Tíminn - 14.03.1964, Side 7
Útgefantíi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Tómas Ámason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan-
lands. f lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Hagnýt menntun
AðalfUndur miðstjórnar Framsóknarfloltksins ályktaði,
að mikla nauðsyn bæri til þess, að endurskoða skólakerf-
ið í landinu með hliðsjón af þörfum og kröfum þjóð-
félagsins til nútíma tækni. En jafnframt er á það minnt,
að við megum ekki þess vegna vanrækja það megin-
hlutverk skólastofnana þjóðarinnar að efla þekkingu
á sögu og menningu íslenzku þjóðarinnar.
Gildi það, sem nútíma tækni hefur fyrir framfarir og
bætt lífskjör eykur mjög kröfurnar, sem gera verður til
tæknilegrar kunnáttu. Vélin kemur æ víðar að notum í
hendi mannsins, og þeir verða sífellt fleiri, sem geta
hætt svokallaðri erfiðisvinnu og farið að stjórna vélum
í staðinn. Því verður að sníða kennsluna eftir þörfum
tæknimenningarinnar.
Við erum orðnir langt á eftir í þessum efnum. Hér
á landi er lögboðið, að stundað skuli nám í fjögur ár
til þess að fá leyfi til þess að klippa hár af manni eða
baka brauð, og skal ekki löstuð góð kunnátta í þeim
greinum sem öðrum. En við höfum enga skóla, sem
leiðbeint geta um vinnubrögð í helztu útflutningsatvinnu-
vegum okkar. Enginn fiskiðnskóli starfar í þessu landi,
og það fólk, sem vinnur við höfuðatvinnuvegi þjóðar-
innar, á ekki kost á hentugu námi í sínum greinum.
Um hina æðri tæknilegu menntun er fátt hagstæðara
að segja. Verkfræðingar eru að vísu orðnir yfir 300 hér
á landi, en eru þó enn hlutfallslega færri en víðast hvar
annars staðar. Tæknifræðingar eru hér allt of fáir og
ættu að vera tífalt fleiri til þess að rétt hluffall næðist
við aðrar þjóðir.
En um leið og skólakerfið er endurskoðað þarf að
tryggja, að ungmenni hvar s^m er á landinu hafi sem
jafnasta aðstöðu til þess að öðlast menntun. Það er
þjóðfélagsverkefni að veita slíkan kost á menntun, hvar
sem menn búa á landinu. Þó að kröfur tæknimenntunar
leggi okkur mikla skyldu á herðar, má samt ekki van-
rækja að unga kynslóðin öðlist trausta þekkingu á sögu
og menningu þjóðarinnar. Því aðeins hefur þjóðin hag-
nýta menntun, að þetta tvennt haldist í hendur.
FYRIR NOKKRUM dögum hafði Ólafur Jóhannes-
son framsögu fyrir tillögu til þingsályktunar, er hann
flytur ásamt 7 öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins
um undirbúning löggjafar um almennan lífeyrissjóð
allra landsmanna. Er hér hið merkasta mál á ferð. Fjall-
ar það í raun um tvo veigamikla þætti varðandi afkomu
og aðbúð alls almennings í landinu. Með stofnun almenns
lífeyrissjóðs, sem yrði viðbótarsjóður við almannatrygg-
ingarnar, myndu tryggingarnar aukast og allir lands-
menn fá þá aðstöðu, seih þeir einir hafa nú, er trygginga
njóta í sérstökum lífeyrissjóðum hinna einstöku stétta
og starfsgreina. Sú viðbótartrygging, sem hinum almenna
lífeyrissjóði er ætluð á að grundvallast á sjóðsöfnun. Slík
sjóðsöfnun er sérstaklega æskileg til þess að standa und-
ir íbúðalánaþörfinni og þá alveg sérstaklega unga fólks-
ins, sem þarf að byggja yfir sig, en eins og kunnugt er
ríkir nú hið mesta öngþveiti í húsnæðismálum og hús-
næðislánakerfið er mjög fjárvana miðað við hina miklu
og sívaxandi íbúðalánaþörf Með stofnun almenns lífeyr-
issjóðs er því unnt að ge. a tvennt í senn, efla lífeyris-
tryggingar og bæta að verulegu leyti úr íbúðalánaþörf
inni. Á þinginu 1957 var samþykkt tillaga nokkurra
Framsóknarmanna um athugun á stofnun almenns lífeyr-
issjóðs.
