Tíminn - 27.02.1964, Blaðsíða 14
væri fyrir hendi, ef eitthvað ó-
vænt bæri upp á .
Hún hafði tröllatrú á þessum
heimilisáætlunum sínum og gerði
dagskipunina að eins konar ás í
sigurverki húshaldsins, sem allt
snerist um, eiginmaður hennar,
starf hennar og fjölskylda.
Þegar dagur rann, vissi hún
fyllilega, hvað hún vildi fá fram-
kvæmt ,og hóf dagsverkið með
því að gefa riturum og starfs-
fólki fyrirmæli um, hvað hver og
einn ætti að gera, svo að ekki
færi á milli mála, hvers væri
vænzt af þeim og hvert hlutverk
þeirra væri í heimilishaldinu frá
degi til dags.
Ef ekki hefði verið fyrir þetta
góða skipulag, hefði aldrei verið
unnt að reka heimili Churchill’,
svo að viðunandi væri, enda ótelj-
andi óvænt atvik, sem sífellt komu
upp á og leysa þurfti úr.
Eins og Winston trúði hún því,
að hvíld væri bráðnauðsynleg til
þess að viðhalda góðri heilsu og
hreysti, og að bezta hvíldin væri
tilbreyting. Til þess að sóa ekki
kröftum að þarflausu, taldi hún
grundvallaratriði að lifa skynsam-
legu og reglusömu lífi og halda
fullu jafnvægi milli starfs og
hvíldar. Hún fór skilyrðislaust
eftir þessum regl'um sínum sjálf,
og lagði sig alla fram um að gæta
þess að Winston gerði það einnig.
Þessar lifnaðarreglur hafa tví-
mælalaust átt einna ríkastan þátt
í að fleyta þeim Winston og
Clementine á svo farsælan hátt
yfir óigusjói lífsins.
Út á við var alltaf álitið, að
hún væri stillt og hæggerð. í raun-
inni var hún að eðlisfari glaðlynd,
lifandi og gneistandi af fjöri. En
henni tókst að stilla sitt innra
eðli, og þannig tókst henni að
vinna að verkefnum sínum án þess
að það, sem í kringum hana gerð-
ist, ylli henni ónæði, og einbeita
sér að því sem gera þurfti.
Ef hún hefði ekki náð slíkri
stjórn á sjálfri sér, hefði tauga-
kerfi hennar ekki þolað þetta ei-
lífa argaþras. Þegar allt erfiðið
og lýjandi stritið, sem á hennar
herðar var lagt, er haft í huga,
gegnir stórri furðu, hve tiltölu-
lcga sjaldan hún sleppti gremju
sinni og óþolinmæði lausri. Og
eins og Winston hafði hún til að
bera mikla einbeitingarhæfni.
Þegar hún tal’ar við mann, er
maður fullviss um, að það sé ein-
göngu maður sjálfur, sem athygli
hennar beinist að, og ekki eitt-
hvað annað ,sem dreifir huga
hennar.
Strax á þessum fyrstu hjúskap-
arárum þeirra lagði hún afar
mikla áherzlu á heilsuvernd og
nauðsynlega hvíl’d, og lífsþróttur
og þol hennar var stórkostlegt,
þrátt fyrir þá þungu ábyrgð, sem
á hana var lögð.
Ilæfni hennar í tennisleik var
mcistaraleg. Uppáhaldsandstæð-
ingur hennar á tennisvellinum var
Edward Marsh, sem var Winstons
hægri hönd árum saman, og
varð guðfaðir Söru. Eddie Marsh
var einn nánasti og einlægasti
vinur þeirra, á meðan hann lifði.
Þau árin, sem Winston var mis-
skilinn'1, hélt Eddie Marsh fullri
tryggð við hann. Eddie sagði við
Cl’ementine, þegar stjórnarstörf
Winston bar á góma: „í sann-
leika sagt lfkaði þeim starfsmönn
um. sem mest höfðu saman við
hann að sælda, bezt við hann.
Ef einhverjum starfsmönnum
hans mislíkaði við hann, sem
áreiðanlega hlýtur að hafa gerzt,
var það vegna þess að þeir höfðu
ekki verið nógu lengi í þjónustu
hans til að skilja, hve lítill brodd-
ur var á bak við hörkuna. Sjálfur
lét ég mér í léttu rúmi liggja þó
að hann biti af mér hausinn, enda
vissi ég, að hann mundi al’drei
fleygja honum í ruslakörfuna,
heldur fljótlega þrýsta honum á
háls mér aftur af umhyggju og
jafnvel með hátíðleik."
