Tíminn - 20.03.1964, Blaðsíða 15
1. september 1958 er einn af stoltustu dögum í sögu íslenzku þjóðarinnar og í sögu
Framsóknarflokksins:
SIGURINNILANDHELGISMÁLINU VANNST1958
soa
mss
Sá sigar, sem vannst 1 landhelgismálinu 1. september 1958, þegar |
flskveiílflðgsagan vi3 fslandsstrendur var færð út í 12 sjómílur,
var mntWI og nauðsynlegur íslenzku þjóMnnL Það má fyrst og fremst
þakka ehfharSri framkomu forystumanna Framsóknarflokksins þeirra
Hermanns Jónassonar, þáverandi forsætisráðherra, og Eysteins Jóns-
aona, þáv. fjármálaráðherra, að samstaða tókst innan vinstri stjórnar-!
t»nnr m útfærslu landhelginnar, — mál, sem ávallt hefur verið eitt
helzta baráttumái Framsóknarflokksins, og er enn, því að flokkurinn
hefur hvað eftir annað lýst yflr, að 12 mílna fiskveiðilðgsagan hafi
ehnmgis verið áfangl á langri leið.
Framsóknarflokkurinn hefnr á-
vallt haft forystu um útfærslu ts-
lenzkrar landhelgi og um eflingu
hmdhelgisgæzlunanr. Þegar flok*-
yrtnn komst til valda 1927, nndir
forystu Trygg\ra Þórhall9sonar og
Júnasar Jónssonar, varð það eitt
af aðalbaráttumálum hans að efla
landhelgisgæzluna og brjóta nið-
ur njósnakerfi það í sambandi við
ferðir varðskipanna, sem íslenzkir
affflar hðfðu byggt upp og íhal<j>
menn héWu hlífiskildi yfir. Með
ábrifmn sfnum á Alþingi og í rík
fcatjðm lagðl Framsókn arfl okk ur-
tim grundvðll að landhelgisgæzlu
ídesdinga-
Með millirfkjasamningi, sem
var milH Dana og Breta
. jr landhelgl íslands bundin
þrjár möur. Samkvæmt samn
imn var hann uppsegjanlegur
ff beggja hálfu með tveggja ára
Fnuttsóknarmenn samþykktu á
fcverju flokksþinginu á fætur öðru
krðfu nm, aC samningi þessum
yrtl þegar í stað sagt upp af ís-
lnnds hálfn, og að landhelgi ís-
lands yrði „ákveðin mun stærri
en nú er og að landhelgislínan
verði mæld frá yztu annesjum“
Árið 1946 flutti svo Framsóknar
flokkurinn á Alþingi tillögu til
þingsályktunar, svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela rfkis-
stjóminni að segja upp samningi
þeim, er gerður var 24. júní 1901
milll Danmerkur og Stóra-Bret-
lands um landhelgi fslands, sbr-
auglýsingu frá 28- marz 1903.“ f
vpphafl greinargerðarinnar segir:
„Fyrsta skreflð, sem stíga þarf og
það nú þegar, er að notfæra sér
uppsagnarákvæðið og segja samn-
ingnnm upp.“
En fhaldsmenn á íslandi, sem
alltaf hefur verið það „hjartans
mál“ að vinna gegn útfærslu fisk-
veiðilögsðgunnar til þess að geta
þóknazt Bretum, lögðust gegn þess
ari tfllögu Framsóknarflokksins
og kom ríkisstjóra Ólafs Thors þá
i veg fyrir, að þessi þingsályktnu-
artfllaga yrði útrædd, hvað þá
að lengra yrði farið. En Framsókn
arflokkurinn hafði á alþingi hafið
nýja sékn f landhelgismálinu, sem
stöðngt hefur haldið áfram þrátt
fyrir ákafan áróður og undirlægju
hátt íhaldsmanna.
