Tíminn - 07.04.1964, Side 5

Tíminn - 07.04.1964, Side 5
 RITSTJORI: HÁLLUR. SIMONARSON HEFUR FRAM NU ÞFSAR TRYGGT SÉR TITILINN> - Sigraði KR naumlega á sunnudag með 22:18. Alf-Reykjavík, 6. apríl. íslandsmeistarar Fram áttu í miklum brösum með KR-liðið á sunnudagskvöld og það var ekki fyrr en á síðustu þremur mínútunum, sem gert var út um leikinn. Fram vann með fjögurra marka mun, 22:18, og er það eftir atvikum vel sJoppið, því að óheppnin elti KR-inga á siðustu •mínútunum. Msð þessum sigri hefur Fram tryggt sér íslandsmeistaratign 1964, ef dómi undirréttar í kæru FH gegn Fram verður hnekkt hjá dómstóli HSÍ. Leikur Fram og KE á sunnu- dagskvöldið var allan tímann æsi spennandi og yfirleitt skiptust lið in á að halda eins til tveggja marka forskoti. KR-ingar fóru betur af stað og það var ekki fyrr en átján mínútur voru liðnar, að Fram náði í fyrsta skipti forystu, 6:5. f hálfleik var staðan jöfn, 9:9. f síðari hálfleik bjóst maður við að Framarar myndu taka leikinn í sínar hendur, en það fór á aðra leíð. Guðjón í KR-markinu átti sérlega góðan dag og greip vel inn í, en það, sem fyrst og fremst skeði, var það, að Fram reyndi of mikið línuspil, sem KR tókst alltaf að halda niðri. Síðustu 5 mínútur leiksins voru hápunktur- inn. Þá jafnaði Karl Jóhannssön stöðuna fyrir KR, 17:17. Litlu síð- ar skoraði Sigurður Einarsson fyrir Fram, 18:17. KR virtist fá upplagt tækifæri til að jafna, þeg- ar Sigurður Óskársson var með knöttinn óvaldaður á línu, en þá greip Þorgeir Lúðvíksson, mark- vörður Fram, vel inn í og varði. Ingólfur skorar svo 19:17 fyrir Fram — og enn eltir óheppnin KR. Karl Jóhannsson tók nú víta kast, en skaut í stöng — knött- urinn þaut út til Framara og Ing- ólfur bætti 20. markinu við fyrir Fram. Þegar þriggja marka for- skot var fengið, var gert út um leikinn og Fram vann með fjór- um mörkum, 22:18, en sanngjörn úrslit hefðu e. t. v. verið 20:18. Það brá fyrir góðum handknatt leik hjá báðum liðum og sýndu KR-ingar ekki síðri leik, en þeg- ar þeir mættu Fram í fyrri um- ferðinni. Sérstaklega var varnar- leikurinn vel útfærður. Reynir og Guðjón í markinu voru beztir, en mjög góðan leik sýndi Herbert einnig. Mörk KR skoruðu Herbert og Reynir 5 hvor, Karl og Heinz 3 hvor og Hilmar og Bjöm E. 1 hvor. Fram-liðið sýndi í sjálfu sér ekki slakan leik, þótt sigurinn yrði ekki stærri. Heppilegra hefði verið fyrir Fram að leika með meiri hraða gegn KR og treysta ekki eins á línuspilið, sem KR- ingar eiga svo gott með að stöðva. Beztu menn voru Ingólfur og Þor- geir í markinu, sem að undan- förnu hefur sýnt prýðisgóða leiki. Mörkin skoruðu Ingólfur 9, Guð- jón 4, Sigurður og Karl B. 3 hvor, og Jón og Tómas 1 hvor. Dómari var Gunnlaugur Hjálm- arsson og hélt hann leiknum vel niðri, þótt sumir dómar orkuðu tvímælis. NÚERU JÖFN Á BOTNINUM Hvert þeirra sekkur niður í 2. deild? Alf-Reykjavík, 6. apríl. Ármenningar gripu í síðasta liálmstráið