Tíminn - 10.04.1964, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.04.1964, Blaðsíða 10
 Landbúnáður og landbúnaðarlöggjöf á 20, öldinni: er landstólpi Á undanförnum mánuðum hafa tveir mjög þekktir menn úr flokk- um þeim, er standa að núverandi ríkisstjórn, gerzt til þess að vekja í landinu allmiklar umræður um landbúnaðarmál. Annar þessara manna er Gylfi Þ. Gislasori, ráð- herra, hinn er Gunnar Bjarnason, kennari og ráðunautur. Eðlilegt er, að eftir orðum þessara manna sé mjög tekið, bæði vegna mennt- unar þeirra og aðstöðu í þjóð- félaginu, þar sem annar er hag- fræðingur og ráðherra, en hinn er búfræðikandidat, og að því er virð ist sérstakur skjólstæðingur land- búnaðarráðherra, þar sem hann j skipaði Gunnar skólastjóra bænda vegna síaukinna afskipta vald- hafanna ef ekki með beinum fyr- irskipunum, þá með alls konar ráðstöfunum, sem peningastofn- anir eru látnar gera til að fram- kvæma þá stefnu og þær aðgerð- ir í efnahagsmálum, sem valdhaf- arnir telja heppilegar hverju •sinni. Efnahagsþróunin virðist stefna óðfluga í þá átt að hlynna að stórrekstri á sem flestum svið- um atvinnulífsins. Slík þróun hef- ur það í för með sér, að fólki er smalað saman í hina stærri bæi til vinnu í verksmiðjum og til skrifstofu -, banka - og verzlun- arstarfa. Sjávarútvegur í bátaverstöðvum Lokagrein Ágústs Þorvaldssonar, alþingismanns. skólans á Hólum, en síðan, eftir athyglisverða stjórn þar sendi ráðherrann þennan kunningja sinn og flokksbróður til náms i útlöndum í svína - og hænsna- rækt og skipaði hann síðan aftur í sitt fyrra starf á Hvanneyri og ráðunaut í svína- og hænsna- rækt með þe'im árangri, að ráðu nauturinn sér ekki ísland síðan betur til annarrar landbúnaðar- framleiðslu fallið en svínakjöts og þó einkum kjúklingaræktar. Fyrir utan hina nýju kenningu Gunnars um það, að íslendingar taki upp . þessa nýju framleiðslu, í stað þeirrar landbúnaðarfram- leiðslu, sem hér er, þá hafa ræður þessara manna tveggja snúizt mest um það, að fækka þurfi bændum mjög mikið og flytja þá í iðnað og sjávárútveg. Ekki er að efa að þessar um- ræður eru til komnar af því, að stjórnarfl. eru farnir að sjá, að í óefni er komið með viðreisn- ina þeirra, og et áf”am á að halda með hið stórkaprcaliska hagkerfi þeirra, þá þarf að gefa því á ein- hvem hátt nýtt blóð, svo það geti hjarað enn um stund. En hvar er þá þetta blóð að hafa, sem viðreisnarhagkerfið á að nærast af? Auðséð er af ræð- um þeirra manna, sem hér hafa verið nefndir, að þeirra ætiun er að taka hjá landbúnaðinum og bændastéttinni það blóð, sem til þarf að viðreisnin megi enn lifa. Orsökin til þess, að bændastéttin er talin hafa vinnuafl afgangs handa viðreisnarkapitalinu í bæj- unum, mun meðal annars vera sú, að framleiðsla bændanna er ofur- lítið fyrir ofan það mark, sem þjóðin þarfnast til neyzlu eins og stendur og flutt út nokkurt magn landbúnaðarafurða með uppbót- um úr ríkissjóði, sem þó er ekki j nema hégómlegt brot af útgjöld- um ríkisins. Viðreisnarpostularnir halda, að hægt muni að framlengja hin pólitísku völd og gróða umbjóð- enda sinna með því að sækja í hina fornu sveitabyggðir fólk og fjármagn. Tækniþróunin hefur í för með j sér