Á þessum árum barðist Fram
sóknarflokkurinn einnig fyrir öðru
mjög þýðingarmiklu máli í sam-
bandi við landhelgi fslendinga. Út
lendlr og innlendir menn höfðu
viðtæka og glæpsamlega ieynl-
þjónnstu hér á landl til að njósna
fyrir togara sfna um ferð-
Ir varðskipanna, svo að hægara
væri að rupla og ræna báta-
miðin. f átta ár fluttu Framsókn-
armenn frumvarp um eftirlit með
loftskeytum tll að hindra þessa
óhæfu og í átta ár reyndi flokknr-
inn, sem þykist elska bátaútveglnn
og kcnnir sig við sjálfstæði að
i hlæja þessar tflraunir f hel. En
hláturinn fór af þeim þegar sann
leikurinn kom f Ijós.
Framsóknarflokkurinn stuðlaði
eindregið að því, að árið 1943
samþykkti Alþingi lög um vísinda-
lega verndun fiskmiða landgrunns
ins. Eru þau grundvöllur að reglu
gerðum um stækkun landhelginn
ar. Flokkurinn hélt sleitulaust á-
fram baráttu sinni fyrir útfærslu
landhelginnar, og átti ríkan þátt í
því, sem einn af þáverandi stjórn-
arfl., að landhelgissamningnum
var loksins sagt upp af íslands
hálfu árið 1949, og gekk hann
ur gildi 1951.
Fyrir atbeina Framsóknarflokks
ins var fyrsta reglugerðin satn-
kvæmt samningslögunum frá 1943
gefin út 1950, og var hún um út
færslu fiskveiðitakmarkanna fyrir
Norðurlandi. Framsóknarflo'kkur-
inn — sem annar af þáverandi
stjórnarflokkum — stóð að setn-
ingu reglugerðarinnar 1952 um
útfærslu fískveiðilandhelginnar í
fjórar sjómflur út frá grunnlin-
um. Þá voru ákveðnir 48 grunn-
línustaðir meðfram ströndum
landsins. Var þar með náð fyrsta
áfanganutn í langri baráttu Fram
sóknarflokksins fyrir útfærslu ís-
lenzkrar fiskveiðilögsögu, og hafði
su barátta, m. a. vegna kröftugrar
andstöðu íhaldsmanna, tekið ura
aldarfjórðung.
En Framsóknarflokkurinn benli
íslendingum á það hvað eftir ann
að, að hér væri einungis nm á-
fanga að ræða, og þó að hann væri
þýðingarmikill, þá var aðalbarátt
an eftir. Benti flokksþing flokks
ins hvað eftir annað á, að brýna
nauðsyn hæri til að vinna að frek
ari útfærslu friðarlínunnar.
Þegar vinstri stjómin var mynd
uð 1956 var birt yfirlýsing þess
efnis, að hún myndi vinna ötullega
að útfærslu landhelginnar. Það
kostaði mikil fundarhöld við er
lend ríki, því að Framsóknarmenn
vfldu, ef möguiegt værí komast hjá
því, að útfærsla landhelginnar yrði
ekki tfl þess að skapa deilurvið aðr
ar þjóðir. En nauðsyn þess, að fisk
veiðilögsaga fslendinga yrði stækk
uð, og það strax, var Framsóknar
mönnum Ijós, og þegar samnings
umleitanir ár eftir ár leiddu ekki
til neinnar þeirrar niðurstöðu, sem
allir aðilar gátu sameinazt um,
þá var ákveðið að fiskveiðiland-
helgin skyldi vera 12 mílur frá 1.
