Tíminn - 21.03.1964, Page 3
Gengur með ágrædda
dauðs manns hönd
Sjóliðinn Julio Luna frá
Ecuador gengur nú um me'ð
annan handlegg en hann haiði
fyrir fáum vikum — sem sé
af dauðum manni — en hann
hefur ekki hugmynd um það
sjálfur.
Julio varð fyrir því slysi, er
handsprengja sprakk rétt hjá
honum, að hægri hönd hans og
framhandleggur tættust sund-
ur. Þetta gerðist nokkru fyrir
hádegi 13. febrúar s. 1. Lækn-
irinn, sem fékk Julio til með-
ferðar, heitir dr. Roberto Gi1-
bert, hefur forframazt í skurð
lækningum í hinu heimsfræga
bandaríska sjúkrahúsi Mayo
Clinic, en er nú yfirlæknir við
handlækningadeildina í Clín
ica Guayaquil í Ecuador.
Rétt í þann mund, sem Juho
var lagður inn á spítalann,
frétti dr. Gilbert yfirlæknir af
sjúklingi á næsta sjúkrahúsi,
47 ára gömlum götusópara, sein
væri nær dauða en lífi af inn-
vortis blæðingu. Þegar dr.
Gilbert hafði skoðað meiðsl
Julios, hringdi han strax í yfir
lækninn á hinum spítalanum
og bað um að fá að fylgjast
með því, hvernig götusóparan
um reiddi af, spurði hvaða blóð
flokki hann tilheyrði, og það
kom á daginn, að þeir voru í
sama blóðflokki sjóliðinn og
sóparinn. Innan stundar fékk
|s w
Julio Luna eftir skurSaðgerðina, sem stóð í tíu stundir.
dr. Gilbert tilkynningu um, að
sóparinn væri látinn. Yfirlækn
irinn sótti þá þegar um leyíi
til kirkjuyfirvaldanna og fjöl-
skyldu götusóparans til a'5
nema burt hægri handlegg hans
til að freista þess að græða
hann á hinn slasaða mann. Það
leyfi var veitt.
Klukkan níu um kvöldið, tíu
klukkustundum eftir að Juiio
slasaðist og fimm stundum eftir
lát götusóparans, hóf dr. Gil-
bert aðgerðina, að skipta um
handlegg á Julio, græða á hann
dauðs manns handlegg, og
klukkan sjö næsta morgun var
því verki lokið, og hafði staðið
í tíu stundir. Símaði hann þeg-
ar til Boston í Bandaríkjunum
og spurði um umönnun eftir
slíkan flutning líffæra eða lima
A FÖRNUM VEGI
BÓKABÚÐIR í Reykjavík erj
vettvangur hinna ólíklegustu grasa.
Til dæmis má í einni búð kaupa
heildarútgáfu á verkum Agötu
Christie á spænsku, fyrir nú utai
vasaútgáfur á sögum þessarar reyf-
arakellingar á því máli, sem hún
skrifar sjálf.
í Reykjavík má sennilega kaupa
mest allt ijós, sem pólitíkusar
heimsins láta skína á prenti, alpt
frá N. Krústjov til L. Erhard og
fyrirrennara þeirra, eða fæst ekki
ennþá elntak af „Leninismens pro
blemer'* eftir J. Staiín?
Kannski eitthvað sé farið að
sneyðast um Stalínsbækur í Rvik,
hann er víst ekki lengur ■
móð, og löngu er Hitler úr móð,
eða það sem stígvélaður Hess hrio
aðl niður fyrir hann, og þeir orðr
ir merkileg rannsóknarefni báðh
tveir.
En áhugamenn um glæpamál og
stjórnmál þurfa engu að kvíða. —
Innkaupasamband bóksala sér fyrir
því. TII dæmis hefur bókaverzlun
í Reykjavík nú á boðstólum >of
dýrð i tveimur bindum um þá, sem
hlutu járnkrossinn þýzka sem dug
andi manndráparar í selnni heimc-
styrjöldinni og myndlr af viðkom-
andi í fullum skrúða.