síaukin afskipti ríkisvaldsins af framleiðslu landsmanna á sviði iðnaðar, sjávarútvegs og landbún- aðar og af viðskiptum þeirra, sem þessa atvinnu megi stunda. Sífellt er verið að boða og tala um aukið frelsi til aðhafna. Þó sækir hratt í það horf að frelsið fari minnk- andi fyrir allan fjölda manna hefur fram til þessa verið rekinn aðallega af mönnum, er sjálfir hafa unnið vitj útgerðina bæði á sjó og landi, en nú fækkar óð- fluga þeim skipum og bátum, sem gerðir eru út með slíkum hætti. Stórkapitalið er að ná yfirtökum í þessum atvinnurekstri, en smá- útgerðarmenn láta undan síga og ráðast sem venjulegir verkamenn í víngarð þeirra, sem fjármagnið fá hjá bönkunum til að reka at- vinnutæki. Landbúnaðurinn hefur fram á þennan dag verið rekinn af mörg- um bændum, sem hvort tveggja í senn hafa stundað þetta starf til þess að sjá með því fyrir þörfum sínum og sinna og vegna þess yndis, er þeir hafa haft af starf- inu. Þessa eðlilegu skipan at- vinnulífsins, að sem flestir séu beinir og ábyrgir aðilar að rekstri framlelðslutækja, hefur Fram- sóknarflokkurinn stutt, eins og ég hef hér að framan lýst, og það er og hefur verið skilningur flokksins, að án búskapar og sjálf- stæðra bænda yrði landið ekki til lengdar fært um að fóstra þjóð- ina. Efnahagsstefna þeirra, er nú ráða, hefur, að því er virðist annað sjónarmið varðandi at- vinnurekstur landsmanna, þar sem þeir stefna að stórrekstri einnig á sviði landbúnaðar. íslendingar er óvanir að starfa undir slíku fyrirkomulagi, og hvað landbúnaðinn snertir, þá er mjög ólíklegt, að hér sé hægt, beinlinis vegna náttúruskilyrða og staðhátta, að reka landbúnað með slíku formi, enda bendir sú reynsla er við Íslendíngar höfum af rekstri stórbúa á vegum hins opinbera og einstaklinga til þess. Mætti nefna allmörg dæmi því til sönhunar, þótt þvi sé sleppt hér, en verður síðar gert, ef til þarf að taka. Þjóðfélagið hagnast á- reiðanlega mest á því, að búin séu ekki mjög stór og að eig- endurnir vinni sjálfir að búskapn um og beri ábyrgð á honum. Sú stefna er því áreiðanlega rétt, að styðja framkvæmdir bændanna á jörðum þeirra með rífiegu fram- lagi hins opinbera og efla hag- sæld þeirra með viðeigandi félags- málalöggjöf búriaðar-, fram- leiðslu og verzlunarsamtökum þeirra til stuðnings. Bændurnir eiga nú eftir hina miklu kjördæmabreytingu öið- ugra en áður með að koma fram á Alþingi þeim málum, er snerta þeirra sérstöðu, jafnvel þótt þeir stæðu allir saman um val fulltrúa til þingsins við kosningar, hvað þá þegar þeir eru allskiptir um slíkt. Gera má að vísu ráð fyrir, að viðhorf núverandi valdhafa til landbúnaðarins breyti þar ein- hyerju um og bændur þjappi sér betur saman á hinum pólitíska vettvangi en þeir hafa gert, og þegar er að byrja að brydda á slíku, sem betur fer. En ekki er þá síður mikils um vert að þrátt fyrir ólíkar stjórnmálaskoðanir taki bændur nú upp öfluga sókn í félagsmálum sínum, bæði á vett- vangi Stéttarsambands bænda, búnaðarfélaganna og samvinnu- ( félaganna. Með öllum þessum félögum ! hafa bændur öflug tæki í þeirri allsherjarsókn er þeir verða að hefja fyrir bættri stöðu sinni ,íj þjóðfélaginu Bændastéttin hefur stúnduiri áð- ur mátt berjast