Tíminn - 21.03.1964, Qupperneq 1
15 RAKSTRARl
I PEIBSONNA
SJAINLESS
©ITiÍíL I:
68. tbl. — Laugardagur 21. marz 1964 — 48. árg.
Stálþil reist í vor um þvera Tjörnina til þess að kanna botninn betur
ÞOUR GRUNNURINN í
TJORNINNI RAÐHUSIÐ
EJ-Reykjavík, 20. marz.
Er botninn í norðurenda
Tjarnarinnar, þar sem fyrir-
hugað er að byggja ráðhús
Reykjavíkurborgar, lítið ann-
að en leir og leðja? Borgaryf-
irvöldin í Reykjavík virðast
nú, þegar búið er að teikna
ráðhúsið og ákveða staðsetn-
ingu þess, ekki lengur vera
viss um, að hægt sé að reisa
ráðhús . við norðurenda
Tjarnarinnar, og telja, að fyrri
rannsóknir í því sambandi
gefi ekki fullnægjandi upplýs-
ingar. Mun því áætlað að hefja
nýja rannsókn á Tjarnarbotn-
inum með vorinu.
Blaðið hefur það eftir áreiðan-
legum heimildum, að ráðandi
menn efist nú æ meira utn, að
hægt sé að finna nægilega sterka
undirstöðu í norðurenda Tjamar-
innar til þess að byggja ráðhúsið
þar. Einn fundur hefur verið haid
inn í ráðhúsnefnd nýlega og mun
þar hafa ríkt einhugur nefndar-
manna um, að það fjármagn, sem
þegar hefur verið veitt, verði not-
að til þess að gera nýjar rannsókn-
ir á Tjarnarbotninum, þar sem
þeir telja, að fyrri rannsóknir geti
á engan hátt talizt fullnægjandi.
Rannsókn sú, sem fram á að
fara í vor, verður miklu fullkomn-
ari en fyrri rannsóknir. Á m. a
af þurrka upp norðurenda Tjarn-
arinnar á þann hátt, að stálþil
verður sett þvers yfir Tjörnina.
Síðan munu sérfræðingar gera ná-
kvæmar rannsóknir á jarðveginum
og reyna að komast niður á fasta
undirstöðu. Mun þessi rannsóka
því verða allumfangsmikil og
taka talsverðan tíma.
Ef svo kynni að fara, að fastur
botn finnist hvergi í norðurenda
Tjarnarinnar, þá mun draumurin'i
um staðsetningu ráðhússins þar
verða að engu.
Svona mun ráðhúsið líta út, ef hæqt verður að byggja það f Tjarnarendanum.
FRIÐARHORFU R A KÝP-
UR BATNANDI AÐ SINNI
NTB-Nicosiu, 20. marz.
TILTÖLULEGA rólegt var á
Kýpur í dag eftir hörkubardaga !
þá, sem geisuðu á vesturhluta eyj-
arinnar í gær og urðu a. m. k. 6 j
tyrkneskum mönnum að bana. —
Þetta er þó aðeins um stundar
sakir og eru bæði Tyrkir og Grikk-
ir ennþá í bardagastöðum sínur.i
við bæinn Kalokhorio, þar sem bar
ist var í gær, reiðubúnir til bar-
daga.
Við bæinn Gaziveran komst á
vopnahlé í nótt, og er nú verið að
ræða um svipaðan vopnahléssamn
ing fyrir Kalokhorio. Samkvænit
samningum eiga brezkar herdeild
ir að vera á verði í bænum til þess
að sjá um, að umferðin um þjóð-
veginn, sem liggur í gegnum bæ-
irm, verði með eðlilegu móti. fbú-
arnir eiga að fjarlægja allar vega-
táimanir.
Sex þeirra, sem létu lífið í bar-
dögunum í gær, voru tyrkneskir
menn. Þrír aðrir tyrkneskir og
fjórir grískir sæðust. Talsmaður
brezka hersins sagði í dag, að
svo að segja hvert hús í bænum
Framhald á 15. síðu.
Vinneyzlan minni og litlu meiri
tóbaksnotkun en um aldamótin
á hvern íbúa. en neyzla ýmissar matvöru hefur margfaldazt
JK-REYKJAVÍK, 20. marz.
HVER ÍSLENDINGUR innbyrðir nú að meðaltali minna áfeng-
ismagn en forfaðir hans gerði um og fyrir aldamótin síðustu,
og nútíma íslendingurinn notar ekki ýkja miklu meira tóbak en
forfaðir hans gerði fyrir aldamótin — en hann notar að vísu
annars konar tóbak.