Þegar Edward Marsh varð alvar
lega veikur, hjúkraði Clementine
honum í Chartwell, unz hann
hafði náð fullri heil’su á ný. Hann
skrifaði í dagbók sina: „Var með
Clemmie og Winston. Ég vildi, að
það væri til Guð, sem ég gæti
þakkað fyrir þá, sém unna mér.“
Síðar fékk hann lungnabólgu og
þá barst bréf frá Chartwell. í
því stóð eftirfarandi:
„Kæri Eddie!
Mr þótti mjög leitt að lesa um
sjúkdóm þinn í dagblaðinu........
Randolf segir mér, að þú sért á
batavegi, en þú hafir tvær hjúkr-
unarkonur. Ég er afar hryggur
yfir þessari ógæfu þinni og vildi,
að ég hefði vitað um þetta fyrr.
Við verðum hér enn um stund,
og ef þú vildir koma og heim-
sækja okkur, bið ég þig af öllu
hjarta að láta okkur vita. Hér
gætirðu haft það náðugt. Clemmie
segir, að þú verðir að koma. Þú
verður að hjara eins og ég.
Ástarkveðjur
W/‘
Eddie Marsh þá boðið um að
fá hressingu og hvíld í Chartwell.
Bæði á heimili þeirra í Chart-
well og á Downing Street 11 vann
Clementine að skyldustörfum sín-
um með frábærri prýði. Persónu-
legra áhrifa hennar gætti bæði í.
samkvæmislífinu og stjórnmálun-
um. En eitt sinn setti fjármálaráð-
herrafrúin mann sinn í vandræði.
Hún hafði farið ásamt nokkrum
vinum sínum til Parísar — í verzl-
unarferð, og hafði í hyggju að
festa m.a. kaup á nokkrum kjól-
um. Þegar hún kom aftur, fór
Winston á Viktoríubrautarstöð-
ina til að taka á móti henni. Með
sér hafði hún aðeins nokkrar
handtöskur, sem voru settar inn
í bifreiðina. Annar og þyngri far-
angur hennar hafði verið sendur
í ábyrgðarpósti til Englands.
Þegar þau komu til Downing
Street spurði hún Winston, hvort
hann þyrfti á bifreiðinni að halda.
Ef svo væri ekki, vildi hún senda
þjónustustúlkuna ásamt öðrum
manni úr starfsliði þeirra niður
á stöðina til að sækja póstsenda
farangurinn. Winston ætlaði ekki
aftur út, svo að sendiboðarnir
voru sendir af stað Þegar þau
höfðu fundið farangurinn, spurði
21
tollþjónn þau, hvort nokkur toll-
skyldur farangur væri í töskun-
um.
„Ég hef ekki hugmynd um
hvað í þeim er“, svaraði stúlkan,"
svo að þér ættuð ef til vill að
opna þær og líta eftir því sjálf-
ur.“
Tollþjónninn var í þann veginn
að opna töskurnar, en tók þá eftir
merkimiðunum, þar sem á stóðu
nöfnin og heimilisfangið í Down-
ing Street.
„ALlt í lagi“, sagði hann, og
hætti við frekari eftirgrennslan
og krítaði á töskurnar til’ merkis
um, að þær væru toll’skoðaðar og
lét þær fara hjá, án þess að opna
þær.
í næstu viku komu vinirnir,
sem höfðu ferðazt með henni til
Parísar, og snæddu hádegisverð
með þeim hjónum. Einn þeirra
spurði meðal annarra orða, hve
mikinn toll Clementine hefði
þurft að greiða fyrir nýju kjól-
ana, sem hún keypti í París.
„Ég borgaði ekki neitt", svar-
aði hún.
Þegar Churchill heyrði þetta,
spurði hann, hvernig á því hefði
staðið. Hún sagði frá því, sem
gerzt hafði milli stúlkunnar og
tollþjónsins
Þá hafði hún ekki skenkt þessu
frekari hugsun. Winston krafðist
þess, að fá þegar að sjá reikning-
ana fyrir kjólunum. Þegar hún
hafði fundið þá, gaf hann ritara
sínum fyrirmæli um, að hringja
til tollgæzlunnar og biðja tollþjón
um að koma á heimili þeirra i
Downing Street strax næsta morg-
un. Tollþjónninn kom á tilsettum
íma, skoðaði reikningana og kjóL-
ana, reiknaði fljótlega saman toll-
gjöldin og kona fjármálaráðherr-
ans greiddi tilskilda fjárupphæð.
og sá að svalahurðirnar voru gal-
opnar. Innan úr dagstofunni
heyrði hún raddir? Eða var það
bara ein rödd? Ofsaleg rödd . . .
