Tíminn - 14.04.1964, Blaðsíða 4
i
RITSTJORl: HALLUR SIMONARSON
Alan Gllzean
(llgg)andi) skorar
hír mark Skot-
lands. Banks gerir
árangurslausa til-
raun tll að verja.
SKOTAR SIGRUÐU TNGLAND
í ÞRIÐJA SKIPTI í RÖD!
Nú á Hampden Park með 1:0. Gilzean skoraði markið í síðari hálfleik. — í 1. deild er
Birmingham komið í fallhættu, er Bolton skauztupp af botninum með sigri yfir Chelsea, 1:0
i ASalviðburður brezkrar knattspyrnu um helgina var á Hampden Park leikvangin-
um í Glasgow á laugardag, þar sem landsliS Englendinga og Skota mættust í 81. skipti.
Yfir 133 þúsund áhorfendur sáu leikinn og flestir þeirra fögnuðu gífurlega eina marki
leiksins, sem skozki miðherjinn Gilzean frá Dundee, skoraði á 27. mínútu síðari
hálfleiks- Gilzean og Henderson voru beztu menn Skotlands í leiknum, en vörnin var
sterkari hluti enska liðsins. Byrne. West Ham, og Hunt, Liverpool, sem komu inn í
ensku framlínuna í þessum leik, þóttu standa sig heldur illa — og tvisvar sinnum
fór Hunt mjög illa með góð tækifaari. Qg effir leikinn sögðu ensku blpðin, að Eng-
land gæti ekki verið án. „skorara"! Hvar var nú Jimmy Greaves? Hefði hann farið,
jafn illa með þessi opnu færi?
Annars var leikaðferð enska
landsliðsins, 4-2-4, gagnrýnd,
fyrir hve illa hún var útfærð,
bæði gerði hún sóknina bitlaus
ari og leikinn leiðinlegri. Ekki
er Óhugsandi, að breytingar
verði gerðar á liðinu fyrir
næsta leik. Þess má geta, að
þetta var í þriðja sinn í röð,
sem Skotland vinnur England.
Um helgina urðu úrslit í 1.
deild eins og hér segir:
Arsenal—Blackbum 0:0
Birmingham—Stoke 0:1
Bolton—Chelsea 1:0
Everton—Wolvers 3:3
Fulham—West Ham 2:0
Ipswich—Aston Villa 4:3
Leieester—Blaekpool 2:3
West. Brom.—Notth. F. 2:3
Nú er tæplega lengur rætt
um það, hvaða lið sigrar í deild
inni. Ekkert virðist geta ógn-
að Liverpool. En þá er það
fallbaráttan — og Birming-
ham var miðdepill atburða á
þeim vettvangi um helgina,
þar sem heimaliðið mætti Stoke
City. Úrslitin urðu mikil von-
brigði fyrir hina 19 þús. áhorf
endur, þvi Stoke vann með
1:0, og var markið skorað úr
vafasamri vítaspyrnu í siðari
hálfleik. Áhorfendur undu
þessu mjög illa og dómarinn
varð að fá aðstoð lögreglusveit
ar til að komast burtu af leik-
vanginum. Með þessum úrslit-
um er Birmingham komið í al
varlega fallhættu, því á sama
tíma vann „hið dauðadæmda
BoIton“ óvæntan sigur yfir
Chelsea. Fyrir nokkru hafði
Bolton sjö stigum minna en
Birmingham og var stimplað
falllið ásamt Ipswich, en í síð-
ustu sex leikjum hefur Bolton
hlotið 10 stig, sem er meira en
nokkurn gat órað fyrir.
Nú hefur Bolton 28 stig eftir
40 leiki, en Birmingham er með
25 stig eftir 39 leiki. Neðst á
botninum er Ipswich með 21
stig eftir 39 leiki.
Úrslit í 2. deild um helgina:
Cherlton—Norwich 3:1
Derby—Swindon 3:0
Grimsby—Scunthorpe 2:0
Huddersf.—Manc. C. 0:2
Leyton—Rotherham 0:2
Newcastle—Bury 0:4
Plymouth—Cardiff 1:1
Preston—Portsmouth 0:0
Southampton—Sunderland 0:0
Swansea—Leeds 0:3
Leeds er nú öruggt með sig-
ur í 2. deild — og Sunder-
land er nokkurn veginn ör-
uggt með annað sætið. Raunar
má segja, að það sé aðeins
fræðilegur möguleiki, að Prest
on hreppi annað sætið. Til þess
þarf Sunderland að tapa leikj-
unum sem eftir eru — og Prest
on að vinna sína með saman-
lagt 30 mörkum Baráttan á
botninum í 2. deild er hörð, en
í neðstu sætunum eru Grimsby,
og Scunthrope. —alf.
