Tíminn - 20.03.1964, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.03.1964, Blaðsíða 18
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS 40 Á eftir snæddu þau hádegis- verð með Söru og tengdasyni sín- nm, Vic Oliver á heimili þeirra í Westminster. Diana og Duncan Sandys voru þar einnig og enn- fremur Itandolph Churchill. Þeg- ar máltíðinni var lokið opnuðu þau kampavínsflösku. Winston stóð upp, lyfti glasi sínu og bað menn skála: „Fyrir sigri“, sagði hann „Eng- inn vildi hlusta á varnaðarorð mín, en nú er stríðið skollið á, Við verðum því að gleyma því, sem liðið er. Bretland mun aldrei gefast upp fyrir fjendum sínum. Allir, sem viðstaddir voru rit- uðu síðan nöfn sín á pappírsblað dagsett 3. september 1939. „Eg mun halda til herdeildar minnar“, sagði Randolph. Duncan Sandys kvaðst mundu gera hið sama. Diana og Sara ræddu um, til hvers gagns þeir mundu verða í styrjöldinni. Þá hringdi síminn. Beðið var um Winston í símann. „Eg tek hann inn I svefnherbergi“, sagði hann. Það var eins og mætti merkja á tóntegundinni, að honum fyndist hann verða að vera einn, á meðan á þessu samtali stæði. Clementine og aðrir meðlimir| f jölskyldunnar sátu á meðan þögul umhverfis matborðið. Það var eins og öll fyndu á sér. að þetta var ekki neitt venjulegt; símtal. Með hverju andartaki sem leið, | án þess að Winston sýndi sig, 1 jókst spenningurinn, en loks opn- uðust dyrnar. Hann stóð þarna með báðar hendurnar á vestinu og horfði á fjölskyldu sína með tár- in í augunum. Enginn sagði orð, fyrr en Clem- entine sagði hóglátlega: „Segðu mér það.“ Hann horfði í augu hennar, og á engan annan og -sagði: „Þeir hafa falið mér aftur verk að vinna — ég verð yfirmaður flotastjórnar innar.“ Allir komust í upnám og óskuðu honum til hamingju — allir nema Clementine. Hún sat aðeins kyrr og horfði á hann. Þá talaði hann aftur: „Það er dásamleg tilfinning að vita, að ættjörðin þarfnast manns. Mér er sama nú um það, sem þeir sögðu um mig — nú get ég sýnt þeim, hvað ég get.“ „Hvað ætlarðu að gera?" spurði Sarah. „Hvað ég ætla að gera? Eg ætla að leggja mig,“ svaraði hann. Það var kominn tími til fyrir hann að fá sér síðdegisblundinn, og ekkert og enginn mundi geta hindrað hann í að njóta hans. Hann gekk aftur til svefnher- bergisins og lét fjölskyldu sinni það eftir að ræða um stríðið og íramtíðina. Einni og hálfri klukkustund síðar kom hann aftur endurnærð- ur. „Jæja bless“, sagði hann. I „Hvert ertu að fara?“ spurði i Diana. „f flotamáluráðuneytið“, svaraði \ hann. „BREMEN er úti á rúmsjó, j'og við ætlum að krækja í það.“ j Og í sama bili kyssti hann Clemen- jtine og fór í stríðið. 10 | IIERBERGI I WHITEIIALL. Hún sá hann ekki aftur, fyrr en komið var fast að hádegisverði næsta dag. Kvöld þetta hafði vakið með þeim minningar um daginn fyrir tuttugu og fimm árum, er hann gekk út úr flotamálaskrifstofun- um, eftir að hafa verið settur frá starfi sem yfirmaður flotamála- stjórnarinnar. Síðan hafði margt gerzt í lífi þeirra — sigrar unnir, ógæfa dunið yfir og útskúfun úr pólitísku lífi. Á meðan þau borðuðu nú há- degisverð ein, sagði Winston henni frá komu sinni til flota- skrifstofanna, sem hann hafði skilið við löngu fyrr fullur sárs- auka og hryggðar. Hann veitti því nú athygli, að nákvæmlega sami kortaramminn, sem hann hafði látið gera úr tré, hékk