Tíminn - 20.03.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.03.1964, Blaðsíða 13
hinu sama, viðhorfi þeirra til fagnaðarerindisins um Jesúm Krist. Þeim, sem heils hugar játa kristna trú, blandast ekki hugur um, að söfnuði Krists er nauðsyn- legt að eiga sér samfundahús, þar sepi hann fær sameinazt um orð Guðs og sakramentin og gengið til móts við Drottin í tilbeiðslu og þakkargjörð. Séu menn á hinn bóginn reiðubúiyr að hafna fagnaðarerindinu, hlýtur rökrétt afleiðing þess að verða sú skoðun, að kirkjubyggingar séu með öllu óþarfar. Væri vel, ef þeir, sem amast við kirkjubyggingum al- mennt, hefðu til þess einurð við sjálfa sig og aðra að gera fulln- aðargrein fyrir skoðunum sín- um í þessu efni. Það er útbreiddur misskilning- ur, að opinberir aðilar ausi að jafnaði miklum fjármunum í kirkjubyggingar hér á landi. Mun hitt sanni nær, að fjárveitingum til kirkjubygginga hafi til þessa verið stillt mjög í hóf. - Svo sem fram kom ekki alls fyrir löngu í blaðamannaviðtali við biskup- inn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, veitir ríkissjóður ár- lega einnar milljón króna lán til kirkjubygginga. Þetta fé renn- ur í kirkjubyggingasjóð, en úr honum er árlega úthlutað hag- stæðum lánum til þeirra safnaða, er eiga í kirkjubyggingum eða endurbótum kirkna. Bygging Skálholtskirkju er sér í flokki, ef svo má að orði kveða. Liggja þar til grundvallar sögu- leg rök, sem ástæðulaust er að ræða í þessu sambandi. Nýlega hefur Alþingi samþykkt einnar milljón króna fjárveitingu til Hallgrímskirkju. Skulu ástæður þeirrar ráðabreytni brátt ræddar. Bæjar- og sveitarfélög veita kirkjubyggingum nokkurn stuðn- ing, ef aðstæður leyfa og þurfa þykir. Reykjavíkurborg hefur að undanfömu lagt fram eina milljón króna árlega til kirkju- bygginga í Reykjavík. Á fjárhags- áætlun fyrir árið 1964 er þetta framlag nokkru hærra en fyrr. Ekki skal hér dregið í efa, að mörgu er ábótavant hér á landi, jafnt í húsnæðismálum almenn- ings sem hins opinbera. Mun seint skorta dæmi um þau efni, ef vel er leitað. Hitt ætti að vera jafn Ijóst, að það fé, sem ríki og bær veita til kirkjubygginga, er svo takmarkað, að tæpast mundi nokkur vandi leystur, þó að tekið væri fyrir þá fjárveitingu og henni beint í annan farveg. Þetta er staðreynd, sem allt of fáir gera sér fullnaðargrein fyrir, en af því spretta hinar sundurleitustu fullyrðingar, sem oftlega eru fjarri öllum sanni. Hverjir standa þá straum af kostnaði við kirkjubyggingar á fslandi? — Þar er komið að þýðingarmiklu efni, sem þeim væri hollt að hugleiða, er þykjast þess umkomnir að lítilsvirða kirkjuna fyrir þverrandi áhrif og hrörnunarmerki. Svo undarlega vill til, að hve hátt sem hinir ýmsu ritsnillingar aldarinnar hafa hrópað níð yfir kristna kirkju, hve ákaflega sem þeir í stór- mennsku sinni hafa fótum troðið þá deyjandi stofnun, sem þeir vilj.J telja hana, hefur allur þeirra stóryrðaflaumur reynzt undra fjarri því að gefa nokkra hug- mynd um eiginlegt ástand kirkju- nnar. Hvarvetna hafa kristnir menn haldið áfram að rækja trú sína. Hvarvetna hafa söfnuðir kirkjunnar fylkt sér um nauð- synjamál hennar, er þau bar að höndum. Hafi einhvers staðar verið ráðizt í kirkjubyggingu eða endurbætur á kirkju, hefur atorka viðkomandi safnaðar orðið þyngst á metunum, er öll kurl voru kom- in til grafar. Með þrotlausu, ó- eigingjömu starfi hafa söfnuðirn- ir ár eftir ár, áratug eftir áratug dregið saman fé til að standa straum af þeim framkvæmdum, er þeir áttu í. Vegna þess starfs rísa kirkjur á íslandi í dag. Og vegna hinna lifandi tengsla þessa fólks við fagnaðarerindið um Jesúm Krist munu kirkjur halda áfram að rísa á íslandi, hve stórt