Tíminn - 21.03.1964, Page 16

Tíminn - 21.03.1964, Page 16
Laugardagur 21. mari 1964 68. tbl. 48. árg- „Það var eins og borðið spriklaði77 MÆLDI 1 KIPP ÍÁR- MÚLA HF-Reykjavík, 20. marz. í morgun klukkan hálfátta varð hcimilisfólkið í Ármúla vart við vægan jaillskjálftakipp. Vaknaði Sigurður bóndi og allt hcimilis- fólkið i cfra bænum við kippinn. Jarðhræring þessi mun samt ekki hafa komið fram á mælinum, og samkvæmt frásögn Sigurðar bónda, þá cr mæ'lirinn orðinn vita gagnslaus. Guðmundur Pálmason kom vest ur með mælinn fyrir nokkrum dögum og með sér hafði hann sér- Framhald á 15. siðu. Mun veöur- blíöan haldast HF-Reykjavík, 20. marz. Háþrýstisvæðið yfir Grænlandi, ; sem Tíminn skýrði frá i gær, virð- ist nú aðeins hafa breytt um ■ stefnu, og er því von til þess, að góða vcðrið haldist eitthvað leng- i ur. Eitthvað mun samt hafa kóln- ' að í dag, og snjóaði á Hornströnd- um. Hitinn : Reykjavík í dag er eins ! og undanfama daga, 7—8 stig, og er vonandi að svo verði fram yfir páska. Annars fengum við þær upplýsingar á Veðurstofunni, að páskahretið þurfi alls ekki að vera óbrigðult, því að það stend ur alls ekki í sambandi við nein náttúrulögmál. Helzta ástæðan fyrir því, að oft gerir vont veður í kringum páskana er sú, að veðrabrigði eru ætíð mest á vorin. — sagði Guðmundur á Saurum um átök sín við borðið PJ-SKAGASTRÖND. — KJ-REYKJAVÍK, 20. marz. PÁLL JÓNSSON, skólastjóri á Skagaströnd, fréttaritari Tím ans fór í dag út að bænum Saururn þar sem undur mikil hafa verið að gerast undanfarna sólarhringa. Hafði Páll einnar og hálfrar stundar viðdvöl á bænum ásamt Jóni syni sínum. Gest kvæmt hafði vcrið hjá þeim hjónum á Saurum í dag, Guðmundi Einarssyni og Margréti Benediktsdóttur, en enginn aðkomu manna varð var við neitt undarlegt þar á bænum. GUDMUNDUR EINARSSON á Saurum Hafa Páll Jónsson sagði svo eftir Guðmundi: Undrin byrjuðu 18. marz s. 1 kl. 1,20, og vaknaði Guðmúndur þá við að borð, sem stendur út við stofugluggann, fór á hreyi- ingu og einn metra fram á gólf- ið frá glugganum. Borð þetta er gamalt og upprunalega ve! gert, með sporöskjulagaðri plötu og renndum fótum. Borð þetta keypti Guðmundur hjá Sigurði Sölvasyni kaupmanni á Skagaströnd fyrir allmörgum ái um. Á miðvikudaginn kom svo hreyfing á borðið eins og fyrst. og var þá settur .stóll út að glugganum. Stó! þennan er hægt að leggja saman, og cr hann ekki mjög veigamikill. — Þeyttist stóllinn fram á rrmt stofugólfið á miðvikudaginn oa brotnaði. Á fimmtudaginn var húsfreyj an Margrét Benediktsdóttir a’i skilja mjólk í búrinu, og hafði hún byttu með mjólk í á borði hjá sér. Allt í einu kom hreyf- ing á byttuna og kastaðist hún í gólfið og fór öll mjólkin úr henni. Það einkennilega var tð konan fann ekki neina óeðli- lega hreyfingu. hvorki á gólf- inu né borðinu Aðeins byttan steyptist í gólfið Var því ekki um að ræða jarðskjálfta í dag voru þessi undur aftur á ferð- inni um kl- þrjú og þá var þa'ð Si-gurborg, sem varð vör við Framhald á 15. síðu. Sögðust ætla að kveðast á við „draugsa“ Vikublaðið Fálkinn gerði út ieiðangur til þess að kveðast á við drauginn á Saurum. Það er Jökull Jakobsson, rithðfund- ur og blaðamaður hjá Fálkan- um sem ætlar að kveðast á við hann og sér til aðstoðar hefur Framh. á bls. 15. ekki o rðið vör við