Tíminn - 20.03.1964, Qupperneq 11

Tíminn - 20.03.1964, Qupperneq 11
(Jtgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Franvtvaemdastjóri: Tómas Arnaaon. — Ritstjórar: Þórarínn Þórarlnsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriOi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Frétta- atjóri: Jónas Kristjánsson, Auglýsingastj.: Sigurjón Daviösson. Ritstjómarskrifstofur i Eddu húsinu, simar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323 Augl., simi 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. — ♦ Glundroðinn í fjár- festingarmálunum 1 umræðum á Alþingi að undanförnu, hefur Einar 01- geirsson deilt allhart á Framsóknarflokkinn fyrir það að hafa ekki fylgt áætlunarbúskap, þegar hann hefur verið í stjórn. Undir þessa ádeilu hefur verið tekið í Alþýðu- blaðinu. Eitt hið athyglisverðasta við þessa sameiginlegu ádeilu á Framsóknarflokkinn er það, að á undanförnum 40 ár- um hefur glundroði og skipulagsleysi í fjárfestingar- málum aldrei verið meira en á þeim tveimur stjórnar- tímabilum, þegar Framsóknarflokkurinn hefur ekki átt sæti í ríkisstjórn, en Sjálfstæðisflokkurinn farið með stjórn með stuðningi Alþýðuflokksins eða Alþýðubanda- lagsins. Á árum nýsköpunarstjórnarinnar 1944—’46 ríkti hið fullkomnasta skipulagsleysi í fjárfestingarmálunum með þeim afleiðingum, að öllum stríðsgróðanum var ekki aðeins sóað á tveimur árum, heldur stofnað til svo stór- kostlegs hallareksturs, að óhjákvæmilegt var að taka upp strangt skömmtunarkerfi næstu árin á eftir. Þeim glundroða ,sem, ríkir í fjárfestingarmálunum hjá núv. rfkisstjóm, þarf ekki að lýsa, þar sem flestir eru sam- mála um, að hann sé ein meginorsök verðbólgunnar. Skýringin á því, að glundroði hefur magnazt í fjárfest- faigarmálum, þegar Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið 1 stjórn, er næsta augljós. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan látið það vera sitt höfuðmark að efla að- stoð hins opinbera við nauðsynlegar framkvæmdir ein- staklinga, félaga og byggðarlaga og tryggt þessum fram- kvæmdum þannig forgangsrétt. Þeir flokkar, sem hafa unnið með honum, hafa orðið að taka fullt tillit til þess- arar stefnu hans. í samstjórn með Alþýðu- flokknum eða Alþýðubandalaginu (Sosíalistaflokknum), hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar ekki þurft að taka' slíkt tillit, heldur fengið að framfylgja stefnu sinni óbreyttri, þ. e. að tryggja framkvæmdum og aðgerðum þeirra, sem yfir miklu fjármagni hafa ráðið, algeran forgangsrétt, án tillits til þjóðarhagsmuna. Þess vegna einkennast stjórnarhættirnir í dag af hraðvaxandi verð- bólgu, sem hlýzt af skipulagslausri og óbeizlaðri fjár- festingu einkaauðmagnsins, alveg eins og á nýsköpun- arárunum 1944—’46. Á þessu þarf að verða breyting. Það er þjóðarnauðsyn. Hin eina rétta breyting er sú, að tryggður verði forgangs- réttur hinna nauðsynlegri framkvæmda einstaklinga, fé- laga og byggðarlaga og þeim veitt aðstoð til þess. Sú hefur verið og er stefna Framsóknarflokksins. Sjónvarpsmálið enn Furðulegar eru þær blekkingar íhaldsblaðanna, að sextíu-menningarnir, sem vilja láta takmarka Keflavík- ursjónvarpið við herstöðina, berjist gegn íslenzku sjón- varpi. Áskorun þeirra sýnir þvert á móti nauðsyn þess að íslenzku sjónvarpi verði hraðað og þannig bundinn endir á það ófremdarástand, sem nú ríkir í þessum efn- um. íhaldsblöðin verða hins vegar helzt skilin þannig að fresta beri íslenzku sjónvarpi og láta hermannasjón- varpið vera einrátt áfram. Sjálfstæðishugsjón þeirra ,,Sjálfstæðismanna“, er þannig söm við sig. Væri þá ekki líka rétt að fella niður íslenzka útvarp- ið og láta nægja útvarpsstöð varnarliðsins? Klofningur heimskommúnism- ans er að verða að veruleika Átökin milli Sovétríkjanna og Kína geta ekki endað nema á einn veg. VARLA getur hjá því farið, að klofningur heimskommúnis mans verði að veruleika áður en langt um líður. Svo virðist sem ráðamönnum bæði í Sovét ríkjunum og Kína sé orðið ljóst, að ekki sé framar völ neinna samkomulagsmöguleika, sem að haldi komi. Kínverjar sætta sig ekki við tilraunir Sovétríkjanna til forustu í heimshreyfingunni. Og Krust- joff og félagar hans eru neydd ir til að snúast gegn valdhöf- um í Peking vegna klofnings- starfsemi Kínverja innan kommúnistaflokkanna. Sovézki kommúnistaflokkUr- inn skrifaði þeim kínverska bréf í október í haust og krafð ist þess, að gengið yrði til sam- komuiags og horfið frá opin- berum fjandskap. En valdhaf- arnir í Peking héldu áfram árásum sínum á Moskvumenn og urðu æ aðgangsharðari. YFIRMAÐUR útbreiðslu- mála í Kína var búinn að leggja á ráðin um afstöðu Kín- verja