— Og þið . . . þið dirfizt að
gera mér slíkt . . . þið gömlu fá-
vitar og erkifífl! Þarna sátuð þið
og hristuð skallana yfir málverk-
inu mínu og hikstuðuð út úr ykk-
ur dellunni. . . . Það er gott . . .
virkilega gott. Fjandinn sjál.fur,
ég skal svei mér sýna ykkur. . . .
Röddin hækkaði sig og varð að
óhugnanlegum skrækjum.
Liwy stóð í dyrunum og horfði
þrumu lostin á Adrienne, sem
stóð hálfbogin við málverkið í
hinum enda stofunnar.
Skyndilega sá Livvy hana. lyfta
liníf, sem hún hélt á í hendinni
og kasta honum að léreftinu.
Hann hitti málverkið og skall
síðan á gól’fið. Adrienne grét há-
stöfum og beygði sig niður til að
taka hnífinn upp, og um leið kom
hún auga á Livvy.
— Hvers vegna ertu svona
skelfd á svipinn? Þetta er MITT
málverk, og ef mig langar að
eyðileggja það . . eyðileggja
það . . . Svo hneig hún allt í einu
niður og greip höndum fyrir augu.
— Ó, hvað hef ég gert . .
Livvy hljóp til hennar.
— Ó, hvers vegna ætlaðir þú að
eyðileggja þetta dásamlega mál-
verk?
Adrienne svaraði ekki. Hún
steytti hnefana og sló á enni sér.
Livvy leit á málverkið, það voru
„vitringarnir þrír“. Hnífurinn
hafði hitt í andlit eins þeirra.
Adrienne leit tómlátlega á
hana. Andlitið var nábleikt og
hún sagði hljómlausri röddu:
— Þeir vildu ekki myndina
mína!
— Nei, það getur ekki verið,
Adrienne! Eg veit ekki mikið um
list, en ég veit, að þetta málverk
er dásamlega fallegt!
— Og ég VEIT að það
er gott. En þeir vildu það ekki,
| þeir sögðu að það uppfyllti
| ckki þær kröfur, sem þeir gerðu.
ÞEIR! Þessir eldgömlu, æru fifl,
sem kalla sig sérfræðinga! Þeir
leyfðu sér að hafna myndinni
| MINNI!
Adrienne reis Upp. Hún var há-
vaxnari en Livvy. — Ef þú hefðir
ekki komið hefði ég alveg eyði-
lagt það alveg, veiztu það.
— Það hefði verið mjög
í heimskulegt af þér.
— Svo að ég get þakkað þér
fyrir að ekki er meiri skaði skeð-
dr, og ég vona að ég geti l’agfært
: það, hélt hún áfram og virtist nú
| rólegri.
— Komdu og seztu niður, og
við skulum fá okkur sígarettu,
stakk Livvy vingjarnlega upp á.
Adrienne strauk sér enn einu
! sinni um ennið.
5 — Fyrirgefðu, hvernig ég lét.
j En þegar ég reiðist, verð ég ofsa-
i lega reið! En þá líður mér líka
j betur á eftir. Já, ég held bara að
ég þiggi sígarettu.
Þær settust við langa, mjóa
j kaffiborðið og Adrienne kveikti
sér í tyrkneskri sígarettu, en þær
reykti hún oftast.
— Þú ert sannarlega glæsileg í
kvöld, sagði hún.
— Eg var á stjórnarfundi.
— Já, var hann í dag? spurði
hún og brosti. — Og hvernig
finnst þér svo að vera komin inn
í viðskiptalífið?
— 0, ég er nú ekki komin mik-
ið inn í það. Og ég kæri mig held-
ur ekki ýkja mikið um það .
allt, sem mig langar til, er, að
það haldi áfram á sama hátt og
undir stjórn Clives.
— Og verður það ekki?
— Eg veit það ekki, sagði Liv-
( vy með áhyggjusvip. — Mér gezt
ekki að þeirri tilhugsun að breyta
snögglega öllu, ég er hrædd um,
; að reksturinn geti beðið tjón af
' því.
; — Hvers vegna ertu að hafa
áhyggjur vegna þess? Adrienne
j virtist örþreytt, eins og reiðikast-
, ið hefði eytt allri orku hennar.
