Tíminn - 27.02.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.02.1964, Blaðsíða 7
Kristján Sturlaugsson tryggingafræðingur Utgeft <ti FRAMSÖKNARFLOKKURINN Franxirvæmdastjóri Tómas Arnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson <áb> Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriBi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta. stjóri- Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.. Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu húsinu. simar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 AOrar skrifstofur. sími 18300 Askriftargjald kr 80,00 á mán. innan- lands t lausasölu kr 4.00 eint - PrentsmiSjan EDDA h.f — Andlit íhaldsins Undanfarna áratugi hafa Sjálfstæðismenn löngum kyrjað þann söng, að flest það, sem miður færi í rekstri þjóðarbúsins og efnahagsmálum í landinu, væri því að kenna, að stefna Sjálfstæðisflokksins, hrein og ómeng- uð, fengi ekki að ráða, en íhaldið hafði ekki farið með óskorað stjórnarvald í landinu síðan milli 1920 og 1930. En árið 1958 fékk það þessi völd í hendur, og hefur síð- an verið einrátt um stefnu og stjórnarathafnir. Þá urðu þáttaskil, og þá var líka fast að orði kveðið um það, að nú skyldi verða breyting á, og hún sannarlega til batn- aðar. Með nýju heilbrigðu og frjálsu efnahagskerfi, skyldu meinin læknuð á skömmum tíma og þjóðinni færð stórbætt lífskjör. Það var kölluð ,,viðreisn“. Satt var það, að mikil breyting varð á, tekin upp ný stefna — stefna stórkapítalismans ómenguð, stefnan. sem íhaldið hafði harmað að ekki hefði fengið að ráða. Eftir fimm ár blasir árangurinn við. Svo hrein hefur íhaldsstjórnin verið, að engin ósanngirni getur það tal- izt, að dæma nú þessa stefnu eftir verkum og árangri. Sá dómur hlýtur að verða á þá lund, að hún hafi verkað eins og töfralyf til vaxtar þeim meinsemdum, sem hvert lýðfrjálst þjóðfélag á verstar við að etja. Dýrtíðina hef- ur hún gert að óðri, tröllvaxinni forynju, sem stjórnar- völdin mata í stað þess að binda. Hún hefur verið eins og berserkur í höggorrustu gegn lífskjörum almennings, og hún hefur hlaðið sköttum og álögum eins og fannkyngi á fimbulvetri yfir landsfólkið. Aldrei hefur nokkur stjórnarsteíná beðið svo fífll-" komið skipbrot hér á landi, aldrei sannazt eins áþreif- anlega, hve gamla braskara- og íhaldsstefnan, stórkapítal- isminn, er stórvirkur skaðvaldur í nútímaþjóðfélagi og andstæður siðmannlegri tekjuskiptingu og félagslegri þróun í átt til velferðarþjóðfélags með styrk og jafn- vægi. En hún hefur verið æsibyr í seglum braskaranna, er farið hafa sem engisprettur yfir akur þjóðfélagsins. Þegar menn meta og dæma það stjórnarfar, sem hér hefur ríkt síðustu árin, mega menn ekki gleyma því, að þar hefur ráðið stefna Sjálfstæðisflokksins, hreinkynj- uð og ómenguð, Þar birtist hið rétta andlit íhaldsins, stefna stórkapítalismans, stefna manna, sem lifa í þeirri trú, að enn sé hægt að færa auð lands og þjóðar á fárra manna hendur, svo að þeir hafi forsiá fjöldans um at- vinnu, húsnæði og lífsnauðsynjar i hendi sér og geti skammtað að vild og tekið sín skipti- og skömmtunar- laun af hverjum bita eins og refurinn í dæmisögunni. í flestum lýðræðislöndum er þessi stefna nú á hröðu und- anhaldi, og eftir þá dýrkeyptu reynslu,- sem íslendingar hafa fengið af þessari tilraun til viðreisnar stórkapítal- ismans hér á landi, gefst vonandi ekki tækifæri til henn- ar oftar. Þar hefur þjóðin fengið að sjá andlit íhaldsins eins og það er, og það ætti að næg]a einu sinni. Hvað er brýnast? Flestir telja opinberar framkvæmdir brýnar og til al- mannaheilla. Samt fannst ríkisstjórnmni nauðsynlegt að fá heimild til þess að fresta einhver.iu af þeim, ef hætta væri á ofþenslu En stjórninni fannst ekkí ástæða til þess að afla sér heimiklar Alþingis til þess að draga úr framkvæmdum hinna stóru og auðugu einstakiinga og auðfélaga þeirra. Það var rétt eins og framkvæmdir þeirra gætu ekki valdið ofþenslu. Þeir skyldu liafa frjáls- ar hendur. Auðséð er nú, að jafnvei Mbl er orðið hrætt við svona ómegnaða einkabrasks- og íhaldsstefnu. þar sem hún skal hafa yfirlýstan forgangsrétt í þjóðfélag- inu. Það sést á Mbl. á þriðjudaginn Hóplíftryggingar Útbreiðsla líftrygginga er