Tíminn - 20.03.1964, Blaðsíða 6
SEXTUGUR:
Geir Guömundsson
frá Lundum
GEIR GUÐMIINDSSON fyrrver-
and! t)5n<3i á Lnndum f Stafholts-
tungom er sextugur í dag. Hann
er sonur hinna kunnu Lundahjóna,
GuBíangar Jðnsdðttur og Gu'ð-
mundar Ólafssonar, sem bjuggu
jjar nm áratugi fyrirmyndarbúi. —
Geir er yngstur systkina sinna cg-
ern systur hans fimm allar á lífi.
Geir réðst ungur til náms í
Flensborgarskóla og brautskrác-
ist þaðan. Vann hann síðan við bú
foreldra sinna, en vanheilsa háði
honum löngum við erfið bústörf.
Eftir lát föður hans færðist for-
staða Lundabús smátn saman í
hendur hans, ásamt Guðlaugu múð
ur hans. — Árið 1933 kvæntist
tiflnn og hóf þá sjálfstæðan bú-
rekstur á Lundum. Kona hans er
Þórdfs Ólafsdóttir frá Sámsstöð-
um f Hvítársíðu, hin mætasta kona
og rausnarleg húsmóðir. Kjördótt-
ir þeirra er Ólöf húsfreyja á Haf-
þðrsstöðum og uppeldissonur Ól-
afur Þðr á Akranesi, kvæntur.
Bjuggu þau hjðn á Lundum til
vorsins 1959, er þau fluttu til
Eeykjavfbur. Keypti Geir þá íbúð
við Hringbraut 37 og hafa þau
hjón átt þar heimili síðan í góðum
og vistlegum húsakynnum. — Geir
fékk brátt starf við Landsbank
ann og nú hefur hann með hönd-
um uimsjón geymsluhólfa o. fl. í
Laugavegs-útibúi bankans.
Á Lundum höfðu búið á óðals-
eign sjö bændur í beinan karl-
legg, að Geir meðtöldum, en um-
bæturnar á jörðinni voru þó nær
kina, Guðmundi Ólafssyni, og jam
an var þar mikil reisn yfir bú-
skap. — Geir hélt jafnan í horf-
inu með áhöfn á Lundum, að und
anskildum einu eða tveimur ár-
um, er niðurslcurður sauðfjár
vegna mæðiveikinnar var fyrir-
skipaður og mun bú hans jafnan
hafa verið meðal hinna stærstu í
Stafholtstungum. En lin heilsa
gerði honum einatt erfitt um bú-
störfin. Kaus hann því að hverfa
frá búskap áður en aldur færðist
yfir hann.
Geir er maður vel greindur,
skemmtinn, viðræðugóður og víða
heima af lestri blaða og bóka. —
Hann hefur jafnan haft mikinn
áhuga á landsmálum og raunar
öllum málum, er almenning varð-
ar og ræðir um þau mál af meiri
þekkingu og dómgreind en al-
mennt gerist. Hann lætur sér ekki
nægja að lesa einungis blöð þeírr
ar stjórnmálastefnu, er hann að-
hyllist og fylgir, heldur kynnir
hann sér gaumgæfilega sjónarmið
annarra flokka og blaða. Hann
fylgist oft býsna vel með því, sem
er að gerast bak við tjöldin í
stjórnmáladeilunum. Kemur eng-
inn að tómum kofanum hjá Geir,
er á tal við hann um þessi mál og
ýmilegt annað, sem efst er á baugi
í þjóðlífinu. Hann er einnig fróð-
ur og vel lesinn í ýmsum bók-
menntum og fræðigreinum. Ekki
var hann framgjarn né hlutsamur
í sveitarmálum og lagði enga
stund á að trana sér þar fram til
um sveitarstörfum, sem ég man
ekki að greina. En hann studdi
jafnan þá menn til sveitarforystu,
sem hann bar traust til. — Við
alþingiskosningar veitti Geir fram
bjóðendum Framsóknarflokksins
oft mikla liðveizlu og var, hygg
ég óspar á fyrirhöfn í þeim efnum.
Geir er manna gestrisnastur,
veitull og skortir ekki umræðu-
efni. Var oft gestkvæmt hjá .hon-
um á Lundum og sýnist mér svip-
aður háttur hjá honum á Hring-
braut 37.
Ég þakka Geir mági mínum og
Þórdísi konu hans tnargar skemmti
legar samverustundir og ágætar
viðtökur jafnan á heimili^ þeirra
um rúmlega 30 ára skeið. Árna ég
svo honum, konu hans og fóstur-
bömum þeirra langra og heilla-
ríkra ævidaga, er hann leggur upp
í áfanga sjöunda áratugsins.
allar gerðar af föður þeirra syst- þátttöku. Mun þó hafa gegnt ýms —■— : i , : Kr. J.
