Tíminn - 10.04.1964, Blaðsíða 11
KVÖLDSÖLUMÁLIN
Framhald af 1. sISu.
En borgarráð samþykkti tillög-
umar um hverfisskiptinguna engu
að sfður og áttu þær fyrst að koma
til framkvæmda 1. janúar 1964,
en var síðan frestað til 1. febrúar
og þá til 1. apríl.
Allan þennan tíma — þ. e. frá
því haustið 1962 til marz-loka
1964 — var ekki rætt við verzlun-
armenn um þetta mál, sem þó að
sjálfsögðu kemur þeim í hæsta
máta við. Og það mun ein helzta
orsök þess, að verzlunarmenn
felldu tillöguna, eða, eins og Magn
ús L. Sveinsson, skrifstofustjóri
V. R., orðaði það: „Verzlunar-
menn eru fyrst og fremst reiðir
vegna undirbúnings þessa máls og
speglar þessi samþykkt kannski
ekkert síður almenningsálitið í
bænum. Forgöngumenn þessa máls
hafa ekki látið svo lítið og tala
við okkur og höfum við þó hvað
eftir annað tilkynnt þeim á undan
fömum mánuðum, að við vildum
ræða þessi mál. Við höfum ver-
ið hundsaðir.“
Það er því ekki að furða, þótt
margir telji, að Kaupmannasam-
tökin hafi af ásettu ráði hundsað
verziunarmenn og vakið reiði
þeirra. En þessi málalok hafa einn
ig vakið reiði fjölmargra neyt-
enda, sem nú fá langtum minni
þjónustu en áður.
HÉLDU HÓF
strandaði 27. febrúar. Finnbogi
Kjartansson, fyrrv. pólskur ræðis-
maður, túlkaði ræður PÆverjanna,
sem voru fuliar þakklætis. Sér-
staklega þökkuðu þeir Bergi Lárus
syni frá Kirkjubæjarklaustri, sem
var ráðgjafi við björgun skipsins.
Pólverjarnir lögðu áherzlu á, að
björgun skipsins hefði tekizt giftu-
samlega, þótt endalok þess hefði
orðið með þeim hætti, sem raun
varð á.
Rafmótorar
þriggja fasa
220/380 v.
Rakaþéttir
ALLAR STÆRÐIR
Hagstætt verð
= HÉÐINN =S
Vélaverzlun
Seljaoegi 2, stmi 2 42 60
LÆKNADEILAN
Framhald af 1. siðu.
Læknunum tveim, sem hand-
tekmr voru á mánudaginn, var
sleppt lausum í dag. Þeir voru
ákærðir fyrir að bera á'byrgð
á dauða 18 mánaða gamals
bams, en það lézt vegna þess,
að læknishjálp barst of seint.
En dómstóll í Turnhout í Norð
ur-Belgíu ógilti í dag hand-
tökuskipunina og var læknun-
um því sleppt lausum. Rann-
sókn málsins heldur áfram.
Almenningur í Belgíu hefur
daglega mótmælt verkfalli lækn
anna með mótmælagöngum, og
í dag fóru um þúsund verk-
smiðjuverkamenn í hópgöngu
í bænum Oharlermi í Suður-
Belgíu.
„STERO“-KERFI
Framhald af 1. síðu.
ann um uppbyggingu FM-kerfis
um allt land. FM-sendum verður
komið fyrir í hverju byggðarlagi,,
en yfir óbyggðir verður efnið sent
með FM-símalínum, sem lands-
síminn ætlar að leggja um allt
landið. FM-símalínur munu auð-
vitað hafa í för með sér betra
símasamband og betri þjónustu
Landssímans.
Fyrst um sin verður einungis
komið fyrir stereosendi í Reykja-
vík, þó að FM-sendir sé einnig
á Raufarhöfn. Annars var sendir-
inn á Raufarhöfn gerður til þess
að bæta útvarpssendingar til Þórs
hafnar, sem voru mjög slæmar.
