Tíminn - 20.03.1964, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.03.1964, Blaðsíða 19
Vettvangurinn £ Auka-Mogganum svonefnda, þ- e. bamablaðinu Alþýðublaðið. Seg ir þar frá ferð Guðmundar um allar trissur, og endar hann svo hjá sínum heittelskuðu Bretum, sem voru orðnir ákafir að losna út úr deilunni með ekki alltof mikilii smán. f grein Benedikts segir: „Á mánudag (19. desember) hitt ust þeir ráðherrarnir (þ. e. Guð- mundur og Home) í þinghúsbygg ingunni á Thamesbökkum í Lond on og snæddu saman hádegisverð f húsakynnum lávarðadeildar'inn- ar. Tveir síðari fundir voru haldn ir í utanríkrsráðuneytinu í Down ing Street, og á þessum fundum varð til sú lausn, deilunnar, sem eú er fjallað um.“ Hinir miklu há- degisverðir Guðmundar í þinghús byggingum ýmsum úti í Bretlandi urðu íslenzku þjóðinni dýrmætir. í>eir sviptu hana hluta af 12 rnílna fiskveiðilögsögu sinni og gáfu i- haldsflokkunum á íslandi tæki- færi til þess að koma í framkvæmd í verki andstöðu sinni við útfærslu íslenzku landhelginnar. En þyngsta smánin var þó sú, að íhaldsflokkamir afhentu Bretum íhlutunarréttindi um íslenzk mál- efni. Þeir virðast hafa svo sterka tilhneigingu til þess að þjóna hundstryggðareðli sínu, að þeir vilja skríða að fótum erlends stór veldis við enn frekari útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Framsóknarflokkurinn tók frá upphafi mjög sterka . andstöðu gegn þessum samningi og taldi bann nauðungarsamning, en íhalds fiokkarnir notuðu þingmeirihluta sinn miskunnarlaust til þess að lögfesta smánina. Veiðiréttindi Breta innan fisk- veiðilögsögunnar giltu í 3 ár. Margt benti til þess, að íhaldsflokk arnir ætluðu sér að framlengja þennan uridanþágusamning, og voru fáir fslendingar svo bjart- sýnir, að trúa því, að þeir þyrðu að standa uppi í hárinu á Bretum nú frekar en áður. En Framsókn arflokkurinn og mikill meirihluti þjóðarinnar sýndi þeim og sann- aði, að fslendingar stóðu einhuga gegn undansláttarstefnu ríkis- stj órnarinnar. íhaldsf lokkarni.r höfðu því ekki um annað að velja en að biðja um miskunn Breta Miskunnina fengu þeir líka, því að flestir hundahaldarar hafa kom izt að raun um, að einhvern tírpa verður að kasta bita í tíkina, svo cð hún fitni eitthvað og geti orðið að gagni í framtíðinni. íhaldsflokkarnir halda nú upp á afmæli smánarinnar, og telja sig hafa unnið mikinn sigur er þeir skriðu að fótum Breta. En saga ís lands mun fella sinn dóm um fer- il þeirra manna. Sagan mun leggja sinn dóm á þann svívirðilega smánarsamning, sem Guðmundurj í Guðmundsson gerði við há-! degisverðarborðið í Englandi, — smánarsamning, sem hann þorði ekki að segja frá fyrr en löngu síðar, einmitt af því að hann vissi, að hér var um svívirðilega athöfa að ræða. 1. september 1958 mun vera í islenzkri sögu sem einn af þrein stærstu dögunum í sögu Iands- ins — sjálfstæði íslands 1. des. 1918, lýðveldi stofnað 17. júní 1944 og fiskveiðilögsagan færð út í 12 mílur 1. september 1958. 1. scptember mun einnig standa, sem einn af björtustu dögunum í sögu Framsóknarflokksins — þann dag var enn einum áfanga náð í bar- áttu hans fyrir nauðsynlegri fisk- leiðilögsögu fslendinga. En 11. marz 1961 mun standa í sögu íslands sem dagur smánar- innar og þrælseðlisins — dagur- inn, þegar íslenzk stjórnarvöld skriðu að fótum erlends stórveldis og létu sigur íslenzku þjóðarinnar í þýðingarmesta hagsmunamáli liennar af hendi. KLOFNINGUR ' Kramhaio al 11 úðu i aftur þátttakandi í stórpólitík inni. Einnig ber að minna á baráttuna milli þessara stór velda um ítök hvarvetna um heim, en einkum þó í vanþró- uðu löndunum. Enn kemur hér til greina klofningui’inn í kommúnista- flokkum flestra landa heims, en hann á eftir að magnast