Tíminn - 12.04.1964, Page 9

Tíminn - 12.04.1964, Page 9
Blaðamenn staddir í Tower of Lcmdon. Veggur Vilhjálms bastarðar (sigursæla) í baksýn. Ljósm.: S.J. INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON: KOKTEILL Á PICCADILLY Við fengura hænu í flugvél- mni á útleið, og hænu uppi á tuttugustu og áttundu hæð Hilton-hótelsins í Londoij um kvöldið, og þegar við fengum hana í þriðja sinn í Brighton við Ermarsund, og einn okkar afþakkaði af meltingarástæð- um, setti að mönnum alveg stjórnlausan hlátur, eins og þeim, sem horfa á tvísýna glímu, og sjá dauðanum bægt frá með einni handarhreyf- ingu. Þetta er ekki sagt gest- gjöfum okkar til hnjóðs, Flug- félagi íslands, sem bauð okk- ur íslenzkum blaðamönnum í alveg stórkostlega ferð til Bretlands, og ekki fararstjór- um okkar, sem létu sér hvergi bregða, og voru sannir vinir okkar og fyrirgreiðslumenn, heldur er skýrt frá þessu hér til að sýna, ,að veitingamenn grípa til hænsna við öll mögu- leg tækifæri, hvort sem þeir starfrækja hótel í Peking, Napoli eða London. Og ekki brá manni eins og mér við þetta, sem hef lifað á harð- reyktu tryppakjöti i viku. Gamall harðjaxl úr blaða- mannastétt, Sveinn Sæmunds- son, fulltrúi hjá F.Í., var „hirð irinn góði á fjöllunum“ í þess- ari ferð. Hann sá um að koma okkur í skilning um, hvaða dag við færum, að við þyrftum vegabréf og farmiða upp á gjaldeyriskaup, en þrátt fyrir ítrekaðar upplýsingar fór einn með vegabréfið óstimplað. Sveinn verzlaði með okkur í London, taldi stundum í rútu- bílnum og söng með okkur á heimleið, og við vissum aldrei annað en hann væri einn af oss, kannski frá Vikunni eða Tímanum eða Alþýðublaðinu. Og í London tóku þeir Jóhann Sigurðsson, framkvæmdastjóri F. í. þar í borg á móti okkur ásamt fulltrúum sínum, þeim Robert Miller og Páli Heiðari Jónssyni. Þeir voru með okkur allan tímann, og töldu okkur pg veittu okkur mat og drykk og uppfræddu okkur og voru líka félagar okkar, og allt var það mjög ánægjulegt. Jóhannes Snorrason flaug með okkur til London. Hann er einn af þeim, sem eldist ekki, og strax og ég sá hann við stýrið á þessum þúsunda hestafla fugli, minntist ég dag- stundar í Vaðlaheiði, þegar hann og fleiri voru að draga sviffluguna sína á loft með því að halda í kaðal og hlaupa síðan undan brekkunni. Svo var drukkin mjólk og borðuð ^vínarbrauð úr Kea. Og mér skilst á Jóhannesi að hann sjái ekki eftir að hafa eytt tíma sínum í svifflug. ísland er fjallaland og flugmenn þurfa að kunna skil á mismunandi uppstreymi frá síbreytilegu landslagi til að vera góðir að fljúga, þótt hægt sé að skrúfa sig eitt og annað á aflmiklum mótorum. En við skiljum við Jóhann- es í London, þennan afbragðs- flugmann, sem vekur á sinn hátt sams konar traust í starfi og góður skurðlæknir. Menn leggjast ekki undir hnífinn hjá hverjum sem er. Og síðan byrjaði veizlan, sem ekki lauk eiginlega fyrr en á ReykjavíkurflugH’elli síðast liðinn mánudag. Það er eitt að taka upp á því að fljúga tvisV- ar í viku til London, en annað og mikil rausn, að fylla menn svo af mat og góðdrykkjum og kátínu, að það hálfa hefði ver- ið nóg. Ég hef aldrei verið í hóp, þar sem ríkt hefur meiri glaðværð, meira verið sagt af sögum og meira krítað en í þessari