Tíminn - 13.03.1964, Qupperneq 13

Tíminn - 13.03.1964, Qupperneq 13
A L M E N N A FASTEIGNASALAN Hef kaupendur metJ miklar útborganir að 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðuin, bæði nýjum og eldri 4ra herb. íbúð í Teigunum eða nágrenni. Hæð og kjallara nýlegu eða í smíðum. Tveimur hæðum og kjallara í smíðum. Parhúsi eða raðhúsi á góðum stað. Til sölu 2ja herb. kjallaraíbúð við Vífilsgötu. Sér inngang- Hitaveita. 2ja herb. góð íbúð í vesturborginni. 3ja herb. hæð við Hverfisgötu. Allt sér. Ný standsett. Laus strax. 3ja herb. risíbúð við Laugaveg. Sér hitaveita. 3ja herb. hæð við Efstasund. Sér inngang- ur. Sér hiti. 4ra herb. ný og glæsileg íbúð við Holtsgötu. Fullbúin und- ir tréverk. 1. veðréttur laus. Lán kr. 150 þús. fylgir. 4ra herb. ný og glæsileg íbúð við Sólheima. 4ra herb. rúmgóð íbúð við Kárastíg Ný og glæsileg efri hæð við Fálkagötu. Teppalögð með sér þvotta- húsi. Timburhús við Suðurlandsbraut. Útborg un 150 þús kr. Byggingarlóðir í Kópavogi. AIMENNA fASTEIGNASAIAN LINDARGATA 9 SÍMI 21150 FASTEIGNASALAN TJARNARGÖTU 14 TIL SÖLU 2Ja herb. íbúð með sér inngangi og sér hita, í steinhúsi við Marargötu 2ja herb. góð íbúð á 2. hæð við Ljósheima. 2ja herb. kjallaraíbúð í nýju búsi í Laugarnesi. j 2ja herb. góð kjallaraíbúð við Blönduhlíð 3ja herb. íbúð -j á 2. hæð í Stóragerði. Her- | bergi fylgir í kjallara. 3ja herb. íbúð í timburhúsi á eignarlóð í j Skqrjafirði — Lágt verð, | lág útborgun. > 3ja herb. íbúðir á hæðum í steinhúsum við • Hverfisgötu. 4ra herb. ibúð við Lokastíg. Laus 'strax. 4ra herb. vandaðar íbúðir við Háaleitisbraut. 4ra og 5 herbergja íbúðir í smíðum við Háaleitisbraut og Fellsmúla. Einbýlishús, nýleg og vönduð við Hlíðargerði, Sogaveg. Hlíðarveg Digranesveg og Álfhólsveg. Fallegt timburhús með 7 herb. íbúð við Geitháls Auk ofangreinds. höfum við íbúðir á ýmsum stöðum í bænum, stórar og smáar. Leitið upplýsinga. Fasteifnasalan Tjarnargöfu 14 Sími 20625 og 23987 1. HAGKVÆMUSTU KAUP A HElMtttSTRAKTOR 2. VðNDUÐUSTU MOKSTURSTÆKl OG FLJÖTVIRK- ASTA VÖKVAKERFI A TRAKTOR 3. NV SLATTUVÉL HLIÐARTENGD Pantiff vélarnar tímanlega vegna lánsumsókna og afgreiSslu. KAUPFÉLÖGIN — S.Í.S. VÉLADEILD RÓMEÓ OG JÚLÍA Framhaid aí 9 síðu. Gísla Halldórssonar í hlutverki bróður Lárenz, sem er talinn helg- ur maður i Verónsborg en flytur speki, sem er í eðli sínu fremur heiðin en kristin. Framsögn Gísla, svipbeitingin og fasið allt má telj- ast tií afreka. Helgi Skúlason veltir sér í hlut- verki Merkútíós, reitir af sér brandara og stórskemmtilega orða leiki, fer eins og hvirfilvindur um sviðið. Bjarni Steingrímsson leik- ur félaga hans, Benvólíó, heldur dauflega, en hlutverkið hverfur mjög í skuggann fyrir Merkútíó. Bjarni er ungur leikari, hefur numið í Þjóðleikhússkólanum og á leikskóla ' Svíþjóð. Pétur Einarsson leikur Tíbalt, sem fellir Merkútíó óvarann og fellur síðan sjálfur fyrir Rómeó. Pétur er svipmikill á leiksviði, hefur áður komið fram sem Mac- beth og virðist kjörinn til að leika fornar hetjur. Þeir Pétur og Helgi skylmðust listilega og af óvar- kárni, sem er nokkuð óvanaleg á leiksviði líér. Sama er að segja um viðureignina í upphafi leiksins. Þessi atriði virtust þrautæfð, og í þetta sinn verður ekki látið nægja að segja „gaman var að sjá, hvern- ig þeir pössuðu sig að meiða ekki hver aðra.