Tíminn - 07.04.1964, Qupperneq 2
Mánudagur, 6. apríl.
NTB-Washington. — Douglas
MacArthur, bahdaríski hers-
höfðinginn heimsfrægi, lézt á
Walter Reed-sjúkrahúsinu í
Wáshington á sunnudaginn.
Hanri var 84 ára gamall.
NTB-Genf. — Edward Heath,
iðnaðar- og verzlunarmálaráð-
herra Breta, lagði í dag fram
á viðskiptamálaráðstefnu S. Þ.
í Genf áætlun í 10 liðum í þvi
skyni að auka hagvaxtarmögu-
leika vanþróaðra landa.
NTB-Nicosíu. — Seint í
kvöld náðist samkomulag um
vopnahlé í þeim fimm bæjum
á Kýpur, sem barizt hefur ver-
ið í upp á síðkastið.
NTB-Róm. — Eftirsóttustu
kvikmyndaverðlaun Ítalíu —
Nastri Dargento — voru í dag
veitt hinni umdeildu kvik-
mynd Federicos Fellinis 8V2.
Verðlaunin eru alls sjö og
veitt árlega.
NTB-Washington. — Sendi-
herra Frakka í USA, Herve
Alphand, sagði í gær, að NATO
þyrfti að breytast.
NTB-Monaco. — Paul Henry
Spaak, utanríkisráðherra
Belgíu, var skyndilega skorinn
upp við botnlangabólgu á
sunnudagsnóttina, en liggur nú
á sjúkrahúsi Graces furstaynju
í Monaco og líður vel.
NTB-New Delhi. — Nehru
forsætisráðherra Indlands
sagði í dag, að indverska
stjórnin myndi gera sitt bezta
til þess að vinna aftur land-
svæðin í Ladakh í Kashmír,
sem Rauða-Kína hrifsaði í sín-
ar hendur.
NTB-Frankfurt. — Það lá
við uppþoti í réttinum, sem
fer með Auschwitz-málið í dag,
þegar einn af hinum ákærðu
stökk upp og reyndi að ráðast
á eitt vitnið.
NTB-Tokíó. — Georges
Pompidou, forsætlsráðherra
Frakka, kom í dag í vikulanga
opinbera heimsókn til Tokíó.
Stokkhólmi. — Sænskir lækn
ar fluttu í dag nýra úr föður
og yfir í son. Stóð aðgerðin,
sem tókst í alla staði vel, í
fjóra tíma og er hin fyrsta sinn
ar tegundar þar í landi.
NTB-Napoli. — Pieta, hin
heimsfræga marmarastytta
Michelangelos, seni sýnir Maríu
mey með líkama Krists í fang-
inu, var í dag send með ítalska
skipinu Critoforo Colombo frá
Napoli til New York, þar sem
hún verður til sýhis á heims-
sýningunni.
NTB-Washington. — John-
son, forseti Bandaríkjanna,
sagði í gær, að USA væri á
góðri leið með að leysa Pan-
amadeiluna. Hanri heftlr skip-
að Jack Vaughan sendiherra
USA í Panama.
NTB-Buenos Aires. — Tvær
járnbrautarlestir rákust í dag
á fyrlr utan Buenos Aires.og
minnst 10 létu Ufið.
LÆKNAVERKFALL
BELGÍU VEKUR ÓLGU
NTB—Brussel, 6. apríl. i til þess að 15 mánaða gamalt bam
Tveir belgískir 'læknar voru hand dó. Handtakan er f beinu sam-
teknir í dag í Herentals við Tum- bandi við læknaverkfallið, sem
hount í Norður-Belgíu ákærðir fyr vakið hefur mikla reiði Belga og
ir að hafa sýnt kæruleysi, sem varð ' skapað alvarlegt ástand í landinu.
FRAMKVÆMDIR
k STOKKSEYRI
BT-Stokkseyri KJ - Reykjavík.
Aflabrögð hjá Stokkseyrarbát-
um hafa verið góð í vetur, og
mikil vinna við nýtlngu aflans.
Ný frystihúsbygging hefur fyrir
nokkru verið tekin í notkun á
Stokkseyri. Árshátíð barna- og
unglingaskólans var haldin fyrir
nokkru með glæsibrag. Rófna- og
kartöfluakrar bíða nú fullunnir,
og innan skamms verður farið að
sá í þá.
Fjórir bátar róa frá Stokkseyri
i vetur, hefur afli hjá þeim verið
góður og landlegudagar fáir. Heild
araflinn á vertíðinni er kominn
upp í 1413 tonn. Mestan afla hefur
Hólmsteinn borið á land, 433 tonr.,
skipstjóri er Óskar Sigurðsson. Þá
kemur Bjarni Ólafsson með 410
t. Hásteinn með 382 tonn og
Fróði 188 tonn.
