Tíminn - 20.03.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.03.1964, Blaðsíða 14
 ÆSKUNNAR 0TGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÖKNARMANN A Ritstjóri: Elías Snæland Jónsson. Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins á ráðstefnu SUF á Seifossi: Hér á eftir fara kaflar og úrdráttur úr erindi Stein- gríms Hermannssonar um uppbyggingu iðnaSar, fluttu á ráðstefnu S. U. F. á Seifossi. RæBumaðnr hóf mál sttt með þvf að lýsa ánægju sinni með fram taksscmi ungra manna og tíða fundi, sem þeir hafa efnt til, til þess að ræða um framtíð þjóða: innar. Framtíðin er ekki sízt okk ar og við verðum að gera okk nr grein fyrir því, að framundan er mikil sjálfstæðisbarátta og hón verður engu auðveldari en sú, sem háð hcfur verið á undan- förnum áratugum og öldum, nema siður sé. Þessi barátta er fyrst og fremst um efnahagslegt sjálí- stæði þjóðarinnar og t»á verður eð beita öðrum aðferðuin en þeim, sem bezt reyndust í hinni stjórnar farslcgu sjálfstæðisbaráttu. Steingrímur rakti síðan í stuttu máli þær breytingar, sem orðið hafa á öllum sviðum á undanförnum áratugum og lagði éherzlu á, að framfarimar munu verða stöðugt stórstígari, vísind um og tækni fleygir fram, en það eru fyrst og íremst frumöfl þróun arinnar: — Eg vil leggja áherzlu á þá slaðreynd að breyta verður um stefnu og það má ekki biða. Tækni framfarirnar og þróunin híða ekkí. Ifver er stefnan? Hana verður unga kynslóðin að taka virkan þátt í að marka, sú kynslóð, sem er alin upp á byrjunartíma tækni þróunarinnar. Með þessu er ég ekki að lasta eldri kynslóðina, sem unnið hefur sitt stórkostlega af- rek í stjómarfarslegri sjálfstæðis baráttu okkar, en baráttuaðferðii íramtíðarinnar eru tækni, vísindin, menntunin og þekkingin, og það eru verkfæri okkar tima. Steingrfmur kom siðan inn á ýmsar iðngreinar og taldi, að við íslendingar ættum að leita að þexm undirstöðuatriðum iðnaðar, sera við hðfum umfram aðrar þjóðir og skapa iðnað í kringum slíkt. Nefndi hann sérstaklega, að okk ur bæri að efla t. d. ullariðnaðinn cg benti á, að við nýtum í dag aðeins um það bil 1/3 af ullinni okkar innanlands, en hún er að ínörgu leyti hið ágætasta hráefru. I’ví næst snéri Steingrímur sér að stóriðjunni. Ríkisstjórnin hefur nýlega skýit frá mikluip áformum um uppbygg- ingu stærri íðnaðar í landinu. Mun hér vera um að ræða árang ur af störfum stóriðjunefndar, sem skipuð er fyigismönnum rík- isstjórnarinnar. Þar sem þetta mái er nú ofarlcga á dagskrá virðist rétt að ræða nokkuð ýtarlega um þær atvinnugreinar frá þjóðhags- eg tæknilegu sjónarmiði. KÍSILLEIR. Rætt er um kísilleirverksmiðju við Mývatn. Kísilleirinn, se.n myndast úr skeljum örsmárra þyr unga, sem í vatninu lifa, er not- aður í ótal margt i alls konar cfnaiðnaði- Lélegasti leirinn er not aður til að húða tilbúinn köfnun arefnisáburð og varnar þannig því, að áburðurinn dragi í sig vato.. Við flytjum inn töluvert af .slik um leir fyrir Áburðarverksmið.i una. Betri leirinn, sem hreinsa má vandlega og gera mjallhvítan. cr hins vegar notaður í efnaiðnaði, m- a. til þss að sía alls konar vökva, í efnalaugum o. fl. Einnig er hann notaður sem fylliefni t d. í málningu, og sem slípimassi við slípun á bílalakki og mörgu öðru, til einangrunar, o. fl Einhver stærsta