Tíminn - 27.02.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.02.1964, Blaðsíða 8
GULL í GAMALLI SLÓÐ MALLARINN. MALLARI Eins og kunnugt er þá hefur Gísli Halldórsson verkfræðingur undanfarin tvö ár unnið að því að fá reynda nýja tegund af síld- arsjóðara, er hann nefnir mall- ara. En erfiðleikar reyndust mikl ir að fá tækið nokkurs staðar reynt, þótt furðulegt megi telja, í landi sem byggir afkomu sína á fiskiðnaði og vaxandi tækni. Segir Gisli að þeir óvæntu erf- iðleikar sem þessi dráttur hafi bakað honum séu svo alvarlegir að hann myndi hugsa sig um tvisvar áður en hann tæki aftur á sig þá byrði að standa undir framkvæmd nýrrar tæknihugmyndar, hér á landi. Nú er þó loksins svo komið, fyrir djarfhug og drengskap hins kunna athafnamanns Guðmundar Jónssonar frá Rafnkelsstöðum og aðstoð nokkurra annarra ágætra aðila, svo sem Fiskimálasjóðs, Framkvæmdabankans og Lands- bankans, að mallarinn er kominn í gagnið í verksmiðju Guðmundar í Sandgerði. Hefur hann nú verið í sífelldri notkun um margra vikna skeið og reynist hið bezta. Er það mál manna að hann auki verulega afköst hins óbeina sjóð- ara, sem forhitar efnið áður en það fer í mallarann, þar sem það kraumar áfram í ca. 15 mínútur, á meðan það sígur hægt niður í gegnum mallarann. Mallarinn er þannig eins konar moðsuðutæki, sem ekki er ætlað að bæta hita í efnið heldur að- eins halda við hitastiginu og gefa efninu tíma til að fullsjóða, þann ig að það verði allt jafnsoðið og hvergi hrátt. Úr hinum óbeinu sjóðurum er reynslan hins vegar sú að sumt af efninu vill koma hrátt úr þeim, nema hitastigið úr þeim sé mjög hált. Þegar kalt er í veðri reynist oft erfitt. að ná nógu háu hitastigi, að ekki sé tal- að um síld sem snjó eða frost hef- ur komizt í. Loks getur síldin verið í þann- ig ásigkomulagi, að hún líkist mest tómatsúpu, og vill þá mauk þetta oft renna hraðar í gegnum skrúfu sjóðarans, heldur en snún- ingur og tilfærsla skrúfunnar seg- ir til um, og koma út hrátt. Þegar tilraunir hófust með mall arann í janúar s.l., hafði reynzt erfitt að sjóða nema fyrir aðra pressuna af tveimur, fyrir það hve efnið vildi koma hrátt úr sjóðar- anum. En strax og mallarinn var settur í gang reyndist unnt að sjóða með báðum pressunum og ná hámarksafköstum verksmiðj. eða sem næst tvöföldum þeim af- köstum, sem áður hafði verið unnið með. Fékkst þá og mjög lágt fituinnihald í mjöli, sem næst 5,5% og vatnsinnihald í pressu- köku einnig lágt. Efnið reyndist vel soðið og enginn hrái. Hins veg ar var hrái í efninu, ef tekið var beint frá sjóðara og vatn í köku og fita meiri. Verksmiðjustjórinn Björn Vilhjálmsson telur ólíkt betra og auðveldara að vinna með mallaranum en án hans. — Telur hann skapa öryggi og jöfnun á vinnslunni, auk þess hvað hann eykur afköstin. Gísli hafði sérstakan sýningar- bás á fiskiðnsýningunni í London í maí 1963, þar sem hann sýndi teikningar af mallaranum og stór- ar Ijósmyndir. Einnig upplýsta teikningu í litum af verksmiðju þeirri er hann teiknaði fyrir Ein- ar Guðfinnsson í Bolungarvík og sem nú er tekin til starfa. Þá var og þarna útbýtt sérstökum mjög vönduðum myndprýddum bækl- ingi, með myndum af ýmsum