“' Þá var ánægjulegt að sjá afjt- ur á sviðinu þær Önnu Guðmunds- dóttur og Eddu Kvaran. Anna lék fóstruna, slórt hlutverk, þakklátt og vel af hendi leyst. Edda fór laglega með hlutverk frú Kapúlett. Af öðrurp hlutverkum ber að geta París greifa, sem Erlingur Gísla- son lók með glæsibrag. Valdimar Lárusson og Karl Guðmundsson leika þjóna Kapúletts, náungana Samson og Gregor, og vöktu gam- an, og Karl Sigurðsson þjón Róme- ós, vel á haldið hlutverk. Knútur Magnússon samdi tvö lög, sem kórinn syngur við lútu- spil, anijað tveggja endurtekið stef, . Suðriín Ágniunðsdóttir er fyrir kórnum og þar syngur Knút- ur og spilar undir. Þessir þýðu söngvar eru vel heyrðir í leikhús- inu, en má ég bera fram þá ósk, að rokkararnir láti þá í friði. Ingibjörg Björnsdóttir samdi dansspor og Egill Halldórsson bjó leikarana undir skylmingar. Fleiri - koma hér við sögu, en leikarar og statistar eru 40 alls. Borgar Garðarss. og Kristín Anna bera hitann og þungann, setn felst undir mjúklátu yfirborði Shake spearesýningarinnar. Til þeirra eru kröfurnar, andspænis hóni þaulskólaðra leikara. sem gegna minniháttar hlutverkum, saman- borið við þau tvö, en búa yfir stórum meiri reynslu- Þannig verður það einatt um Rómeó og Júlíu. Baldur Óskarsson FÖSTUDAGURINN HENNAR Framhald af 8. síðu. Ferðaskrifstofu ríkisins undanfar- in tvö ár, og mér fellur vel að leiðbeina ferðafólki. Ég var m.a. uppi á Hveravöllum um tíma í sum ar og eldaði ofan í Þjóðverja í skála Ferðafélagsins. Það var mjög skemmtilegt, en nú langar mig til þess að fá loft undir væng- ina. — Kvíðirðu ekki fyrir því að vakna kl. 7 á morgnana, til þess að fara út á völl? — Nei, nei, maður hefur bara gott af því að vakna snemma. — Hefurðu verið erlendis áður9 — Já, ég var í verzlunarskóla í Galsgow, og svo hef ég ferðazt um mestalla Evrópu. meira að segja komið til Færeyja. bætir hún brosandi við. Við kveðjum svo þessar nám- fúsu stúlkur og óskum þeim alls góðs í framtíðinni. ALÞJÓÐADÓMURINN Framhald af 7 síðu Þess vegna hljóta íslendingar að leggja öllu meiri áherzlu á það en nokkuð annað að fá Breta til að falla frá nauðungar- samnin^num, er þeir ginntu raga og fávísa íslenzka ríkisstjórn til að fallast á 1961. Bretar hafa á undanförnum árum verið að falla frá nauð- ungarsamningum, sem þeir létu svörtu ættarhöfðingjana í Afríku gera á seinustu öld. Það hefur verið þeim til sóma. Bretar láta nú mjög af því, að þeir séu góðir vinir íslendinga og þykjast