september 1958. Einnig voru gerð
ar ýmsar leiðréttingar á grunn-
línum, og jafnframt gert öllum
Ijóst, að 12 mílna fiskveiðilögsaga
var einungis áfangi í baráttunni fyr
ir því, að allt landgrunnið kæmi
undir yfirráð fslendinga.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem svo
kallar sig, þorði ekki að taka af-
stöðu með litfærsl'u landheiginnar
í 12 mílur vegna hræðslu við er-
lenda yfirboðara sína f Bretlandi,
og reyndi að telja menn af því,
að útfærslan yrði framkvæmd. Ó1
afur Thors, þáverandi formaður
fbaldsmanna, sagði á fundi einum
á Egflsstöðum 3. ágúst 1958:
„Allir landsmenn vonuðu af heil-
um huga, að íslendingar sigruðu
í þessu máli, en verði sá sigur
ekki heill þá er það fyrst og
fremst því að kcnna, að Lúðvik
I Jósefsson setti það ofar öðru að
kveikja ófriðareld milli íslendinga
og vestrænna vina þeirra og Frara
sóknarmenn voru eins og bundnir
fangar aftan í stríðsvagni komm-
únista.“
Það var þvf að áliti Ólafs Thors
ósigur fyrir fslendinga, að 12
inílna fiskveiðilögsaga var lögfesí.
Útfærsla landhelginnar var að
hans áliti ekkert nauðsynjamál fyr
ir íslendinga, heldur tflraunir til
þess „að kveikja ófriðareld milli
fslendinga og vestrænna vina
þeirra". Þessi afstaða íhaldsmanna
í iandhelgismálinu var ekki ný —
þessa afstöðn urðu Framsóknar-
riienn að berjast við allt frá þvf
þeir fyrst hófu baráttu sína fyrír
útfærslu íslenzkrar landhelgi fyrir
nærrí hálfri öld.
„Vinátta" Breta, sem Ólafi
i Thors var svo tíðrætt um, var líka
i sýnd f verki, er þeir sendu her-
! skip sín inn í íslenzka landhelgi,
; allt að 1.5 mílum frá landi, og
! gerðu ítrekaðar tilraunir til þess
að sigla íslenzku varðskipin niður
! og þá að líkindum drepa íslenzkj
Iðnafflnnm, og sfðar gætu smám
saman myndazt hér kjaraar að
plastlðnaði og ef til vfll fram-
leiðsla á gervisápum, svo eitthvað
sé tallð af fjöldamörgn, sem til
greina gæti komlð.
Ótalinn er þó ef til vill tnesti
erfiðlefldnn í vegi olfuhreinsunar
stððvar. Við seljum nú afar miK-
ið af flski til Rússa og kaupum
olíu þaðan. Olíukaupin myndi cð
mestu falla niður. Að vísu mund
um við flytja inn nægilegt magn
hf gasolíu til þess að geta selt þá
6íld, sem við nú seljum Rússum.
en leita yrði að nýjum mðrkuð-
nn fyrir annan fisk. Því hafa
ýmsir flskútflytjendur risið önd-
verðir gegn olíuhreinsunarstöð-
inni. Eg er þeim ósammála. Illt er.
tf markaðssamningur til nokkurra
Ara, mér er sama við hvaða land
hann er, á að standa í verí fyidr
æskilegri iðnþróun. Reyndar hef
ég oft efazt um ágæti slíkra samn-
inga. Á meðan sala afurðanna er
þannig talin ðrugg, sitja útflytj
endur rólegir og gera ekkert til
þess að fullnýta afurðimar. Smá-
vegis erfiðleikar gerðu okkur lítið
tiL ef þeir gætu orðið til þess að
vekja okkur úr rotinu.
Amerískt fjárfestingarfyrirtæki
hefur boðizt til þess að gerast þátt
takandi í olíuhreinsunarstöðinni og
eiga allt að 45%, en útvega allt
fjármagn. Við íslendingar mund-
i’m eiga 56%, en óákveðið er.
hvemig því yrði skipt. Eg tel
eðlilegt, að ríkið hefði sterka hönd
í bagga, því fyrirtækið myndi hafa
einokun á innlendum markaði, a.
m. k. ef innflutningur er bannað-
ur. Þess ber þó að gæta, að ríkis
valdið getur vitanlega á ýmsan
annan hátt haft töglin og hagldirn
ar. Það er t. d- algjörlega á þess
valdi, hvort fyrirtækið fær einka
sölu hér á landi eða ekki.
