Tíminn - 27.02.1964, Síða 15

Tíminn - 27.02.1964, Síða 15
PlUIÍStoNARKONUR Framhald af 1. síðu. agtaíáB'allmargar þeirra hjúkrun alíls’tenna, sem ekki eru við störf áú, eru komnar á eftirlaus, og hfwÖlir allri vinnu. Um dvöl hjúkr unankyenna erlendis sagði Anna, tfð sér virtust hjúkrunarkonur ekki'- dveljast eins lengi að heim- an og verið hefði, enda hefðu kíjönn batnað nokkuð, og flestar vildu heldur vinna heima en er- lendis. Kæmu þær því oftast jift- ur eftir skamma útivist, þær faeru venjulega aðeins til þess að sjá sig um, eða afla sér framhalds- menntunar, en ekki til þess að seíjast að fyrir fullt og allt. Sigmundur Magnússon læknir sér um skoðanakönnunina meðal giftra hjúkrunarkvenna fyrir Sjúkrahúsmálanefnd Læknafélags- ins. Tjáði hann okkur, að send hefðu verið út 152 bréf, og væru svörin nú stöðugt að berast, og hefði tæpur helmingur þegar sent spumingalistann til baka, en ekki væri hægt að draga neinar álykt- anir af svörunum, fyrr en fleiri hefðu borizt. f bréfi því, sem hjúkrunarkon- unum hefur verið sent, eru þær m. a. spurðar að því, hvort þær þyrftu á barnagæzlu að halda, ef þær hyggðust vinna úti, hve mik- ið þær teldu sig geta unnið ut- án heimilis, fullan vinnutíma, hálf an dag, 1 dag eða fleiri í viku hverri. Og að lokum er talað um, hvort þær vildu sækja upprifjunar námskeið í 1-—3 mánuði áður en þær byrjuðu að vinna aftur á sjúkrahúsunum. Slík námskeið tíðkast á Norðurlöndunum, og eru bráðnauðsynleg fyrir þær konur, sem ekki hafa unnið við hjúkrun- arstörf í langan tíma, því stöðugt eru að koma fram nýjungar á sviði læknavísindanna, en það gæti auðveldað störfin, að konurnar kynntu sér þessar nýjungar, áður en þær koma inn á deildarnar til þess að hefja hjúkrun að nýju. í sumar var rætt um, að til greina kæmi að þjálfa stúlkur í hjúkrunarstörfum, og yrðu þær síðan teknar inn á sjúkrahúsin, sem hálfgildings hjúkrunarkonur, og varla talað um að kalla sjúkra- systur. Við leituðum til Sigurðar Sigurðssonar landlæknis og spurð um hvað málinu liði. Sagðist hann hafa átt fundi með þeim aðilum, sem þetta mál varðaði, og myndi ákvörðun í því tekin innan skamms. JÓSAFAT Framhald af 16. síðu. slikra skrifa blaðsins séu af dýpri og fleiri rótum en flokkspólitísk- um einum. Þá er enn ein furða í skrifum Vísis um þetta mál. Blaðið þræt- ir og sver fyrir, að Jósafat Arn- grímsson hafi verið einn af for- ystumönnum Sjálfstæðisflokksins á Suðurnesjum. Fer nú að kasta tólfunum. Jósafat er formaður eins af Sjálfstæðisfélögunum á Suðurnesjum. Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt og ekki heldur hinu, að hann var endurkjörinn einróma með lófa- klappi stuttu fyrir fallið. Skrif Tímans í gær um þetta mál og gagnrýni blaðsins á skýrslu rannsóknardómarans hafa borið þann árangur, að í gær sneri Ólaf- ur Þorláksson, rannsóknardómari sér til blaðsins og óskáði eftir að gefa eftirfarandi yfirlýsingu: „Að gefnu tilefni skal fram tek ið, að í fréttatilkynningu um verk takastarfsemi á Keflavíkurflug- velli er ekki átt við íslenzka aðal- verktaka eða Keflavíkurverktaka“. iþrótffr ville snúning, þannig á sig kom- inn. Þegar áhorfendur höfðu jafnað sig eftir „sjokkið" fögnuðu þeir Cassius gífurlega, sem nú fékk lífs síns stærsta tækifæri til að gorta. Og munnurinn gekk upp og niður. — „Ég er beztur, eng- inn getur sigrað mig“ — o. s. frv. Og svo kórónaði hann allt með því að segja við fréttamenn — , Liston var eins og barn á móti mér“.!! Heimsmeistarinn fyrrverandi, vandræðabarnið, hinn ótnenntaði Sonny Liston frá skuggahverfun- um, sýndi lofsverða stillingu eftir viðureignina, þót’t honum væri sýnd alls