Tíminn - 10.04.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.04.1964, Blaðsíða 1
4 SIÐUR VORUR BRAGÐAST BEZT benzin ecfa diesel HEKLA 91. tbl. — Föstudagur 10. apríl 1964 — 48. árg. REYNT AD LEYSA LÆKNADEiLUNA NTB—Brussel, 9. apríl. Ýmsir ráðherranna í Brfgíu þar á meðal Theo Lefevre for- sætisráðherra áttu í dag fund með verkfallsleiðtogum lækn- anna og ræddu þeir skiiyrði þess að samningaviðiræður yrðu feknar upp að nýju um heilbrigðislögin, en þau voru orsök þess að 12.000 læknar þegar fulltrúar Læknasambands manna í Belgíu um, að lausn verkfal'lsins sé á næstu grösum. Það var Arthur Gilson, innan ríkisráðherra Belgíu, sem til- kynnti í dag, að nýr fundur með læknunum yrði haldinn, en samningaviðræðurnar fóru út um þúfur fyrir 9 dögum, þegar fulltrúar Læknasambands ins gengu af fundi. Þessi nýi fundur var haldinn í kvöld, og -mættu þar fulltrúar frá Læknasambandinu og neyðar- þjónustu þeirri, sem komið var á fót í byrjun verkfallsins. Eft- ir fundinn sagði Gilson, að betri horfur væru á, að samn- ingaviðræður myndu hefjast bráðlega. Framh. á bls. 11 KVÖLDSÖLUMÁLIN EFST A BAUGI FÓLK SÁRREITT VERRIÞJÓNUSTU EJ-Reykjavík, 9. apríl Fátt er meira talað um þessa dagana en afdrif tillagna Kaup- mannasamtaka fslands um kvöld- sölu matvöruverzlana í Reykjavík, og þykir neytendum, að þeir fái miklu lakari þjónustu en áður, enda hafa Neytendasamtökin fyr- ir löngu lýst því yfir, að kvöldsal an ætti að vera svo frjálsleg, sem framast væri unnt. En í dag er ástandið þannig, að ekki er hægt að fá keyptar matvörur eftir venju legan lokunartíma. Kvöldsölumálið hefur lengi ver ið mikið deilu- og hitamál og eru matvörukaupmenn hvergi nærri sammála. Var svo hér áður fyrr, að um 30 matvöruverzlanir í Reykjavík seldu vörur sínar gegnum söluop til kl. 23,30, kom það sér mjög vel fyrir neytendur, sem eindregið eru fylgjandi því, að kvöldsala verði leyfð þeim kaupmönnum, sem vilja. Tillögur þær, sem koma áttu til framkvæmda 1. apríl s.l. voru samdar af Sigurði Magnússyni og Páli Líndal og lagðar fram haustið 1962. Var lítið við þær gert langa hríð, en í byrjun júlí 1963 tilkynnti borgarráð, að öll kvöldsöluleyfi yrðu afturkölluð frá 1. okt. það ár. Valcti þessi tilkynning, og til- lögur þeirra Sigurðar og Páls, þeg ar miklar deilur meðal kaup- manna. Héldu matvörukaupmenn fund um málið, og fór svo við at- kvæðagreiðsluna, að 39 vildu enga kvöldsölu, 25 vildu sama fyrir- komulag og áður var, en einungis 17 voru fylgjandi tillögunum um hverfaskiptinguna. Tveir lækinar voru handteknir á mánudaginn vegna þess, að 18 ára drengur, Erik Moons, lézt á sjúkra- En nokkru síðar hafði kvöldsölu husi vegna þess, hversu seint læknishialpln barzt. A myndiinni siáum við móður drengslns, asamt þrem fram undirskriftir 50 kaupmanna börnum sínum, þeim f. v. Marlene, Karel og Karine. Læknunum var sleppt lausum ( dag. i senl kröfðust þess, að kvöldsalaií héldi áfram á sama hátt og áð- ur. Neytendasamtökin höfðu þegar látið í Ijós það álit, að kvöldsal- an ætti að vera svo frjálsleg, sem framast væri unnt, og um 7.000 neytendur undirrituðu mófcmæla- skjal, þar sem mótmælt var þess- ari skerðingu á þjónustunni við þá. Framh. á bls. 11 UNNIÐ AÐ ..STEREO” KERFI UM ALLT LAND HF-Reykjavík, 9. apríl Áður en langt um líður munu útvarpshlustendur geta hlustað á stereo-sendingar í viðtækjum sín um, svo framarlega sem þeir hafa stereomóttökutæki. Einnig verður ultrabylgjukerfi sett upp um allt landið, svo að útvarpshlustendur í öllum landshlutum geta notið hlunninda ultrabylgjunnar. Ríkisútvarpið hefur þegar feng ið fullkomna grammófóna til að spila á stereoplötur og nsesta skref ið verður að fá stereosendingar- tæki, sem sett verða í samband við ultrabylgjusendana (FM-send- ana). Þá verður ekki annað eftir fyrir hlustandann en að útvega sér stereomóttökutæki. Ríkisútvarpið hefur nú í huga að leita tilboða í sambandi við uppsetningu og kaup á stereosend um, en allmikið verk verður að koma þeim fyrir. Stereosenda er ekiri hægt að setja í samband nema við FM-senda, en þeir eru til þrír á landinu. Einn er á út- varpshúsinu, annar uppi á Vatns- enda og sá þriðji á Raufarhöfn. Þeir tveir í Reykjavík vinna sam- stætt. FM-bylgjur ná ekki nema til takmarkaðs svæðis, það er innan sjóndeildarhrings síns. Til þess, að allir landsmenn geti notið hlunninda FM-senda verður því að staðsetja þá á fleiri' stöðum á landinu. Þannig eru t. d. lönd eins og Danmörk og Holland þéttskip- uð FM-sendum og má segja, að þeir kasti sendingunum á milli. ar og öræfi á milli og hefur því sín áfram á ákvörðunarstað. ! útvarpið samvinnu við Landssím- Hér á landi eru byggðir strjál- i Nú er ekki lengur hægt aS fá mat- vörur á kvöldin. Það eina, sem hægt e- aS fá á þeim tima, eru tiltölulega óþarfar sígarettur, gos og sætioai, og til þess að fá það, þarf fóik að húka { biðröð fyrir utan söluopin. „Stero'‘-glymskratti útvarpsins. (Ljósm.: Tíminn-GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.