Tíminn - 21.03.1964, Page 8

Tíminn - 21.03.1964, Page 8
Jóhann Hannesson, prófessor: Einn sextugasti hluti af svari við ..áskorun Vísis“ Þann 16. marz ræðir „Vísir" áskorun hinna sextíu, og álítur að leggja þurfi fram sannanir fyrir skaðsemi sjónvarpsins, ef einhver er. Ekki er að efa að þeir, sem að áskoruninni standa, geta gert grein bæði fyrir hinni beinu og óbeinu skaðsemi sjónvarpsins, ef þeir óska. Það er eitt dæmi um menningarlega fátækt vora að landið á enga socialvísindastofnun, er unnið getur að tvihliða eða fjö! hliða rannsóknum með „control groups" varðandi áhrif á almenn ing. Menningarleg gagnrýni, sein erlendir stjórnmálamenn vilja ekki án vera, hefir verið illa séð hér á landi. Hvað gagnrýni snertir á sjónvarpi hér, tel ég að blaða- menn hafi brugðizt skyldu sinni. Jafnvel heilhrigð útvarpsgagnrýni. sem einstaka sinnum rís upp í tlöðum, koðnar niður jafn óðum. Hér er ástæða til að spyrja: Hvað gerir Alþingi með þær sann anir, sem eru fyrir hendi, eins og t. d. í áfengismálum eða umferðar- siysamálum? Það væri fróðlegt að heyra. Nýjustu tölur frá Noregi herma i að þar í landi séu fimmtíu þúsund karlar og tuttugu þúsund konur, sem eru áfengissjúklingar ,svo sannað sé. Að breyttu breytanda höfum vér hliðstæðar sannanir I.æknar eiga ekki erfitt með að sanna hvort einhver maður er áfengissjúklingur eða ekki — eða t d. deyfilyfjaneytandi. Nóg er af öðrum sönnunum, einnig hjá oss: Brotin heimili, klesstir hflar, limlestir sjúklingar, afræktar kon- ur og böm, sarinanir á vegum, heimilum, sjúkrahúsum — en hvað gera yfirvöldin með allar þessar sannanir? Þau skyldu þó ekki veita það eitur, sem þessum sjúk dómi veldur — já veita það ómælt og án leiðbeininga? Hvers vegna vill ekki Alþingi heita sér fyrir því að límdur verði miði með leið- beiningum á hverja áfengisflösku, svo menn viti hversu nota skuii innlhaldið, hve mikið í einu, hve oft á dag? í sambandi við sjónvarpið hafa fræðimenn mótað hugtakið tele- vision narcoman — fjernsynsnar koman — en narcoman þýðir deyíi lyfjaneytandi. En greining þess sjúkdóms er erfiðari en greining á alkohollsma. Og sjónvarpsnar- koman mun ekki valda öðrum eins spjöllum og t. d. dypsotrian áfeng issjúklingur. Hins vegar kemur nokkuð skylt f ljós í menningunni. Hvorugur hefur áhuga á henni. n. Hin óbeina skaðsemi sjónvarps er að það sogar til sín fé (sjá Vísi og Morgunblaðið) frá góðum fram kvæmdum og nauðsynlegum og veldur því að þær dragast úr hófi fram. Hér finna menn þó ekki til þess enn í stórum stfl, af því að menn hafa ekki talið það fyrir neðan virðingu sína að þiggja þá þjónustu, sem sjónvarpið býður án þess að greiða nokkuð fyrir hana. Það er von að útlendingar spyrji: Skammast fsleridingar sfn ekki fyrir neitt? Þessa spumingu hef ég heyrt fram boma af þrem menntamönnum af þrem ólíkum þjóðemum. — Eina greiðslan, sem vér hðfum í té látið, er bamalegt skjall á hinu og þessu f sjón- rarpinu og þögn . um alla þá of- beldiskennslu og niðurrif á þeim siðum, sem sumir kenna enn ungl- ingum sfnum. f erlendum blöðutn mátti lesa hressilega