Jafnvel Inside Detective og True
Police, sem aldrei vantar, falla 1
skugga slíkra bóka. Þetta er að
þekkja sitt fólk og vlta hvað pví
kemur. — BÓ.
af einum manni á annan. Tvsir
læknar, sérfróðir í plastískum
skurðlækningum, tóku sér sam-
dægurs far til Ecuador. Þeir
urðu furðu lostnir að sjá, hvern
ig dr. Gilbert hafði tekizt verk
ið. Hins vegar eru þeir ekki
enn vissir um það, hvernig
manninum eða hinum uraflutta
handlegg á nonum reiðir af. En
vöðvar og sinar eru sjúklings
ins og ekki fengnar að láni.
Þegar hann er beðinn að hreyía
fingurna, gerir hann það þegar
í stað. Helzta vandamálið var,
er síðast fréttist, hvernig ætti
að draga úr bólgunni í hend-
inni. Líkur bentu til, að flogið
mundi með hann til Boston til
að fylgjast þar með ástandi
hans, þar sem læknar hafa a-
huga á að fá hann. En þeir
dást mikið að því, hvernig dr.
Gilbert hefur tekizt að fá all
ar æðar til að mætast.
Luna er farinn að ganga um
og hin aðfengna hönd er mun
dekkri á lit en sú, sem fyrir
var. Luna hefur ekki verið sagt
frá því, sem gerzt hefur, hann
heldur, að það hafi verið gert
við hina sködduðu hönd. Lækn
ar hafa ekki enn gert það upp
við sig, hvenær Julio muni cnað
ur til að taka við þeirri vitn-
eskju, að hann gangi með hönd
af dauðum manni.
Þessi læknisaðgerð er talm
einsdæmi í handlækningum, að
því er segir í fréttinni, og er
engin ástæða til að vefengja
það. En samt kemur manni í
hug ein af undrasögunum, sem
gengu af lækningum Jóns
Steinssonar Bergmanns norður
á Hólum í Hjaltadal fyrir rösir
um 200 árum. Sem sé sú saga.
að hann hafi átt að skipta um
læri á kindum, flutti af svartri
á á hvíta og fylgdi sögunni, að
báðar ærnar hefðu gerigið snob
urlega með mislitan fót.
Rússajeppj
TIL SÖLU
Bifreiðin er yfirbyggð og
í góðu standi og þannig
traust og örugg ferðabif-
reið. Upplýsingar i síma
36171.
Vélbátur
Til sölu vélbátar af ýmsum stærðum
Upplýsingar gefur
Axel Kristjánsson, lögfræðingur.
t*5¥EGSBANKI ÍSLANDS
IBUÐ TIL SÖLU
4ra herb. íbúð ca. 100 ferm. til sölu milliliða-
laust. Er kaupandi að 4ra til 5 herb. íbúð með
bílskúr. Upplýsingar í síma 36607.
S’iurðgrafa til leigu
Höfum til leigu hina fjölhæfu J.C.B. 3 skurðgröfu.
LOFTORKA s/f
Símar 21450 og 41278.
RITARASTAÐA
er laus til umsóknar á vita- og hafnamálaskrifstof-
unni. Sérstök áherzla er lögð á góða vélritunar-
kunnáttu.
Umsóknir, er greini frá venjulegum upplýsingum
(aldur, menntun, fyrri störf o. s. frv.) sendist skrif-
stofunni fyrir 1. apríl n. k.
Laun samkvæmt kjarakerfi opinberra starfs-
manna.
Upplýsingar um starfið veittar næstu daga frá
klukkan 9—12.
Vita- og hafnamálaskrifstofan.