þarna á sama stað og hann hafði fest hann árið 1911 — á veggnum á bak við stól sinn. Það var hlutverk eins deildar- stjórans að merkja daglega inn á kortið hreyfingar og stöðu þýzka flotans, og Winston athugaði venjulega kortið strax og hann kom inn í skrifstofuherbergi sitt á morgnana. „Til þess að minna mig og starfs lið mitt á hina stöðugu hættu, sem vofði yfir“, sagði hann til skýr- ingár. En auk gamalla minninga, sem höfðu streymt um huga hans færði hann Clementine aðrar fréttir. Nóttina, sem stríðsyfir- lýsingin var gefin, höfðu Þjóð- verjar skotið á og sökkt fyrir- varalaust farþegaskipinu ATHEN- IA tvöhundruð mílum vestur af Hebrideseyjum 1400 farþegar höfðu verið um borð. Á einhvern furðulegan hátt hafði tekizt að jbjarga flestum þeirra og áhöfn- ! inni. Að loknum hádegisverði átti hann að setjast í ráðherrastólinn, og Clementine ók enn einu sinni : með honum til málstofunnar. I Hann var ekki enn orðinn for- j sætisráðherra, en hann var tví- \ \ mælalaust sá maður, sem allra. j augu beindust að, þegar hann kom inn í þingstofuna. Hann reis á fætur til að tala og leit að venju upp til Clemen-j tine í áheyrendastúkunni. Honum var tekið með eindæma fögnuði. Fagnaðarlætin voru langvarándi j og hávaðasöm og í þeim fólst ein j læg viðurkenning á ráðherranum- nýja. WinstoH virtist óvanur* hinu nýja sæti sínu í málstofunni. í stað þess að láta blöðin liggja á púltinu fyrir framan sig, hélt hann á þeim í höndunum eins og væri hann í aftari bekkjaröð. Hann tilkynnti, að ATHENIA hefði verið sökkt. Þetta var fyrsta áfall flotans í stríðinu varð til þess að skapa óvenjulega ringulreið. Þegar Þjóð verjarnir fréttu, að 311 bandarísk ir ríkisborgarar hefðu verið um borð, útvörpuðu þeir því þegar : um allan heim, að Winston Churc hil! hefði látið sökkva skipinu. Síminn hringdi í íbúð þeirra, þegar þau voru að Ijúka kvöld- verði og beðið var um Winston í símann. Þegar hann kom aftur inn í herbergið, sagði hann: „Veiztu hver þetta var? For- seti Bandaríkjanna. Það er stór- furðulegt að hugsa til þess, að forsetinn sjálfur skuli hringja mann upp í þessari litlu íbúð við Viktoríustræti í miðri stórstyrj- , öld.“ Forsetinn hafði viljað fá svar við fyrirspurnum um ATHEN IAatburðinn. Winston afsakaði sig við tvo gesti sína og bætti við: „Þetta er mjög mikilvægt og ég verð að fara að tala við forsætisráðherrann þegar í stað.“ Innan tveggja daga hafði Winst on komið skipalestakerfinu aftur á til þess að verja kaupskipaflot- ann og birgðir okkar. Þá höfðu Clementine og Mary flutt'nokkuð af persónulegum eigum þeirra í litlu íbúðina efst uppi í bygg- ingu flotamálaráðuneytisins í Whitehall — en herbergin höfðu upphaflega átt að hýsa þjónustu- lið yfirmanns flotamálanna. Þar sem hún vissi, að Winston mþndi sinna starfi sínu tuttugu og fjórar klukkustundir á sólar- hring, var ekki um nema eitt að ræða fyrir hana, ef hún ætti að geta hugsað um hann — hún varð einnig að búa í flotamálaráðu- neytinu. Jafnvel íbúð þeirra í Morpeth Mansion, sem var þó að- eins við hinn enda Whitehall, var of langt í burtu fyrir hann. Clementine bjó .lítil herbergin húsgögnum eins og henni var bezt unnt og flutti þá þangað eitthvað af húsgögnum þeirra úr íbúð þeirra í Lundúnum og frá Chart- well. Það var ekki auðvelt verk 45 ofan og kom þá auga á auðveldari leið en