síld- arverksmiðjum frá íslandi, sem keypt hafa stálgrindahús frá fyrir- tækinu Coseley Building Ltd. Einn ig var þarna litprentuð mynd af verksmiðju Einars Guðfinnssonar og auglýsing um mallarann, sem viða hefur verið getið annars staðar. Af þessum ástæðum barst Gísla fjöldi fyrirspurna frá ýmsum lönd um um mallarann, en taldi sér ekki fært að svara þeim og gera ákveðin tilboð fyrr en fullnaðar- reynsla hefði fengizt af honum. En vegna þess hve dregizt hefur að fá hann reyndan, er það fyrst nú að unnt er að hefjast handa. Gísli hefur sótt um einkaleyfi bæði hér á landi og í mörgum öðr- um löndum en slíkt er bæði tíma- frekt og fjárfrekt. Gerir hann sér nú vonir um að mallarinn, eins og þurrkarar þeir sem hann fann upp í Bandaríkjunum, eigi eftir að ryðja sér til rúms víða um heim, og þá einnig hér á landi. Munu um átta eða tíu þurrkarar af þeirri eerð nú hér í ýmsum verksmiðjum, þar á meðal einn í verksmiðju Guðmundar frá Rafn- kelsstöðum. Jón Haraldsson á Einarsstöð- um. — Oft hef ég sagt við sjálf an mig: Hefurðu nokkum tíma kynnzt skemmtilegri manni en Jóni Haraldssyni.“ Og þó að ág gerist nú roskinn og meira en aldarfjórðungur sé liðinn frá því, er ég kynntist Jóni Haraldssyni fyrst, þá verður svarið jafnan á eina leið: — Líklega hef ég aldrei kynnzt skemmtilegri manni. Eg verð þess einatt áþreifanlega var, að ég er farinn að gleyma unn- vörpusn mönnum, sem borið hefur á veg minn einhvem tíma og einhvers staðar á lífsleiðinni. En Jóni Haraldssyni er ómögulegt að f-leyma. Mér þykir því persónulega mjög vænt um það, að ekkja Jóns, frú Þóra Sigfúsdóttir frá Halldórs- stöðum, hefur nú gefið út fallega og myndarlega bók með efni úr eftirlátnum blöðum Jón Haralds sonar. Karl Kristjánsson alþing- ismaður á Húsavík, sem ásamt frúnni hefur haft hönd í bagga um val efnis i bókina, ritar að henni fróðlegan formála, se*n jafn framt em minningarorð. Lýsir hann þar fjölþættum og marg- slungnum persónuleika Jón Har- aldssonar af djúpum skilningi og nærfærni. En heiti bókarinnar: Gull í gam alli slóð, er fyrirsögn Jóns sjálfs á einum snjallasta frásöguþætti þckarinnar og má vel heita ein- kennandi fyrir hana alla. Jón stefndi ekki svo mjög til skapandi frumleiks í því, er hann reit. En hann vildi bjarga gulli úr gam- alli slóð, var ræktarmaður eigi siður en ræktunar, hagleiksmaður og hirðu. f þá átt stefnir nálega allt það, sem hann hefur ritað, ljóð, ssnásögur, frásöguþættir og ræður. Og allt er það með ein hverjum hætti athyglisvert þeim, er hug leggja á geymd þjóðlegra menningarerfða. Jón Haraldsson fæddist á Ein- arsstöðum í Reykjadal 6. sept 1888. Hann átti þar heima allan sinn aldur og var þaðan aldrei langdvölum, nema þá vetur, er hann stundaði ungur búnaðarnárn á Hólum. / Jón Haraldsson andaðist 13. apríl 1958 tæplega sjötugur að aldri og hvílir ásamt mörgum for feðrum sínum, EinarsstaðabænJ- um, í kirkjugarðinutn þar á staðn um. Mér þykir alveg sérstaklega vænt um útkomu þessarar bókar vegna þess, að mér finnst ég hafa Jón Haraldsson nokkru nær mér, þó að ég viti hann farinn af þess- um heimi, eftir að ég hef bókinn í hillunni fyrir aftan skrifborðið mitt. Og Jón var einmitt einn þeirra manna, sem ég vildi vita mér í andlegri nálægð. Mér er það ekkert launungarmál, að mér fannst svo mikið til utn per- sónuleika Jóns, gáfur hans, við- ræðusnilli og fjör, að ég hafði fvrir allmörgum árum lagt nokkur drög til þess að rita dálítið um hann og aflað mér nokkurra gagna i því skyni frá kunnugum mönn um. Einnig átti ég um skeið nokk ui bréfaskipti við Jón og stýrði þeim i þá átt, ?