sýna það með því að bjóða forseta íslands og íslenzk- um þingmönnum heim. Slík boð gátu blekkt svörtu ættarhöfðingjana í Afríku á sein ustu öld, en íslendinga blekkja þau ekki. Vináttuna ber að dæma af verkunum. Meiri óvináttu væri ekki hægt að sýna íslendingum en að ætla að reyna að hindra þrekari út- færslu á fiskveiðilandhelgi þeirra með málskoti til alþjóða- dómstólsins þar sem svo yrði reynt að ógilda hana með tilvitn- un til úreltrar og ranglátrar hefðar. Þetta mál verður prófsteinn á það, hvort Bretar eru vinir ís- lendinga, en * ekki veizluhöld fyrir forseta íslands eða ís- lenzka þingmenn. Þ.Þ. AB-BÓK Framhalo at bls 3 Höfundur lýsir baráttu leiðtoga þjóðarinnar til að bæta lífskjör almennings, auka menntun og framfarir og skipa landinu sess meðal menningarþjóða nútímans. Eins og fyrri bækur í þessum bókaflokki, er Mexíkó um 160 bls. að stærð, prýdd á annað hundrað myndum. Myndirnar eru prent- aðar á Ítalíu, en texti er prentað- ur í prentsmiðjunni Odda. Sveina- bókbandið annaðist bókband. SUÐURLANDSSÍLD Framhalc aí bls 3 búkfitu 10% pr. kg kr. 1,60. Síld til vinnslu í verksmiðjur, pr. kg. kr. 0,67. Loðna til vinnslu í verk- smiður pr. kg. kr. 0,37. Verðið er allt miðað við, að seljandi skili síldinni á flutningstæki við hlið veiðiskips. Seljandi skal skila síld og loðnu til bræðslu í verksmiðjuþró og greiði kaupandi kr. 0,03 pr. kg. í flutningsg.iald frá skipshlið. Framangreint verð var sam- þykkt með atkvæðum þriggja nefndarmanna gegn atkvæðum þeirra Sigurðar Péturssonar og Tryggva Heigasonar. Reykjavík, 9. marz 1964. Verðlagsráð sjávarútvegsins. ANDREA SKRIFAR Framhalri a-f 8 síðu ir því kurteisar." Það er kannski engin tilviljun að kurteisi sku'li vera franskt tökuorð í íslenzku. Tökuorð, sem virðist ekki hafa öðlazt fullap þegnrétt í málinu enn þá. Enda þótt hluta íslenzku þjóðarinnar virðist vera ó- kunnugt um það, þá er það engu að síður alsiða meðal menningarþjóða, að konur noti hatta jafnt á götu sem í kirkju, jafnt í Ieikhúsum sem veitingahúsum, jafnt í kokk- teilboðum sem við opnum list sýninga, svo nokkur dæmi séu nefnd. LIONSKLÚBBURINN BALDUR, REYKJAVÍK. Skemmtun fyrír æskufólk verður í Austurbæjarbiói laugardaginn 14. marz 1964 klukkan 5,00 eftir hádegi. — Meðal skemmtiatriða: 1. Leikþáttur og söngleikur, sem Skátafélögin í Reykjavík annast. 2. „Jassleikfimi“, stúlkur úr Glímufélaginu Ármanni, stjórnandi frú Guðrún Lilja Halldórsdóttir. 3. Kjörin verður „Yndisfríð landsins“. 4. Danssýning, nemendur úr Dansskóla Hermanns Raghars. 5. Hljómsveit Svavars Gests leikur og syngur og aðstoðar við önnur atriði skemmtunarinnar. Kynnir Hermann Ragnar Stefánsson. Aðgöngumiðar seldir i Austurbæjarbíói í dag eftir kl. 4,00 og laugardag irá kl. 2. — Sími 11384. — Verð kr. 50.00. Skemmtun unga fólksins í ár. 13 TÍMINN, föstudaginn 13. marz 1964 —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.