Tíminn - 10.04.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.04.1964, Blaðsíða 14
NABÆJAFERÐ Norræna félagið efnir til hópferðar - til Norðurlanda í suniar. Farið verður flugleiði' til Kaupmannahafnar 20. júní n.k. Eftir nokkra viðdvöl í Dan mörku verður ferðazt um Nor- eg, Svíþjóð og Finnland og heimsóttir vinabæir íslenzkra bæja og byggðarlaga. Mun full trúum hlutaðeigandi bæja verða boðin 2—3 daga dvöl f vinabæjunum. Nokkrir þátttakendanna munu svo taka þátt í hinum ár lega fulltrúafundi Norrænu fé- laganna, sem haldinn verður í Helsingfors dagana 5.—6. júlí, en gert er ráð fyrir að allir íslenzku þátttakendurnir verði komnir til Helsingfors 6. júlí og taki þátt í norrænni ráð- stefnu, sem þar verður haldin 7. og 8. júlí. Síðan verður farið heimleiðis 9. júlí með flugvél frá Helsingfors til Reykjavík- nr. Á undanförnum árum hafa 12 bæir hér á landi stofnað til vinabæjatengsla, en vinabæja- starfsemin er víða orðin vin- sæll liður í norrænu samstarfi. Þessi þáttur norrænnar sam- vinnu er tiltölulega nýr. Hann hófst fyrst fyrir alvöru að lok- inni síðustu heimsstyrjöld, en starfsemi þessi hefur þegar orð ið mörgum til gleði og gagns Efnt hefur verið til gagn- kvæmra heimsókna og margs konar samskipti hafa átt sér stað. Mörg mót eru haldin ár- lega í einhverju landanna og auka þau gagnkvæm kynni og skilning á högum frændþjóð- anna. Vinabæjaferð Norræna félags ins í sumar er liður í þeirri viðleitni að auka þátttöku ís- lendinga í vinabæjastarfsem- inni. Stofnaðar hafa verið 23 félagsdeildir innan Norræna félagsins hér á landi og munu nokkrar deildir verða stofnaðar til viðbótar í vor en jafnframt verður unnið að því að stofna til fleiri vinabæjatengsla, þann ig að sem flestir þeir bæir, þar sem félagsdeild er starfandi, hafi tengzt vinabæjunum, áð- ur en áðurnefnd ferð er farin. Allt útlit er til að ferð þessi verði mjög ódýr, m. a. vegna þess að þátttakendumir verða gestir vinabæjanna. Fí ÞRISVAR í VIKIÍ LONDON Í SUMAR EVRÚPURÁÐSFUNDUR UM FRÆÐSLUMÁL Sumaráætlun millilandaflugs Flugfélags íslands gekk í gildi 1. apríl s.l. Sumáráætlunin er um- fangsmeiri en nokkru sinni fyrr, flognar verða fjórtán ferðir frá ís- landi á viku eftir að áætlunin hef- ir að fullu tekið gildi. Bretlandsferðir Nýmæli i sumaráætlunni eru þrjár beinar ferðir milli Reykja- víkur og London á viku hverri. Hér er um mikla aukningu að ræða, því auk fleiri ferða en áð- ur, verða Cloudmasterflugvélar notaðar á þessari flugleið en hver þeirra tekur um 80 farþega. Þá verða eins og undanfarin sumur, daglegar ferðir um Glasgow, þann i ig að til Bretlands verða tíu ferð- | ir á viku frá íslandi. Viscountflug vél mun fljúga flestallar Glasgow —Kaupmannahafnar-ferðirnar. Norðurlandaferðir Til Kaupmannahafnar verða ell- efu ferðir á viku, þar af sjö um Glasgow, sem fyrr segir, tvær um Osló, tvær um Bergen, þar af er önnur beint flug frá Reykjavík til Bergen, en hin er með við- i komu á Vogey í Færeyjum. Fær- ■ eyjaflug Flugfélags fslands hefst að nýju 19. maí n.K. og verður ferðum hagað þannig, að á þriðju dögum verður flogið frá Reykja- vík til Vogeyjar í Færeyjum og þaðan til Bergen og Kaupmanna- hafnar. Á fimmtudögum frá Kaup mannahöfn til Bergen og Færeyja og þaðan til Glasgow. Á föstudög- um frá Glasgow til Færeyja og Reykjavíkur. Grænlandsferðir Á sumri komandi ráðgerir Flug- félag íslands tólf skemmtiferðir til Grænlands, þar af sex fjögurra daga ferðir til hinna fornu ís- lendingabyggða við Eiríksfjörð og sex eins dags fei-ðir til eyjarinn- ar Kulusuk við austurströnd Græn lands. Nú eru fimm ár síðan slíkar skemmtjferðir til Grænlands hóf- ust og njóta þær sívaxandi vin- sælda ferðafólks. Fyrsta ferðin til Kulusuk verður frá Reykjavík 5. júlí, en lagt verður af stað í fyrstu ferðina til hinna fomu íslendinga byggða 17. júlí. Nýtt Evrðpufrímerki Á aukafundi póstnefndar Evrópu- var ákveðinn mánudagurlnn 14. sept samráðs pósts- og síma (CEPT), sem I ember 1964. haldinn var í Lissabon dagana 16.