Nýrri frystihúsbyggingu er nú
að mestu lokið á Stokkseyri, og
vinna hafin þar fyrir nokkru.,Við
tilkomu þessarar nýju byggingar
skapast gjörbreytt aðstaða við nýt
irigu aflans. Mikill hluti hans fer
PILTURINN FANNST
KJ-Reykjavík 6. apríl
í fyrri viku var lýst eftir 17
ara gömlum pilti úr Njarðvíkum,
vegna þess að ekkert hafði heyrzt
frá honum í fimmtán daga.
Pilturinn ér í góðu gengi í Vest
mannaeyjum, og vinnur þar vertið
arstörf hjá Fiskiðjunni, þjóðarbúi
voru til hagsældar.
, til vinnslu í frystihúsinu, en hitt
| er saltað og hert. Langur vinnu-
' dagur hefur verið að undanförnu
! hjá þeim er vinna við frskinn, og
| er þar á meðal margt aðkomu-
1 manna.
Á s. 1. ári lét af störfum fram
kvæmdastjóra við frystihúsið
Guðni Einarsson, er gegnt hefur
þeirri stöðu í 30 ár. Vigfús Þórð
arson áður verkstjóri hjá Meitl
j inum í Þorlákshöfn hefur fyrir
nokkru tekið við framkvæmda-
stjórn frystihússins, og skrifstofu
stjóri er Þórður Böðvarson. Verk
stjórar eru þeir Sigurfinnur
Guðnason og Haraldur Júlíusson.
Árshátíð barna og unglingaskól
ans var haldin 22. marz, og var
skemmtunin tvítekin. Aðal-
skemmtiatriðið var leikritið
Haþpið eftir PáVJ. ÁrdrilJ'Og'þótti
I leikurinn takast '‘Veb,''Mjög'>'nvar
vandað til alls undirbúnirígs að
skemmtuninni, og lögðu skóla-
stjórinn Friðbjörn Gunnlaugsson
og kennararnir Sigríður Sigurðar
dóttir og Erlingur Steinarsson á
sig mikla vinnu við undirbúning-
inn með unglingunum. Árshátíð-
argestir skemmtu sér hið bezta,
og rómuðu mjög allt hið óeigin-
gjarna starf, sem lagt hafði verið
í undirbúninginn.
Á s. 1. vori voru hafnar endur-
bætur á Stokkseyra-rkirkju og hef
ur síðan stöðugt verið unnið við
kirkjuna. Endurbótunum er nú
senn lokið og hefur meðal annars
verið sett upp í kirkjunni vand-
Framhald á 15. síðu.
Læknarnir tveir höfðu verið
skipaðir af læknafélaginu til þess
að inna af hendi neyðarþjónustu,
og segja yfirvöldin, að þeir hafi
slórað í marga tíma, áður en þeir
komu að líta á barnið, sem var
flutt í sjúkrahús, þar sem það lézt
skömmu síðar. Talið er, að fleiri
menn hafi látizt vegna verkfalls-
ins, en rannsóknir lögreglunnar
hafa þó ekki getað sannað að lækn
arnir berí ábyrgðina.
Ólgan í .þjóðinni vegna lspkna-
verkfallsins vex stöðugt. Átta þús-
und verkamenn gerðu tveggja tíma
verkfall í dag til þess að taka
þátt í fjöldafundi, sem krafðist
þess, að yfirvöldin grípi þegar inn
í og geri enda á verkfallíð.
Óstaðfestar fregnir herma, að sum-
ir yngri læknar séu orðnir pen-
ingalausir og hafi tekið upp störf
að nýju í laumi, en læknasamband-
ið neitar því algjörlega. Minnst
95%einkalækna taka þátt í verk-
fallinu, og þeir 2.000 tannlæknar,
sem eru í landinu. taka einnig
þátt í því. Og í dag tilkynntu
augnlæknarnir, að þeir myndu
taka þátt í verkfallinu, ef læknarn
ir yrðu fýrir einhverjum sköðum.
Verkfallið hefur skapað alvar-
iegt ástand í Belgíu. Rauði Kross-
inn hvatti í dag almenna borgara
til þess að gerast sjálfboðaliðar
sem burðarmenn og bílstjórar við
sjúkrabííana, því að allir, sem
þurfa læknis við, leita til sjúkra-
húsanna, sem þegar eru orðin
troðfull. Læknar og hjúkrunar-
FRA HÚSAVlK
ÞJ-Húsavík, 6. apríl.