begar í október í haust. Kommúnistahreyfingin grein ist í tvennt eins og allt annað. Sífelld barátta geisar milli marx ieninista og endurskoð- unarsinna. Það eru svik við kommúnismann að hverfa frá byltingunni Byltingarmenn verða því hvarvetna að snúast gegn bellibrögðum endurskoð- unarsinna: Hvarvetna þar, sem endurskoðunarsinnar hafa völd in og meiri hlutann verða bylt ingarmennirnir að búast til bar áttu gegn þeim og mynda ann aðhvort sín eiífin samtök inn- an flokksins hvort sem þeim verður vikið á burt eða ekki — eða mynda sjálfstæða komm únistaflokka til baráttu gegn endurskoðunarsinnum. Þetta þýðir opinberan klofning flokksins, en verri verknað getur kommúnisti naumast drýgt. Samtök eða flokkar, eins og lýst er hér á undan, eru nú þegar starfandi í flestum vest- rænum löndum og mörgum löndum í Mið- og Suður- Ameríku. Svo er einnig í Ind- landi, Burma og mörgum lönd um Austur-Asíu öðrum en þeim, þar sem kommúnista- flokkarnir eru þegar á bandi Kínverja, eins og til dæmis í Indonesíu og Norður-Kóreu. Sagt er að Kommúnistaflokk urinn í Sovétríkjunum þori ekki að fullyrða að á hans bandi séu nema um 65 af kommúnistaflokkum heimsins. en þeir eru taldir um 90 tals- ins. SÓKNIN ein getur talizt við- hlítandi vörn þessarar starf- semi og það hefir komið fram í viðbrögðum valdhafanna í Peking undangengna mánuði f byrjun febrúar hófust nýjar, ákafar árásir á valdhafana í Moskvu Rússar voru sakaðir um að vera hinir raunverulegu klofningsmenr. vegna endur- skoðunarstefnu sinnar, harð- ýðgi fláræðis, sviksemi, þjóð rembings og stórveldisdrauma, KRUSTJOFF og MAO TSE-TUNG. sem Kínverjar sökuðu' íeiðloga Sovétríkjanna einmitt um í upphafi átakanna, út af upp- gjöri þeirra við Gomulka, leið toga kommúnistaflokksins í Póllandi árið 1956 Valdhafarnir í Peking segja glæpsamlegt að lúta slíkri for ustu. Hún sé einmitt klofnings valdurinn í kommúnistahreyf- ingunni Hver sá, sem haldi fast við endurskoðunarstefn- una og breyti byltingarflokki öreiganna í borgaralegan um- bótaflokk, sé að kljúfa hreyf- inguna Þetta sé fráhvarf frá byltingu öreiganna. Mennirn ir, sem að þessu standi, séu hin ir raunverulegu kljúfendur. jafnvei þó að þeir hafi meiri- hlutann á sínu bandi eins og sakir standa, eða séu leiðtogar flokksins. Þetta hlýtur að tákna, að valdhafarnir í Moskvu og Pek ing séu í þann veginn að gera ágreininginn opinberan og teknir fyrir fram að saka hvor ir aðra um að vera valdir að klofningnum VITAÐ er, að í haust sem ieið vi’.di Krustjoff blása í lúð- urinn og kalla saman alþjóð- lega ráðstefnu kommúnista- flokkanna, sem átti að gera upp við Kínverja. Þá varð hann að hætta við þetta áform. Of margir flokksleiðtoganna reynd ust andstæðir opinberum átök- um og meðal þeirra.voru marg ir leiðtoganna bæði í Austur- og Vestur-Evrópu. Fremstir í flokki voru ítalinn Togliatti og Pólverjinn Gomulka, en þeir eru leiðtogar stærstu kommún istaflokkanna í Evrópu. Þessu næst sendi rússneski kommúnistaflokkurinn bréf það, sem minnzt var hér á undan, en fékk ekki annað svar en nýjar og ákafari árásir en áður. Síðan hefir Krustjoff setið hvern fundinn af öðrum með kommúnistaleiðtogum frá fjöLmörgum löndum heims. Frá Evrópulöndunum háfa komið leiðtogar kommúnista í Pól- landi, Búlgaríu, Ungverjalandi, Ítalíu. Frakklandi og Portúgal. Fidel Castró kom í heimsókn í vetur og einnig leiðtogar frá Brasilíu og Uruguay. Frá Asíu Frá Asíu hafa að minnsta kosti komið leiðtogar frá Alþýðulýð- veldinu Mongólíu, Norður-Viet nam og Japan. Rúmenar eru á öndverðum meið við vald hafana í Moskvu og hafa snú ið sér til Peking til þess að afla stuðnings við ungverska leiðtoga í átökunum við Rússa og Albanir eru löngu gengnir í lið með Kínverjum. Leiðtogi Sovétríkjanna hefir því haft í mörgu að snúast að undanförnu. í febrúar sendi hann Kinverjum úrslitakosti og hlýtur senn að vera liðinn sá frestur, sem hann setti þeim. Þar á hann að hafa kfafizt samninga og samkomulags, en hótað að lýsa yfir flokkslegri baráttu gegn Kínverjum um alian heim, ef ekki yrði að þessu gengið. VITANLEGA er það margt og margvíslegt, sem leitt hef ir til þessara hatrömu átaka. Gagnstæðir hagsmunir Kína og Sovétríkjanna, — sem hvort um sig eru innbyrðis sundur leit, og margbreytileg —, eru eðlilega þungir á metunum, hvað sem öllum fullyrðingum um hugsjónalegan og flokks legan ágreining líður. Þarna er verið að taka á ný upp gamla stórveldabaráttu í Asíu milli hins evrópska forysturík is í Mið-Asíu og gamla kín- verska stórveldisins, sem nú er í þann veginn að gerast Framhald á bls. 19. u T f M I N N, föstudagur 20. marz 1964. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.