Tíminn - 12.04.1964, Síða 8

Tíminn - 12.04.1964, Síða 8
í fangelsl fyrlr landráo. Hitler er þarna með vlnum sínum. Rudolf Hess (hægri) skrifaði Mein Kampf eftir Hitler. ónir marka jafngiltu einum amerískum dollara, og skapaði þetta ólgandi reiði meðal al- mennings í Þýzkalandi. Allar líkur bentu til þess, að ef Hitl- er mætti takast .að ná Munchen á sitt vald og héldi síðan göngu sinni til Berlínar, mundi þjóð- in rísa upp honum til stuðn- ings. Árið 1920 var farin hlið- stæð ganga til höfuðborgarinn ar, Kappuppreisnin svonefnda, og lá við að hún heppnaðist. Og árið áður heppnaðist Musso- lini gangan til Rómar. Auk þess var Hitler hrædd- ur um, að ef hann biði átekta, gæti' svo farið, að Kahr, Lossow og Seisser yfirgæfu hann og lýstu sjálfir yfir eigin sjálf- stjórn í Bæjaralandi. Það féll ekki inn í áform Hitlers um völdin yfir Þýzkalandi öllu, og því ákvað hann að- verða fyrri til að hlunnfara þá kumpánana þrjá. Að kvöldi dags 8. nóvember var þremenningunum því boðið á fund verzlunarmanna í Miin- chen, sem halda skyldi í bjór- kjallara þeim, er nefnist Biirg- erbraukeller. Síðan umkringdu stormsveitir Hitlers bygging- una. Stundarfjórðungi fyrir kl. níu skálmaði foringinn (der Fór inn í kom út frægur maður „Þér getið dæmt okkur seka þúsund sinnum, en gyðja hins eilífa dóms sögunnar mun brosa og rífa í tætlur skjöl ríkissaksóknarans og dóma þessa réttar. Því að hún sýkn- ar okkurV Þannig ávarpaði Adolf Hitler dómarana, er hann var leiddur fyrir rétt ákærður fyrir föður- landssvik eftir bjórkjallaraupp þotið í Miinchen 8. nóvember 1923. Gyðjan hefúr að vísu fundið Hitler sekan um miklu verri glæpi en föðurlandssvik, en leit samt svo út sem hún hefði sýknað hann, því að það var einmitt bjórkjallaraupp- þotið, sem lagði fyrir hann veginn til valda. í ringulreiðinni eftir heims- styrjöldina fyrri var Munchen mesta uppþotabæli. Jafnvel áður en vopnahléssamningur- inn var undirritaður hafði smá hópur sósíaldemokrata, undir forustu skeggjaðs rithöfundar að nafni Kurt Eisner, náð þing húsbyggingunni á sitt vald, án þess að skoti væri hleypt af, og lýst yfir bæjörsku „lýðríki“. Þegar Eisner hafði svo verið drepinn af hægrisinnuðum morðvargi, gripu 'kommúnistar völdin og lýstu yfir ráðstjórn- arlýðveldi. Þeir misstu aftur völd í hendur hersveita Ríkis- varnarliðsins eftir nokkurt blóð bað. Enn komust sósíaldemo- kratar til valda, en var steypt af stóli skömmu síðar af her- foríngjaklíku, setn gerði upp- reisn. Árið 1923 voru völdin komin í hendur þriggja hægrh manna, en þeir voru Georg von Kahr ríkisráð, Otto von Loss- ow yfirhershöfðingi fyrir Bæj araland og Hans von Seisser ríkislögreglustjóri. Þannig var andrúmsloftið í Miinchen, er liðþjálfinn Adolf Hitler fór að hafa afskipti af málum þar, en hann var þá enn í bæjörsku herdeildinni, sem hann hafði gerzt sjálfboða liði í fimm árum áður. Hann gegndi þar starfi sem Bildung offizier, eða fræðslufulltrúi, og sem slíkur sótti hann og gaf skýrslu um fundi klofnings- flokkanna, sem þá spruttu upp eins og gorkúlur í borginni. Hitler og aSrir, sem komust lífs af úr blórkjallara slagnum, Híttust þar á ári hverju. Þessi mynd er frá afmælrnu 1937. Einn þeirra nefndist Þýzki verkamannaflokkurinp „ seim, hafði mnan við eit,t liunurpð meðlimi og sex manna mið- stjórn. Hægrisinnaður þjóðern- isrembingur einkenndi þennan flokk, það átti