Á sameiginlegum fundi Verka-
kvennafélagsins Vonar og Verka
mannafélags .Húsavíkur í gær
voru bæði félögin sameinuð í
eitt félag, sem nú heitir Verka-
lýðsfélag Húsavíkur. Stjórn var
kosin, og hana skipa formaður,
Sveinn Júlíusson, varaformaður
Þráinn Kristjánsson, ritari Hákon
Jónsson, gjaldkeri Gunnar Jóns-
son og meðstjórnendur JónasBjjne
diktsson, Guðrún Sigfúsdóttirpog
María Aðalbjörnsdóttir.
Á fundinn mætti Snorri Jóns-
son framkvæmdastjóri Alþýðusam
bands íslands.
konur vinna dag og nótt og eru
þegar orðin yfir sig þreytt
Seint í kvöld tilkynnti Lefevre
forsætisrúðherra, að ríkisstjórnin
hefði kallað heim tvæn hjúkrunar-
sveitir og alla herlækna sína í V-
Þýzkalandi.
Orsök verkfallsins eru ný heil-
brigðislög, sem þjóðþingið hefur
samþykkt Segja læknarnir, að lög-
ín takmarki frelsi þeirra, afnemi
þagnarskyldu þeirra og lækki
verulega laun þeirra.
Afmæli NATO
var hátíðlega
minnzt á Kefla-
víkurflugvelli
TK-Reykjavík, 6. apríl.
15 ára afmælis Atlantshafsbanda
lagsins var hátíðlega minnzt á
Keflavíkurflugvelli á laugardaginn.
Kl. 12 á hádegi fór fram fánahyíl
ing og voru fánar íslands, Banda
n'kjanna og Natos dregnir að hún
en þjóðsöngvar íslands og Banda
ríkjanna leiknir af lúðrasveit á
undan. íslenzkir lögregluþjónar
drógu upp fána íslands, hermenn
úr landgönguliðasveitum flotans
tírógu upp fána Bandaríkjanna og
fiugmenn drógu upp fána Nato. Að
lokinni fánahýllingunni var gest-
um, blaðamönnum og sendiráðs-
fólki, boðið til hádegisverðar og
að honum loknum var þeim sýnd
varnarstöðin og tæki hennar, m. a.
eftirlits- og aðvörunarkerfið, radar
slöðin í Rockville og hið fullkomna
stjórnarherbergi í flugskýli flot-
ans.
Ákveðið er að fánarnir þrír
verði drengir að hún fyrir framan
flugstöðvarbygginguna á hverjum
morgni héðan í frá, en fram til
þessa hefur það ekki verið gert
nema endrucn og eins við sérstök
tækifæri.
Þorvaldur GuSmundsson, 'HBskuldur Ólafsson, Magnús Bryniólfsson og Egill Guttormsson, bankaráð og bankastjóri Verzlunarbankans.
Verzlunarbankinn bætir við sig húsnæði
Aðalfundur Verzlunarbanka fs-
lands h.f. var haldinn í veitinga-
húsinu Lídó laugardaginn 4. apríl
s. 1.
Egill Guttormsson, stkpm., for-
maður bankaráðs, flutti skýrslu
um starfsemi bankans á liðnu ári.
Kom fram í henni að öll starf-
semi bankans hafði aukizt á ár-
inu. Inrilán í bankanuln hækkuðu
á árinu um 68,1 milljón króna og
námu heildarinnstæður í bankan-
um 387,4 milljónum króna í lok
síðasta árs. Á síðast liðnu ári
festi bankinn kaup á húseigninni
Bankastræti 5, en starfsemi bank-
ans hefur verið rekin í því húsi
undanfarin 3 ár. Mun starfsaðstaða
bankans batna verulega, er viðbót-
arhúsrými verður tekið í notkun
á þessu ári.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri
las upp reikninga bankans og
gerði grein fyrir einstökum liðum
þeirra. Bankinn starfrækir nú 2
útibú, í Reykjavík og Keflavik.
Starfsmenn voru alls 50 í lok síð-
asta árs.
í bankaráð voru endurkjörnir
þeir Egill Guttormsson, stórkaup-
maður, Magnús J. Brynjólfsson,
kaupmaður og Þorvaldur Guð-
mundsson, forstjóri. Varamenn
voru kjörnir Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson, stórkaupmaður, Björn
Guðmundsson, kaupmaður og
Haraldur Sveinsson forstjóri. End
urskoðendur voru kjörnir Sveinn
Helgason, stórkaupmaður og Jón
Helgason, kaupmaður.
Fundurirín var fjölsóttur, en
hann sátu hátt á þriðja hundrað
hluthafar.
2
T í M I N N, þriðiudaninn 7. apríl 1964