Efnið er sent með símalínum til
Raufarhafnar, þar tekur FM-send
inn við því og kemur því áfram til
Þórshafnar.
Eftir að stereo-kerfinu verður
komið fyrir hér í Reykjavík, sem
gizkað er á að vprði eftir eitt eða
tvö ár, þá verður farið að hugsa
til þess, að leiða það út um land.
Samkvæmt upplýsingum Lands-
símans hafa þegar verið lagðar
víða um land ög unið er jgfnt pgj
þétt að uppbyggingu FM-kerfís
um allt landið.
Hvað hlustendum viðvfkur, þá
eru nú á markaðnum útva -pstæki,
sem taka við stereo-sendingum, og
eru þá einnig ætluð, sem fullkomn
ir hátalarar fyrir plötuspilara. —
Rfkisútvarpið vill eindregið hvetja
fólk til þess, að hugsa fyrir fram
tíðinni, þegar það kaupir sér út-
varpstæki, og taka það með í reikn
inginn, að innan tíðar mun það
hefja stereo-sendingar. Að sjálf-
sögðu má nota venjuleg útvarps-
tæki, en þá verða stereo-sending-
arnar að mono-sendingum í þeim
tækjum.
Einnig er rétt að benda fólki úti
á landi á það, að kaupa sér út-
varpstæki með FM-bylgju, þó að
það sé ekki fullkomið stereo-mót
tæki. Það líður nefnilega ekki á
löngu, áður en allir landsmenn
geta hlustað á útvarpsefnið á FM-
bylgjum. Þróunin verður svo ef-
laust sú, að innan tíu árá, eða
skemmri tíma verða mono-
grammófónplötur ekki til, hvað
þá heldur mono sendingar- eða við
tökutæki.
Til glöggvunar má taka það
fram, -að sé hlustað á útvarps-
efni á FM-bylgju er það helmingi
skýrara en áður og líkast því, sem
hlustandinn sé staddur i upptöku
herberginu. Hlusti hann á hljóm
RÁÐSKONA
:Av ;lV' ■
óskast sem fyrst
Tilboð sendist
blaðinu merkt:
Guðni Örvar
Steindórsson
list í stereo, verður hljóðið enn |
raunverulegra, þar sem það grein
ist í tvær rásir og skiptir svo yfir!
á milli þeirra tveggja.
Loks má geta þess, að Ríkisút-
varpið á þegar fullkomin stereo-
upptökutæki og hefur verið gerð
ein íslenzk plata í stereo. Það er
hæggeng plata, sem Karlakór
Reykjavíkur syngur inn á, og nú
er verið að ganga frá í Ameríku.
Segja sérfræðingar þar, að upp-
takan sé með afbrigðum góð. Plata
þessi mun nefnast Scandinavian
Songs.
BÚ ER LANDSTÖLPI
Síðan þorp og stærri bæir fóru
að myndast hér á landi, hafa íbú-
ar slíkra staða mjög kappkostað
að koma börnum sínum til dval-
ar á sveitaheimilum að sumarlagi,
svo að þau megi njóta þar hinna
hollu áhrifa af sambúð við gróð-
ur og dýralíf og venjast störfum
fjarri glaumi og glapstigum. Marg
ir ágætir menn telja slíkar sumar-
dvalir á bændabýlum hafa orðið
sér dýrmætan þátt í reynslu
bernsku- og æskuáranna, sem
þeim hefði verið skaði að fara á
mis við.
Öll rök styðja þá nauðsyn, að
þjóðin haldi landi sínu í byggð.
Bændabýlin þurfi að blessast og
blómgast, því að það er allra
hagur og sterkur þáttur í því, að
þjóðin haldi sjálfstæði sínu og
þjóðerniskennd.