við Hitler, svo að hann gekk í flokkinn. Hitler var þegar gerður að sjöunda miðstjórnarmanni. Árið 1920 var flokkurinn Þjóðernissinn- aði, sósíaliski þýzki verka- mannaflokkurinn, öðru nafni Nazistaflokkurinn. Hitler hafði nú verið leyst- ur frá herþjónustu og gaf sig allan að því að efla flokkinn. Hann kom sér í mjúkinn hjá vel fjáðum borgarbúum í Miinchen, einkum átti hann vingott við Ernst (Putzi) Hanfstaengl, Harvard-menntað- an son forríks útgefanda í borg inni. Hann festi kaup á blað- inu Völkischer Beobachter, stofnaði og þjálfaði svonefnd- ár stormsveitir, hélt æsinga- fundi, og félagatala flokksins fór sívaxandi. Hitler gerði sér lítið fyrir og velti félögum sínum sex úr miðstjórninni, endursamdi lög flokksins, þar sem svo var kveðið á, að hann einn skyldi vera Fiihrer, for- ingi. Haustið 1923 var hann bú- inn að treysta lið sitt með bandalagi við önnur suðurþýzk „baráttusamtök" annars vegar, og hins vegar við Kahr-Lossow- Seisser klíkuna, sem hafði stjórn Bæjaralands í sinni hendi. Það, sem hnappaði þess- um öflum saman, var hatur á lýðveldisstjórninni í Berlín og á Versalasamningnum. Nokkrar ástæður lágu fyrir því, að Hitler tók þá ákvörð- un, að komið væri rétta augna- blikið til að gera uppreisn. í fyrsta lagi var fall þýzka marks ins, fyrir nóvemberbyrjun hafði það hrapað svo niður fyr ir allar hellur, að fjórar millj- Fiihrer) inn í salinn, stökk upp á borð og hleypti af sj?ammbyssuskpti upp í loftið og æpti: „Þjóðbyltingin er haf- in!“ Fyrir augunum á þrjú þús- und áhorfendum, sem sátu yf- ir bjórkollunum sínum og gláptu agndofa, otaði hann byssukjaftinum að þeim Kahr, Lossow og Seisser og ýtti þeim á undan sér inn í bakherbergi. Þar lét hann þá vita af því, að hann væri að mynda nýja stjórn og þeir yrðu að ganga í lið með honum. Þeir þver- neituðu. Þá öskraði Hitler: „Ég er með fjögur skot í skamm- Hitler á hátindi veldis sins. byssunni, þrjú hánda samherj- um mínum, ef þeir svíkja mig, og síðustu kúluna handa sjálf- um mér“. Enn neituðu þeir. Þá tók Hitler það til bragðs að þjóta aftur inn í veitinga- salinn og tilkynna, að þeir hefðu gefið samþykki sitt, sagði síðan: „Ný ríkisstjórn verður mynduð hér í Miinchen í dag. Ég sting upp á, að mér verði falið að móta stefnuna. Ludendorff tekur við forustu þýzka ríkishersins". Erich Ludendorff yfirhers- höfðingi Þýzkalands í stjórnar- tíð Hindenburgs í stríðinu, var voldugt nafn í Miinchen. Þeg- ar vopnahléð var gert, gufaði gamli hermaðurinn upp og hvarf yfir til Svíþjóðar með dökk gleráugu og gerviskegg, tók þátt í ýmiss konar samsær- um. Honum var alls ókunnugt um samsæri Hitlers, en nú var hann sóttur af nazista- sendli og skaut innan skamms upp kollinum í Biirgerbrau- . keller. Honm gramdist það í meira lagi, að Hitler átti að taka forustuna í hinni nýju stjórn en ekki hann, en samt sætti hann sig við, að einhvers konar gagnbylting væri betri en engin. Hann fékk þremenn- ingana til að standa með sér og sverja- Hitler hollustu. Hrifning fór eins og móður- sýkiskast um bjórkjallarann. í ringulreiðinni laumuðust þeir Kahr, Lossow og Seisser á brott með nokkrum bjór- drykkjukörlum. Nú fannst Framhald á 13. síSu. Hitler í regnfrakkanum sínum stjórnar kröfugöngu skömmu fyrir bjórkjallarauppsteitinn i nóvember 1923. 8 T í M I N N, laugarcíagur 11. april 1964.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.