MORDECAI BRiENBERG:
Var Oswald ekki morðinginn?
Þekktur amerískur félagsfræðingur vefengir skýrslur lögreglunnar í Dallas.
í ERLENDUM blöðum er nú
rætt um það í vaxandi mæli,
hvort Lee Oswald hafi verið
hinn raunverulegi morðingi
Kennedys. Þeim virðist fjölga,
sem draga þetta í efa og
byggja það einkum á ýmissi
ónákvæmni og mótsögnum,
sem virðast koma fram í skýrsl
um rannsóknarlögreglunnar.
Ein athyglisverðasta greinin,
sem nýlega hefur birzt um
þetta efni, birtist í enska viku-
ritinu Spectator, fyrra föstu-
dag ,en ritstjóri þess er Mac-
Leod, einn kunnasti leiðtogi
brezka íhaldsflokksins. Grein
þessi var eftir Mordecai Brien-
berg, háskólakennara í félags-
fræði við Berkeleyháskólann í
Kaliforníu.
Enska blaðið Daily Mail birti
stuttan útdrátt úr þessari grein
Brienbergs, síðastl. laugardag,
og fer sá útdráttur hér á eftir:
í MÁLSSKJÖLUM í Dallas
er eiðfest skýrsla lögreglu-
þjónsins, sem fann riffilinn á
sjöttu hæð slcólabókageymsl-
unnar, en þaðan á Lee Oswald
að hafa skotið á Kennedy for-
seta. í skýrslu þessari er sagt,
að riffillinn hafi verið af
Mauser-gerð, með 7,65 milli-
metra hlaupvídd.
22. nóvember s.l., fullyrti
Henry Wade, héraðssaksóknar-
inn í Dallas, að þetta væri
morðvopnið, og lófafar Os-
walds hefði fundizt á því. Dag-
inn eftir birti ríkislögreglan
tilkynningu, þar sem sagt var,
að. Oswald hefði keýpt riffii; í
márz, ’og þá gengið undir dul-
nefninu Hiddel. Þetta var
ítalskur riffill með 6,5 millí-
metra hlaupvídd.
Wade breytti afstöðu sinni
eftir að þessi skýrsla kom
fram. Nú sagði hann það ítaisk-
an riffil, sem hann hefði í fór-
um sínum. Það var ekki leng-
ur riffill af Mauser-gerð.
SÉ hleypt af riffli, sem
haldið er við öxl sér, má finna
púðurleifar á höndum og and-
liti. Og skrýtið virtist að skjóta
frá mjöðm sér af riffli með
áföstum sjónauka.
Lögreglan í Dallas beitti
paraffín-rannsókn við athugan-
ir á höndum Oswalds og and-
liti. Púðurleifar fundust á báð-
um höndum hans, en ekki á
andlitinu. Enn fremur full-
yrðir ríkislögreglan nú„ að
„engin lófafþr“ hafi „fundizt
á rifflinum.“ Þetta er í beinni
mótsögn við fullyrðingu Wades
héraðssaksóknara, 22. nóvem-
ber.
LÆKNARNIR þrír, sem önn
uðust forsetann strax eftir
skotárásina, sögðu við frétta-
menn í sjúkrahúsinu, að ein
af kúlunum hafi komið í háls-
inn, „aðeins neðan við barka-
|kýlið“.
Mikill munur er á sári eftir
kúlu á innleið og kúlu á út-
, leið. Allir þrír læknarnir héldu
því fram, að þeir gerðu dag-
lega að skotsárum. Læknarnir
sögðu enn fremut, að kúlan
hefði stefnt niður á við og kom-
ið út aftur.
Þegar ríkislögreglan var bú-
in að yfirheyra læknana þrjá,
gáfu þeir yfirlýsingu, þar sem
þeir höfðu' breytt um skoðun
lár. ■-■-
Lee Harwey Oswald
á hálssári forsetans, en höfðu
þó áður verið ,vissir í sinni
sök og borið öllum saman. í
yfirlýsingunni segja þeir, að
sárið á hálsinum hafi verið
eftir kúlu á útleið. Læknarnir
segja samt sem áður, að þeir
geti ekki átt tal við fréttarit-
ara, eða rætt þetta mál frekar.