BÓ-REYKJAVÍK, 20. marz. BLAÐIÐ átti tal við Sigurborgu heimasætu á Saurum kl. 3 í dag, Guðmundur bóndi var þá á sjó og mæðgumar, Sigurborg og Margrét heima í bænum. Símtalið var á þessa leið: — Hvað gerðist í nótt? — í nótt voru engar hrær- ingar, en borð í eldhúsinu færð ist til í morgun, skápur féll um koll fyrir klukkutíma og rétt á eftir fór mikið leirtau fram úr skáp í búrinu. — Hvar stóð skápurinn sem féll um koll fyrir klukkutíma? — í eldhúsinu. — Hvar varst þú stödd þeg- ar skápurinn féll? — í eldhúsinu. — Voru fleiri í eldhúsinu þá? — Eg var þar ein. — Horfðir þú á skápinn í fallinu? — Nei, ég heyrði skellinn fyrst. — Var nokkur í búrinu, þeg- ar leirtauið datt úr skápnum þar? — Nei, þar var enginn inni, en við mæðgurnar vorum í bæn um. — Var skápurinn í eldhúsinu festur eða laus? — Hann var ekki festur. — Skemmdist nokkuð í hon um? — Nei, það var ekkert í hon- um, sem gat skemmzt. — Brotnaði mikið leirtau í búrinu? — Já, þar brotnaði töluvert. — Gerðist ekkert annað í morgun? — Nei. —Vísir segir, að rúm hafi farið af stað kl. 9 í morgun, að móðir þín hafi þá legið í því og þú verið inni hjá henni. Þetta er haft eftir föður þín- um. — Þetta er einhver vitleysa. — Talaði blaðamaður Vísis ekki við föður þinn í morgun? — Það eru svo margir bún- ir að hringja og þetta hlýtur að hafa misskilizt í símanum. — Er móðir þín inni? — Já, en hún er orðin þreytt á að tala í símann. —Viltu spyrja hana. hvort rúmið hafi hreyfzt með hana í morgun? — Já . . . (Sigurborg fór úr símanum og kom aftur eftir litla stund). — ... hún segir, að það hafi aðeins hreyfzt. — Hvar varst þú, þegar sú hreyfing átti sér stað? — Kannski í eldhúsinu, kannski úti — Hvenær byrjuðu þessar hræringar? — Aðfaranótt fimmtudags minnir mig — Hvað hreyfðist fyrst? — Borðið í stofunni. — Er sofið í stofunni? — Mamma og pabbi sofa þar. — Hvar stóð þetta borð? —Það stóð við gluggann og hreyfðist út á gólf klukkan að ganga 2 um nóttina. — Er þetta þungt borð? — Nei, það er ekkert þungt. — í blöðunum í dag stendur, að borðið sé þungt og talsvert átak þurfi til að hreyfa það? — Nei. þetta er ekki þungt borð. —Hvai sefur þú í bænum? — í næsta herbergi við stof- una. — Er opið á milli? — Þegar dyrnar eru opnar. — Hvar sefur bróðir þinn? Framhald á 15. sí5u HótelSagafullgerð EJ-Reykjavík, 20. marz — Við teljum, að nú sé Hótel Saga fullgerð — sagði Þorvaldur Guðmundsson hótelstjóri, á blaða mannafundi, sem hann og bygging- arnefnd Bændahallarinnar boðuðu til á tíótel Sögu í dag. — Strax i kvöld verður nýi bannn sem feng- ið hefur nafnið Mímisbar, tekinn í notkun, og má þá segja. að smíði Bændahallarinnar sé lokið, þó að sumar deildir hótelsins séu ekki leknar til starfa. svo sem baðstof- an, sem Jón Ásgeirsson mun reka. snyrtistofan, sem Fjóla Gunnlaugs dóttir mun annast um, og rakara stofan. Mímisbar tekur um 100 manns, þar af um 80 í skti, og er lítið dansgólf í miðjum barsalnum, sem er mjög vandlega gerður, eins og allt annað á Hótel Sögu. Barinn verður opinn á hverju kvöldi alla vikuna frá kl. 7, en auk þess verða þar kaffiveitingar fyrir gesti hót- elsins í venjulegum kaffitímum á daginn. Talið er líklegt, að Bændahöll in kosti fullgerð með öllu innbúi um 125—130 milljónir króna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.