dýrtíð. Forustumenn annars stjórnarflokksins segja, að „dýr- tíðin hafi sínar björtu hliðar“. Forustumenn hins stjórn- arflokksins afneita þeirri staðreynd, að ófyrirleitin gróðahyggja og fjármálaspilling séu fylgifiskar verð- bólgunnar. Það sé bara rógur um „viðreisnina“ að benda á þessa staðreynd, sem er þó viðurkennd um allan heim. Það er ekki undarlegt, þótt valdhafar, sem líta á gang efnahagsmálanna frá þessu sjónarmiði geri ekki að- eins lítið til að vinna gegn verðbólgunni, heldur ýti beinlínis undir hana á niargan hátt. Þeir eru bersýni- lega blindir á þær miklu hættur, sem fylgja verðbólg- unni, en sjá hins vegar á henni „bjartar hliðar“. Þess vegna sitja þeir veizluglaðir í stjórnarstólum meðan verðbólga og dýrtíð magnast meira en nokkuru sinni fyrr. 135 milljónir Hér hefur því áður verið lýst, að hin nýja söluskatts- hækkun, sem kom til framkvæmda um mánaðamótin, nemi um 1600 kr. á hvern landsmann á ári eða 6400 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Söluskattshækkunin skerðir kjörin á ýmsan annan hátt. Hún leikur t- d. sparifjáreigendur mjög grálega. Hún rýrir raunverulega verðgildi sparifjár um 21/2%, þar sem nær allar vörur og þjónusta hækka í verði um 2V&%. Það mun láta nærri að sparifjáreign landsmanna í bönkum og sparisjóðum hafi numið um 5500 millj. kr. í seinustu árslok. Þetta fé hefur söluskattshækkunin raun- verulega verðrýrt um 2V6%- Sé sú verðrýrnun reiknuð af allri framangreindri upphæð, verður heildar- rýrnunin hvorki meira né minna en 135 millj. kr. Þannig eru sparifjáreigendur raunverulega sviptir 135 millj. kr. með einu óþörfu pennastriki. því að ríkissjóður þurfti ekki neitt á söluskattshækkuninnj að halda. Það er með slíkum hætti er valdhafar eyðileggja mik- ilvægustu undirstöðu heilbrigðs efnahagslífs, — tiltrúna til peninganna. Prófkjöriö í New Hampshire Frambjóðendurnir ræSa nú mest um utanríkismálin Mikill snjór var í New 'Hampshire, þegar frú Smith hóf framboðsferð sína á dögunum. Hér sést einn fylgismaður hennar vera að hjálpa henni að fara f óvenjulega snjóskó, sem talsvert eru notaðir þar. NEW HAMPSHIRE er eitt af- skekktasta og minnsta ríki Bandaríkjanna og því birtast sjaldan fréttir þaðan í ame- rískum blöðum. Fjórða hvert ár beinist þó jafnan mikil at- hygli að New Hampshire um nokkurra vikna skeið. Ástæð- an er sú, að þar fer fram fyrr prófkjör milli frambjóðenda við forsetakosningamar en í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Þetta prófkjör fer jafnan fram 10. marz árið, sem for- seti er kjörinn, en forsetakjör fer jafnan fram fyrsta þriðju- daginn í nóvember. Sjaldan hefur meiri athygli beinzt að prófkjöri í New Hampshire en að þessu sinni. Ástæðan er sú, að þeir menn, sem hafa gefið kost á sér sem forsetaefni hjá republikönum, sækja það nú af miklu kappi að fulltrúarnir, sem New Hampshire sendir á flokks- þing republikana, er útnefnir forsetaefnið, verði stuðnings- menn þeirra. Þetta em þeir Rockefeller ríkisstjóri í New York, Goldwater öldungadeild arþingmaður frá Arizona og Stassen, fyrrum ríkisstjóri í Minnesota. PRÓFKJÖRIÐ fer þannig fram, að forsetaefni býður fram lista með nöfnum kjör- manna. Hann getur einnig boðið fram, án þess að leggja fram kjörmannalista, en þá . ere kjörmenn þeir, sem kosn- ir eru, ekki skyldir til að fylgja honum. Fimm kjör- mannalistar hafa verið lagðir fram í New Hampshire. Rocke feller, Goldwater og Stassen hafa lagt fram sérstaka kjör- mannalista. Stuðningsmenn Lodge sendiherra hafa lagt fram sérstakan lista, þótt hann hafi ekki formlega gefið kost á sér. Þá er óháður listi, en kjörmennirnir á honum eru taldir hallast að Nixon. Loks hefur frú Smith öldungadeild arþingmaður frá Maine gefið kost á sér, án þess að leggja fram kjörmannalista. Hingað til hefur borið lang mest á þeim Rockefeller og Goldwater, en þeir hafa ver- ið öðru hvoru í framboðsferð- um í New Hampshire seinustu 3—4 mánuðina. Þeir hafa deilt verulega hvor á annan, eins og nýlega var rakið í þéssu'm þá’ttum. Um skeið þótti Goldwater sigurvænlegri, því að framboð Stassens, Lodge og frú Smith voru tal- in draga meira frá Rockefeller en honum. Nú er staða Gold- waters talin heldur lakari, en það er honum þó til mikils styrktar, að íhaldssamir repu- blikanir hafa löngum ráðið mestu í New Hampshire. Það hefur oftast verið einna íhald samast af norðurríkjunum. AÐ UNDANFÖRNU hefur nokkur athygli beinzt að frú Smith, en hún hóf ferðalag um New Hampshire um sein- ustu helgi. Henni hefur m. a. verið fundið það til for- áttu, að hún sé orðin of göm- ul eða 66 ára. Frúin svarar því til, að Eisenhower hafi verið mun eldri, er hann lét af for- setastörfum og Churchill' hafi aðeins verið 3 árum yngri en hún, þegar hann varð forsæt- isráðherra í fyrsta sinn, en 14 árum eldri en hún, er hann iét af því starfi. Annars skír- skotar hún mjög til 23 ára langrar setu sinnar á þingi. § Fylgi hennar er talið velta á kynsystrum hennar. MEÐAN þeir Rockefeller og Goldwater glíma í New Hamps hire, lætur Nixon meira og meira á sér bera. Hann telur sig ekki vilja vera í framboði, en þó muni hann taka áskor- un flokksþings. Um seinustu helgi hélt hann í Philadelphia mikla skammaræðu um John- son forseta. Hann sagði, að utanríkismál yrðu aðalmál kosninganna og hefði reynsl- an þegar sýnt, að Johnson væri þar óhæfur til forustu. Hann hefði ekki sama álit út á við og Eisenhower og Kenn edy hefðu haft. Nú væri varla hægt að finna þann blett á landabréfinu, þar sem Banda ríkin væru ekki á undanhaldi. Hér þyrfti að koma til ný for- usta Bandaríkjanna og hana gætu aðeins republikanar veitt. Nixon var við þetta tæki- færi spurður um, hvort hann vildi senda sjóher til Kúbu eins og Goldwater hafði lagt til í tilefni af því, að Castro lét taka vatn af herstöð Banda ríkjanna þar. Nixon kvaðst þessu ósamþykkur, en gagn- rýndi þó Johnson. MEÐAN Nixon hélt þessa ræðu í Philadelphia hafði rík isstjórinn í Pennsylvaniu, Scranton, brugðið sér í burtu og heimsótt starfsbróður sinn Framhald á 13. síðu. ROMNEY og SCRANTON TÍMINN, föstudaginn 14. febrúar 1964 — I z

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.