þá, sem hann hafði farið niður Það blæddi úr sári á höfði Liwyar og hún var alveg meðvit- undarlaus, svo að það var enginn hægðarleikur að klifra upp með hana í fanginu. En hann þorði ekki að láta hana liggja þarna, meðan hann næði í hjálp, hver vissi nema óvinur hennar lægi í leyni á næstu grösum. Rorke virtist eilífðartími líða unz hann komst alla leið og þegar hann að lokum lagði Livvy var- lega niður, varp hann öndinni djúpt af áreynslunni og feginleik. Hann lagði Livvy niður — ein- mitt á sama stað og hún hafði setið, þegar Adrienne kallaði á hana. Svo smeygði hann sér úr jakkanum og breiddi yfir hana. Þegar hann hafði jafnað sig að nokkru, bar hann hana að húsi Maggie. Maggie heyrði þegar hann kom og opnaði dyrnar fyrir honum. Hún rak upp skelfingaróp. — Rorke, er hún dáin? — Nei. En náðu í lækni og gefðu Martin og mönnum hans boð um að ég hafi fundið hana. Segðu þeim að leita meðfram klettunum. Adrienne hlýtur að vera þar einhvers staðar, nema hún sé kannski heima hjá sér. Maggie fór að titra. — Og ég sem hélt allan tím- ann að Livvy hefði drepið Clive! Ég hélt að hún . . . — Þú færð tækifæri til að sættast við hana, þegar hún jafnar sig, sagði Rorke stuttaralega. — Gerðu nú eins og ég sagði. Og náðu í lækni hið snarasta. Rorke sat hjá Livvy og beið eftir lækninum, þeim hinum sama og vitjað hafði hans fyrir tuttugu árum þegar hann sem drenghnokki i hafði veikzt af mislingum. Hann hélt um hönd Liwyar, en hún vissi það ekki. Ef ég hefði ekki komið hingað aftur, hefði ég aldrei elskað fram- ar. Ég naut frelsisins. En nú er of seint að snúa aftur. Nú er ég hér og það í fari hennar sem ég elskaði áðúr, hef ég lært að elska á ný. Og hann vissi, að ef hún lifði af myndi hann aldrei sleppa henni framar. Bifreið nam staðar fyrir utan húsið og gamli læknirinn kom in. Sár á höfðinu, sagði hann. Það blæddi alltaf mikið úr sári á höfði, sagði hann Rorke, þótt þau væru ekki djúp. Hún hafði sjálf- sagt slegið höfðinu við stein, þegar hún hrapaði. Rorke lét það gott heita, hann vildi ekki minnast á grun sinn, fyrr en hann hafði rætt við Martin lögregluforingja. Læknirinn sagði að hann mætti gjarnan aka Liwy heim til sín ef einhver gæti hugsað um hana þar. — Ég býst við að frú Groom sé fús til þess, sagði Rorke. — Ég ætla að sækja hana. Maggie — kallaði hann fram í eldhúsið. — Vertu ^hjá Liwy þangað til ég kem. Ég ætla að sækja frú Groom, svo að hún geti annazt um Livvy heima hjá sér. — Hún getur líka verið hér, Rorke. — Þú hefur nóg að gera með þitt. Hann gekk til dyra. — Ég kem aftur eins fljótt og ég get. Simon kom nú og ýtti Maggie til hliðar. — Ef einhver á að aka Livvy heim, þá er það ég. — Vertu hérna Maggie til skemmtunar, svaraði Rorke ó- þolinmóður. — Heyrðu nú, Livvy, og ég . . Rorke leit á rjótt og gremju- legt andlit Simonar. — Þú og Liwy . . . raus og þvaður, svaraði hann og ýtti I SKUGGA ÓTTANS KATHRINE TROY Símoni til hliðar. Rorke ók á ofsahraða heim til frú Groom, þaut út úr bílnum og barði harkalega að dyrum. Þær voru opnaðar eftir skamma stund og frú Groom gægðist út. — Ef þér viljið endilega brjóta einhverja hurð — skulið þér gera j það hjá yður sjálfum og láta! mínar í friði . . . byrjaði hún, 1 en sá svo hver komumaður var. — Ó, hr. Hanlan, afsakið. Ég sá ekki hver var . . . það er svo dimmt.. . Rorke brosti og fygldist með henni inn og sagði henni, hvað gerzt hafði. — Veslings stúlkan! Ósköp þarf hún að ganga í gegnum! Bíðið fáeinar mínútur, meðan ég tíni til það nauðsynlegasta, svo kem ég. Og síðan ók Rorke henni til Larne House. 