MINNING
Aðalbjörg Benediktsdóttir
Fædd 3. febrúar 1879.
Dáin 11. marz 1964.
Fyrir tæpum fimm tugum ára
birti Sigurður Nordal ritdóm í
Skírni um Tólf sögur Guðmundar
á Sandi, og hefst hann á þessa
leið:
„Ætti ég að svara þeirri spurn-
ingu, hvað það væri í þjóðlífi ís-
lendinga nú á dögum, sem ég í
einu áliti sérkennilegast fyrir þá
og lærdómsríkast fyrir aðrar þjóð
ir, mundi ég í fljótu bragði ekki
geta fundið annað svar en: alþýðu-
menningin þingeyska. Það er trúa
mín, að þeir komi tímamir, að er-
lendir menntafrömuðir og uppeld
isfræðingar læri íslenzku og fari
heim, eingöngu til þess að kynna
sér þessa merkilegu menningu,
þar sem hver er sinn eigin kenn-
ari. Alþýðumenntunin er enn þá
allstaðar á tilraunastiginu, og ár-
angur skólalærdómsins er fjölda
manna áhyggjuefni. Það væri líka
æsMlegt, að útlendingar vildu
hjálpa íslendingum sjálfum til
þess að sjá, um hve eftirtektar-
verða tilraun hér er að ræða . . .
Menn sjá oft sízt það sem næst
þeim er, og fslendingum er of
tamt að leita að agnúunum, í stað
þess að reyna fyrst að sMlja það,
sem frumlegt er og sérstakt, og
meta gildi þess.“
Þegar ég las þennan dóm á ung-
lingsárum mínum, fylltist ég metn
aþi fyrir hönd minna átthaga. Þar
talaði maður sem glöggt mátti
vita, hafði dvalizt í Þingeyjarsýslu
og þekkti marga Þingeyinga, en
einnig verið mörg ár erlendis, séð
borgir og kynnzt skaplyndi
margra manna eins og
Odysseifur. Nú sé ég reyndar að
þess er lítil von að hin glæsi-
lega spásögn ritdómandans rætist
nokkru sinni. En ég er enn fús að
trúa því að dómur hans um þing-
eysku alþýðumenninguna hafi ver
ið réttur. Og þann dóm mun hver
sá geta sannað sem kynnzt hefur
því merkilega kúltúrfólki sem
byggði Þingeyjarþing á síðara
hluta nítjándu aldar og fyrra hluta
hinnar tuttugustu. Einn hinn síð-
asti fulltrúi frá blóma þess menn-
ingarskeiðs var kona sú sem í dag
er til moldar borin í Húsavíkur-
garði, Aðalbjörg Benediktsdóttir
frá Auðnum. Eg hef stundum, í
gamni og alvöru, kallað hana síð-
asta Þingeyinginn.
Hún var dóttir Benedikts Jóns-
sonar á Auðnum, sem var einn
helztur upphafsmaður samvinnu-
hreyfingarinnar á íslandi með
stofnun Kaupfélags Þingeyinga.
Bókasafn hans hið mikla var með
sérstökum hætti helgað þjóðmeg-
unarfræði í anda samvinnunnar,
en það var jafnframt allsherjar
bókasafn, og eftir að það þijóaðist
var það hyrningarsteinn alþýðu-
menntunar í sýslunni meðan Bene
diMs naut við.
Eg kynntist Aðalbjörgu ekki
fyrr en hún var komin hátt á
áttræðis aldur. Hún var þá slitin
orðin og heilsubiluð af basli langr
ar ævi. Þó var hún enn fjörleg
í hreyfingum og kvik á fæti, og í
sál hennar brann óslökkvandi eld-
ur. Þegar hún rifjaði upp bjartar
minningar frá liðinni ævi, eða
ræddi um málefni líðandi stundar,
þá var eins og allt lyftist sem í
kringum hana var. Hún var ákveð
in í skoðunum og skorinorð í dóm-
um, en umhverfis hana var svo
mikil birta og ylur, víðsýni hins
sannmenntaða manns sem allt skil
ur og allt fyrirgefur, að áfellis-
orð hennar gátu engan sært. Fróð-
leikslöngunin var óseðjandi, og
bókin gekk henni aldrei hendi
firr meðan sjónin entist. Þá mun
hún hafa verið á áttræðasta ald-
ursári er hún fékk léða hjá mér
1. HAGKVÆMUSTU KAUP A HEIMtttSTRAKTOR
2. VONDUÐUSTU MOKSTURSTÆKl 00 HJðTVIRK-
ASTA VÖKVAKERFI A TRAKTOR
3. Ní SLATTUVÉL HLIÐARTENGD
PantlA vélarnar tímanlega vegna lánsumsíkna
og afgreiðslu.