konar fyrirlitning, en á- horfendur púuðu óspart að hon- um. Hann sagði við fréttamenn, ósköp blátt áfram, að hann hefði meitt sig í öxlinni í 1. lotu og því væri um að kenna, að hann tap- aði. Varla orð meira. Hvað ætli Cassius hefði sagt, ef úrslitin hefðu orðið á hinn veg- HOLLENDINGARNIR Framhald af 1. síðu. hjá einkafyrirtæki. Mennimir tveir eru frá einkafyrirtæki í Hol’- landi og hafa hug á að taka þátt í rekstri verksmiðjunnar, og eru þeir hingað komnir til viðræðna um, hver þátttaka þeirra verður. Telja kunnugir, að það verði ein- kum í sambandi við útflutning og dreifingu vörunnar á erlendum markaði. Hollendingarnir dvelj- ast væntanlega hér fram að heigi, en að viðræðunum loknum má bú ast við, að Tíminn geti flutt nán- ari fregnir af málinu. FUNDUR í DAG Framhald af 1. síöu. stangaveiði hefur farið fram um árabil. Silungsstengur hafa verið leyfðar neðst í jökulvatninu, 4 á hvert lög- býli. Á árinu 1962 voru 29—31 lagnet í Ölfusá og 44_46 lagnet í Hvítá, en auk þess 2 lagnet í berg- vatnsánum. Veiði á einstök- um jörðum er mjög mis- jöfn. Netaveiðibændur vilja að sjálfsögðu ógjarnan missa aðstöðu sína, þar sem marg ir þeirra hafa talsverðar tekjur af veiðinni. Sem dæmi um hve netaveiðin er mikill hluti allrar veiðinn- ar má nefna, að árið 1962 veiddist alls 88,1% í net og 11,9% á stöng, Tilboð Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður aðalmál ið á fundi Veiðifélags Ár- nesinga á morgun, og má búast við, að ákvörðun verði tekin um það þá. SÍLDARVERÐMÆTI Framhald af 1 síðu. þriðji milljarður króna á árinu. Frystingin liefur aukizt jöfnum skrefum úr 814 milljónum árið 1961 í 1,1 milljarð árið 1962 og nálgaðist 1,3 milljarða í fyrra. — Mesta aukningin hefur orðið í síld arfrystingunni, sem hefur nífald- azt á fjórum árum og var orðin yfir 200 milljónir króna í fyrra. — Saltsíldarverðmætið hefur fjórfald azt var rúmar 550 milljónir króna í fyrra, og heildarsíldarverðmætið hefur einnig fjórfaldazt á þessum fiórum árum, var orðið yfir 1,5 milljarða í fyrra. Útflutningsverðmæti skreiðar og saltaðra gæra hefur verið svip að undanfarin ár. í fyrra var flutt út skreið fyrir rétt innan við 300 milljónir króna og gærur fyrir tæpar 100 milljónir króna. Salt- fiskútflutningurinn fer heldur minnkandi, losaði í fyrra vel 300 milljónir, en ísfiskverðmætið fer hins vegar nokkuð vaxandi og losaði sama ár vel 200 milljónir króna- Fyrir fjórum árum var verðmæti saltfisksins hins vegar nærri fjórfalt verðmæti ísfisksins M.iölframleiðsla hefur aukizt mik- V á þessum tfcna, bæði á fiski- og síldarmjöli, og er samanlagt verð- mæti þeirra árið 1963 tæplega 600 milljónir króna. Lýsi, þorska-, síldar-, karfa- og hvallýsi hefur aukizt nokkuð, og var verðmæti þess samanlagt 400 milljónir kr. á árinu sem leið. Hér hefur verið getið þeirra af- urða, sem voru fluttar út fyrir 100 milljónir króna eða meira. — Aðrar vörur voru fluttar út fyrir samtals tæplega 350 milljónir kr. SVAFÁSKARÐI Framhald af 16. slðu. uppgötvaðir villuna? Hvað hugsaðirðu? — Ég hugsaði víst ekki mikið. Ég bjóst svo sem við því, að leitað yrði að mér. Ég fékk bíl með mig frá Eskifirði, eins langt og komizt varð, og annar bíll beið svo hinum megin, samkvæmt beiðni minni, ég vissi, að hann mundi undrast um mig, því að ég fór um kl. 4 frá Eskifirði, og leiðin á milli bílanna er tæpir 2 km. Enda fór svo, að þegar ég var ekki kominn yfir kl. hálf sex, fór Norðfjarðarbíllinn niður á Neskaupstað, og leit var hafin fljótlega. Ég var orðinn þreytt ur og lagðist fyrir, var víst bú- inn að sofa eina tvo tíma, þeg- ar Eskfirðingar fundu mig. Ég var að sjálfsögðu mjög