Tíminn - 14.02.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.02.1964, Blaðsíða 16
TALSVERT GOS í SURTI OG EYJAN STÆKKAR STÖÐUGT FB-Reykjavík, 13. febr. I vegna slæms skyggnis. Marka Líknr benda til þess að taJs- j þeir þetta af því, að í dag sást til vert gos hafi verið í Surti síðustu eyjarinnar og hafði hún þá ttflu- dagana, enda þótt Vestmannaey- vert stækkað og teygði sig lengra ingar hafi ekkert til hans séð til vestuirs, en hún hafði áður gert. Nýtt tæki á stærð við hálfa baun mun hafa mikil áhrif á daglegt líf manna TÆKNILEG BYLTING JK-Reykjavík, 13. febrúar. UM ÞESSAR mundir er nýtt og lítið tæki að ryðja sér til rúms í rafeindaiðnaði Banda- ríkjanna, svonefnt ..microcir- cuit“. Þetta tæki er ekki stærra en hálf baun en gegnir samt miklu flóknara hlutverki en transistorarnir, sem nýléga fóru eins o? eldur í sinu um allar jarðir. Talið er, að þetta litla áhald sé meiri bylting en transistor- arnir voru á sínum tíma. Ef raf eindaheili væri með lömpum og tilheyrandi útbúnaði, sem not- aður var í gamla daga, og ætl- azt væri til, að minni hans væri sama og mannsheilans, þyrfti hann að vera jafn stór og Emp- ire State byggingin. Með trans istorum þyrfti slíkur heili að vera jafn stór og tíu hæða há- hýsi. En með hinum nýju „microcircuitum" er hægt að koma honum fyrir í skókassa: Hvert „microcircuit“ gegnir hlutverki fjölmargra transist- ora og annarra tækja að aulci og meðal þess, sem þeir gera kleift, er sjónvarpstæki, sem ekki eru stærri en Ikexkaka. — Því verður nú fyret hægt að framkvæma drauminn um sjón varpstjald, sem hangir á vegg éins og kvikmyndatjald. Þa skapast einr.ig möguleikar á að hafa sjónvarpstjöld í hverju herbergi hússins, þótt tækið sé aðeins eitt. Aðalnotkun „micro- circuita“ er samt í rafeinda- heilum, þar sem þeir gera reikn ingana miklu fljótlegri og heil- ana sjálfa miklu einfaldari, smærri, og síðast en ekki sízt ódýrari. Þessi nýju tæki eru talin miklu nákvæmari en transistor- ar. Þau eru einnig þannig, að skipta má um þau á augabragði og auka þanr.ig lífdaga rafeinda heilanna og annarra tækja, sem þau eru notuð í. Eitt „microcir- cuit“ er einn þúsundasti af stærð svipaðs lampakerfis og einn hundraðasti af stærð trans istorakerfis. Nú eru þessi tæki fyrst og fremst framleidd fyr- ir bandaríska eldflaugaiðnað- inn en búizt er við, að notkun þeirra margfaldist á næstu ár- um. Árið 1963 voru þau seld fyrir samtals nærri milljarð ís- lenzkra króna, en búizt er við að eftir þrjú ár verði salan kom in upp í 15 milljarða íslenzkra króna á ári. HÉR sjáum við eitt „microcircuit" á korktappa i félagsskap býflugna. 4 myndinni sést greinilega, að taekið er mun smærra en flugan. Þetta litla taeki hefur að geyma. ótrúlega hæfileika Krefja Keflavíkurbæ um 1,5 milljón kr. í lóðaleigu IGÞ-Reykjavík, 13. febr. í dag verður mál landeigenda Ytri-Njarðvíkur með Vatnsnesi gegn Keflavílcurbæ út af lóða- gjöldum, flutt frá Reykjavík og þingfest á ný í Keflavík. Landeig- endur krefja bæinn um eina og hálfa milljón króna í leigu fyrir lóðir undir ýmsum opinbcrum byggingum. Farið var af stað með þctta mál í Reykjavík árið 1962, en það hefur lcgið niðri þangað