KAUPFÉLÖGIN — S.I.S. VÉLADEILD
þýzkunámsbók handa byrjendum.
Sagði hún að sig hefði alla ævi
langað til að læra þetta tungumál,
en aldrei gefizt tóm til þess. Eg
veit af frásögn kunnugra að Að-
albjörg bjó við sára fátækt á Húsa
vík í fyrri daga, og þá var þungur
róður þeirra hjóna með stóran
hóp námsfúsra og listhneigðra
barna. En við þessa efnalegu ör-
birgð dafnaði þó frábær mennt-
un og menning, náttúrutilbeiðsla
og skáldadraumar. Ævisaga Aðal-
bjargar minnir á þau orð sem Saxi
Mnn málspaki hefur um íslend-
inga í fomöld: Ættjörð þeirra er
ófrjósöm og þeir búa við þröngan
kost, en þeir hugga sig í fátækt
sinni við andlegar iðkanir. Sjálf
orti Aðalbjörg ofurlítið á fyrri
árum,- þótt Unnur systir hennar
bæri, sakir upplags eða aðstöðu,
gæfu til meiri afreka í þeim efn-
um. Um hitt var ekki síður vert
hversu innilega Aðalbjörg kunni
að njóta bókmenntanna, í' senn
með barnslegum unaði og fáguð-
um þroska. í elli sinni talaði hún
um persónur í leikritum Ibsens
eins og samferðamenn sem væru
nýgengnir út úr stofunni. Þó hafði
hún mest yndi af að lesa frásagnir
um annarleg lönd og þjóðir. Var
sem hún fengi þann veg nokkra
fullnægingu handa þeirri útþrá
sem brann í blóði hennar. — Um
nokkurra ára skeið bjó ég í ná-
grenni við Aðalbjörgu hér í
Reykjavík, og í hvert sinn sem
hún kom á heimili mitt fannst mér
sem heitur gustur færi um hús-
ið. Þá minnkaðist ég mín fyrir
það að þessi fjörgamla kona sem
aldrei hafði setið á skólabekk
skyldi þurfa til að koma að hrífa
mig upp úr lognmollu hversdags-
lífsins og beina hug mínum að
andlegum viðfangsefnum. Og þá
skildi ég að þess var engin von að
við, hinir yngri Þingeyingar, fengj
um borið merM feðra okkar með
fullum sóma. Menningin rís og
hnígur, ekM einungis í Þingeyjar-
sýslu kringum aldamótin 1900,
heldur á ýmsum tímum og á ýms-
um stöðum hér á jörð. Menn geta
leitað ýmissa skýringa á „þing-
eysku menningunni,“ allt frá
frjóvgandi áhrifum erlendra bók-
mennta niður í svo óskáldlega
skepnu sem silunginn í Mývatni.
En grunur minn er sá að dýpsta
orsöMn sé sú að á þessu tíma-
bili hafi, fyrir einhver dulin rök
máttarvaldanna, fæðzt í Norður-
sýslu fjölmennur hópur yfirburða
manna, sem með hæfileikum sín-
um lyftu ættbyggð sinni og brugðu
birtu yfir landið allt.
Það hefði mátt vona að menntir
og draumsýnir veittu slíkri konu
sem Aðalbjörgu mikið athvarf í
andstreymi lífsins, líkt því sem
Bjami Thorarensen lýsir í kvæð-
inu um Svein Pálsson:
Örlaga örvar því náðu
þig aldrei að fella
að undanfæri þinn andi
ætíð sér hafði.
Var hann að leikum með liðnum
eða Ijósálfum muna
harmanornir þá heima
hann hugðu að finna.
Sú er og trú mín að Aðalbjörg
hafi oft átt sama undanfæri að
fagna. Það kom mér því raunar
á óvart þegar þessi dýrkaridi mann
lífs og fegurðar sagði einu sinni
við mig, snöggt og óvænt: „Eg
held ég vildi ekki lifa ævina aft-
ur.“ En hafi þessi orð verið ann-
að og meira en stundlegt áhyggju-
ský, þá skulum við syrgjendur
hennar huggast við það að hún
er nú horfin til hins eilífa friðar
sem okkur er öllum fyrir búinn
að lokum.
Jónas Kristjánsson
6
T í M I N N, föstudagur 20. marz 1964.