- Að lokum skal þess getið, a!í t'rá 21. marz 1964 var valin mynd til Islandi voru sendar tvær tiliögu.' notkunar á Evrópufrímerki það, sem ! eftir Kjartan Guðjónsson og Sígurð aðildarríkin gefa út á þessu ári. ; Jónsson. Fyrir valinu varð mynd eft'ir franska listamanninn Georges Bet emps. Sýnir hún blóm með 22 krónu blöðum, sem eiga að tákna aðildar ríkin í samráðinu á fimm ára af- mæli þess. Innan í blóminu er meriii samráðsins. Útgáfudagur Evrópufrímerkisins Helgi Eliasson fræðslumálastjóri sat nýlega fund, sem haldinn var f Strassbourg í Evrópuráðsnefnd, sem fjallar um almenna menntun og tæknimenntun. Rætt var um ýmis atriði, sem Evrópuráðið hef- ur látið til sín taka á þessu sviði.1 Meðal þeirra er starfsemi til að auka gagnkvæma þekkingu á fræðslumálum í ríkjunum í álf- unni, m. a. með útgáfu handbóka. Þá var rætt um aðferðir við | kennslu í tungumálum og um 1 kennslu í þjóðfélagsfræði, en ráð- ið hefur beitt sér fyrir ýmsum ráð- stöfunum ti! framfara varðandi þessi atriði. Þá var ennfremur rætt um aðstoð, sem Evrópuráðið hyggst veita til að bæta kennara menntun í Tyrklandi, svo og um fræðslu um umferðarmál og um at hugun á kennslubókum í sögu og landafræði. Sem kunnugt er verð ur ráðstefna í Reykjavík á sumri komanda um endurskoðun kennslu bóka í landafræði. Sunnuíerðir tíl USA Aðalfundur T résmiðaf élagsins Aðalfundur Trésmiðafélags Reykjavíkur var haldinn í Breið- firðingabúð 14. marz. Fluttar voru skýrslur um starfsemi félagsins á s.l. starfsári, reikningar skýrðir, lýst kjöri stjórnar og fastanefndir kosnar. í upphafi fundar minnt- ist formaður látinna félaga. í skýrslu stjórnar kom fram að meginstarfið ,á árinu var að kjara málum, endá gerði félagið tvíveg-, is samninga um kaup og kjör ogl stóð í nær mánaðarverkfalli um i það mál, nú um áramótin. Þá var I á árinu samið um ýmsar breyting- j ar á Verðskrá yfir ákvæðisvinnu, j en í þeim málum er starfandi sam j eiginleg fastanefnd Trésmiðafélags i ins og atvinnurekenda. Á reikningum félagsins kom fram að fjárhagur þess var góður á árinu og er skuldlaus eign þess nú kr. 2,865,517,99. Félagið veitti kr, 273.470,00 í sjúkra-, elli- og ekknastyrki og kr. 10.000,00 styrk vegna söngnáms félagsmanna á ítalíu. auk smærri styrkja. 10. des. n.k. verður félagið 65 ára og kemur saga félagsins vænt anlega út fyrir afmælið, en hana skráir Gils Guðmundsson, rithöf- undur. Á aðalfundinum var lýst kjöri stjórnar, en formaður félagsins er Jón Snorri Þorleifsson. í Trésmiða félaginu eru nú 629 félagar. Aðalfundur húsa- smíðameistara Aðalfundur Meistarafélags húsa smiða í Reykjavík var haldinn 7. marz s.l. Formaður félagsins, Giss ur Sigurðsson, flutti skýrslu um starfsemi félagsins s.l. ár. Hann gat þess, að félagið ræki nú sér- staka skrifstofu, þar sem unnið væri að endurskoðun á verðút- reikningum í ákvæðisvinnu. Enn fremur skýrði hann frá því, að félagið hefði fest kaup á bygging- arrétti að 600 ferm. hæð í nýju hverfi hér í bænum. Daníel