fyrir tilveru sinni og með þrautseigjunni hefur henni alltaf tekizt að sigrast á erfileikunum. Framsóknarflokkurinn vill efla frjálsa og óháða bændastétt og halda landinu öllu byggðu, þar sem lífvænlegt getur talizt. Fyrir ! Alþingi, það er nú situr, hefur | flokkurinn lagt fjölda frumvarpa og tillagna, er miða að því, að j hefta frekari flótta úr sveitunum j en orðinn er og byggja upp öfl- j ugan landbúnað, er veitt geti lífs- ! kjör, sem ekki eru lakari en aðrir i atvinnuvegir geta boðið. Bændum I á ekki og má ekki fækka. Allir, I sem vilja fækka bændunum í land- inu, eru að ráða þjóðinni fjör.-áð, vafalaust óviljandi og af vanþekk- ingu. Boðberar slíkra breytinga í þjóðfélaginu eru flestir haldnir af óraunsærri trú á hið svokallaða viðreisnarhagkerfi, sem krefst fólksins til vinnu í þjónustu stórra atvinnufyrirtækja, er hin- um skriftlærðu marnmonshöfð- ingjum þóknast að reka á grund- velli viðreisnarhagsmuna sinna. Viðreisnarsamtökin svara yfir- leitt allri gagnrýni á landbúnað- arpólitík þeirra með þeim fárán- lega hætti, að aldrei hafi verið eins gott og nú að vera bóndi á íslandi. Slíkar fullyrðingar fá ekki stað- izt og enginn bóndi, sem ekki er haldinn ofsatrú á valdhafana, mun fást til að taka undir slíkt. Hitt er annað mál, að kjölfestan er svo miMl í landbúnaðinum og margir bændur eru svo grónir við jörð sína og starf sitt, að þeim verður ekki haggað. Á slíkri kjöl- festu eru þjóðfélögin yfir- leitt grundvölluð, og þjóðerni og þjóðmenning er sprottin af sam- bandi fbúanna við landið sitt. Þeir, sem moldina erja, leggja þar , til sinn skerf. Engin þjóð er svo ; fávis, að hún viðurkenni þetta I Jóhanna Þorgrímsddttir 20. marz síðastl. hringdi Lands- síminn til mín. Það var sjálfsagt að hlýða kalli hans strax. í þetta sinn flutti hann mér andlátsfregn einnar beztu vinu minnar, Jó- hönnu Þorgrímsdóttur. Mér kom það ekki á óvart, dulræn öfl höfðu áður flutt mér boð um, að ný væri skammt þar til Jóa, en svo nefndi ég hana ávallt, hvíldi í íaðmi mildrar móðurmoldar. Frá því ég man fyrst eftir mér, man ég Jóu, sem einn hinn góða engil i stórri og ólíkri fjölskyldu. Allt var gott, sem hún gerði og sagði, okkur öllum til handa, en þó var hún ætíð mest. er erfiðast var •fyrir fæti Minnist ég nú margs frá samfylgd okkar og alls með þakklæti Aldrei sá ég Jóu skipta skapi og heimili hennar vermdist af sálarvl hennar og myndarskap. Þar var avallt gott að koma, eng- inn greiði eftirtalinn og falleg blóm baru húsfreyjunni þakklátt vitni. Gift var Jóhanna Páli Ó, Lár- ussyni trésmíðameistara; var hann föðurbróðii minn. Saman áttu þau tvö börn, Lárus leikara og Hólmfríði bankastarfskonu, sem cinnig er lærð í leiklist. Ekki spöruðu þau velgjörðir til barna sinna, menntuðu þau svo sem tramast ‘<ar hægt, og þökkuðu for- sjóninni tyrir þá góðu hæfileika, er börnurri þeirra var gefið til leikstarfsrns. Aílá tíð áttú Páll frændi og Jóa, góð hús tii að búa í, og var það meira en margur gat notið í þá daga, eða fyrir svo sem rúmum þrjátíu arum. en samheldni til allra verka og nýtni i fjárhag, var þeim baöum blóð borin Þau kunnu sannarlega að gæta fengins fjár Um nokkurt skeið bjuggu þau að Sjónarhóli í