Tíminn - 12.04.1964, Blaðsíða 1
Stytt ra tiE borga Vestur-
Evrópu en vestur í Dali!
Nóta-
bátar
veiða
vel við
Suður
land
FB-Keykjavík, 11. apríl
Nótabátarair halda áfram að
veiða vel fyrir sunnan land, og
daglega er landað rnörg hundruð
lestum af fisk? í Vestmannaeyj
um, Þorlákshöfn og Grindavík, svo
jafnvel horfir til vandræða. 1 Vest
mannaeyjum hefur oi'ðið að gcfa
frí í skólum, til þess að hægt sé
að vinna aflann frá Þorlákshöfn
er fiskurinn fluttur landvcg til
annarra vinnslustöðva, og í Grinda
vík Ieggja menn nótt við dag til
þess að hægt sé að koma fiskin-
um undan.
Veiði annarra báta en nótabát-
anna géngur ekki nema í meðal-
lagi vel. Frá Keflavík berast þær
fréttir að veiði sé misjöfn, samt
komi da'gur og dagur góður, en
stundum fáist ekki bein úr sjó.
Nokkrir færabátar eru gerðir út
frá Keflavik, og hafa þeir aflað
sæmilega, þegar gefið hefur. En
annars er enginn kraftur í veið-
unum, að sögn vigtarmannsins á
staðnum.
Sandgerðisbátar afla afar tregt,
koma aðeins með sæmilegan afla
eftir 2—3 nætur, en þá er fiskur-
inn ekki lengur góð vara. Eftir
eina nótt fæst ekki meira en 5
—8 lestir að meðaltali. Á Akranesi
er ástandið ósköp svipáð, og þar
berast á land 140—300 lestir á
dag, sem þykir ekki mikið. Frá
áramótum hefur verið landað þár
8300 lestum.
Grindvíkingar segja, að þetta
sé orðin allveg meðalvertíð. Þar
er mjög mikið að gera, og hefur
verið að undanförnu. Höfnin rúm
ar aðeins 45 báta, en við það
bætast oft aðrir 30—40, sem ekki
eru gerðir út frá Grindavík, en
landa þar samt, vegna þess hve
langt er til annarra hafna frá veiði
svæðunum fyrir sunnan Reykja-
nesið. Af þessu skapast mikil
Framhald a 15. síSu
JK-Reykjavík, 11. apríl.
Mikið er talað um, að við séum
komnir úr einangruninni í þvera
þjóðbraut. Þetta er einnig hægt að
lesa úr áætlunum flugfélaganna
og skipafélaganna. - Flugvélar okk-
ar verða stöðugt hraðfleygari og
áætlanirnar fleiri. Svo er nú kom-
ið, að marga daga er auðveldara
og fljótlegra fyrir Rcykvíkinga að
komast til stórborga Evrópu og
Ameríku en í aðra landshluta hér
heima.
Flugfélag íslands var þessa dag-
ana að gefa út áætlun sína fyrir
sumarið, og áætlun Loftleiða er
væntanleg strax eftir helgina.
Bæði flugfélögir hafa fjölgað ferð-
um, geta flutt fleiri farþega í
hverri viku og hafa smám saman
verið að fá sér stærri og hrað-
fleygari vélar Fyrir fjórum árum
notaði Flugfélagið tvær Viscount-
vélar í milliiandafluginu, þær
fóru 10 ferðii í viku, og gátu
flutt 500 farþega í hverri viku.
Nú í sumar hefur Flugfélagið að-
eins eina Viscount-vél, en tvær
DC-6 vélai sem eru mun stærri.
í sumar tara þessar vélar fjórtán
ferðir i viku og geta flutt 830 far-
þega í viku.
Loftleiðir taka í sumar i notk-
un risavelarnar sínar nýju, en
eiga fyrir fimm DC-6 vélar. Nýju
vélarnar eru svo stórar, að ekki
er fjarri, að sætum Loftleiðavéla
fjölgi um heiming.
Til Kaupmannahafnar eru
fjórtán ferðir: í viku, tvær á dag
að meðaltali og flugtiminn þang-
að er um sex timar Flugfélagið
flýgur pangað ellefu sinnum, en
Loftleiðir þrisvar í viku Til ann-
arrar heimsborgar í annarri álfu,
Framhald á 15. síðu.
Sjónvarpstæki flutt inn eftiriits-
laust til stórt jóns fyrir kaupendur
IGÞ-Reykjavík, 11. apríl
Fyrstu þrjá mánuði þessa árs
voru sjö hundruð sjónvarps-
tæki skráð seld til einstaklinga
í Iandinu. Hefur kjónvarps-
tækjasala vart verið meiri í
annan tíma. Miðað við þessa
sölu mun hált í þrjú þúsund
sjónvarpstæki seljast á þessu
ári. Eins og er selja sjónvarps.
salar tæki sem taka við amer.
ískri útscndingu.
Hins vegar er vitað mál, að
þegar íslenzka sjónvarpið kem-
ur, verður notað svonefnt
Evrópu-kerfi, eða 625 línu tæki.
Eitthvað mun um það, að hing
að séu flutt inn 625 línu tæki
og er vandalaust að ná send-
ingu fyrir 525 línu tæki á þau
amerísku útsendingunni. En
hér eru engu að síður seld 525
línu tæki, og verður ekki séð
hvernig þeim verður breytt.
þannig að vel fari. Ljtur út fyr-
ir að meira kapp en forsjá hafi
ráðið sölunni á 525 línu tækj
unum hér. — Framh. á 15. síðu.
J