á næstunni. Þessi klofningur staf ar að nokkru leyti af gagn- stæðum hagsmunum heima fyr ir, en boðar þó, að heimskomm únisminn muni enn deilast í tvennt milli byltingarmanna og • endurskoðunarsinna, eins og varð á öldinni sem leið. Við brögð flokkanna fara eirtkum eftir því, hvaða efnahagslegri og félagslegri þróun heima- lönd þeirra hafa tekið. Mest veltur á starfskjörum komm- únista, hvaða möguleika hver hópur um sig hefir til starfa. Hin mikla barátta, sem háð var í Evrópu á öldinni, sem leið, verður nú endurtekin um heim allan. (Þýtt úr Politiken). SIGURÐUR AFLAHÆSTUR Framhald af 1. slðu. ferð fyrr en á þessu ári, svo alls urðu ferðirnar 16 á 11 mánuðum, en aflamagnið var um 50% hærra en á næsta togara. Sjö sinnum seldi Sigurður erlendis. Frá áramótum hefur Sigurður fengið 870 lestir í 4 ferðum, og þar af hefur hann selt erlendis þrisvar sinnum, nú síðast 233 lest ir í Bremerhaven fyrir um 2 millj. kr., sem mun vera geysi- góð sala. j sTJÓRNA HVÍTIR . . . Framhald af bls. 20. Strax á morgun hefja leiðangurs menn og herdeildin ferð sína til baka til Yavari-fljótsins, þar sem fallbyssubátur bíður þeirra og flyt ur þá til bæjarins Iquitos. Orrustu- flugvélar perúska flughersins hafa síðustu dagana gert hverja árás- ina á fætur annari á indíánana, sem að árásinni standa, og notað bæði vélbyssur og léttar sprengj- ur. Ekki er vitað hversu margir Indíánar hafa látið lífið. Ferðin til baka til Yavard-fljóts ins verður mjög erfið. Frumskóg urinn er svo þéttur, að leiðangurs- menn verða að höggva sér leið gegnum kjarrið, og þeir eiga sí- fellt á hættu að Indíánarnir geri nýjar árásir. Yfirmaður herdeild- arinnar sagði í dag að hann væri viss um, að þeim sé veitt eftirför. KÝPUR (Framhald ai 2. síðu). kvöld, að minnst 8 tyrknesikir menn hafi látist og 11 grískir menn úr Öryggislögreglunni hafi særzt. Talsmenn tyrkneskra manna sögðu í dag, að þúsundir grískra manna hafi tekið þátt í árásinni á Ghaziveran, vopnaðir sjálfvírk- um skotvopnum og sprengjuköst- urum. James Brown fréttaritari Reuters, kom til bæjarins meðan á bardögum stóð og sagði, að eldur hafi kviknað á mörgum stöð um í bænum þar sem sprengjurn ar komu niður. Hann sagði einn ig, að tyrkneskir menn verðust á bak við tré og staura og að einungis um 60—80 tyrkneskir menn væru sæmilega vonnaðir. Brezkir talsmenn í Nicósíu sögðu í kvöld, að fulltrúi SÞ á Kýpur, Pier Spinelli og Mike Carv er, yfirmaður brezka herliðsins, væru komnir til Ghaziveran til þess að reyna að koma á varan- legu vopnahléi. Glafkos Cleribes, forseti þjóðþingsins á Kýpur, er einnig kominn til bæjarins sem sérlegur fulltrúi Makariosar for- seta. 569 kanadískir hermenn eru nú komnir til Kýpur, en Kanada mun í allt senda 1.000 manns til eyj- arinnar. VERÐUM AÐ MÓTA Framhald af 7 síðu aðinn eins og nú er, án þess að rannsóknir séu gerðar og síðan tryggður áburður með þeim efn- nm, sem jörðin þarf. — Hvað er að frétta af græðsl- unni í Hólssandi? — Enginn vafi er á því, að þar hefur orðið mikil framför á gróðri og uppblásturinn stöðvaður á stór um svæðum. Er sýnt, að með þess um hæti er unnt að græða mikið örfoka land, og þarna hagar svo til, að hefði ekki viðnám fengizt, I mundi uppblásturinn hafa ætt nið j ur í byggð í Axarfirði og allt til sjávar. En þarna verður að vinna meira að. — Þú liefur setið á jarðræktar funduni undanfarið liér í Reykja- vík? — Já, hér hafa fulltrúar ræktun arsambandanna verið á fundi. En svona um leið hef ég verið að leita eftir úrræðum fyrir byggðirn ai í vesturhluta N-Þingeyjarsýslu tii þess að fá bætt hlustunarskil- yrði útvarps. Þessi hlustunarskil yrði hafa verið slæm lengi og far ið versnandi, svo að mikið vantar á, að við höfum full