Eg tel öllu mikilvægara að hafa
útlendingana með að einhverju
leyti fyrstu árin vegna þess að
i ekstur olíuhreinsunarstöðvar er
mjðg mörgum tæknilegum vanda-
málum bundin- Við eigum hins
vegar að leggja áherzlu á að nema
þá tækni og taka þannig smán
saman við olíuhreinsunarstöðinn'
að öllu leyti sjálfir, enda hafa út-
lendingamir boðizt til þess að
selja sinn hlut eftir t. d. 7 ár.
ERLENT FJÁRMAGN.
Ekki verður þessu rabbi lokið
án þess að minnast lítillega á er-
lent fjármagn, því eins og kunn-
ugt er hafa ýmsar þjóði byggt upp
stærri iðnað sinn að miklu leyli
’ samvinnu við það, t. d. Noið-
menn, sem byrjuðu á þessu eftir
síðustu aldamót. Sérstaklega voru
þó mörg fyrirtæki byggð upp í
Noregi í samvinnu við erlent fjár
magn á árinu á milli styrjaldanna
Norðmenn hafa haldið mjög vel á
þessum málum sínum, og betur
en við. Þeirra löggjöf um erlenda
fjárfestingu er langtum strangari
og ákveðnari en okkar, og sérstak
lega hafa þeir lagt áherzlu á að
tileinka sér þá tækniþekkingu,
sem þannig hefur borizt inn í
landið, og telja reyndar í dag
þetta atriði mikilvægast í sam-
bandi við erlenda fjárfestingu.
Norsk Hydro er gott dæmi um
fyrirtæki byggt upp með erlendri
fjárfestinffu í Noregi. Útlendingar
áttu 2/3 hluta þess fyrir síðustu
styrjöld, en nú eiga Norðmenn
2/3 sjáifír. Norsk Hydro er
stærsta norska iðnfyrirtækið og
vinna þar þúsundir manna og er
það tæknilega með allra fremstu
fyrirtækjum í heimi í rafefna- og
tafmálmiðnaði.
Sömuleiðis má nefna aluminium
iðnaðinn norska. Þar voru lenai
starfandi 5 erl. aluminiumfyrirtæki
en Norðmenn lærðu af þeim og
byggðu sína eigin aluminiumverk-
smiðju í lok stríðsins. Hún er nú
sú langstærsta og rekin með ágæt-
um-
Við fyrirtæki, sem eru yfir 50%
í eigu útlendinga starfa nú uin
14600 manns i Noregi og mundi
það samsvara um 700 manns hér
á landi.
Stefna Framsóknarflokksins í
þessum málum þarf að vera já-
kvæð. Við eigum að vísa til fjölda
raargra samþykkta á flokksþing
um okkar, þar sem bent er á að
kanna beri þessa leið til uppbygg
ingar stærri iðnaðar. Við gefrum
einnig lýst ánægju okkar yfir því.
að þessi Ieið er nú könnuð, en
liins vegar ber okkur að leggja
sérstaka áherzlu á að gætt ?,é
fyllstu varúðar, og sérstaklega:
1. Að lög séu þegar endurskoð
uð um réttindi og skyldur erlends
fjármagns i landinu.
2. Eriend stóriðja sé ekki reist
a kostnað innlendra atvinnuvega.
3. Lögð sé áherzla á að treysta
tæknilegan grundvöll okkar þann
ig, að við getum numið þá tækni,
sem þannig flyzt inn I landið og
fyrirtækin því orðið smám saman
grundvöllur að íslenzkum iðnaði.