sem þeir höggva, er meðvitað eða ómeðvit- að hafa snúið baki við þeim boð- skap. VIII. Algengt er að heyra þeirri skoð- un á lofti haldið, að söfnuð- unum væri sæmra að beina starfs- orku sinni að ýmsum mannúðar- málum, í stað þess að byggja kirkjur. Er stundum -svo fast að orði kveðið að ætla mætti, að kristnum mönnum hefði aldrei til hugar komið að sinna neinu af því tagi. Hér er því fyrst til að svara, sem áður er fram komið, að af- staðan til þeirra verðmæta, er kirkjan varðveitir, ræður úrslit- um um það, hvort menn telja kirkjubyggingar nauðsyn eða ekki. Þeir, sem neikvæða afstöðu hafa, fá með engum rétti bannað mönnum að bindast samtökum um að hrinda í framkvæmd áhuga málum, er svo djúpar rætur eiga í lífsskoðun þeirra, sem hér ber raun vitni. Enginn er knúinn til að legg'ja hönd á plóginn. Menn geta sagt sig úr lögum við kirkjuna, ef þeim býður svo við að horfa. En kristnir menn eru frjálsir að því að vinna kirkju sinni það, sem þeir telja henni fyrir beztu. f annan stað er þess að geta, að rætur allrar mannúðarstarf- semi á Vesturlöndum má beint og óbeint rekja til kærleiksboð- unar Jesú Krists. Þeim sjónar- miðum, er gefa afl baráttunni fyrir aukinni velferð almennings, hefur enn ekki verið sniðinn annar stakkur betri en gert er í síðari lið hins tvöfalda kærleiks- boðorðs: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“. Þótt undarlegt megi virðast, sést mönnum oft yfir þetta, er þeir heyja baráttu sína gegn kirkjunni á þeim forsendum, að hún sé áhugalaus um mannúðarmál. Fylgir þeirri missýningu alla jafna önnur: Menn loka augunum fyrir því líknarstarfi, sem kristin kirkja á öllum öldum hefur leit- azt við að inna af hendi. Jafu- framt gleymist þá að hugléiða, hvort ekki sé nokkurs um vert, að þeim blessunarríka kærleiks- boðskap, sem Kristur flutti, sé á lofti haldið, hvort ástæða sé til að gera flutningsmönnum hans hægara um vik að breiða hann út með því til dæmis að gefa þeim og áheyrendum þeirra kost á við- unandi húsnæði til starfseir.i sinnar. Það er ávallt auðvelt að benda á það, sem miður fer hér í heimi. Það er einnig vandalaust að henda á lofti fyrirmæli Krists um líferni hinna trúuðu og at- hafnir, bregða þeim upp fyrir augum náungans og segja: Ekki hiýðir þú þessum boðorðum. — Hitt er örðugra að fást við bjálkann í e igin auga, horfa í eigin barm og bregða ljósi hinnar kristnu kröfu á það, sem þar leynist. Oft bera árásir á kirkjuna þessum veikleika Ijósan vott. Þær hafa á sér yfirskin mannúðar og bróðurkærleika, sem ekkert er annað en illa dulin hræsni. Spyrja mætti, hvers vegna þeir, sem veitast að kristnum söfnuðum fyrir athafnaleysi þeirra um fram- kvæmd mannúðarmála, bindast ekki samtökum um að leysa þessi verkefni sjálfir. Þá væri hægt að sýna fram á að hugur fylgdi máli. Meðan slíkra viðbragða verður ekki vart, hljóta ummæli þeirra að teljast sprottin af einni saman löngun til að lítilsvirða kirkjuna, ekki af hugmóði vegna þeirra samfélagsfyrirbæra sem gerð eru að umtalsefni. IX. Um byggingu Halgrímskirkju á Skólavörðuhæð er þetta að segja: í ört vaxandi borg verður þörfin fyrir stóra kirkju brýnni með ári þverju. Tilgangslaust er að vitna í slælega kirkjusókn að jafnaði. Á slórhátíðum eru kirkj- ur Reykjavíkur svo þéttskipaðar, að húsrými nægir hvergi nærri Augljóst er, að kirkjunni er nauð- synlegt að geta veitt viðtöku þeim sem til hennar leita, er minnst, er grundvallaratriða hjálpræðis- sögunnar. Eitt af verkefnum hennar er að bíða safnaðar síns, ávallt reiðubúin að uppfylla þarfir hans, hvenær sem barið er að dyrum. Þessari skyldu fær kirkjan ekki gegnt til hlítar eins og sakir standa og mun eiga því erfiðara um vik sem