dofinn og tilfinningalítill, þegar þeir komu, en ákaflega feginn að sjá þá. Og nú er ég orðinn hress og ætla út með Trölla í nótt. Kristján Ingólfsson, skóla- stjóri, stjórnaði leitinni frá Eskifirði. Hann kvaðst hafa fengið boð frá Oddsskarði, og var í skyndi búinn út leitar- leiðangur, sem lagði af stað um 8-leytið. Voru um 8 manns í flokknum, en síðar bættust 4 við, og frá Norðfirði leitaði 7—8 manna hópur. Eskfirðing- ar fundu Sævar á tíunda tímanum, kaldan og hraktan, og hafði hann sofnað í Kinn- inni Norðfjarðarmegin. Bíll Norðfirðinga var búinn talstöð, og gátu þeir komið boðunum niður í kaupstað, og lagði þá læknirinn á Eskifirði, Jónas Oddsson, þegar af stað upp á skarðið. Farið var með Sævar í sæluhús Rafmagnsveitna rík- isins á skarðinu, og þar var hann nuddaður og núinn, þar til hann jafnaði sig nokkuð, en síðan var farið með hann niður á Eskifjörð. Kristján sagðist, vilja undir- strika, að fólk ætti alls ekki að leggja í slíkar fjallgöngur illa klætt og nestislaust í misjöfnu veðri í skammdeginu. Hann skýrði blaðinu einnig frá því, að þjörgunarsveitirnar á Eski- firði og Neskaupstað hefðu far ið fram á það, að sími yrði lagður í sæluhúsið á skarðinu, því að um það yrði oft að flytja sjúklinga til Neskaup- staðar að vetrinum og komið hefði fyrir áður, að menn týnd ust þar. Væri þetta mikið nauð synjamál sem vonazt væri til. að hlyti fljóta afgreiðslu. Þess má að lokum geta, að i maður frá Rafmagnsveitum | ríkisins fór yfir Oddsskarð, skömmu eftir að Sævar lagði af stað. Hann var ekki sérlega kunnugur leiðinni og þorði ekki að treysta veginum, sem var hulinn snjó, heldur tók það ráð að fylgja rafmagnslín j unni og gekk vel að komast yf ir. Hann rakst á slóð Sævars. sem lá þvers og krus í Kinn- inni, en varð ekki mannsins j var. Hann lét vita um sporin á Norðfirði um svipað leyti og farið var að undrast um Sævar þar. T f M I N N, fimmtudaginn 27. febrúar 1964 — Sprúttsali tekirin FB-Reykjavík, 27. febrúar. f GÆR tók Keflavíkurlögregl- an mann nokkurn með 18 flöskur af brennivíni, og er þetta í þriðja sinn á skömmum tíma, að þessi sami maður er tckinn grunaður um sölu á áfengi. Hér er ekki um leigubílstjóra að ræða, og var mað urinn að koma til Keflavíkur frá Reykjavík, þegar lögreglan tók hann. Var áfengið gert upptækt á meðan á rannsókn málsins stend- ur. Ekki hafði verið kveðinn upp dómur vegna fyrri brotanna tveggja, vegna þess hve stutt er frá því þau voru framin. FJÖGURRA ÁRA STRÍÐ Framhald af 16. síðu. ræða og reyndist það svo. Vatns- veitustjóri var þar þá einnig á staðnum, og ekki leið á löngu þar til vinnuflokkur var mættur og farinn að leita að upptökum vatns rennslisins, en vatnsveitustjóri hef ur nú tilkynnt blaðinu, að embætti hans hafi ekki með leiðslur sem þessar að gera, þær séu í verka- hring borgarverkfræðings sem og annað dót, sem tilheyrir bragga- hverfunum. 3 NÝ PLÖNN Framhald at 16. síðu. inn, Skor, Hafsilfur, Borgir og Gunnar Halldórsson. Síldin verður nokkuð stór stöð, og hafa verið hyggðar nýjar ver- búðir fyrir væntanlegt starfsfólk stöðvarinnar. Aðeins er nægilega djúpt öðrum megin við bryggju Síldarinnar til þess að skip geri lagzt þar að, en yrði höfnin dýpk- uð hinum megin líka væri hægt að salta upp úr fleira en einu skipi í einu hjá stöðinni. Björg hefur látið endurnýja gamla bryggju, en ætlunin er að leigja hús, sem nú er í smíðum sem verbúðir, en eigandi þess hyggst ekki taka það í notkun fyrr en næsta vetur. Aðstaða stöðvar Ólafs Óskarssonar verður nokkuð erfið, því hann er ekki með bryggju, heldur ætlar sér að nota aðalbryggjuna, sem oft getur ver- ið teppt- langtímum