gagnrýni á frammistöðu sjónvarpsins í sam- bandi við morð Kénendy Banda- rfkjaforseta — og má e. t. v. fá meira að heyra. Hér var þessu snúið upp f skjall, Áður en vér förum að hella meira fé í sjónvarpshítina en þeg- ar er búið að gera, ber að ljúka xdð nokkur góð verk og nytsamleg. scm sum eru búin að bíða allt of lengi — og önnur, se*n frænd- þjóðir vorar hafa fyrir löngu unn ið. Meðal þess, sem gera ber, er eftirfarandi: 1. Velta úrlausn gamalmennum, sem bíða mörg eftir hæfilegu hús næði og hjúkrun. 2. Fullgera bráðnauðsynlega skóla, sem enn standa hálfsmíðaðir en eiga þó að þjóna öllu landinu, svo sem Kennaraskóla íslands, Hjúkrunarskóla íslands og fleiii þjóðnauðsynlega skóla. Meðan stöð ugur skortur er á hjúkrunarkon um og kennurum — og fyrirsiá- anlegt er að hann ágerist á' kom- andi árum, er ekki verjandi að sóa fé f sjónvarp, fremur en í af- iátsbréf á dögum Lúthers. 3. Stækka Háskólann svo að hann geti tekið við sfvaxandi f.iölda stúdenta, sem von er á næstu árin. Byggja tímabært bennsluhúsnæði handa lækna- deild, stofna deild í sócíalvísind um og rannsóknarstofnun í is- lenzkum fræðum. 4. Gera ráðstafanir til að draga úr óeðlilega miklum barnadauða af völdum umferðarslysa hér í borg. Fækka pollum og moldar- flögum, sem ýmsir ungir Reykvik ingar alast nú upp við ár eftir ár. 5. Byggja dvalar- og hressingar- heimili fyrir aldraða bændur 4 sveitum. 6. Koma á fót nauðsynlegum stofnunum fyrir afvegaleidda ungl inga, einkum stúlkur, enda hefir lengi verið skortur á slfkri stofnun. 7. Stofna sócialfræðilegan skóla, bæði vísindalegan og hagnýtan, til þess að miðla þekkingu uppalend um, stjórnmálamönnum, kirkjulcg um og öðrum félagslegum starfs- mönnum. 8. Bæta aðstöðu til lækninga og hjúkrunar fyrir taugaveiklað fólk, fullorðið og börn. 9. Segja mönnum sannleikann um hinn ægilega rekstrarkostnað sjónvarpsins (stofnkostnaður hef- ír lækkað á síðari árum, sökum tæknilegra umbóta) og gera Rík’s útvarpið að meiri menningarstofn un en það er nú. Allar þessar stofnanir skipta meira máli en sjónvarp, þegar um heill þjóðfélagsins er að ræða, og mætti fleiri telja. III. Um beina skaðsemi sjónvarps MINNING Svavar Karlsson, skipstjórí Ei sollin lífs fyrir handan höf, er höfn svo trygg og blíð. f dag verður jarðsunginti frá Stokkseyrarkirkju, Svavar Karlsson skipstjóri frá Þorláks- höfn. Svavar var fæddur að Gamia Hrauni 25. janúar 1914 og lézt 12. marz síðastliðinn og varð því réttr ar hálfrar aldar gamall. Foreldrar hans voru hjónin ( Sesselja Jónsdóttir og Karl Guð- mundsson, formaður á Stokkseyr;, en hann lézt frá stórum barnahópi, þegar Svavar var 15 ára, árið 1929 Svavar var elztur sinna systkina og reyndi því snemma á dug hans og atorku, er hann var helzta stoð og stytta móður sinnar, svo ungur að árum. s Allir sem til þekkja vita, að fáar mæður áttu betri syni, en frú Sess elja í Svavari. Hann reyndist heimili sínu hinn bezti forsvarsmaður á allan hátt, systkinum sínum sem bezti faðir. Svavar fór ungur á sjóinn. Sjó- inn sótti hann til æviloka. Brim- sorfin og hafnlaus strönd