kísilleirnáma í Evrópu fannst fyrir nokkrum ár- um í Mývatni. Leirinn er ágætur og hafa síðan farið fram rannsókn ií á vegum raforkumálastjóra og Rannsóknaráðs ríkisins á nýtingu hans. Vegna tæknilegra erfiðleika var leitað samstarfs við iðnaðar- rannsóknarstofnun rannsóknarráðs ins hollenzka, en Baldur Líndal, verkfræðingur, hefur annazt hina tæknilegu hlið málsins fyrir okkar hönd. Hefur hann unnið hið ágæt asta starf og hefur honum tekizt að endurbæta þær framleiðsluað- ferðir, sem notaðar eru í dag, þannig að úr kísilleirnum í Mý- vatni má fá fyrsta flokks kísilduít á samkeppnisfæru verði. Verksmiðjan yrði staðsett við Mývatn. Hún mundi kosta um 130 milljón krónur. Auk þess yrði að leggja veg yfir sandana áleiðis ] að Ilúsavík til að tryggja sem ->r- uggastar saingöngur, og mundi hann kosta 10-20 milij. Sjálfsagí virðist, að ríkissjóður greiði þann ] kostnað, því verksmiðjan greiðir j vitanlega sín opinberu gjöld og \ egaskatta, auk þess, sem húu aflar landinu töluvcrðs gjaldeyris- Verksmiðjan mundi framleiða um 11 þús. tonn af fyrstá flokks kísildufti á ári og er framleiðslu- scrðmæti þess áætlað um 50 1- íilljónir krónur. Við verksmiðj una mundu starfa um 50—60 n;anns allt árið og 10 til viðbótar á siumrin. Þarna við Mývatu inundi því myndast strax 300 manna þorp, sein fljótlega mundi stækka vegna alls konar þjón- ustustarfsemi og smærri fyrir- tækja, sem þar mundu rísa. Yrði &ð því mikill hagur fyrir landið og sérstaklega sveitina, þar sem verk siniðjan er staðsett. Gert er ráð fyrir því að verk- smiðjan verði að 70—80% eign íslendinga en leitað verði sam- j vinnu við Hollendinga um söiu ] framleiðslunnar. I - VATNSORKAN. Ræðumaður ræddi um jarð- ■ hitann og notkun hans og síðan um vatnsörkuna, sem hann kvað areiðanlega vera verðmætustu náttúruauðæfi okkar íslendinga j næst auðæfum sjávarins og gróð urmoldarinnar. Við íslendingar ! netum nú um 3400 kwst á hvex-t mannsbarn í landinu og erum þannig nr. 7 í heiminum í raforku notkun. Þó nýtum við aðeins um 2— 3% af vel virkjanlegu vatns- afli. Vatnsaflið okkar er þannig, að yfirleitt verður að virkja allstórt eí fá á ódýra raforku. Svo stórar virkjanir kosta hins vegar mikla peninga og þeir fást ekki án þess að tryggð sé sala á veruleguin hluta af raforkunni, helzt til lanr.s tíma. Ódýr raforka getur orðið Stelngrfmur Hermannsson undirstaða að alls konar rafefna og.rafmálmiðnaði, en það er iðnað ur, sem notar mikla raforku til framleiðslu sinnar, eins og t. d. framleiðsla á magnesium, klór», íosfóri og aluminium. ALUMINIUM. Nokkuð hefur vcrið talað um byggingu aluminium verksmiðju hér á landi. Þessi málmur er unn inn úr leir, sem finnst helzt í suðrænum löndum. Úr 4 kg af leirnum fást 2 kg af aluminium dufti með því að hreinsa hann cg sjóða í vítissóta, og úr 2 kg. af duftinu fæst síðan 1 kg af málminum með rafgreiningu. Raf j crkukostnaðurinn er nálægt því j 15% af framleiðslukostnaði alum iniummálmsins og því flytja flest- ailir framleiðendur duftið langar leiðir þangað, sem fá má ódýra raforku. Notkun alutminium hefur vaxið mjög mikið á undanförnum áratug um. Nokkuð hefur haft áhrif upp á síðkastið, vaxandi sam- keppni nýrra efna, til dæmis plasts, en þó er engin ástæða til að ætla, að aukningin verði ekki veruleg