ferð. Þeir lugu því jafn vel upp, til að geta hlegið að því, að þegar einn í hópnum hefði sagt við Breta nokkurn við einhverja kynningarathöfn: Má ég kynna yður fyrir mesta rithöfundi íslands, að þá hefð- um við ritstjóri Suðurlands og undirritaður rétt fram hendurn ar samtímis. Og þar sem í þesjs ari ferð voru ritstjórar úr fjörrum landshornum, fer gam anið víða. Þeir fljúga sem sagt þrisvar í viku til London. Það er ákaf- lega þægilegt, þegar haft er í huga, að líklega mun hvergi betra að verzla en einmitt í London. Fólk sem mundi fara til að verzla þar á milli ferða, njundi kynnast því af eigin raun, hvað hægt er að fá fyr- ir peningana í Oxfordstreet, þar sem hvorki gekk eða rak fyrir undirrituðum að eyða fá- einum pundum, þótt pinklarn- ir hrúguðust upp, og í raun- inni tókst ekki að tæma vesk- ið fyrr en í Glasgow, og voru þó aldrei nema fjörutíu pund í því í upphafi. En London er líka allt annað en verzlun, ef menn vilja hafa það þannig. Mér er sagt, að einn góður landi minn fari þangað einung- is til að leita frétta hjá spá- konu. Það var rakt og hráslagalegt i London, þegar við komum þangað, og við fengum ekki sólskin fyrr en suður í Brigh- ton. En þeir hjá Flugfélaginu í Londop kunnu að bregðast við sólarleysinu þennan föstu- dag, sem við komum þangað, og buðu okkur í skrifstofur Flugfélagsins við Piccadilly. Þar beið okkar kokteill og smurt brauð, en þær Ólöf Rob- son, Ragnheiður Brynjólfsdótt- ir og Denyse DeFrisching, all- ar starfandi hjá F.Í., sáu um að ekki skorti veitingar. Fyrsta einkenni þess að við værum nú staddir i stórborg, kom fram í því, að engum af þeim er fóru um götuna varð litið inn um gluggann, þótt mannfjöld- inn væri fyrir innan, yfir þrjátíu manns. Það er dálítið tímanna tákn að fólk utan af íslandi skuli koma fljúgandi, með 600 km. hraða heiman að frá sér til að drekka kokteil víð Pi'céádillý. Eflaust hefðu mánni þótt þáð tíðindi, hefði því verið hvíslað að manni matarlausum í hríðarkófi og þæfingi uppi á Öxnadalsheiði fyrir nær tuttugu árum. Og kannski hefur ýmsum farið eins og mér í þessum kokteil, að hugsa um breytinguna, sem við höfum lifað öll, hvert ein- asta mannsbarn í þessu landi. Kannski hefur fjarlægðarleys- ið, vélaorkan og allsnægtirnar gert okkur dálitið rugluð. En þá er hollt að líta til Englend- inga. Þeir hafa ekki hent af sér harðkúluhattinum, þótt þeir smíði og fljúgi í þotum. Og einmitt meðan við stóð- um þarna við gluggann voru menn með harðkúluhatta á gangi fram hjá okkur. Ég er orðinn svo truflaður að mér fannst þeir hlægilegir með þessa hatta. En Bretar eru samt ekki hlægilegir, með hatt eða án. Það er eitthvað mjög gott í fasi þeirra og viðmóti, kannski er það íhaldssemi. Ég hef svo lengi horft á öndverðu hennar hér á íslandi, að mér finnst hún líklega falleg, þeg- ar ég sé hana. Og þótt «in- hverjum kunni að finnast það jaðra við guðlast, þá er eftir- sjá í svokölluðum heimsyfir- ráðum þeirra. Stundum finnst manni, að á tímabili hafi fyrsta verk hvers Breta er varð skip- reika á einhverri ókannaðri strönd, verið það að leggja landið undir krúnuna. Og þau lönd, sem þeir hafa undan- farið verið að skila, hafa ekki verið verr farin í menningar- legu tilliti en það, að