Suður- landsundirlendisins var vettvangur sjósóknar hans; fyrst um árabil sem formanns á Stokkseyri og víð ar, en síðustu 15 árin sem for- manns hjá útgerð Meitils í Þorláks höfn. Lengst af réri hann ísleifi. danskbyggðri sómafleytu, en hann lagði á ráðin um kaun þess báts i upphafi útgerðar Meitilsins hár árið 1948. Eitt af mörgum happa- verkum föður tníns fyrir hina nýju byggð og útgerð í Þorlákshöfn, var þegar hann réði Svavar heitinn fyrstan formann hér og það var gæfudrjúgt að fá svo vanan og þaulreyndan formann til starfa eins og aðstæður til sjósóknar hér hafa verið. Svavar var vanur erfiðri höfn á Stokkseyri og ekki tók betra við þegar legið var fyrir opnu haíi eins og hér var fyrstu árin. Framhald á 13. sfðu. Jóhann Hannesson almennt nægir að vísa til mikillar rannsóknarskýrslu, sem Bretaþing hefir nýlega látið gera, undir for- sæti Pilkingtons lávarðar. En þar er einnig fjallað um tillögur utn skynsamlegan rekstur sjónvarps og kosti þess. Það er misskilningur qð sjónvarp geti komið í kennara stað. Sumir góðir kennarar hata afþakkáð, skólasjónvarp og endur sent það sökum lélegs árangurs. Hin eðlilega leið hefði verið að Alþing hefði, áður en sjónvarp inu var sleppt yfir þjóðina, látið færa sönnur á að sjónvarp fyrir erlenda hermenn væri ósaknæmt fyrir íslenzk börn og íslenzka menningu. Menningarleg skaðsemi sjón- varpsins hér er m. a. fólgin í því að það er sá þáttur menningar í voru eigin landi, sem íslenzKir menn hafa engin umráð yfir, held ur er að öllu leyti stjórnað af er- lendum mönnum. Kvikmyndir era ekki sambærilegar. fslenzkir menn velja þær og flokka eftir aldri barna, lögreglustjóri getur stöðvað kvikmynd hér í borg, ef brýna nauðsyn ber til að lands- lögum, þótt almenn kvikmyndalög skorti. Sá einhliða áróður, sern bér hefur rekinn verið gegnum blöð og útvarp, sýnir hversu langt ei komið „peaceful penetration of the native mind“ hér á fslandi. Ekki er víst að þetta verði amer ískum vinum vorum til neinnar sæmdar eða ánægju þegar fram i sækir, enda vafasamt að þeir hali ætlazt til þess, sem orðið er. „The narcotizing dysfunciton", sem al menningur áttar sig ekki á; en sócialvísindin þekkja, virðist vera langt komin, af því sem ráða má af skrifum blaðanna þessa daga Kugsanleg var önnur leið en sú- sem farin var: Að ameríska sjón- viwpið hér hefði verið „civilian ‘ stofnun, en ekki „military" og hefði þá verið hægt að hafa sam- vinnu við það, læra af því og mennta íslenzka menn til að stai’f- rækja íslenzkt sjónvarp — og koma öllum hérlendum sjónvarps- rekstri í hendur hérlendra manna. IV. Innlend sóciologisk stofnun með „control groúps“, gæti, ef til væri. rannsakað vísindalega einstaka þætti þjóðlífsins og sýnt hvaða áhrif sjónvarpið hefði á þá. Velj- um sem dæmi fyrirbærið fjársvik og svindl. Það er ekki fyrir fram auðið að staðhæfa, að sjónvarpið valdi þar nokkru. — En gera má samanburð á svæðum, síðustu sex mánuði, t. d. á Kefla- vík, sem er á sjónvarpssvæðinu, og Akureyri, sem er utan þess- Annan samanburð yrði að gera yfir jafnlangan tíma á sömu svæð- um áður