22. KAFLI Alla nóttina sat Rorke í dagstof- unni í Larne House og frú Groom fóðraði hann á sterku, sjóðheitu tei með fárra stunda millibili.Öðru hverju gægðist hann inn til Livvy- ar, en það var ekki fyrr en birta tók af degi, að hún bærði á sér og lauk upp augunum. Það fyrsta sem hún heyrði var að síminn hringdi og einhver svaraði honum. Hún lá þarna milli svefns og vöku og atburðir kvölds- ins sóttu á hana að nýju, en hurfu síðan, þegar hún reyndi að \ fá botn i þá. Áreynslan varð [ henni um megn og hún sofnaði á ný. Næst þegar hún vaknaði, sat Rorke við rúmið. — Halló, sagði hann. — Þú minnir mig á nunnu með þessi sárabindi um höfuðið! — Ég kenni svo til . . . Hann beygði sig niður að henni og greip blíðlega um hendur henn ar, og strauk þýðlega bláa mar- blettina og rispurnar eftir elggja- grjótið. — Segðu ekkert, Liwy, sagði hann blíðlega. — Ég verð að segja þér . . . — Seinna. Hann tók undir hök- una á henni og bætti við: — Reyndu nú að sofna aftur. Ég skal vera hér, þegar þú vakn- ar aftur . . . þá geturðu sagt mér allt af létta. Dyrnar lokuðust að baki honum og hún var aftur ein. Hún barðist gegn svefninum. Það var einhver brýn ástæða til að hún varð að halda sér vakandi. Nokkrar mínút ur liðu, áður en henni tókst að átta sig, en loks mundi hún allt greinilega. Ilún mundi hvernig það bar að, að hún meiddist og hvers vegna hún var með umbúðir um höfuðið. Ilún sá klettaveginn fyrir sér, baðaðan í geislum kvöldsólarinnar . . . hún sá hring, sem skipti lit- um í dagsbirtu . . . og þá greip hana aftur ofsaleg hræðsla. Adrienne! Auðvitað, það var þess vegna, sem hún mátti alls ekki sofna! Adrienne hafði reynt að drepa hana, og hún mátti ekki fá að koma og heimsækja hana, meðan hún svæfi. Hún mundi auð- vitað koma sem vinur, áhyggjufull og frávita. — En Rorke, þú getur varla bannað mér að heilsa upp á Livvy og vita.hvernig henni líður . . . mundi hún segja. Það var rétt að maður kynntist aldrei til fulls neinum, nema búa með þeim. Og víst var ýmislegt,' sem' henm hafði fundizt einkenni- legt og sem hún skildi ekki . . . en auðvitað hafði verið fjarri henni að láta sér til hugar koma, að Adrienne væri beinlínis geð- veik. Livvy minntist þess, þegar Adrienne hafði skorið málverkið sitt í einhverju eyðileggingaræði, og þegar hún grýtti dýrindis postulíni í gólfið og tróð á brot- unum, . . . vegna þess að hún hafði séð Símon kyssa Livvy. Hún hugleiddi, hversu oft henni hafði fundizt Adrienne undarleg í aug- unum þau voru svo undarleg, ljós og tómleg. Á hverri stundu mundi hún sjá þessi augu aftur . . . kannski heyra dreymandi röddina Livvy rétti út höndina í óskap- legri hræðslu og greip lampann og lamdi honum í vegginn. Ein- hver hlaut að heyra til hennar! Hún heyrði fótatak í stiganum . . . hratt fótatak konu . . Adri- enne! Dyrnar voru opvaðar. Liwy | þorði riaumast að líta upp. Hún i gat ekki hreyft legg né lið. — Jæja, góða mín, er nokkuð sem yður vantar? Frú Groom stóð brosandi við rúmið, móður- : leg og hlý. 18 T í M I N N, föstudagur 20. marz T9é4. s—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.