Tíminn - 27.02.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.02.1964, Blaðsíða 9
Ych Yeh Yeh Yeh. Hvellibjöllurnar. Þessir fjóru ungu menn með síða hárið og Mersey-hljóðin (eða óhljóðin) virð ast á góðri leið með að trylla vestræna æsku algerlega Undan farið hafa þeir verið á söngför í Bandaríkjunum, og átti New York lögreglan erfiða daga við að halda í skefjum hálftrylltum aðdáendum. Qg í morgun komu hvellibjöil urnar aftur til Lundúna úr sann- kallaðri sigurför. Aðdáendur hérna megin Atlantshafsins létu ekki á sér standa, og hófu þeir (að allega unglingsstúlkur) að bíða eftir flugvél þeirra á Lundúm- fiugvelli um kvöldmatarleytið í gærkvöldi, til þess að fá að líta goð þessi augum rétt í svip. Það er sama í hvaða blað er litið hér; alls staðar eru myndir eða fréttir af hvellibjöllunum. BBC minnist þeirra í fréttunum næst á eftir Makariosi og Sir Alec, og veslings Mr. Butler varð að gefa yfirlýsingu í neðri mál- stofunni til að hnekkja orðrómi, um að þá hefði verið ráðizt í ▼eizlu í enska sendiráðinu í Was bington. Og 1 morgunfréttum útvarpsins í morgun var frá því skýrt, að bókhaldarar hvellibjallanna sveitt ust við blóðinu að finna út hversu mikið piltarnir hefðu grætt á hljóðum sínum og var erfitt a'ð komast að áreiðanlegum niðurstöð um, þar sem tekjumar streymdu svo ótt inn. Þó lét útvarpið það út ganga að öruggt mætti telja, að hver þeirra um sig væri a.m.k. upp á milljón pund eins og væri. Pólitík. Eins og fyrri daginn er pólitík- in efst á baugi hér og er slíks að vænta í landi, þar sem alls- herjarkosningar standa fyrir dyr- um þá og þegar. Flokkarnir láta líma upp mannhæðarhá áróðurs- piögg, hvar sem við verður komið, en ennþá hefur Sir Alec Home tregðazt við að nefna kosninga- daginn sjálfan. Samkvæmt ensk- um lögum er forsætisráðherra heimilt upp a einsdæmi að rjúfa þing og efna til kosninga, þegar honum sýnist. Sir Alec kom fyrir skömmu aft ur til Englands eftir ferðalag sitt um Kanada og Bandaríkin. Hefur hann komið tvisvar fram í sjón- varpi síðan, og er almannarómur, að hann hafi staðið sig allvel í spurningahríðum þeim, er sjón- varpsmenn gerðu að honum, og betur en búizt hafði verið við. f fyrra viðtalinu, lýsti Sir Alec yfir þeirri skoðun sinni, að efna hagsástandið á Bretlandseyjum væri í betra lagi en nokkru sinni fyrr. Þótti mörgum því einkenni- legt, er ,,The Board of Trade'' birti daginn eftir tölur um inn- og útflutning Breta í janúar s. 1., og i ljós kom að viðskiptajöfnuð- ur þess eina mánaðar hafði verið óhagstæður um einar litlar 107 milljónir sterlingspunda. Stjórnarandstæðingar brugðj liratt við og gerðu hina hörðustu hríð að íhaldsmönnum og forsæt- isráðherra sérstaklega. Mr. Wil- son, leiðtogi Verkamannaflokksins skoraði á Sir Alec að láta ganga til kosninga þegar í stað, og taldi óvissu þá, sem ríkti meðal við- skiptaþjóða Breta um úrslit vænt anlegra kosninga, og þá væntan- leg stjórnarskipti, valda landinu í heild meira tjóni en það hefði efni á að borga fyrir að láta íhaldsmenn stjórna sér nokkrum mánuðum lengur. Við fýrrgreindar upplýsingar um viðskiptajöfnuðinn og óvisst ástand í kaupgjaldsmálum í heild, hefur gengi pundsins hrakað á Hvellibjöllurnar við komuna tll London frá Bandaríkjunum. HVELLIBJÖLLUR á heiimsmarkaði og aldrei staðið jafnilla gagnvart dollara síðan 1960, auk þess sem talsvert verð fall varð á enskum hlutabréfum í kauphöllinni. Sir Alec hefur ekki ennþá svar- a? áskorun Mr. Wilsons, og