ð ég mætti verða nokkurs vísari um andlegt líf hans, skapgerð og lífsviðhorf. Nú mun ekki af því verða um sinn, að ég riti um Jón Haraldsson á Einarsstöðum, enda mun hann nú um hríð hafa sjálfur orð fyrir sér með bók þeirri, er hér liggur fyrir. Og þá þykja mér Þingeying ar — og raunar sægur manna úr öllum fjórðungum landsins — illa minnugir frábærrar gestrisni þeirra Einarsstaðahjóna og ó- gleymanlegra viðræðna við hús- fcóndann, ef þeir kjósa ekki æði margir að kaupa og eiga þessa bók. Og eigi þætti mér ólíklegt, að mörgum þeirra myndi þykja sem Jón Haraldsson hefði tekið upp og látið blika við ljósi gull úr þeirra eigin slóð, er þeir lesa fcana, ekki ^ízt Þingeyingum. Þessi orð mín má vel skilja, sem til- mæli eða eggjan. Eg teldi það mjög illa farið og algerlega ómak- legt minningu Jóns Haraldssonar ef aðstandendur þessarar bókar þyrftu að bera halla af útgáfunni. Margt er haglega og fallega sagt í þessari bók, bæði í bundnu máli og óbundnu og allt ber það því vitni, hve fim og persónuleg tök Jón Haraldsson hafði á með- ferð tungunnar, hvað sem hann kaus að segja. Smásagan Nýjar sveitir, er hrein perla, hvemig sem á hana er litið og þar birt- ast þrjú einkenni Jóns, gleggni hans, launkímni og drengileg al- vara. Og vænt þótti mér um að sjá þarna ræðuna, setn hann flutti 1952 á sjötugsafmæli Kaupfélags Þingeyinga og hálfrar aldar af- mæli Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, ekki sízt vegna þess að þar er þætti Gautlandafeðga, Jóns Sigurðssonar Alþingisforseta, og Péturs Jónssonar, um forgöngu og þrif þessara stofnana, hið fyrsta vaxtarskeið, lýst áf skiln- ingi og þekkingu, sem vel má varð veitast. Og gaman þótti mér að rekast þarna á sögu, sem Jón Haraldsson sagði mér endur fyrir löngu um það, hvernig Jón Sig- urðsson á Gautlöndum bar brot- sjó af Einarsstaðafólki, er hann með skörungsskap og frábæru drenglyndi barg því, að Einars- staðir gengju ckki úr ætt þeirra frænda, er félítil ekkja stóð uppi til forsvars, en synir hennar ung- ii og einskis megandi. Þær mega gangast nokkuð enn almannaslóð ir í þessum byggðum, áður en nið ur eru troðin öll spor Gautlend- inga. Jón Haraldsson var svo ætt vís og ættrækinn, að hann gleymdi þessu aldrei. Annars er lýsing Jóns á Einarsstaðaheimili frá því í lok 19. aldar og fram á búskapar ár hans sjálfs, einn veigamesti og skemmtilegasti þáttur bókarinnar og merkilegt menningarsögulegt heimildarskjal. Og síðast og fyrst: Jón Haralds son var töfrandi persónuleiki. Það kemur ekki til fullra skila í þess ari bók og það á sfnar gildu ástæð ur. Hann var bóndi en ekki rithöf und'ur. Hann tók aldrei svo til frá sagnar, að ekki væri unun á að hlýða, lýsti aldrei manni eða at- viki svo, að það yrði ekki með ein- hverjum