T f*M I N N, laugardagur 21. marz 1964. —
Hruni®
Morgunblaðið segir í leiðara
í gær: „Þegar viðreisnarstjórn-
in tók við þrotabúi vinstri
stjórnarinnar, tókst henni á
skömmum tíma að afstýra því
hruni, sem við blasti“. Þjóðin
öll veit, að vart eru til meiri
öfugmæli en þetta. Rétt var
það, að vinstri stjórnin fór frá
vegna þess að hcnni tókst ekki
að ná samstöðu um dýrtíðar-
varnir gegn 17 stiga vísitölu-
liækkun, sem við blasti. Þetta
kallaði Mbl. lirunið á sínum
tíma og jafnan síðan. Svo tók
„viðreisnar“-stjórnin við. Hún
hefur síðan hækkað vísitöluna
um rúinlega sams konar vísi-
tölustig og giltu í tíð vinstri
stjórnarinnar. Þetta kallar hún
svo að hafa afstýrt hruni. Sé
litið á staðreyndirnar en ekki
þessi öfugmæli og líkingunni
um „hrunið“ sem yfir vofði
1958, haldið, þá liggur í augum
uppi, að hún Iiefur ekki kom-
ið í veg fyrir hrunið, heldur
steypt sjálfri sér og þjóðinni
í miklu stórfelldara lirun, en
við vinstri stjórninni blasti. 1
dýrtíðarmálum á „viðreisnar"-
stjórnin aðeins Iof skilið fyrir
eitt: Hún er ekki lofthrædd.
Nm er Framséknar-
mönnurn kenni um
Þessi hrikalegi dýrtíðarvöxt-
ur á vegum „viðreisnarstjórn-
arinnar er nú staðreynd, sem
stjórnin getur ekki einu sinni
á móti mælt, og hún viðurkenn-
ir hættuna og bölið, sem af staf
ar. En þá grípur hún til þeirra
skýringa, að dýrtíðin og verð-
bólgan sé Framsóknarflokknum
að kenna undir viðreisnar-
’stjórn. Fyrr má nú' rota en
dauðrota. Þetta jafngildir enn
einu sinni yfirlýsingu stjórn-
arinnar um það, að hún hafl
alls ekki komið fram megin-
, stefnu sinni á fimm ára stjórn-
artímabili, því að hún var yfir.
lýst sú að stöðva dýrtíðina. Dýr
tíðin átti aðeins að vaxa um
I® 5 stig sem snöggvast eins og
heitið var en síðan lækka aft-
ur miklu melra og allt að fær-
ast í himnalag. Nú blasir ann-
að við. Og nú segir stjórnin að
Framsóknarflokkurinn í stjórn
arandstöðu hafi eyðilagt þetta
allt saman fyrir sér. Ber að
Iíta svo á, að stjórnin sú sterka
Iog trausta sé að lýsa því yfir,
að hans stefna hafi ráðið? Samt
vill stjórnin ómögulega segja
af sér. Hún vill um fram allt
sitja í ráðherrastólunum, þó að
hún lýsi yfir annan hvern dag,
að stjórnarandstaðan hafi ráð-
ið og ráði gangi málanna og
eyðileggi allt fyrir sér. Svona
er samkvæmnin og heilindin í
skrifum aðalstjórnarmálgagns-
ins. Mundi það ekki þykja held-
ur skrítin ríkisstjórn víðast
hvar, sem vildi sitja og sitja lon
og don, en lýsa því yfir sýknt
og heilagt, að allt gangi öfugt
við það, sem hún vill, og stjórn
arandstaðan ráði ferðinni í
þveröfuga átt við það, sem
stjórnin vill?
DýrtíSardraugurinn
En undir þessum mótsögnum
í áróðri stjórnarinnar býr auð-
vitað sá sannleikur, að henni
er ekki svo Ieitt sem hún lætur.
Samkomulag hennar og atlæti
við dýrtíðardrauginn er betra
en hún hefur á orði. Stjórnin
og gæðingar hennar eiga meira
að segja góð skipti við þann
draug, ábatasöm viðskipti, sem
notið er bak við tjöldin.
3