litlar líkur að hann geri svo héðan af Þannig er rifizt í blöðum og sjón varpi dag eftir dag, en samt held ég, að langsóttar röksemdafærd ur og fjöldi samanburðartalna BUTLER um gagn eða gagnsleysi stjórnar- innar hafi ekki úrslitaáhrif á A- breytta enska kjósendur. Þar skipt ir meira máli uppruni og staða í þjóðfélagsstiganum, og jafnvel meir en nokkurn grunar, áhrif þau er forystumennirnir hafa á fólk í gegnum sjónvarpið. — Get ég treyst þessu andliti? — spyr fólk sjálft sig. Hvoru and litinu íbúar Bretlandseyja treysta betur kemur í ljós í sein- asta lagi 23. október næstkom- andi. Ilelztu deilumál. Stjórnin hefur nýlega boðað frumvarp, er hún hyggst leggja fyrir þingið innan skamms um afnám lágmarksákvæða smá- söluverzlana. Þessi óþjálu orð þarfnast sjálfsagt skýringa. Þau eru lög hér i landi, að smásölu- verzlanir mega ekki selja vörur á lægra verði en lögskipað er. Munu lög þessi hafa verið sett til að koma í veg fyrir undirboð kaup- manna, og jafnframt að nokkru tii að vernda smákaupmenn í miskunnarlausri samkeppni við stóru kjörbúðarhringana, s m auð- veldlega gætu undirboðið þá, og komið þeim þannig á hausinn, en um leið og svo væri komið, hækk a? verð sitt aftur jafnvel upp fyrir það, er áður hafði tíðkazt. Fram til þessa hafa smákaupmenn verið kjósendur íhaldsflokksins svo til upp til hópa, en nú dynja mótmæli stéttarfélaga þeirra á stjórninni. En stjórnin situr föst við sinn keip, og mun frumvarpið eflaust ná fram að ganga. Visindamenn. Fleiri enskir vísindamenn hafa flutzt úr landi, og þá einkum til Bandaríkjanna í seinni tíð en nokkru sinni fyrr. Hefur athygli manna einkum beinzt að útflutn- ingi þessum, er prófessor Bush frá Binmingham-háskóla lýsti yf- ii þeirri ætlun sinni að flytja í burt, og taka með sér alla sam- starfsmenn sína, 15 að tölu. í síðastliðnum mánuði munu ca. 35—40 nafnkunnir vísindamenn í hinum ýmsu greinum tæknivís- inda, hafa farið úr landi, eða eru á förum. Þar setn aukin framlög til vís- indarannsókna er eitt af stefnu- skráratriðum Verkamannaflokks- ins, hefur Mr. Wilson gert harða hríð að stjórninni, fyrir afskipta- leysi hennar i þessum málum, og hafa spjótin einkum beinzt að Mr. Quitinn Hogg, sem áður hét Lord Ilailsham og keppti við Sir Alec um embætti forsætisráðherra, en Hogg er nú yfirmaður allra mennta- og rannsóknarmála hér í landi. Við erum a* hiokka framlögin, sagði Hogg • við: Mér finnst pað úlegt af mönnum, se r að kosta til a. m. k lt pundum að mennta, að hlaupa í burt, strax og Ameríkaninn bíður hærra kaup en við getum borgað. Og svo bætti hann brosandi við: Annars er þetta allt í lagi: Visindin eru aiþjóðleg, svo við komum til með að njóta góðs af fyrr eða síðar, og svo verða drengirnir leiðir á Ameríkunni og koma aftur til gamla Englands, fyrr en varir. Landvarnir. Bretar hyggjast hækka framlög sín til landvarna og nemur áætluð upphæð fyrir næsta fjárhagsár um 800 milljónum punda Þessi risavaxna fjárhæð skiptist nokkuð jafnt milli landhers, flughers og fiota, en hlutur flotans hefur þó vaxið mest frá fyrra ári, enda er fyrirhugað að hefja bygginga stærsta flugvélamóðurskips flot- ans nú síðar á árinu. Umræður um fjárhagsáætlun þessa hafa að venju borizt að hinum djúpstæða ágreiningi, sem virðist ríkjandi milli íhaldsflokks ins og verkamannaflokksins. í- haldsflokkurinn leggur allt kapp á að halda uppi ensku varnar- kerfi með atómvopnum, fram- leiddum og stjórnað af Bretum einum, en Verkamannaflokkurinn