Tíminn - 13.03.1964, Side 8

Tíminn - 13.03.1964, Side 8
RITSTJÓRI OLGA ÁGÚSTSDÓTTIR 1 dag ætla ég að segja ykk nr frá smáatviki, sem henti vihkonu mína nýlega. Þótt sumum finnist þetta ef til vill varla frásagnarvert, þá er ég aftur á móti þeirrar skoðunar, að af því megi nokk urn lærdóm draga. Saga þessi, sem mætti kannske kalla „Konan með hattinn". er gott dæmi um hegðun fs- lendinga á opinberum stöð- um, eins og hún gerist þokkalausust. Eitt kvöld ákvað konan cg maður hennar að bjóða vina fólki sínu út að borða og varð stærsti skemmtistaður höfuðborgarinnar fyrir val- inu. Kona þessi er ekki vön því að gera sér dagamun og þess vegna var þetta henni svo mikil hátið að hún skart aði sínu fegursta og notaði tækifærið til að vígja nýja battinn sinn. Öll voru þau í sólskinsskapi þegar þau gengu upp stigann, en þau voru ekki fyrr komin upp en tvær miðaldra „döm- ur“ við barinn bentu fliss- andi á konuna með hattinn. ,,Sérðu hvað hún er með á höfðinu?“ hrópaði önnur þeirra. Á leiðinni að borðinu varð öllum starsýnt á viðundr ið með hattinn jafnt konum sem körlum. Jafnskjótt ag þau voru setzt, gaf ung stúlka við næsta borð vinkonu sinni olnbogaskot, benti með vísi- fingri á konuna með hattinn og rak svo upp roknahlátur. Hún var reyndar ekki sú eina, sem gerði það þessa stuttu kvöldstund. Viðbrögð fólksins við þess ari furðuveru, sem vogaði sér að vanhclga fslenzkan súlnasal með frönsku höfuð fati, voru með margvíslegu móti. Augnagotu og hvískur voru áberandi, glott og oln- bogaskot algeng, bendingar og hlátrasköll tíð, háðsglósur og önnur ónot mínútulegur viðburður. Konan með hattinn, sem átli ekki von á slíku aðkasti, gat ekki orða bundizt, þegar stúlkurnar við næsta borð sýndu á sér fararsnið og sagði: „Mig langar til að segja ykkur eitt, þið eruð báðar fallegar stúlkur og eft- Framhald á 13. sfðu. Jón A. Stefánsson kennir flugfreyjuefnum F. f. vélfræði og allt f sambandi við neyðarútbúnað. Draumur ungra stúlkna FLUGFREYJUSTARFIÐ er tví- mælalaust það starf, sem hefur lokkað ungar stúlkur einna mest síðastliðin ár. Þessu veldur út- þráin og ævintýralöngunin, sein Islendingum er í blóð borin. Nú er að ljúka sjö_ vikna námskeiði hjá Flugfélagi fslands, sem er haldið fyrir flugfreyjur, undir um sjón Hólmfríðar Gunnlaugsdóttur yfirflugfreyju. Á námskeiðinu era 18 stúlkur og verða flestar þein-a ráðnar að afloknu prófi. Kvennasíðan brá sér því út á flugvöll í kennslustund eitt kvöld- ið til þess að hitta þær að máli, en þegar þangað kom hófst víðtæk leit, þær fundust hvergi og virt- i ist sem þær væru allar flognar | út í heim. Það kom í ljós við frek ari athugun, að þær höfðu farið upp á fæðingardeild, þar sem þeim er leiðbeint um fæðingar hjálp. Eftir viðtækan eltingarleik tókst þó að króa þær af úti á flugvelli og fylgjast með kennslu- stund, þar sem Jón A. Stefánsson er að kenna flugfreyjunum vél- fræði og allt í sambandi við neyðarútbúnað og nauðlendingar. Aðrar námsgreinar eru: Með- ferð flugskjala, þ. e. farseðlar og útgáfa þeirra, hjálp í viðlögum þar á meðal fæðingarhjálp, björg un, svo hvaða vélarnar eru stórar og hve marga farþega þær taka. Landafræði, snyrting og fram- reiðsla. Flugfélagið á 2 flugvél- ar af gerðinni DC-6 B, sem notað- ar eru til utanlandsflugs, og eru starfandi í hvorri 3 flugfreyjur, og eina Vicker Viscount vél, og eru starfandi í henni 2 flugfreyjur. — Svo eru vélarnar, sem eru notað- ar til innanlandsflugs