Tíminn - 14.03.1964, Page 4

Tíminn - 14.03.1964, Page 4
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON SW«ra gBMBMi HVAÐ BRAST GEGN UNGVERJUM Rætt við Frímann Gunnlaugsson, formann landsliðsnef ndar, nýkominn heim HSIMSMEISTARAKEPPNIN í handknattleik er eSli- lega mikið til umræðu þessá dagana. Enn þá er spjallað um hið stóra tap íslenzka landsliðsins gegn Ungverjum, tap, sem orsakaði, að ísland komst ekki áfram í 8-landa keppnina. í sjálfu sér er ekkert eðlilegra en menn velti vöngum yfir þessu. ísland hafði sigrað hina rótgrónu handknattleiksþjóð, Svíþjóð, sem nú keppir um sjálfa heimsmeistaratignina í Prag. Hvað skeði eiginlega í Bratislava í leiknum gegn Ungverjum? Að vísu hafa áð- ur verið leidd rök að því, að íslenzka landsliðið lék und- Ir styrkleika — en hvers vegna? Frímann Gunnlaugsson, for maður landsliðsnefndar HSÍ. kom herm í fyrrakvöid frá Tékkóslóvakíu. Við spjölluðuní stundarkorn við hann og vé* um talinu strax að leiknum við Ungverja. — Við tapinu er lítið hægt að segja, sagði Frímann. ís- lenzka landsliðið kom geysilega á óvart í Bratislava með sigr inum yfir Svíum. Við vorum skyndilega komnir í sviðsljós ið. Pressan á okkur var gífurlee og því vil ég kenna um, hve illa gekk á móti Ungverjum, þegar á hólminn var komið. Fyrir leikinn var ekki um ann að talað, en við kæmust áfram, meira segja orðaðir við heims meistaratign. Blaðamenn geröu 'mikirtii aðsóg áð leikmönnun um, vildu viðtöl, merkjasafnar ar voru á hverju strái, og mar? ir voru að safna eiginhandar áritunum. Þá var blaðagagn- rýnin mjög vinsamleg. Þetta stefndi sem sé allt að sama brunni, við vorum stimplaðir öruggir sigurvegarar fyrir fram. Ekki batnaði það, þegar við svo fréttum, að Ungverjor hefðu pantað farseðla heim r.i' Búdapest, töldu sig ekki eiga möguleika gegn okkur. En ég vil taka fram, að allt þetta glamur um fyrir frara unninn leik gegn Ungverjum hafði ekki minnstu áhrif á :s- Icnzku leikmennina. Við kom um alls ekki inn á, sem örugg ir sigurvegarar. Hver einasti lcikmaður fór með það inn á í huga að gera sitt bezta. En þrátt fyrir allt hafði þó þessi hamagangur slæm áhrif. Liðið fann sig aldrei í leiknum, því fór sem fór. — Hér heima hafa menn var ið með alls kyns útskýringar á tapinu, «n. a- að drykkjuskap ur hafi verið á dagskrá hjá íslenzku landsliðsmönnunum daginn fyrir leikinn- Er nokf uð hæft í þessu? — Nei. Þettá er algerlega ut i hött. Það varð að algeru sam þykki allra, sem í förinni voru. að ef einhver bragðaði áfengi. myndi sá hinn sami fá reisi’ passa heim. Þessu var hlýtt út í æsar — og það var hvílt vcl fyrir alla Ieikina þrjá. — Hvað viltu segja um mót- herjana í riðlinum? — Egyptar voru með veikt lið eins og búast mátti við Nú Svíar eru geysisterkir cg Ungverjar reyndar líka. Ann- ars er gaman að geta upplýst. að Ungverjar völdu landslið sitt endanlega sjö mánuðum fyrir keppnina. Og á þeim sjö mánuðum, sem til stefnu voru lék þetta ungverska landslið hvorki meira né minna en 109 leiki. Það þýðir, að liðið hefur leikið til jafnaðar 24 leiki á mánuði. Þetta hef ég eftir ör- uggum heimildum. Svipað