— Veslings Livvy! Um boga-
1 dreginn, viðkvæmnislegan munn
Adrienne lék dauft bros.
— Svona máttu ekki tala, þeg-
ar þú hefur alla þessa undursam-
legu peninga. . . . Hugsa sér, hvað
sú tilfinning hlýtur að vera stór-
kostleg, að þú þarft ekki annað
en ganga inn í verksmiðjuna, þá
hneigja allir sig í duftið fyrir þér
. . . hugsa sér að hafa slík völd.
j — En það hef ég alls ekki . . .
Adrienne reis á fætur.
i — Mig langar í sérrí, viltu fá
Líka mér tii samlætis?
Livvy kinkaði kolli og Adri-
enne hellti í glösin, svo spurði
hún upp úr þurru:
— Livvy, hvers vegna geðjast
Maggie ekki að þér?
— Svo að þú hefur tekið eftir
þ*;í?
—- Mér finnst hún ekki vera
sérlega elskuleg í viðmóti við þlg-
— Þú veizt áreiðanlega hvers
vegna það er. Vegna Keith.
Adrienne rétti henni glasið og
settist í sófann
— Það er ekki þér að kenna,
að Keith nauðaði að fá hestinn
og datt svo af baki.
— Maggie er einkennileg kona,
finnst þér ekki?, hélt Adrienne
1 áfram. — Hún er svo lokuð og
dul. En hún er náttúrlega ekki
sérlega aðlaðandi og lifir tilbreyt-
ingarlausu lífi. Mér þætti fróðlegt
j að vita . . . Adrienne horfði upp
jí loftið og Livvy beið eftirvænt-
ingarfull að heyra, hvað hún
segði næst. . . — Já, ég er að
brjóta heilann um, hvort hún ósk-
aði, að Rorke kæmi aftur.
— Áttu við, að það hafi verið
Maggie, sem sendi boð eftir hon-
um? Sendi skeytið? Nei, nei . . .
— Einhver gerði það! Og það
var að minnsta kosti ekki Simon.
cHonum fellur ekki við Rorke.
Liwy hugleiddi þá spurningu,
sem hún var tilneydd að bera
fram.
j — Þú hefur þekkt Simon leng-
jur en ég, sagði hún hraðmælt.
— Heldur þá að hann sé hæf-
fur til að hafa stjórn fyrirtækis-
ins með höndum?
i — Hvers vegna spyrðu um
j það? Virtist þér hann taugaóstyrk-
j ur á fundinum?
— Þvert á móti, en það gerðist
J dálitið einkennilegt. Mér var gef-
iinn upp rangur fundartími Þegar
j ég kom þangað, hafði þýðingar-
mikið mál verið afgreitt, og Sim-
on vissi að ég var á öndverðum
meiði við hann í því máli.
— Og þú ert óróleg þess vegna?
— Já
Adrienne virtist ekki þreytt
; lengur. Hún rétti sig upp.
— Þetta hljómar stórkostlega;
j Livvy!
— Stórkostlega?
— Já, svo virðist sem Simon
hugsi sér að taka alla tauma í
sínar hendur . . og ef honum
er andmælt . . . nú, þá gerist eitt-
hvað . .
Það var óskaplegt að heyra
grunsemdir hennar sagðar í orð-
um.
— Áttu við . . . að það geti
verið að Simon hafi alls ekki vilj-
að að ég væri viðstödd, þegar
málið væri til umræðu . . ?
Adrienne brosti.
— Metnaðargjarnir menn nota
öll ráð til að koma fram vilja
sínum . . .
— Einnig . . . lygi? spurði
Livw-
— Eg hef. á tilfinningunni, að
Simon hugsi sér að græða stórfé
á sem stytztum tíma, sagði Adri-
enne, teygði úr sér og geispaði.
— Eða tapa því!
— Eg skal segja þér, ég held
að Simon sé jafn harður og slyng-
ur kaupsýslumaður og faðir hans
og Clive voru. Nú hefur Simon
fengið tækifæri til að sýna, tll
hvers hann er nýtur . . loksins!
Síðasta orðið var sagt sigri hrós-
andi. Hún reis upp og gekk eirð-
arlaus fram og aftur um stofuna.
Það var kynleg spenna í loftinu.
Hver minnsti grunur óx og varð
að hræðilegri grunsemdum. Livvy
lokaði augunum og l'eyfði svo hin
/
I
14
T í M I N N, fimmtudaginn 27. febrúar 1964