saman og flytja síldina á bílum- Á þeirri stöð Ólafs, sem fyrir er, er notað færiband til þess að flytja síldina, og því ekki hægt að koma við bílum, netna færibandið sé látið setja síldina beint á bíl- pallana. Fjórar stöðvar nota færibönd til þess að flytja síldina upp á plön- in, en hinar notast enn við vagna til þessa verks. ULLARÞVOTTASTÖÐ Framhald af 16. síðu. ir tveir menn frá Hveragerði til Akureyrar til þess að kynna sér matsreglur og vinnubrögð á nám- skeiði, sem haldið var þar. Þá dvelst Siguróli Tryggvason yfirull- armatsmaður Norðurlands í Hvera gerði um nokkra vikna skeið og hefur umsjón með matinu og þjálf ar nýja starfsmenn. Fimm fastráðnir starfsmenn eru nú í stöðinni og verður þeicn fjölg að á næstu mánuðum, eftir þörf- um og áætlað er að starfsmanna- fjöldinn verði um 12—15, þegar afköstin verða mest seinna á árinu. DEILUR f BALZAN (Framhald af 2. síðu). að yfirvöldin í Sviss væru reið vegna þess, að stofnunin krafðist þess fyrir nokkru að fá borgaðar til baka 75 millj ísl. kr., sem Lisa Balzan var látin borga rang- lega í skatt. Fulltrúar frá Ítalíu og Sviss hafa farið á fund U Thants, fram kvæmdastjóra SÞ, og lýst yfir hryggð sinni vegna þessara deilna sem komið hafa SÞ í leiðinlega aðstöðu. FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Framhald af 2. siðu. ir gatnagerð í kaupstöðum og þeirra, sérstaklega að því er snert kauptúnum, og hefur vegamála- stjóri Sigurður Jóhannesson fram sögu. Skipulagsmál — Svæðaþróun. Valdimar Kristinsson viðskipta- fræðingur flytur erindi um það málefni. Fulltrúaráð sambandsins skipa 20 menn auk stjórnar, og heldur það fund sinn einu sinni á ári. 1500 KRÓNUM STOLIt) KJ—Reykjavík 26. feb. í nótt var framið innbrot hjá Sveini Egilssyni h.f. Laugavegi 105. Var farið inn á verkstæðið og þaðan upp á skrifstofurnar og lagerinn. Á skrifstofunni var far- ið í ólæsta skúffu og stolið þaðan 1500 krónum. FRÁ GARÐYRKJU- VERKTÖKUM Feiagið vill hvetja garöelgend- ur að nota vetrarmánuðina til trjá klippinga og kemur þar fyrst til að dvalatími trjánna er án tví- niæla heppilegasti tíminn fyrir trén, þar sem þá þarf ekki að óttast blæðingu úr sárum trjánna, Nú er því sérstök ástæða til að mmr.a garðeigcndur á að huga vel að trjám sínum, eftir hið mikla áfall er þau urðu fyrir á s.l. vori og skemmdir því meiri í trjágróðri en oftast. Því fyvr sem garðeigend- ur snúa sér tit garðyrkjumanna með klippingar á trjám því betri aðstaða ei að veita góða þjónustu, þegar vorar kalla margar annir að og allir hlaðnir störfum. Á síðast liðnum vetri var stofn- að hér í Reykjavík Félag garð- yrkjuverktaka, að stofnun þess stóðu allir þeii sem stunda garð- yikju sem sjálfstæða atvinnu í görðum boigarbúa. Markmið félagsins er eðlilega að vinna að hagsmunamálum sinna meðlima, bæði kaupgjaldi og -fræðslu um það er að nýjungum lýtur í starfsgrein þessari sem nú virðist allört vjxandi hér í borg, þar sem uppb: gging lóða er nú .neiri gaumur gefinn en áður og bæiínn ön vaxandi. Félagið er í nánu sambandi við samtök skrúð- garðyrkjumanna á Norðurlöndum en þar stendur þessi þáttur garð- yrk.iunnar með miklum blóma og er þess, að vænta að við getum ma.gs góðs notið af fenginni maiga ára reynslu þessara grann- þ.óða okkar Guðrún Lárusdóttir Hvítárbakka, sem andaðist 20. þ. m., verður jarðsungin frá Bæjarkirkju laug- ardaginn 29. þ. m. kl. 2 e. h. Ragnheiður Magnúsdóttir. Hugheilar þakkir fyrlr auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Erlends Helgasonar frá Laugarholti í Lýtingsstaðahreppi. Higinkona, börn, tengdabörn og barnabörn. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.