á næstu árum. Eru miklir og stórir markaðir í Evrópu og sérstaklega í Afríku og Asíu enn- þá óunnir að þessu leyti. Rætt hefur verið um að byggja hér 30. þús. tonna aluminiumverk- smiðju. Þetta er sú minnsta verk smiðja, sem til greina getur kom Ið tæknilega, og mundi kosta unt 1100 millj. íslenzkra króna. Verk- smiðjan mundi þurfa um 55 þú«. kw. frá virkjun, sem ráðgert er að byggja við Búrfell í Þjórsá. Virkjunin mundi vcrða samtals um 105 þús. kw og mundum við því fá um 50 þús. kw til eigin nota. Virkjunin mundi kosta aðrar 1100 ’ rnilljón krónur. Síðan er ráðgert að stækka megi þessa virkjun I smám saman f 210 þús. kw, £ 35 þús. kw. stigum. Raforkan mundi kosta við verksmiðjuvegg, t. d. ’ . Weykjavík, 13 aura kw-stuudin, en smám saman lækka við hvert stig niður í 10—11 aura. Yrði sú raf- orka a. m. k. 50% ódýrari en frá smærri virkjuivum. Þau 50 þús. kw. I sem við fáum til eigin nota, gætu þvi orðið þýðingarmikil til upp- byggingar alls konar eigin iðnað.'.r, ef það er gert á skipulegan hátt. Erfitt er að ger^ sér grcin fyrir ahrifum ’ al'uminiumverksmiðju á einahag. Fer það mjög eftir þejm samningum, sem gerðir eru við hið erlenda fyrirtæki, því gert er ráð fyrir því, að verksmiðjan mundi að öllu Icyti vera eign útlendinga. Ef áætlað er, að við verksmiðjuna störf'uðu 250—300 manns, yrðu launagreiðslur um 25—30 milljón ir króna. Greiðsla fyrir raforku mundi verða um 60 milljónir. Söíu verðmæti verksmiðjunnar mundi verða um 6—700 milljón krónur, og ef 10% af því er áætlaður hagn aður, eru opinber gjöld vart of hátt áætluð helmingurinn af þvi, eða um 30 milljónir króna. Heild argjaldcyristekjur okkar af verk siniðjunni yrðu því um 115—120 milljónir króna á ári. Þó ber að gæta þess, að í sambandi við slíka vcrksmiðju skapast vitanlega ýmis önnur atvinna, t. d. þjónusta við fólkið, sem þar vinnur, vegagerð o. fl. Þýöingarmest íyrir landið yrði þó sú afgangsorka, sem við fáum til eigin nota, t. d. ef hún er áætl- uð 50% ódýrari en frá smærri virkjunum mundu sparast aðeins í raíorkuverði um 30 millj. kr, sem síðan mundu aukast jafnt og þétt við framhaldsvirkjanir við Búrfell. Þá er ótalin sú staðreynd. að slík orka gæti orðið undirstaða að alls konar iðnaði, sem þarfnast ódýrrar raforku og því skapað bæði atvinnu og margfaldar teki- ur á við það, sem að ofan er talið. Samningarnir við hið erlenda fyrirtæki eru afar mikilvægir. Sem dæmi má nefna, að samningar þessa sama svissneska fyrirtækis við norsku ríkisstjórnina hafa nú sfrandað á því, að Svisslendingarn ir reyndu að semja við hið norska dótturfyrirtæki um mjög miklar greiðslur fyrir þekkingu. Þett.i vildu Norðmenn ekki fallast á, cnda hafa þeir nú sjálfir skapað sér mikla þekkingu á þessu sviði ireð margra ára samstarfi við erlend fyrirtæki í aluminiumfram- leiðslu, og nú síðast með eigin fyr- irmyndarvcrksmiðju á þcssu sviði. Þess má geta, að Svisslending- arnir munu hafa farið fram á að fá raforkuna hér fyrir 8—9 aura kwst, en ekki verður því trúað að óreyndu, að á þetta hafi verið fallizt. Loks ber að leggja áherzlu á, að við byggingu aluminiumverk- smiðjunnar og orkuversins mundu vinna um 1000 manns í 2—3 ár og verður ekki í skjótu bragði séð, hvar við fáum þennan mann- afla, því ekki kemur til mála að þrengja svo