Ein- arsson, gjaldkeri lagði fram reikn inga félagsins og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár Fjárhagur félagsins er góður. Stjórn félagsins ver öll endur- kjörinn. Fulltrúi í stjórn Meist- arasambands byggingamanna í Reykjavík var kjörinn Ingólfur Finnbogason Meðlimir í Meistara félagi húsasmiða eru nú um 230. HF-Reykjavík, 1. apríl Eins og undanfarin sumur mun ferðaskrifstofan Sunna gangast fyrir hópferðum tiLBandEiEÍkj^íina og Kanada nú í sumar. Áðaltilgang ur þessara ferða er að heimsækja íslendingabyggðirnar í Vestur- heimi og einnig að skoða heims- sýninguna í New York. Þrjár ferðir verða farnar jg af hagkvæmnisástæðum verða þær felldar saman i eina heild, svo mikið sem mögulegt er. Yfirmenn Sunnu tóku það sérstaklega fram við blaðamenn, að þeir legðu mikla áherzlu á það, að fólk væri frjálst ferða sinna og er dag- skránni hagað eftir því. Sérstaklega skal vakin athygli á því, að nú eru 75 ár liðin frá því, að fyrsti landnemahópurinn sett- ist áð í Manitoba, og verður þess minnzt með sérstökum hátíðahöld um í Gimli á íslendingadaginn, 2. ágúst. Forsætisráðherra íslands Bjarni Benediktsson hefur þegið boð um að vera viðstaddur þessi hátíðahöld. Hjalti litli á rússnesku Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði íslands í Moskvu kom nýlega út í rússneskri þýðingu unglingabók Stefáns Jónssonar „Sagan af Hjalta litla“. Þýðingin er gerð af þeim Vladi- mir Yakub, norskukennara í Moskvu, og Birgi Karlssyni (ís- íeld), en hann er nemandi í Moskvu. Bókin er gefin út í 65.000 ein- tökum, og er hún prýdd 65 mynd um eftir listmálarann Orést Ver- eiski. Fulbright- ferðastyrkir ■Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi (Fulbright-stofnunin) til- kynnir, að hún muni veita ferða- styrki íslendingum, sem fengið hafa inngöngu í háskóla eða aðr- ar æðri menntastofnanir í Banda- ríkjunum á námsárinu 1964—’65. Styrkir þessir munu nægja fyrir ferðakostnaði frá Reykjavik til þeirrar borgar, sem næst er við- komandi háskóla og heim aftur. Með umsóknum skulu fylgja af- rit af skilríkjum fyrir því, að um- sækjanda hafi verið veitt innganga í háskóla eða æðri menntastofnun í Bandaríkjunum. Einnig þarf um- sækjandi að geta sýnt, að hann geti staðið straum af kostnaði við nám sitt og dvöl ytra. Þá þarf um- sækjandi að ganga undir sérstakt enskupróf á skrifstofu stofnunar- innar og einnig að sýna heilbrigð- isvottorð. Umsækjendur skulu vera íslenzkir ríkisborgarar. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Menntastofnunar Banda- ríkjanna, Kirkjutorg 6, 3 hæð. Um sóknirnar skulu síðan sendar í pósthólf stofnunarinnar nr. 1059, Reykjavík fyrir 15. maí n.k. NYTT SLATURHUS VIÐ IÐUBRU Við Iðubrú í Biskupstungum er nú að rísa sláturhús sem Sláturfélag Suðurlands á. Hús þetta stendur norðanmegin Hvítár rétt neðan við brúna Stefnt er að því að hægt verði að taka húsið í notkun á næsta bausti, og þar verður væntan lega hægt að slátra á milli ell- efu og tólf hundruð fjár á dag. Sláturhúsið er tvílyft, og við iþað verður. 450 ferm. fjárrétt Engar súlur verða inni í hús- inu, en burðarbitar úr strengja steypu, og því á vinnuplássið að nýtast vel. Sláturhús þetta er hið áttunda í röðinni sem félagið á, og á að þjóna upp- sveitum Árnessýslu. Frystihús verður ekki byggt við húsið að svo komnu máli, en kjötið flutt jafnóðum til Selfoss, í frysti- húsið þar (Ljósm. Tíminn KJ). T í M 1 N N, '-ztudagur 10. aprfl 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.