Sogamýri. reistu þar býli. sem tandnemar á órækt- arlegum melum — en sjá, þar var fljótt grænni grund að mæta, stórum bænsnahóp og búsældar- legum kúm. allt ávaxtaðist í hönd- um þeirra Brosandi horfðu þau að kvöldi yfir lokið dagsverk og mættu nyjum degi á sama hátt. j Ég, persónulega, á Jóu mikið að þakka hún sýndi mér sem barni strax traust og Vináttu. Þó aldursmunur okkar væri mikill. ekki, og flestar þjóðir eru stoltar af því að rekja uppruna sinn og þjóðmenningu til þess sambands, er kynslóðirnar hafa öld eftir öld átt við landið og náttúru þess í blíðu og stríðu. Eitt greinilegasta dæmi um tryggð við ættarbyggðir og óðul eru mörg þeirra ættarnafna, sem upp voru tekin hér um skeið, þegar sá siður var í tízku. Fjöl- margir íslendingar eru þannig með nafni sínu tengdir bæjum, bólstöðum og átthögum sínum og forfeðranna og þykir víst flestum sómi að slíku, annars myndu þeir ekki bera þessi ættarnöfn. Átt- hagafélögin, sem stofnuð hafa ver ið bæði í Reykjavík og fleiri bæjum, eru glöggt vitni um þann hug, sem gott fólk ber til æsku- stöðva sinna og sýna ótvírætt, að hinir brottfluttu synir og dætur héraðanna vilja veg þeirpa, sem mestan og bera gott gengi þeirra fyrir brjósti. Framhald á 11 síðu. hélzt sú vinátta meðan báðar lífð- um. Að vísu fækkaði fundum okkar er ég flutti norður í Þingeyjar- sýslu, en hún kom nokkrum sinri- um að vitja æskustöðvanna, og sneiddi þá ekki hjá garði cnínum. Síðast kom hún hér sumarið 1962, og dvaldi hjá mér um sex vikna skeð. Var okkur báðum sá tími til mikillar ánægju. Á björtum kvöldum stóð hún oft hér vrð gluggann og virti fyrir sér hina tignu fegurð og töfra, er þeir einir þekkja, er búa við fögur stöðuvötn og á annan hátt blæbrigðaríku umhverfi. Þá kall- aði hún í börnin mín og bað þau að njóta þessara stunda með sér. Þeim var hún hin góða Jóa. Nú fann ég samt að aldurinn færðist órt yfir bessa vinkonu mína Heils- an var„farin að bila mikið, og hún sætti sig naumast við að eldast — en mest var það þó fyrir bilaða heyrn, sem um langt skeið hafði verið henni erfitt og annasamt Þó minntist hún aldrei á það. enda ekki vön að bera harma sína á torg út Jóhanna var líka á margan hátt hamingjukona þessu lífi, hún ólst upp að Orm- arslóni í N.-Þing. Var það fyrir myndarheimili og bjó hún að því alla tíð. Enda var föðurbróðir minn oft stoltur, þegar hann ræddi um Þingeyinga og marg- háttaða xenningu þeirra, er hann kynntist við trésmíðastörf sín þar upp úr aldamótum. Hafði hann líka konu sína með heim úr þeirri för okkur öllum í fjölskyld unni til blessunar. Þeir kveðja margir vinir mínir á Suðurlandi, er ég, sem barn batt tryggð við. Ég sakna þeirra líka einlæglega. En forsjóninni er ég þakklát fyrir hve góða vini hún valdi mér á vegferðinni, og einn er ekki var sá sízti, var Jóa, sem ég kveð nú þakklátum huga fyrir allt Ég veit, að brosandi hefur hún mætt frelsara sinum Á þann hátt fagn- aði hún nýjum degi meðan starfs- kraftar entust — en taldi lífið sigur og guðlega gjöf. Frændsystkinum mínum sendi ég kæra kveðju og votta þeim samúð mína. Guðrún Jakobsdóttir. Víkingavatni.( 10 T í M I N N, föstudagur 10. apríl 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.