að okkar eigin atvinnu greinum, að atvinnuleysi skapist a vinnumarkaðnum. Því ber að leggja höfuðáherzlu á, að bygg- ing aluminiumverksmiðju verði aðeins liður í skipulegum hag- vexti, þar sem ríkisvaldið hefur bein og óbein áhrif á fjárfestingu cg nýtingu þess vinnuafls, sem bætist við á ári hverju. OLÍUHREINSUNARSTÖÐ. í þriðja lagi hefur verið rætt um að byggja hér olíuhreinsunar stöð. Hugmyndin er upprunalega komin frá erlendum verkfræðingi, sem kom hingað til lands fyriv tveimur árum og komst að því, að innanlandsnotkunin á olíum og benzíni er nú orðin u. þ. b. 10 þús. tunnur á dag, en það mun vera lágmark fyrir olíuhreinsunar stöð. Margir, og þar á meðal ég, voru mjög vantrúaðir á rekstur olíuhreinsunarstöðvar hér á landi í samkeppni við hin stóru fyrir- tæki erlendis, en áætlanir, sem hafa verið vandlega yfirfarnar af crlendum sérfræðingum á þessu sviði, sem sérstaklega voru til þess ráðnir, benda eindregið til þess, að grundvöllur sé ágætur til reksturs olíuhreinsunarstöðvar. Rekstur stöðvarinnar byggist fyrst og fremst á því að unnt sé að fá hráolíu ódýrt og tryggða með nokkurra ára samningi. Fui! ástæða virðist til að ætla, að þetta sé hægt. Aðrir erfiðleikar eru þó einnig við rekstur slíkrar stöðv- ar. Úr hráolíunni fæst ákveðið hlut fall af benzíni og hinum ýmsu o’í um, og er æskilegt, að það sé sem likast því hlutfalli, sem rfkir á markaðnum. Við notum miklu meirá af gasolíu, en fá má úr nokkurri hráolíu, þótt þessu megi breyta nokkuð með því að veija rétta hráolíu og rcttar framleiðslu aðferðir, en af mörgu er að taka í því sambandi. Samt sem áður er ekki um annað að ræða en að fl.vtja út töluvert af benzíni. Stung ið hefur verið upp á, að hér verði farin millileið. Flutt inn áfram töluvert af gásolíu, en út nokkuð af benzíni. Olíuhreinsunarstöðin . mundl kosta 330 millj. isl. kr. Hún samanstendur fyrst og fremst af pípum og tönkum og mundi koma til Iandsins mikið til fullsmíðuð. Því þyrfti ekki mikinn mann- fjölda við byggingu hennar. Við reksturinn mundi vinna nm 100 manns. Ef gert er ráð fyrir því, að lán táist til verksniiSjunnar til 10 árs, nieð 6% vöxtum, að verksmiðjan verði stækkuð á 5. ári vegna vax andi markaðar og í þriðja lagi, að heildsöluverð frá verksmiðj unni verði hið sama og frá Rúss- um í dag, kemur í Ijós, að sölu- verðmæti verksmiðjunnar verður um 500 millj. krónur á ári, rekstr arhagnaður, áður en skattar eru greiddir, um 50 milljónir á ári cg gjaldeyrissparnaður 75 millj. kr. á fyrsta ári, en 110 millj. á 10. ári. Augljóst er því, að hér er un: mjög athyglisvert fyrirtæki að rreða. Þó eru ótaldir ýmsir kostir, sem olíuhreinsunarstöð fylgja. Þær eru víðast orðnar miðstöðvar gífurlega umfangsmikils olíuefna iðnaðar. Að vísu vil ég ekki binda of miklar vonir við slíkan iðnað hér á landi í úpphafi sökum mik- iilar samkeppni, sem hann á nú r erlendis vegna offraml. Augljóst er þó, að frá olíuhreinsunarstöðinni mundum \ið fá ódýrt asfalt, og sömuleiðis vatnsefni, sem greii verið undirstaða að stækkur, Áburðarverksmiðjunnar og oliu til þess að rykbinda vegina okkar. Fljótlega mætti eflaust reisa olíukókverksmiðju, en það efni er notað í rafefna- og rafmálm- 14 T í V- I N N, föstudagur 20. marz 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.