EF skotið, hefði verið á for-
setann, þegar bíll hans nálg-
aðist skólabókageymsluna við
’ Hóuston-stræti í Dallas, hefði
í skötsárið á hálsinum komið
heim við þann framburð, að
skotið hefði verið frá sjöttu
hæð skólabókageymlunnar.
Þannig hljóðuðu líka fyrstu
útskýringar ríkislögreglunnar.
En myndir gefa til kynna, að
skotárásin hafi orðið, þegar
bíllinn var kominn 75—L00
yards fram hjá byggingunni.
FRÉTTÁRITARI einn beið
eftir bílalest forsetans, sem
átti nokkurn spöl ófarinn að
honurn, þegar skotárásin var
gerð. Hann heyrði fyrsta tal-
stöðvarkall lögreglunnar, og
þar var sagt, að „öll skotin
virðast hafa komið frá járn
brautarbrúnni“, sem var fram
undan bílunum.
í fyrstu útvarpsfréttunum
var sagt, að lögregluþjónn
hafi hraðað sér til járnbrautar-
brúarinnar og sézt elta tvo
menn eftir brúnni. En þessi
frétt var ekki framar nefnd r
nafn.
Skotgat var á framrúðunni
i bíl forsetans Starfsmenn
leyniþjónustunnar komu í veg
fyrir að fréttaritarar kæmust
svo narrri bílnum, þar sem
hann stóð við sjúkrahúsið, að
þeir gætu komizt að raun um
stefnu kúlunnar gegnum rúð-
una. Flogið með bílinn til Was-
hington, og þar var hann í varð
veizlu leyniþjónustunnar.
Átta dögum síðar var skipt
um framrúðu í bílnum. Ekki
er um það vitað, hvort
skemmda rúðan hefir verið
eyðilögð.
AÐ LOKUM má geta þess,
að fjórir fréttaritarar blaðsins
Mornings News í Dallas, voru
sjónarvottar pð skotárásinni.
Þeir stóðu milli járnbrautar-
brúarinnar- og skólabóka-
geymsl-unnar. Allir fullyrða
þeir, að skotið hafi verið fram-
an á bíl forsetans.
SAMKVÆMT hinni opin-
beru tilkynningu var skotið
þremur skotum. En um fimm
kúlur virðist hafa verið að
ræða.
Hleypti Oswald af íimm skot
um á hálfri sjöttu sekúndu?
Sérfræðingar í meðferð riffla
eru mjög vantrúaðir á, að af-
bragðsskytta gæti miðað og
skotið þremur skotum á þeim
tíma
SKOTUNUM var hleypt af
milli klukkan 12,30 og 12,31.
Samkvæmt framburði konunn-
ar, sem Oswald leigði hjá, kom
hann heim í íbúð sína klukkan
12,45. Samkvæmt annarri frá-
sögn, á hann að hafa komið
heim klukkan eitt. í þeirri frá-
sögn er sinnig rælt um „mjög
mikla umferðártöf“ í borginni.
Af hálfu hins opinbera er
því haldið fram, að Oswald
hafi farið fjórar mílur í leigu-
bíl. í ótruflaðri umferð ætti
sú ferð að taka tólf mínútur.
Ilafi Oswald komið heim
klukkan 12,45, hefir hann að-
eins haft tvær mínútur til um-
ráða til þess að l.júka því, sem
hér er talið:
A. Fela morðvopnið.
B. Ganga ofan af sjöttu hæð
niður á aðra hæð.
C. Taka upp mynt og ná í
coka-cola-flösku úr sjálf-
salanum.
D. Ræða við lögregluþjón.
E. Fara út úr húsinu og
ganga fram hjá fjórum
þvergötum að strætis-
vagni
F. Fara með strætisvagnin-
um og kalla á leigubíl.
VIÐURKENNA ber, að allt
var í uppnámi. En hví skyldu
þá lögregluyfirvöldin stöðugt
vera sannfærð um eitt, sök
Oswalds?
Varð lögreglan i Dallas við
hinni háværu kröfu um hand-
töku og áleit Oswald hentugt
’ fórnardýr, af því að hann var
efstur á lista hennar yfir „bylt
ingamenn"?
(ÍMINN, laugardaginn 14. marz 1964
/