hefur þá stefnu, að láta ríkisveldin tvö um kjarnorkuvopnin, þar sem þeir álíta, að Bretar verði hvort sem er aldrei samkeppnisfærir ef svo má segja, við Rússa og Banda ríkjamenn, en beina meiri fjár- iKunum til svonefnds „convent- ional“ herbúnaðar. HOME Lundúnabréf III. Jafnframt hafa orðið miklar umræður um svimandi fjárhæöir, er varið hefur verið til tilrauna með nýjar flugvélar. Hafa Bretar hafið byggingu a. m. k. tveggja nýrra gerða þrýstiloftsvéla, sem hætt hefur verið við að fram- leiða, eftir að varið hafði verið til rannsókna tugum milljónum punda, þar sem í Ijós kom, að vélarnar voru álitnar úreltar mið að við amerískar sömu eða svip- aðrar tegundar. Og enn er eitt slíkt vandræðabarn á döfinni. , TSR2“ er heiti á nýjustu orrustu þotu Breta, sem þegar hefur kost að í rannsóknum og tilraunum um 80 milljónir punda. Þetta er vél, sem á að geta hafið sig lóðrétt upp af eigin afli, og síðan flogið með a. m. k. tvöföldum hraða hljóðsins bæði í geysimikilli hæð cg eins alveg við jafnsléttu. Teikn ingar af vél þessari munu vera til búnar, en flugherinn hefur enga pantað enn sem komið er. Reynt var að selja vélar þessarar teg- undar til Ástralíu, en tilboði Breta var hafnað þar, og keyptar amer- ískar vélar. Dr. Strangelove. Peter Sellers er hæstlaunaði leikari Breta og skærasta stjarna ! þeirra á alþjóðlegum kvikmynda himni. Nýjasta mynd hans fjall- ar um imöguleikann á að kjarn- orkustyrjöld brjótist fyrir mis- tök út milli Bandaríkjamanna og Rússa. Myndin heitir „Dr. Strange leve“ og undirtitill er „How I learned to stop worrying and love the bomb.“ Sellers leikur þrjú hlutverk í myndinni: Dr. Strangelove þýzkan vísindamann, er vinnur í þjónustu Bandaríkjamanna og hefur tekið sér þetta furðulega enska heiti eft ir stríðið; enskan liðsforingja í herstöð þeirri í Bandaríkjunum, þar sem yfirmaðurinn ærist og sendir sprengjuflugvélasveit á- leiðis til Rússlands, og forseta Randaríkjanna. Eins og vænta má et frammistaða Sellers frábær og svo er myndin sem slík. Það er búið að tala með svo sterkum orðum um þennan skelfilega hlut, bombuna, að fólk er víða hætt að taka sérstaklega eftir þeim um- ræðum. Hér er aftur á móti á ferðinni kaldranalegasta grín, sem hægt er að ímynda sér, um jafn hryllilegan möguleika, og það ýt ir við fólki fremur en margar há stemmdar ræður. Dr. Quicklove. Fyrr í vetur var Mr. Sellers (41 árs) staddur hér í London og bjó að , The Dorchester" Segist honum svo frá, að hann fcafi einn daginn séð mynd af stúlku í dagblaði, sænsku kvik- myndasmástirni, Mai Britt (21 árs) og haft orð á því við kunn- ingja sinn, að gaman væri að hitta þennan . kropp“. Kunning- inn upplýsti þá leikarann um það, að stúlka þessi byggi ein- mitt þessa stundina að „The Dorchester". Hringdi Mr. Sellers þá tafarlaust í leikkonuna og bauð upp á drykk, og undu þau síðah saman flestum stundum næstu þrjá daga, þar til smástirn ið fór til Ameríku, að láta kvik- mynda sig. Nokkru síðar hringdi Sellers hana svo upp frá London og eftir svo sem klukkutíma rabb ákváðu þau að giftast og flaug hún hingað í fyrri viku. Og nú á fimmtudaginn var giftu þau sig — með blaðaljósmyndara á hælun um. Gárungar létu ekki á sér sianda: hófu að kalla Mr. Sellers Di Quicklove, og nýju myndina hans: „How I learned to stop worrying and love the sexbomb." Laugardagur 22. feb. 1964. Páll Heiðar Jónsson. 9 T I M I N N, fimmtudaglnn 27. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.