not af dag skrá, sérstaklega á kvöldin. — Hefur þú rætt við útvarps- stjóra um þessi mál? — Já, ýtarlega, og mér hefur verið tekið af fullum skilningi og vænti hins bezta af árangri. Út- varpsstjóri og menn hans munu nú FÆRT TIL . . . Framhald af 1. sfðu. og beggja vegna heiðarinnar er ekið eftir gömlum lækjafarveg- um, og því verra að halda leiðinni opinni fyrir umferð. Á AÐ RÆÐA? Annarlegar ástæður hljóta að valda því að formaður félagsins boðar til fundar í framhaldi eins og segir í Vísi, áskorunnar sextíu borgara á Alþingi um að her- mannasjónvarpið verði bundið við flugvöllinn einan, og kalli um- ræðuefnið „íslenzkt sjónvarp". Verður þettta aðeins skilið svo, að hér eigi formaður Stúdentafélags ins við það, að til sé í landinu „íslenzkt" hermannasjónvarp. Þá er brotin gömul hefð með því að hafa aðeins einn frummæl anda á umræðuefni Stúdentafé- lagsins í máli sem miklar deilur hafa staðið um. Auk þess hefur menntamálaráðherra talað ítar- lega á Alþingi og það nú fyrir skömmu um íslenzkt sjónvarp og enn ítarlegar í Blaðamanna- klúbbnum um sama efni og allar upplýsingar hans birtar í blöðun- um jafnóðum. Ekkert nýtt hefur gerzt í íslenzka sjónvarpsmálinu síðan. áreiðanlega vera að leita að leið- um til bóta. — Hvað um þjóðmálin almennt núna, Þórarinn? — Bezt mun að segja seni fæst um þau, enda yrði seint upp talið það, sem ég vildi að finna. En óg get sagt það að lokum, að mér finnst ósamkomulagið á Alþingi vera mesta þjóðarbölið, sem við er að etja nú, sem raunar oftast áður. Þar kemur að mínum dómi fram mesta veilan í þjóðtnála- kerfi okkar. Þar ráða skoðanir og málavextir .of litlum úrslitum. Það er miklu oftar óbilgirnin, sem við blasir. Og þetta er áreiðanlega ekki að vilja þjóðarinnar. — ak. GAGNFRÆÐASKKÓLI . . . Framhald af I. síSu. ins, sem heyrir undir fyrsta á- fanga, strax fyrsta október. Með þessum skilyrðum tekur verktakinn við verkinu. Tíminn hafði í dag tal af skólastjóra Gagnfræðaskóla verknámsins, Magnúsi Jóns- syni, og sagði hann, að mikil bót væri að hinum nýju húsa kynnum. Skólinn hefði hingað til verið á hálfgerðum hrakhól- . um með húsnæði. Nú væru qemendur í honum 341 tals- ins, en á hverju hausti hefði unglingum verið vísað frá vegna plássleysis. Fræðslu- stjórnin hefði samt séð um það„ að þeir unglingar kæm- ust að í öðrum skólum. JARÐHRÆRINGAR Framhald af bls. 20. ið á bænum fann ekki fyrir þeim. Sigurður bóndi í Ármúla sagði í kvöld, að kippurinn í gærkvöldi hefði verið all snöggur, en þó ekkert í áttina eins mikill og kipp- ir þeir, sem komu í síðustu viku, en nú eru liðnir 9 dagar frá því fyrst fannst fyrir jarðhræringun- um. Kippurinn var þó allsnöggur, og einna líkastur höggi. Annarra hræringa varð fólkið ekki vart. Auglýsið i TÍMANUM Mágkona og systlr okkar, Júlíana Jónsdóttir MófellsstöSum I Skorradal, lézt á siúkrahúsinu á Akranesi 18. þ. m. Guðfinna Slgurðardóttir og systur. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Sigríð'ar GuSnadóttur Skagaströnd. Páll Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn l FERMINGARGJÖFIN m Bókin hefst á stuttum úrvals ritgerðum um trú og siðgæði, og eru flestar þeirra eftir þekkta íslenzka höfunda. Enn fremur er þarna að finna snjallar sögur og hugljúf ævintýri eftir heimsfræga höfunda, Leo Tolstoj, H. C. Andersen, Selmu Lagerlöf o. fl. AUÐ BLÖÐ eru aftast í bókinni, því ætlast er til að bókin sé varanleg minning um fermingardaginn. Þar getur barnið límt ljós myndir og skrifað þar það sem það helzt kýs að muna frá fermingardeginum. Þetta er kærkomin göfgandi og fögur gjöf til fermingarbarnsins. Bökaútgáfa n Frööi ni T í M I N N, föstudagur 20. marz 1964. — 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.