sjálfs- forræði þeirra er lítil hætta búin. Það verður aftur á móti ekki sagt um ýmsar nýlendur annarra þjóða. Margt hefur verið sagt um þolgæði Breta og skapgerð þeirra hefur verið lýst á ýmsa lund. Þeir hafa þolað konung, sem lét drepa drottningar sínar, og þeir hafa neytt konung til að segja af sér, af því að hann varð skot- inn í einhverri bandarískri kerlingu. Þeir einangra tekki húsin sín og tala um miðstöðv- arkyndingu af fyrirlitningu. Skór eiga það til að verða grænir af myglu vegna raka í húsum, sem eru svo hlýleg að utan, að það setur að manni hroll, þegar húsaröðinni slepp- "ir og tekur við skógur á leið- inni suður til Brighton. Marg- ir halda, að Englendingar verði rauðir í andliti með aldr inum af viskídrykkju. En sann leikurinn mun þó sá, að hús- kuldinn gerir þá rjóða. Þeir hlýja aðeins afturhlutanum við arineldinn, segir mér fróður maður um lifnaðarhætti þess- arar stórfenglegu arinþjóðar. Englendingar eru sagðir dulir menn og búa ekki við skandinavíska kynferðis- fræðslu. Það er einn liðurinn í ágætri íhaldssemi þeirra. En á reynslunnar stund munu þeir ekki lakari í hollráðum, samanber móðurina, sem svar- aði fyrirspurn áhyggjufullrar dóttur sinnar, er henni ægði brúðkaupsnóttin, sem var framundan: Gerðu eins og ég, látt‘ aftur augun og hugsaðu um England. En þessum kokkteil á Picca- dilly lauk þannig, að kominn var tími til ,að fara í leikhús. Yfirleitt lauk öllu þannig í þessari ferð, að tími var kom- inn til að fara eitthvað annað. Við fórum í Old Vic og sáum The Recruiting Officer, átjándu aldar leikrit um her- kvaðningu, að hálfu mótmæli gegn þeirra tíma aðferð í her- kvaðningu, að hálfu tralla la la um ástir og gilda sjóði. Laur- ence Olivier var sagður leika í stykkinu, en hann kom aldr- ei. Hann hefur sjálfsagt verið löglega forfallaður. En af því að sagt var að hann ætti að leika komst upp sá misskiln- ingur, að leikritið héti Olivier Tvist, og hafi kannski einhverj- ir haldið að þeir hafi horft á leikritið Olivier Tvist, þá er enginn skaði skeður. Við hinir söknuðum hins vegar Laurence Olivier, af því að hann er frægur. Einn gekk út af þess- ari sýningu og brá sér í Soho. Kannski hefur hann hitt Laur- ence Olivier þar. Um þetta leikrit er fátt eitt að segja. Samt sem áður fannst mér að nú hefði ég séð leiksýningu í fyrsta sinn. Þetta var þannig leikið. Mál þetta er dálítið flók ið og mundi þurfa langa rök- semdaleiðslu, sem ekki á heima í kokkteil eins og þess- um. En sé þessi sýning borin saman við ýmislegt, sem við sjáum hérna heima, þá mætti halda að hér á landi stigju leikarar ekki á svið með líkams hita undir fjörutíu stigum. Laugardagsmorgnaí eru yf- irleitt tíðindalitlir. Einhverjir munu setja þá i samband við höfuðverk. Hópurinn notaði tímann til að verzla. Síðan fór- um við í Tower of London. Það var enn súld og rigning, og steinplatan, þar sem Anna Boleyn var höggvin, var gljá- andi af vætunni. Einhverja veggi þarna hafði Vilhjálmur bastarður látið hlaða. Þeir kalla hann Vilhjálm sigursæla í Bretlandi. Þannig upphefur arinþjóðin drottnara sinn, þótt aðrir nefni hann baslarð. I.G-Þ. Fyrir utan elna krána. 9 > T í M I N N, sunnudagur 12. aprll 1964.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.