V
Alltaf eykst fallhætta Víkings
Aif-Reykjavík, i3. aPrQ. FH-isigar unnu létfan sigur yfir Víking í 1. deild í fyrrakvöld, 33:22.
FH-ingar unnu 'léttan sigur yfír
Víking J 1. deild á sunnudags- allar líkur til þess, a® jVíkingur
kvöld, 33 : 22 og færast Víkingar og Ármann verði að leika auka-
nú stöðugt nær 2. deild. Benda leik um sætið í 1. deild — og ef
Húsnæði
Barnlaust fullorðið og reglusamt fólk óskar eftir
lítilli íbúð strax. — Tvennt í heimili.
Fyrirframgreiðsla, ef óskað er.
Upplýsingar í síma 19600 og 34591, eftir kl. 8.
JÖTUNN H.F.
satt skaJ segja, cr Víkingsliðið
illa búið undir slíka orrustu. Einn
'ijós punktur var þó við Víkings-
liðið í leiknum gegn FH.
Það var markvörðurinn Helgi
Guðmundsson, sem lék nú með
félagi sínu eftir langt hlé. Helgi
forðaði Víkingi frá enn stærra
tapi — og ef það er eitthvað, sem
heldur Víkingi uppi í 1. deild,
spái ég því, að það verði mark-
varzla Helga.
Vfkingai virtust til alls líklegir
fyrstu 15 mínúturnar gegn FH.
FH hafði ekki nema eitt til tvö
mörk yt'ir. og áttu FH-ingar í
miklum erfiðleikum með að skora
fram hiá Helga. En svo komst
ruglingur á vömina hjá Víkingi
og FH-vélin fór í gang. Aftur og
aftur sigldi knötturinn í markið
hjá Víkingi eftir skyndiupphlaup
FH, og » hálfleik hafði FH tryggt
sér sjö marka forskot, 17 : 10.
Sjö marka forskot FH var
nokkuð, sem Víkingar réðu ekki
við, þrátt fyrir góðan vilja til að
jafna metin. FH-ingar léku mjög
létt og skemmtilega, settu nokkr-
um sinnum upp sýningu, og unnu
sem fyrr segir með 11 marka mun.
33 : 22.
Hjá FH voru beztir Páll Eiríks-
son., Örn og Auðunn — og hinn
nýi markvörður Einar, er mjög
vaxandi Hjá Víkingi voru beztir
Helgi í markinu og Þórarinn, sem
skoraði flest mörkin.
STUTTAR
FRÉTTIR
Handbolti
f kvöld heldur íslandsmótið
í handknattleik áfram að Há-
logalandi, og fer þá fram þýð-
ingarmikfll leikur í 2. deild,
auk úrslitaleiks í 2. flokki
kvenna Leikurinn I 2. deild er
milli Vals og Ilauka — og tak-
ist Haukum að sigra, hafa þeir
tryggt sér sæti í 1. deild næsta
ár. Vinni hins vegar Valur, ern
þrjú lið jöfn og efst í 2. deild,
sem sé Haukar, Valur og Þrótt-
ur, og yrðu þá þessi félög að
leika saman að nýju. Þess má
geta, að Pétur Antonsson leik-
ur með Va'J í kvöld, og hefur
hann þegair sýnt, að hann er
Valsliðinu mikill styrkur, en
hann lék með Val í hraðkeppni
KR fyrir skömmu, og sigraði
Valur í þeirri keppni.
f 2. flokki kvenna leika til
úrslita í kvöld Valur og Ár-
mann. Má búast við skemmtii-
legri viðureign þessara aðila,
en bæði félögin eiga á að skipa
sterkum liðum.
Þriðji leikurinn i kvöld er f
2. flokki karla, og leika saman
KR og Ármann.
Ármann
sigraði
Landsflokkaglíman var háð
að Hálogalandi á sunnudaginn.
Ármann J. Lárusson varð sig-
urvegari i 1. Þyngdarflokki,
eins og vænta mátti. Hafði Ár-
mann greinilega yfirburði yfir
mótheija sína.
f 2. þyngdarflokki sigraði
Gunnair Pétursson, KR, og í 3.
þyngdarflokki Þórir Sigurðs-
son, ákarphéðni.
f Drengjafíokki (16—19 ára)
sigraði Sigtryggur Sigurðsson,
KR, og í Unglingaflokki (yngri
en 16 ára) sigraði Sigmar Ei-
ríksson. Skarphéðni.
, Nánar um glímuna í blað-
inu á morgun.
Áramnn J. Lárusson
4
T í M I N N, þrlðjudagur 14. apríl 1964.