til nú, að það verður flutt til Keflavíkur. SPARKAÐILLI- LEGA i KJ-Reykjavík, 13. febrúar Nokkuð var um slysaflutninga hjá Slökkviliðinu í dag. Klukkan um hálf tólf var sparkað illilega í mann á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, og meiddist hann á vinstra fæti. Farið var með mann- inn á Slysavarðstofuna. Um þrjú leytið varð árekstur fyrir framan Fríkirkjuna. Kona skarst í andliti við áreksturinn og og var flutt á Slysavarðstofuna. Um fimm leytið datt maður i stiga á Café Höll í Austurstræti. Framhald á 15 síðu FRAMHERII FUNDUR í FRAMHERJA, félagi iaunþega, verður á sunnudaginn 16. tebrúar kl. 2,30 að Tjarnargötu 26. Forseti Alþýðusambands íslands mæt ir á fundinum og svarar fyrirspurn- um. — Stjórnin. Landeigendurnir, sem mál þetta höfða, eiga nær helming lands þess er liggur undir Keflavíkurbæ. Sjálfur á bærinn nær engar lóð- ir, en hinn hluti lóðanna er eign hlutafélags. Þær lóðir, sem bær- inn er krafinn um leigu fyrir eru undir íþróttasvæði bæjarins, 42 þús. ferm, bamaskólanum, 12,100 ferm. gagnfræðaskólanum, 14,700 ferm, skrúðgarði 13.050 ferm. leik velli við Faxabraut 2,280 ferm. og leikvelli við Hringbraut, 18,050 ferm. Lóðaleiga er fyrir misjafnlega langt tímabil, en sumt af leig- unni nær allt aftur til 1. janúar 1945. Leigugjaldið er krafið til 1. janúar 1963. Falli dómur á þá lund að bænum beri að greiða þessa fjárhæð í lóðaleigu til land- eigenda, halda greiðslur bæjarfé- lagsins að sjálfsögðu áfram, enda ekki um neina endanlega greiðslu að ræða. Landeigendur hafa látið bæn- um eftir land undir götur endur- gjaldslaust, og hefur sú skoðun komið fram, að líkt sé komið á með götum og landi undir opin- berar byggingar. Þær þjóni bæj- arfélaginu á líkan hátt og án gatna, skóla og leikvalla væri bæj arfélagið illa á vegi statt og litlar lóðir að leigja. Hitt kemur á móti, að eignarrétturinn situr í fyrir- rúmi og landeigendur gætu allt eins krafið bæinn um gjald fyrir land undir götur. Tímanum skilst að sá háttur hafi verið hafður á, að bærinn skipulegði lóðir og út- hlutaði þeim til einstaklinga, er síðan greiða lóðaleigu til landeig- enda. Málið stendur því einungis um leigu fyrir lóðir undir opin- berar byggingar. Lögfræðingur landeigenda í þessu athyglisverða máli er Sveinbjörn Jónsson, lög- maður, en Páll S. Pálsson, lögmað Framhald á 16. siðu. Undanfarna daga hefur ekkert sézt til Surts úr Eyjum, en í dag var gott skyggni og sá þá vel til gossins. Sáu Eyjamenn þá, að Surt ur var farinn að teygja sig lengra til vesturs en áður, og leit einna helzt út eins og þar hefði mynd- azt ný eyja, sem nú væri orðin áföst aðal'eyjunni. Skip landhelgisgæzlunnar var þarna á sveimi í dag, og mældi eyjuna, eða athugaði. Bárust þær fréttir frá skipinu, að eyjan hefði ekkert hækkað en lengzt nokkuð, en ekki voru neinar tölur nefndar í því sambandi. Eldglæringar sáust í dag í Surti og talsverður mökkur var upp úr gígnum. ÞRIR KOMNIR TIL SAMNINGA KH-Reykjavík, 13. febr. Loftleiðastjóm verst enn frétta af samningaviðræðum við fulltrúa Canadair-fl'ugvélaverksmiðjanna um flugvél'akaupin, en eins og Tím inn skýrði frá í gær, komu hingað tveir fulltrúar verksmiðjanna