furðanlega lítil hér á landi. Núverandi ástand í þeim efn- um er meira í samræmi við þær þjóðfélagsaðstæður, er hér ríktu í byrjun þessarar aldar en þær þjéðfélagsaðstæð ur, er við nú búum við. Af þessu leiðir stórkostlegt ör- yggisleysi fyrir einstaklingana og í heild er það beinlínis þjóðfélagslegt vandamál. Verð bólgan hefur gert mönnum ill- fært eða ókleift að spara í líf- tryggingu, en hún gerir mönn- um engan veginn ókleift að líftryggja sig. Ekki minnkar heldur tryggingaþörfin á verð- bólgutímum, og getur þar hver og einn skyggnzt í eigin barm. Hér á landi hafa menn lítt eða ekki þekkt aðrar tegundir líftrygginga en • svokallaðar sparitryggingar. Því fer þó fjarri, að þær séu einu líf- tryggingamar, sem um er að velja. Hér verður gerð nokkur grein fyrir einni tegund trygg- inga, hóplíftryggingu. Þó þess- ar tryggingar séu því sem næst óþekktar hér, hafa þær náð geysilegri útbreiðslu annars staðar, einkum í Bandaríkjun- um og Svíþjóð. Fyrir okkur eru þær ekki síður þýðingar- miklar, meðal annars sökum þess, áð þær eru lítt eða eícki háðar verðbólgu. Hóplíftryggingar eru upp- runnar í Bandaríkjunum, og tryggingafræSingor. hafa þær náð þar stórkostlegri útbreiðslu. f mörgum öðrum löndum hefur útbreiðsla þeirra verið veruleg, sérstaklega þó í Svíþjóð, en þar voru þær inn leiddar árið 1948. Byrjunin var þó heldur hægfara þar, því árið 1951 voru aðeins 127 þúsund manns þar tryggðir á þann hátt, en fór þó ört fjölg- andi og í árslok 1961 voru þeir orðnir 2.625.000 og samanlögð tryggingarupphæð var þá 23,- 978.000.000 sænskar krónur. Þetta samsvarar því, að við hefðum um það bil 58.000 manns tryggða á þennan hátt fyrir 4.450.000.000 ísl. kr.. Það er því mikið starf framundan á þessu sviði. Jón Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Andvöku. innleiddi hóplíftryggingarnar hér á landi árið 1954 Út- breiðsla þeirra hefur þó verið lítil til þessa. Aðeins starfs- fólk Samvinnutrygginga og Andvöku, hefur tekið sl’íka tryggingu, og er það of lítill árangur af þessu brautryðj- andastarfi Jóns Ólafssonar. Hann virðist því hafa borið plóg sinn í grýttan akur. Þó bætur hóplíftrygginganna nái skammt, þá koma þær þó þeg- ar þeirra er hvað mest þörf. Sem betur fer, hefur ekki oft komið til útborgunar trygging- arupphæðar innan þessa Iitla hóps, sem hér er tryggður. Þó getum við sagt, að betur var af stað farið en heima setið. Hóplífti-yggingar eru frá- brugðnar öðrum líftryggingum fyrst og frémst að því leyti, að hópur manna en ekki að- eins ákveðinn einstaklingur er líftryggður. Stærð hópsins getur verið mjög mismunandi, allt frá 20 manns og upp í tugi þúsunda. Þannig eru t.d. um 30 þúsund málmiðnaðarmenn tryggðir í einum hóp hjá sænsku sam- vinnutryggingunum. Við dauðsfall borgast ákveð- in upphæð, sem samið er um til eins árs í einu. Hóplíftrygg- ingin er því hrein áhættu- trygging og alltaf er því hægt að halda tryggingarupphæð- inni í góðu samræmi við verð- gildi peninganna. Fyrir okkur er þetta þýðingarmikið atriði vegna þeirrar upplausnar, sem ríkir í fjármálum þjóðarinnar. Iðgjaldið vegna hóplíftrygg- ingar er greitt fyrir fram fyr- ir eitt ár í einu og sér hópur- inn um innheimtu þess og af- hendir það tryggingafélaginu því að kostnaðarlausu og mið- ar þetta að því að lækka ið- gjaldið. Aðeins eitt tryggingaskír- teini er gefið út fyrir allan p.ópinn, og sparast þar mikill kostnaður í samanburði við aðrar tryggingar. Aðalkostur hóplíftrygginganna umfram aðrar áhættutryggingar er lika að þær eru ódýrari. Ódýrastar allra líftrygginga Ekki er hægt að líta á hóp- líftryggingarnar sem full- komna lausn á tryggingaþörf- inni. Tryggingarupphæðin er sú sama fyrir alla í hópnum. Hún getur því varla farið langt umfram [ágmarksþarfir. Það verður því miklu frekar að •líta á hóplíftryggingarnar sem grunntryggingu, sem allir hafa þörf fyrir Hvei og einn verð- ur því að bæta við öðrum tryggingum eftir því, sem þarfir og aðstæður gefa tilefni til Háþróaðar þjóðir eins og Bandaríkjamenn og Svíar, hafa fundið mikilvægi þessara trygginga. Við þurfum ekki síður á þeim að halda. Kristján Sturlaugsson. I íi'j r í M I N N, fimmtudaglnn 27. febrúar 1964 £

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.