hætti minnilegt. Hann tók á viðræðum sínum við menn, eins og listamaður tekur á við- fangsefni sínu. Þess vegna er mér það efamál, hvort margt það snjallasta, sem Jón Haraldsson hugsaði og sagði, komst nokkurn tíma á pappír. Hann þurfl eggj- andi samvista við menn til þess að uppsprettur hugans færu að að streyma, andlegt fjör hans að leiftra. Og þegar þau skilyrði voru fyrir hendi gat hann verið óvið- jafnanlegur. Mér er ekki með öllu grunlaust um, að þetta hafi stundum orðið einstaka manni að öiundarefni, þeim er snjall vildi vera. En ekki harla mörgum, því að sú er þar líkn í máli, að fín- gerðustu gamansemi lífsins skynja ekki aðrir en þeir, sem bæði þola hana og kunna að meta. Þess er að lokum getandi, að frágangur þessarar bókar er nærri óvenjulega traustur og snotur. Hún er öll prentuð á myndapappír, enda myndir marg- ar á víð og dreif innan um, les- málið, prentvillur sárafáar, sem ég hef veitt athygli. Kápa smekk leg og traustlegt band. Bókin er öllum hlutaðeigendum ti) sóma. Sigurður Einarsson í Holti. SVAR TIL KARLS KR. Hr. alþingismaður Karl Kristjánsson Reykjavík. Heiðraði hr. alþingismaður! Þakka yður kærlega fyrir bréfið til mín, sem Tíminn birti hinn 13. þ.m. Það hafa ekki aðrir gengið lengra í því að vekja athygli les- enda Tímans á skrifum mínum um sagnritun Kristjáns Albertssonar. Það er ekki sama hvernig vitn- að er í orð manna. Þér hafið al- gjörlega rétt fyrir yður í þvi at- riði. En þegar þér deilið á ríkis- stjórnina á Alþingi og takið yð- ur í munn orð bónda á Norður- landi, þá hika ég ekki við að túlka það svo, að þér þar með gerið hans orð að eigin. Enda segið þér. að þér séuð ekki höfundur orð- anna — „því miður“. Ef móðuharðindin áttu að verða af mannavöldum, þá — hvaða manna? Eg er svo forhertur að ég held að það geti naumast verið neinn vafi að þér áttuð við rík- isstjórnina. Þér viljið nú gera það sem aðr- ir reyndu að gera: túlka vit í fullyrðinguna Þjóðin hefir lifað móðuharðindi og það er það og ekki eitthvað annað sem orðið merkir: náttúruhamfarir, sem sjón arvottar hafa lýst, sjúkdómar, hungurdauði dýra og manna ásamt margvíslegum þjáninguan. Sérhver önnur merking í orðinu er því að eins það sem ég sagði: túlkun. Má ég í leiðinni benda yður á, að þér eruð hiklaust í tölu þeirra manna, sem hafa vel ráð á því að segja eina og eina vitleysu? í þessu bréfi mínu er efckert orð, sem aðrir hafa ekki notað áður, flestir óteljandi sinnum. Samt megið þéi treysta því, að þau eru nú mín. Vinsamlegast, yðar einlægur Benjamín Eirífcsson FRÁ SJÁ! FSBJÖRG NÝLEGA afhenti Baldvin Sig- 'cldason, Hverfisgötu 59, Rvík, S]álfsbjörg, landssambandi fatl- aðra, veglega bókagjöf. Færir Sjálfsbjörg, LSF gefanda beztu þakkir fyrir þann hlýhug og vin- semd jpr hann sýnir samtökum fatlaðra með þessari gjöf. Fötluð kona, Ragna Guðmunds- dóttir, Sólvangi, Hafnarfirði, gaf kr 2.000,00 í byggingasjóð Sjálfs- bjargar. LSF- Sjálfsbjörg færir þessum félaga sínum beztu þakkir, en hún þekkir af langri reynslu þá brýnu þörf. er dvalarheimili fyrir fntlaða er ætlað að leysa. 8 TÍMIN N, flmmtudaginn 27. febrúar 19M_ —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.