í gær til samninga. f morgun bætt- ist þriðji maðurinn í hópinn, og er hann einn af forstjórum verk- smiðjanna í Quebeck í Kanada, Mr. Cunley. Martin Petersen, far gjaldasérfræðingur Loftleiða, er kominn heim af Stokkhólmsfund- inum, og átti Tíminn tal við hann í dag. Hann kvaðst engu geta bætt við það, sem Agnar Kofoed Hans- en, flugmálastjóri, skýrði blaðinu frá í gær. Martin Petersen sagði, að enn hefði ekki verið ákveðið hvenær viðræður Loftleiða og SAS sem áformaðar eru á næstunni, hæfust, né heldur hvar þær yrðu, en það yrði ákveðið næstu daga. Óánægja er með rækjuveiðibann i ísafjarðardjúpi FB-Reykjavík, 13. febr. Rækjuveiði í ísafjarðardjúpi er nú hætt, og veiðimenn eru óánægð ir yfir að fá ekki að veiða meira en þær 400 lestir, sem fiskifræð- ingar hafa heimilað. Staðhæfa sjó menn, að rækjugengd sé nú með mesta móti. 30 SÉRLEYFISHAFAR VERÐA / UMFERÐARMIÐSTÖÐINNI FB-Reykjavík 13. febr. Stefnt er nú að því að hægt verði að taka Umferðarmiðstöð- ina við Hringbraut í notkun ein- hvern tíma seint á þessu ári. Fjár skortur hefur tafið framkvæmdir, en rætzt hefur úr lionum og er innrétting hússins hafin. Þarna inunu um 30 sérleyfishafar fá að- stöðu í framtíðinni, og síðar er ætlunin að reisa þarna á sömu lóð miðstöð fyrir vöruflutninga- og sendibíla, en teikhing hefur enn ekki verið gerð af þéirri bygg- ingu. Umferðarmiðstöðin varð fok- held fyrir nokkru og nú er hafin innrétting hússins. Þarna verða skrifstofur ýmissa sérleyfishafa, Félag sérleyfishafa og Umferð- arskrifstofan verða þarna til húsa. Þar að auki er ætlunin, að Póstur og sími hafi afgreiðslu í húsinu, og Verzlunarbankinn hefur feng- ið þarna inni fyrir útibú. Nýlega auglýsti Samgöngumála- ráðuneytið til leigu veitinga- og greiðasölustað, sem verður í suð- urhluta byggingarinnar. Veitinga- salurinn er 200 fermetrar að stærð og er ætlunin, að þarna geti gest- ir og gangandi fengið keyptan heit an og kaldan mat og nestisböggla, en auk þess verða líklega seldir þarna ýmsir smáhlutir, hentugir í ferðalög. Sér biðsalur verður í hús inu, fyrir þá, sem bíða eftir áætl- unarbílunum. Framhald á 15. síðu. Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræð- ingur segir sitt álit vera, að það ætti að vera öllum fyrir beztu, að nú sé mikil rækja í Djúpinu, því töluvert þurfi til þess að hafa stofninn upp aftur eftir ofveiði undangenginna ára. GS, fréttaritari blaðsins á ísa- firði, símar, að rækjuveiði sé nú hætt og búið að fiska upp í kvót- ann-, 400 lestir, sem fiskifræðing- ar ákváðu. Veiðimenn staðhæfi, að rækjugengd sé nú með mesta móti, en að vísu sé rækjan ekki á takmörkuðum svæðum eins og áður, heldur dreifist hún um allt Djúp, alveg út að Bolungarvík, sem sé einsdæmi, og rækjan komi upp úr þorskum, veiddum út um allan Djúpál. Enginn af fiskifræð- ingum vorum hefur komið hing- að í vetur til að kynna sér málið, heldur berja blákalt fram stöðvun án athugunar, segir GS enn frem- ur. kækjan, sem veiddist í gær í Útdjúpinu var stór og falleg og eru veiðimenn reiðubúnir að fiska ekkert á gömlu miðunum, aðeins fá að vera við veiðarnar í Útdjúp- Framhald 6 15. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.