og í þeim að jafnaði ein flugfreyja í hverri vél. í utanlandsfluginu er flogið til Vágö í Færeyjum, cg það má segja, að hver maður þar fari át á völl til þess að fylgjast með komu íslenzku flugvélarinnar og jafnframt til að dást að flugfreyj- unum. Svo er flogið til tveggja staða í Noregi, Bergen, sem ligg- ur við Harðangursfjörðinn og er mikil siglinga- og verzlunarborg, og til Osloar, höfuðborgar Nor- egs. Til Kaupmannahafnar er flog- ið 4 sinnum í viku og hafa flug- freyjurnar þá tækifæri til þess að spóka sig í hinni lífsglöðu og vinsælu borg við sundið. Flugferðum hefur verið fjölgað til London í ár og eru 4 beinar flugferðir á mánuði þangað í vet- ur, svo að segja má að flugfreyj- urnar komi til með að heyra óm- inn frá „The Beatles", ásaint sekkjapípuhljómnum f Glasgow i Skotlandi. Og ekki má gleyma Grænlandi, en það á miklum vin- sældum að fagna meðal erlendra ferðamanna, og á Flugfélag fs- lands miklar þakkir skildar fyrir brautryðjendastarf í flugsam- göngum við þetta ískalda land. í sumar verða flognar 6 ferðir til Kulusuk og Narssarsuaq með skemmtiferðafólk, og verða að sjálfsögðu 3 flugfreyjur i hveni ferð þangað- Auk þess sem þessar ungu stúlkur fá að kynnast erlendum þjóðum, þá fljúga þær ekki síður á innanlandsleiðum, m. a. til Ak- ureyrar, Egilsstaða, Vestmanna- eyja og fleiri staða. Eldhúsið í flugvélunum er ósköp lííið og er ekki hægt að elda i því neinn mat, einungis hita kaífi og te. Maturinn sem framreiddur er í utanlandsflugi er því pantað- ur erlendis, þegar komið er þao- an og hitaður upp í flugvélinni Á leiðinni Reykjavfk til Glasgow er framreiddur morgunverður, kaffi eða te og rúnstykki eða ke.v með osti og salati, á heimleiðinni er framreiddur heitur matur og farþegum, sem koma frá Englandi er nær því alltaf boðið upp á kjúkling setn aðalrétt, en þeim, sem fljúga frá Reykjavík til Norð- urlandanna er boðið upp á Ham- borgarahrygg, og ýmislegt annað gott. Svo geta farþegar keypt nér Pólar-bjór framleiddan af Agli Skallagrímssyni og aðra hressingu að vild. Innanlands er alltaf boðið upp á brjóstsykur, sem annar hver landsmaður kannast við. Að lokum tökum við eina stúlk- una tali, hún heitir Sigríður Jóns- dóttir og er prestsdóttir vestan af fjörðum. Sigríður vinnur hjá Ferðaskrifstofu ríkisins um þessar mundir, en ætlar að verða flug- freyja ef hún stenzt prófið. — Hvað kom til þess að þú sótt ir um flugfreyjustarfið? — Það datt í mig að fara og breyta til um vinnu, þegar ég la* auglýsinguna frá Flugfélaginu 1 blöðunucn. — Er það áhugi á því að kynnast alls konar fólki? — Já, það líka- Ég hef unnið hjá Framhald á 13. sI8u. Með sunnudagskaffinu BAKIÐ ,,blúndur“ með sunnu- dagskaffinu- Það er auðveldara cn margur heldur. BLÚNDUR: 100 gr. smjörlíki, 1. tsk. lyftiduft, 1 msk. hveiti, 1 egg, IV2 dl. sykur, 3 dl. haframjöl. Bræðið smjörið og hellið í skál. Blandið Iyftidufti saman við þurr- efnin og setjið síðan allt út í brædda smjörið, ásam» egginu. — Látið deigið mjög dreift á vel smurða plötu og notið til þess tvær. teskeiðar. Bakið blúndurnar í meðalheitum ofni (200—225°C1 í 8-10 mín. Látið kökurnar kólna ofurlítið á plötunni. Losið þær síðan frá plötunni með þunnum, beittum hníf. Leggið kökurnar yf ir kökukefli, flösku e. þ. 1. á með an þær eru volgar. Kökurnar kólnl á keflinu. Sjá mynd. 8 TÍMINN, föstudaginn 13. marz 1964 — v f* T1 », " «T| » „

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.