Alþingi er sá vettvangur, þar
sem málum þjóðarinnar er ráðið'
til lykta. Ég hefi í þessum greina-
flokki rakið nokkuð þátt landbún
aðarins í lífi þjóðarinnar og
hvernig bændástéttin var studd
með heppilegri löggjöf til þess að
breyta búskaparháttunum úr alda
gömlu formi til samræmis við al-
hliða breytingar og framfarir nú-
tímans. Meirihluti Alþingis hefur
nú um sinn ekki viljað efla bænda
stéttina og hefur því bæði dregið
að sér höndina um beinan stuðn-
ing ög aukið svo með, opinbérum
,í peninga- og efnahagsmálum
fjármagnskostnað við stofnun bú-
skapar og við framkvæmdir, að
jarðir byggjast ekki og þeim fækk
ar með hverju ári, sem hefja bú-
skap.
Þannig skapast sú þróun, sem
núverandi valdhafar ýta undir
með beinum og óbeinum aðgerð-
um, að bændum fækkar. Hér er
hætta á ferðum fyrir þjóðina.
Þessari hættu vill Framsóknar-
flokkurinn bægja frá. Ég heiti á
bændur og alla aðra þjóðholla
menn að hugsa ráð sitt, hvað
þetta varðar, og hefja í samstarfi
við Framsóknarflokkinn baráttu
fyrir eflingu bændastéttarinn-
ar og forða sveitum og frjósöm-
um héruðum frá frekari fækkun
bænda en orðin er.
Einu sinni var sú tíðin, að
þjóðin kunni að meta starf bónd-
ans að verðleikum. Um það bera
meðal annars vitni ljóðlínur eins
hins gáfaðasta og ástsælasta
skálds, er þjóðin hefur átt, Jónas-
ar Hallgrímssonar
„Bóndi er bústólpi — bú er
landsstólpi —
því skal hann virður vel“.
Ágúst Þorvaldsson.
HÉRAÐSSKÓLAR
Framhaid aí 9 síðu.
snærum. Verulegur léttír væri að
því fyrir sýslusjóðinn að losna rið
útgjöld til héraðsskólans. Allt það,
sem stjórnast af tryggð og artar-
skap til Laugarvatnsskóla hvaðan,
sem það kemur, ber öllum velunn
urum hans að gleðjast yfir og
þakka.
Nú er það sýslunefndar Árnes-
sýslu að ákveða hvað hún telur
affarasælast fyrir skólann okkar
og fylgja því svo eftir.
VÍÐAVANGUR —
kvæmdaákvarðanir þingsins og
draga úr þeim, svo að þær
keppi ekki við alikálfana sern
eru að byggja sér gróðahallir,
um vinnuafl og efni.
MINNING
Víkingur Víkingsson
F. 6.3, 1947.
D. 31.3., 1964.
Hví fölnar jurtin fríða
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar bamið blíða
svo brátt hin dimma nótt?
Hví verður von og yndi
svo varpað niður í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin bezta lífsins gjöf?
Er hallar sumri, lækkar sólin á
lofti og skuggar hausts og vetrar
smjúga inn í sálir mannanna.
Stundum hægt og bítandi, stund-
um með skyndiáhlaupi. Allt eftir
veðráttunni og breytingu náttúr
unnar. Á góðu vori vakna blómin
snemma, opna krónu sína og
skarta sínu fegursta, veita okkur
ungum sem öldnum þá ánægju og
opinberun lífs og gróðurs sem allir
þrá að sjá og njóta. Þessu líkt
er okkar mannanna lif. Hver er
fegri sjón fyrir mannanna sjónum
en lítið fallegt nýfætt bam? Að
sjá sakleysið og blítt brosið er
skín frá ásjónu þess er mjög líkt
og að sjá fagurt blóm opna krónu
sína. Er bamið vex fara þeir sem
umgangast það mest, að fylgjast
betur, með hverri svipbreytingu og
hreyfingu þess. Mesta ánægja allra
foreldra er að sjá góða framför á
barni sínu, svo er einnig um allt
fólk er óbeint fylgist með fram-
för þess. Eitt af þessum börnum
er taka skjótri framför varst þú
Víkingur, foreldrar þínir og allir
er sáu þig fyrst sem barn í vöggu
og síðan fylgdust með þroska þín
um og uppvexti voru undrandi
yfir framför þinni og skjótum
þroska- Þú yarst efnilegur drengur
er þú leizt fyrst dagsins Ijós 6.
marz, 1947. Síðan hafa bæði for
eldrar þínir og aðrir er kynntust
þér fengið sífellt meiri mætur á
hæfileikum þínum og drengskap.