borgarbúum fjölgar, ef ekki eru gerðar viðeigandi ráð- stafanir. Ýmsar eru þær stundir aðrar, er þörfin fyrir'stóra kirkju verður brýn. Má til dæmis nefna merkisdaga í sögu lands og þjóð- ar, en einnig stundir slysfara og annarra óskapa nær og fjær. Þá er þess að geta, að í landi, þar sem menn telja svo brýnt að búa í haginn fyrir framtíðina sem hér er gert, er auðskilið, að velunnar- ar kirkjunnar beri fyrir brjósti þarfir hennar á komandi árum, svo mjög sem Reykjavík hefur vaxið að undanförnu. Með bygg- ingu Hallgrímskirkju er stór- virki unnið, er verða mun kom- andi kynslóðum til blessunar. Ber því að fagna hverjum þeim styrk, sem henni hlotnast og þakka framlag það, er Alþingi hefur látið af hendi rakna. Hér skal ekki ræddur byggingar stíll Hallgrímskirkju. Skoðanir manna á því efni eru að nokkru háðar persónulegum smekk hvers og eins, og er tilgangslítið að láta í Ijósi órökstutt álit með eða móti. Raunhæf meðferð þess við- fangsefnis útheimtir á liinn bóg- inn fræðilegri röksemdafærslu en unnt er að hafa í frammi í þessum orðum. Ritstjórn Stúdentablaðs lætur í veðri vaka, að „ásamt kvenfé- lagi Hallgrímssafnaðar" sé það „fámennur hópur manna“, sem knýi fram bygginguna, einangrað ur og í óþökk flestra. Kemur hið sama fram víðar í blaðinu, t.d. í grein Skúla H. Norðdahls. Þetta stingur allmjög í stúf við stað- reyndir málsins og þá fyrst af- stöðu Alþingis, en svo sem kunn- ugt má vera eiga þar sæti full- trúar þjóðarinnar allrar. í annan stað upplýsir Sigurður Líndal í grein sinni um Hallgrímskirkju (Stúd.bl. bls. 4), að Vestur- íslendingar hafi lagt fram fé til byggingarinnar, en fremur að Lútherska heimssambandið — sænska deildin — sýni málinu sérstakan áhuga og muni þaðan stuðnings að vænta. — Ekki skal dregið í efa sannleiksgildi þessara ummæla Sigurðar, en óneitan- lega virðist hinn „fámenni hópur“ deilast nokkru víðar en ritstjórn- in og skoðanabræður hennar vilja vera láta. Verður satt að segja ekki séð, hvaða tilgangi slíkur málflutningur sem þessi á að þjóna. Á hinn bóginn hlýtur að teljast miður drengilegt að veitast að Hallgrímssöfnuði svo sem hér er gert. Eins og drepið var á að framan, hljóta skoðanir ávallt að verða skiptar um framkvæmda- atriði, þegar hafizt er handa um byggingu slíks stórhýsis, sem Hall grímskirkju er ætlað að verða. En aðstandendur byggingarinnar eiga kröfu til þess, að um málið sé fjallað af sanngirni, hleypi- dómalaust og umfram allt án þess hitasóttarkennda æsings, sem einkennir ummæli ritstjórnar og sitt hvað í greinum þeim, sem hér hafa verið gerðar að umtals- efni. Góðum málum verður ekki hrundið í framkvæmd með ofsa. Þaðan af síður verður bót ráðin á misfellum með stóryrðum. Ró- söm yfirvegun allra raka er rétta leiðln til vænlegs árangurs. X. í samræmi við framanritað lýsir Félag guðfræðinema sig ósammála niðurstöðum ritstjórn- ar Stúdentablaðs um byggingu Hallgrímskirkju, og mótmælir þeirri fljótfærnislegu málsmeð- ferð, sem fram kernur í inngangs- orðum blaðsins. Félagið telur hæpið að ráðast í útgáfu Stúdenta blaðs, er hefur að geyma svo óvenjulegt efni, án þess að fullt samráð sé haft við Stúdentaráð um stefnu þess og greinaval, þar sem ráðið er ábyrgt fyrir útgáfu- nni. Félagið bendir á, að í blað- inu komi fram ómálefnaleg gagn- rýni í garð íslenzku kirkjunnar og álítur stúdentum sízt til sæmdar að gera blað sitt að vett- vangi slíkra skrifa. Af þessum sökum telur félagið illa hafa tekizt til um útgáfu þessa blaðs og lætur í ljósi vonir um, að slíkt endurtaki sig ekki. Með þökk fyrir birtinguna, Félag guðfræðinema. I T í M I N N, föstudagur 20. marz 1964. — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.