4. Uppbygging stærri iðnaðar
með erlendu fjármagni á aðeins
að vera liður i skipulegum hag-
vexti, enda einn sér engin lausn
á efnahagsvandamálum okkar-
varðskipsmennina. Það voru ráð-
herrar Framsóknarflokksins, Her
mann Jónasson, forsætisráðherr*
og Eysteinn Jónsson, fjármálaráð
herra, sem áttu mestan þátt f út-
færslu landhelginnar og Hermann
■Tónasson hafði á hendi yfirstjóru
landhelgisgæzlunnar fyrstu mán-
uðina, og mæddi því mest á honum
hið tillitslausa ofbeldi Breta. Hann
liafði einnig yfirstjóra með því,
að samið var um smíði á nýjn
varðskipi, Óðni, sem er mjög1
vandað að öllu leyti.
Við lok Genfarráðstefnunnar
vorið 1960 flutti utanríkisráðherra,
Guðmundur f. Guðmundsson, þjóð
inni þennan boðskap í ríkisútvarp-
inu: „Við munutn verjast gegn
öllum frádrætti, hverju nafni sem
nefnist, tímatakmörkum og öðrum,
gegn öllu, sem veitir öðrum þjóð
um fiskveiðiréttindi innan 12
ttiflna við fsland.“
En brátt kom í ljós, að fhalds-
cg íhaldskratastjómin fylgdi sína
gamla boðorði: „Fagurt skal mæla,
en flátt hyggja". Ekki liðu nema
8—9 mánuðir frá því hún settist
að völdum, þangað til hún ákvað
að taka upp viðræður við Breta
um landhelgismálið.
En íhaldsflokkarnir reyndu þó
að halda því leyndu f lengstu lög,
sð þeir höfðu gert smánarlegan
undarsláttarsamning við Breta,
þegar fslendingar höfðu raunveru
lega unnið sigur í málinu, og ekk-
ert var fyrir Breta annað en að
kalla herskip sfn heim með smán
cg skömm. Hinn 6. febrúar 1963
svaraði utanríkisráðherra, Guð-
mundur f. Guðmundsson, fyrir-
spum á Alþingi á þá leið, að eng
in tillaga hefði verið gerð af
hálfu fslands, né ákveðin tilhoð
borizt af hálfu Breta um lausn
landhelgisdeilunnar. En einungis
mánuði síðar, þ. e. 5. marz, kom
þó í ljós, að hann fór þar með
vísvitandi ósannindi, eins og hans
er vani. Það var Benedikt Gröndal
sem ljóstraði upp um ósannindin
Framhald á bls. 19.
Ræðumaður minntist lauslega á
staðsetningu iðnfyrirtækja og
kvað það höfuðnauðsyn að byggia
11PP þungamiðju, sem víðast um
landið, og hlyti iðnaðurinn að
verða kjarni þeirra. Þetta mætti
kalla að dreifa þéttbýlinu um
landið. Hann kvaðst því algjörlega
mótfallinn staðsetningu stærri
iðnfyrirtækja í Reykjavík, nema
hjá þvf yrði ekki komizt af ein-
hverjum sérstökum ástæðum.
A3 lokum kvaðst ræðumaður
enn vilja leggja áherzlu á nauð-
syn þess að tryggja undirstöðu
atriðin, skipulegan hagvöxt, þar
sem áherzla er lögð á aukna tækni.
þekkingu og vísindi. Endurreisa
verður efnahagskerfi okkar og
þar eiga ungir menn alls ekld að
skorast undan merkjum. Hins veg-
ar er nauðsynlegt að staðna ekki i
þrasi hinna daglegu vandamála.
Vinna verður traust þjóðarinnar
nieð þvi að endurvekja þann ung
mennafélagsanda, sem hér ríkti
efnu sinni, en í anda framtfðarinn
ar, með því að hefja upp merki
20. aldarinnar, merki bjartrar
framtíðar, merki frjálsrar og lífs
glaðrar íslenzkrar þjóðar, sem
býr f sínu eigin landi og mark-
visst og skipulega vinnur að þv
að bæta lífskjör sín.
T í M I N N, föstudagur 20. marz 1964.
15