er víst að segja um landsliðin frá hinum Mið-Evrópulöndunum Þetta er ekkert annað en af- vinnumennska. Og þótt ó? skilji ofurvel, að úrslitin gegn Ungverjum hafi valdið von- brigðum, er ég allánægður með útkomuna í heild. Og það er alls ekki í afsökunarskyni þegar ég bið menn að bera saman aðstöðumun íslenzkra handknattleiksmanna og mót- herja þeirra. — Hvað viltu segja um för- ina að öðru leyti? — Hún var í alla staði á nægjuleg, þótt sum ferðalögiti væru þreytandi Samstaða allra í þessari för var með þeim ágætum. að ekki verður á betra kosið. Og nú er bara að bíða eftir næstu heimsmeistara- heppni ... — alf. Svíar og Rúmeitar í úrsiilum! •fc Þa3 verSa Sviþjóð og Rúmenia, sem leika til úrslita um heim:- meistaratignina í handknattleik. Svíar töpuðu samt mjög óvænt fyrir V-Þýzkalandi í gær, 8:18. Rúmenar unnu nauman sigur gegn Tékkóslóvakíu, 16:15. Annars urðu úrslit í gær elns og hér segir: A-rlðill: V-Þýzkaland-Svíþjóð Júgóslavía-Ungverjaland 13:3 (8:5) 16:15 (9:7) I A-riðli urðu Svíar þvi efstlr með 4 stlg. V-Þýzkaland og Júgó slavía með 3 stig hvort og Ung- verjaland með 2 stig. B-rlðill: Rúmenia-Tékkóslóvakía Sovétríkin-Danmörk 16:15 (9:7) 17:15 (10:10) í B-riðlinum urðu Rúmenar efstir með 6 stig. Tékkóslóvakia með 4 stig, Sovétríkin með 2 stig og Danmörk ekkert stlg. Svíþióð og Rúmenía keppa þvi um fyrsta og annað sæti. Tékkó- slóvakía og V-Þýzkaland um þriðja og fjórða sæti. Sovétrikln og Júgóslavía um fimmta og sjötta sætið ng Danir og Ung- verjar um sjöunda og áttunda sætið. Skíftapíét í das; Firmakeppni og afmællsmót Skiðaráðs Reykjavikur fara fram í dag við Skálafell, svo framar lega sem veður leyfir. Þessl mót áttu að fara fram um helgina siðustu, en var þá frestað vegna veðurs. — Bílferðir eru áætlaðar frá BSR kl. 2: MelavíSHurisin opnaHur -yý Baldur Jónsson, vallarstjóri tjáði blaðinu, að Melavöllurlnn yrði opnaður i dag klukkan 1. Framhald á 13. síðu. ÚTBOÐ Tilboð óskast 1 að gera 1. áfanga af heimreið frá Eiríksgötu að Landspítalanum. Otboðsgagna sé vitjað í teiknistofu mína að Eikjuvogi 23, gegn 250 kr. skilatryggingu. Skilafrestur er til 23. þ.m. Rögnvaldur Þorkelsson. Hjúkrunarfélag íslands heldur fund mánudaginn 16. marz kl 20,30 í fund arsal Hótel Sögu. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Sigurlín Gunnarsdóttir hjúkrunarkona, tal- ar um framhaldsnám í hjúkrun við Árósa háskóla. 3. Kosning fulltrúa til B.S R.B. 4. Félagsmál. Stjórnin I Regnklæöi Síldarpils ! SfósiakkE? Svimtur o. fl. MikiII .-líslaftuy cefinn Vopni Aðalstræti 16 (við hliðina á bíiasöiunni) KFUM KFUK kaffi. Æskulýösvika í Laugarneskirkju í kvöld kl. 8,30 talar séra Felix Ölafsson og fleiri. Kvennakór KFUK sýngur. Annað kvöld, sunnudagskvöld, talar Baldvin Stein; dórsson, yfirlæknir. — Blandaður kór KFUM og KFUK syngur — Allir velkomnir. Útboð Tilboð óskast í sölu á 2170 tonnum af asfalti til gatnagerðar. — Otboðslýsingar skal vitja í skrif- stofu vora Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. T í M I N N, laugardaginn 14. marz 1964

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.