Þótt hagskýrslur séu talda’-
leiðigjarn lestur, má finna þar
ýmsa athyglisverða hluti, og
svo er einnig úm Verzluna.-
skýrslur ársins 1962, sem er.i
nýkomnar út. Þar er meðal ano
ars skýrsia um árlega neyzlu
íslendinga á nokkrum vörum á
árunum frá 1881 til 1962.
Á árunum frá 1881 til 1900
neytti hver islendingur að með
altali tveggja lítra af hreinum
vínanda, ef vínneyzlan er um-
reiknuð í nreinan vínanda, en
nú síðustu árin, eða frá 1945
til 1962, hefur neyzlan sveiflast
upp og niður milli 1,6 og
lítra, og var 1,8 lítrar árið 1962.
Vínneyzlan minnkaði tölu-
vert upp úr aldamótunum sí'o-
ustu og náði lágmarki á bann-
árunum á öðrum tug aldarinr
ar. í skýrslunni er þó ekki tek-
ið með í reikninginn það magn.
sem menn brugguðu í heime-
húsum. Vínneyzlan var einnig
lítil á árunum frá 1921—1935,
en þá voru aðeins leyfð létt
vín. Þessi árin var meðalneyzí-
an rúmlega 0,6 lítrar á mann.
Þegar vínið var gefið' frjálst.
jókst vínneyzlan lítillega, en
ekki að marki fyrr en eft’r
stríðsárin. Þá komst neyzlan
upp í það, sem hún hefur nú
verið um átján ára skeið, eða
á milli 1,6 og 1,9 lítra. í öll-
um þessum tölum er aðeins
reiknað með löglega innflut.tu
og framleiddu víni, en smygl-
vara engin reiknuð.
Á árunum 1881—1900 neytli
hver íslendingur að meðaltali
1.2 kílós af tóbaki, og hefur
það að sjálfsögðu nær eingöngu
verið munn- og neftóbak. Þetta
magn helzt óbreytt fram alla
tuttugustu öldina, þót.t sígárett-
ur fari að ryðja gömlu tóbaks
notkuninni úr vegi. Eftir seinri
heimsstyrjöldina, eða á árun
um 1945—1946, eykst tóbaks
nolkunin skyndilega, alveg á
Framhald á 15. síðu
Hlaut
tvenn
fyrstu
verð-
Baunin!
ÓJ-Selfossi
HF-Reykjavík, 20. marz
Ungur arkitekt af Akra-
nesi hlaut bæði fyrstu og
önnur verðlaun í hugmynda
samkeppni um gagnfræða-
skólabyggingu á Selfossi, en
hann hafði sent inn tvær
tcikningar. Arkitektinn er
Ormar Þór Guðmundsson,
og starfar liann í skipulagi
Reykjavíkur. Verðlaunun-
um hefur nú verið úthlutað
og hefur sýning á teikning-
unura verið sett upp á Scl-
fossi. Þriðju vcrðlaun hlutu
arkitektarnir Skarphéðinn
Jóhannsson og Guðmundur
Kr. Guðmundsson, sem gert
höfðu sameiginlega teikn.
ingu.
Ormar Þór hefur áður
fengið' fyrstu verðlaun í hug
myndasamkeppni, og var
það áður en hann lauk námi.
Hann fékk fyrstu verðlaun
í keppninni um Mosfells-
kirkju og er nú verið að
reisa kirkjuna samkvæmt
teikningum hans. Ormar hef
ur einnig gert, með Haraldi
Haraldssyni, skipulagsteikn-
ingu af miðbænum í Reylfja
vík, og er það líkan nú á
sýningu úti í heimi, en
myndir af því birtust í Vik-
unni snemma í vetur.
Selfoss hefur vaxið mjög
mikið á undanförnum ár-
um, og gagnfræðaskólinn,
sem þar var byggður árið
1952, er pú orðinn allt of
Iítill og tvísetið í allt hús-
næðið. Árið 1959 var sótt
um leyfi til að byggja nýja
gagnfræðaskólabyggingu og
kjörin var byggingarnefnd,
en i henni eiga sæti Hjalti
Gestsson, ráðunautur, Mar-
teinn Björnsson, verkfræð-
ingur, og Þorsteinn Sigurðs.
son byggingarmeistari.
Árið 1962 var svo sam-
Framhald á 15 síðu.
TTSTEfiW
JÓNSSON
UM STÓR-
VIRKJUN
OG STÓR-
IÐJUMÁL
SJA ALÞINGIS-
FRÉTTIR BLS 6
I