en sjónvarpinu var sleppt lausu. Óviðkomandi liði þarf að útiloka samkvæmt reglum. Rann- sóknin yrði flókin og dýr. Árang urinn yrði heldur ekki eins ótví- ræður og þær sannanir, sem við blasa á afleiðingum ölvunar við akstur, sem leitt hefir til slysa eða árekstra. Greindir blaðamenn geta gert annað sér til skemmtunar: Mælt í centimetrum og metrum svindl- fréttir f sínum eigin blöðum, skrif að tölur og reiknað út fjársvika- visitölu á hinum ýmsu svæðum á tilteknum tímum, segjum s. 1. sex mánuði. Vera má að þeir finní ekki neitt — en vera tná að sjónvarpið eða útvarpið fari sð tala, eins og andi í gegnum miðil. Það verður að vera oss ljóst, eínnig við rannsóknarstörf, að vér fslendingar höfum nokkrar gáf ur umfram aðra menn. Sjónvarps narkomanar eru hins vegar lítt viðmælanlegir — og „rökheldir“ eins og segir á psychiatrisku máli. Hinir sextíu hafa engan æsinga fund haldið með sér, ekki einu sinni umræðufund, og margir lát ið sömu skoðanir í Ijós áður. Hvers vegna kemur þá þessi áskorun fram nú? Úti í hinum stóra heimi hefur það meðal annars gerzt að mennt.a- menn, beinir og óbeinir kennarar þjóðanna, hafa gert sér þá stað reynd ljósa að þjóðfélagið rífur niður að kveldi það verk, sem kennarar þess hafa unnið frá morgni. Það er einkum með fjöl- miðlunartækjunum, sem þetta verk er unnið. Hér um nokkur orð síðar, í öðru sambandi. Hið nýja er ekki það að þessi niður rif eru framkvæmd, heldur hitt, að menntamenn eru farnir að hug- leiða þessifyrirbæri af meiri áhuga er. áður, Iáta sér ekkilengur á san.a standa, heldur láta frá sér heyra stundum þúsundum saman. Fjöl- miðlunartækin hafa sogað að sér fjármagn þjóðanna — og við hinn fornfræga Vínarháskóla hefir það ekki átt sér stað öldum saman, að kennarar hans, doktorar og próf- essorar gerðu verkfall, fyrr en á vorum dögum. Hér hefur slíkt ekki gerzt, en annað gerðist, sem sýnir hvernig þjóð vor hefir met ið menntamenn á síðari árutn. Unglingur, seytján ára, var yfir- heyrður í sambandi við slark, sem hann hafði lent, í. Þá kom í ljó3 a? mánaðarkaup hans var á þeim tíma jafnmikið og tveggja mennta- skólakennara. Stjórnmálamenn vorir hafa stað- ið sig vel í landhelgismálinu, og skulu þeim færðar þakkir, öllum sem vel hafa unnið að þessu máli, þjóð sinni og komandi kynslóðum ti) gagns og sæmdar. Það er oss nauðsynlegt að afkvæmi þorsbs og ýsu fái að taka út nokkurn þroska. Til er önnur Iandhelgi, ef svo mætti að orði kveða. landlielgi heimilanna. Daglega er í henni togað. í nálega hverjum mataT- tíma, með auglýsingum útvarp3- ins. Svo lágt hafa frændur vorir í Noregi ekki viljað leggjast, en hjá oss er ekkert lát á þessum tog veiðum. Enn kröftugra veiðitæki er sjónvarpið, þegar þvi er beitt ti) að veiða sálir. — Af íslenzkum b’öðum fæ ég ekki annað séð en að menn fagni því að láta veiða börn sín — og verða sjálfir veidair i vörpu, sem erfitt er að losna úr þegar möskvarnir herðast að og upp er dregið. T f M I N N, laugardagur 21. marz 1964. — ' ' 1 l'.v1 ',v ■ ■ • >/ 'i • ■ 'i '> i,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.