í hinni liörðu baráttu, sein háð er á botninum í 1. deild, þegar þeim tókst að sigra ÍR á sunnudagskvöld með þriggja marka mun, 24:21. Og eru Ár- menningar því komnir með sex stig eins og KR og Víkingur og stórt spurningamerki svífur nú yfir þessum þremur félögum — hvert af þeim sekkur niður í 2. deild? Ármenningum tókst að sigra ÍR þrátt fyrir að mörgu leyti slakan leik og lengi leit út fyrir, að ÍR myndi sigra. ÍR-ingar héldu for- ystu út allan fyrri hálfleik og fram í miðjan síðari hálfleik. En þá tókst Ármenningum að kom- ast fram úr, en forskotið varð aldrei mikið og allt fram til síð- ustu mínútna var munurinn á lið- unum aðeins eitt mark. Nokkuð var um brottvikningar úr báðum liðum undir lok leiksins og þeg- ar svo Gunnlaugi Hjálmarssyni var vísað út af rétt fyrir leikslok mjög óverðskuldað, voru úrslitin ráðin. Staðan í hálfleik var 13:12 fyrir ÍR, en lokatölur, eins og fyrr segir, 24:21 fyrir Ármann. Ármanns-liðið var frekar slappt í þessum leik, sérstaklega brást Þorsteinn í markinu og Hörður var frekar daufur. Bezti maður liðsins var Lúðvík Lúðvíksson, þrátt fyrir taugaspennu til að byrja með; Mörkin skoruðu Lúð- vík 12, Árni 6, Hörður 5 og Ingvar 1. Hjá ÍR var Hermann Samúels- son beztur og Jón í markinu átti nokkuð góðan dag miðað við fyrri leiki. Mörkin skoruðu Hermann 9, Gunnlaugur 8, Þórður 2, Gylfi og Þórarinn 1 hvor. Heldur slakur dómari í þessum leik var Sveinn Kristjánsson. Hér skorar Guðjón fyrir Fram. Gunnlaugur dómari fylgist vel me8 öllu fyrir aftan. Liverpool náði forustu í 1. deíld með góðum sigri yfir Mftnch, ,,,U.' 3;0 á laugardag og hefur nú 52 stig, eftir 37 leiki, en næst fyrir neðan kem ur Everton með 49 stig eftir 39 leiki. Úrslit á laugardag: 1. delld Aston Villa—Burnley 2:0 Blackburn—WBA 0:2 Blackpool—Asenal 0:1 Chelsea—Leicester (frestað) Liverpool—Manch. Utd 3:0 Notth. F—Birmingh. 4:0 Sheff. U.—Fulham 1:0 Stoke—Everton 3:2 Tottenhaim—Ipswich 6:3 West Ham.—Bolton 2:3 Wolverh.—Sheff. W 1:1 2. deild Bury—Middleb. 1:1 Cardiff—Derby ( 2:1 Leeds—Leyton O. 2:1 Manch. C—Newcastle 3:1 Northamp—Southamp. 2:0 Norwich—IPlymouth 1:1 Portsm.—Grimsby 2:2 Rotherham—Preston 4:2 Scunthorpe—Charlton 1:1 Sunderland—Swansea 1:0 Swindon—Huddersfield 1:2 í 2. deild heldur Leeds enn forustunni, en í öðru sæti er Sunderland. HEF OPNAÐ NÝJA BAÐ- OG NUDDSTOFU í Bændahöllinni (gengið um aðalinngang Hótel Sögu). Jón Ásgeirsson, aut. fysioterapeut, — sími 2-31-31 selur ALL T FYRLR ★ SÆNSKAR ðRVALS GARDÍNUR í mjög glæsilegu úrvali ic Einnig f,GARDi$ETTE“ í sfórgiæsilegu úrvali . og Vestur-þýzk DI0LINE gardínuefni. ★ Ný munstur og nýir faiiegír tízkulitir á islenzkum gardínum. — Önnumst uppsetningu ef óskaö er — ★ Komiö og kynniö ykkur giæsilegasta og fjölbreyttasta gardínuúrval borgarinnar. ALL TFYRIR SLUGGANA Austurstræti 22. Sími 14190 TIMINN, þriðjudaginn 7. apríl 1964 __ i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.