Strax í barnaskóla komu ýmsir
hæfileikar fram í fari þínu sem
við skólabræður og eldri vinir átt
aðum okkur ekki á í fyrstu. En
fljótlega fundum við að á ferðinni
var á margan hátt óvenjulegt ung-
menni, ekkert ofurmenni eða nokk
uð ofar okkar skilningi, en samt
núna er við lítum til baka sjáum
við og finnum þessir undirritaðir
vinir þínir pg velunnarar að margt
gæti farið betur í þessum heinii
ef allir hefðu haft þá fullorðins-
legu hugsun og samningslipurð í
félagsmálum og þú hafðir.
Oft er sagt, þegar talað er uin
liðna tíð: „Mannst þú eftir þessu?“
„Mannst þú eftir hinu?“. Já Vík-
ingur vinur okkar við munum eft
ir hinu og þessu er við gröfum
í haug minninganna. Við munum
eftir hestaleikjum, bílaleikjum,
alls konar bófaleikjum og öðrum
hugðarefnum okkar strákanna. Við
munum einnig eftir handbolta- og
knattspyrnuleikjum er þú tókst
þátt í með okkur. Við vitum lfka
og munum það þrekvirki er þú
vannst innan þinnar fjölskyldu
með þinni hugprýði og göfuglyndi.
Okkur er öllum minnisstætt þegar
þú varst valinn ásamt okkur tíl að
vera í skemmtinefndum og undir-
búningsnefndum fyrir samkomur
ungmenna hér í Húsavik, hvað þú
fórnaðir þínum 'frístundum fyrir
þá starfsemi. Við vitum líka hvað
þú lagðir á þig fyrir einn undirrit
aðan síðastliðið sumar er þú
vannst á hans vegum við málningu
Húsavíkurkirkju. Við minnumst
þín elsku vinur með hlýhug og
þökk fyrir fórnfúst starf og mik-
inn félagsþroska. Við biðjum þér
allrar blessunar og guðs hand-
leiðslu. Þú hinn tryggi og góði fé-
lagi áttir átta systkini. Öllum þeim
biðjum við velfarnaðar á komandi
árum. Foreldrum þínum, afa og
ömmu þökkum við tilveru þína og
biðjum himneskan faðir að
styrkja þau og styðja um alla fram
tíð.
Já sefist sorg og tregi
þér saknendur við gröf,
því týnd er yður eigi
hin yndislega gjöf.
Hún hvarf frá synd og heimi
til himins — fagnað því —
svo hana guð þar geymi
og gefi fegri á ný.
Við vonum að þessi þungi harm
ur bindi vini þína og vandamenn
þeim tryggðaböndum að í fram-
tíðinni standist ekkert þann guð
lega mátt er samhugur veldur.
Guð varðveiti þig.
Aðalsteinn Karlsson,
Steingrímur Hallgrímsson,
Stefán Jón Bjarnason,
Jón Olgeirsson,
Ragnar Breiðfjörð,
Gunnar B. Salómonsson,
Viðar Baldvinsson-
Qpið til ki. 10 í kvöld
laugardag til kl. 4
H e r r a r !
Fáið yður fötin í FACO
Þér hafið ekki ráð að gera það ekki.
"U-yggi fylgir fullkomnum klæðaburði
augavegi 37.
T í M I N N, föstudagur 10. apríl 1964.
n