Tíminn - 14.04.1964, Síða 6

Tíminn - 14.04.1964, Síða 6
SAMNINGAR UM SOLU KISIL- GÚRSINS EKKIFRÁGENGNIR 1. umræðu lauk um frumvarp rfkisstjórnarinnar um klsilgúr- verksmiðju við Mývatn, lauk í neðri deild í gær og var samþykkt til 2. umræðu og nefndar. M.a. upplýsti iðnaðarmálaráðherra, að endanlegir samningar. með hverj- um hætti sala kísilgúrsins færi fram, hefðu ekki enn verið gerðir. Glsli Guðmundsson taldi æski- legt að sveitar-, sýslu- og bæjar- félög norðanlands, ættu kost á því, að eignast hlutabréf í verk- smiðjunni, og taldi, að ákvæði um það þyrftu að koma inn í fruan varpið sjálft Jóhann Hafstein, iðnaðarmála- ráðherra, sagði, að samkomulagið við AIME væri aðeins bráðabirgða viljayfirlýsing aðila og aðeins um drög að samningum að ræða, seon síðan ætti eftir að útfæra á ýmsa vegu. Meðal annars yrði tryggi- lega gengið frá því með hvaða hætti salan færi fram uppsagnar- ákvæði um söluna, þannig að verk smiðjan yrði frjáls, og ekki kæmi til mála, að sölufélagið fengi einkarétt um aldur og ævi. — Þá sagði ráðherrann vafasamt hjá Eysteini Jónssyni, að telja það sérstakt happ að við hefðum get- að komið upp eigin sölukerfi fyrir hraðfrystan fisk. Þar eru margir snöggir blettir, sagði ráðherrann, og ekki víst að ekki mætti koma þeim málum betur fyrir á annan veg. Þá upplýsti ráðherrann, að AIME, hefur enga reynslu í sölu kísilgúrs, en fyrirtækið væri vel- metið sölufyrirtæki. Ráðherrann tók vel í það, að sett yrðu ákvæði í frumvarpið um hlutdeild sveit- arfélaga i verksmiðjunni. Eysteinn Jónsson sagðist enn vilja árétta það, að heppilegra væri, að allir flokkar ættu aðild að athugun mála, sem stór væru og fælu í sér nýjungar eins og t.d. þetta mál. í slíkar nefndir eins og stóriðjunefnd, hefði ríkis- stjórnin hins vegar þann hátt á, að velja einhliða pólitiskt. Þá þakkaði Eysteinn ráðherra fyrir upplýsingar um samkomulagið við AIME, hér væri aSeins um drög að samningum að ræða og ráð- herrann samþykkur því, að ganga þurfi tryggilega frá þeim samn- ingum, þannig að verksmiðjan M.Benz Dieselvél til sölu. Vélin er 110 ha. með 5 gírkassa. Verð og greiðsla eftir sam komulagi. Upplýsingar í síma 21455 og 37536. verði raunverulega frjáls. Hins vegar þyrfti að upplýsa nánar þar sem kveðið væri á um skipt- ingu hagnaðar milli sölufélags- ins og framleiðslufélagsins, og myndi það ef til vill fást upplýst í nefnd. Þá sagöist Eysteinn af gefnu tilefni enn og aftur vilja lýsa því yfir, að hann teldi það sérstakt happ fyrir íslendinga, að þeir skuli hafa komið upp eigin sölukerfi fyrir frysta fiskinn. Það er hið mesta happ fyrir smáþjóð, að hafa vald á sinni framleiðslu sjálf, og neyðarúrræði ef hún verður að leggja söluna í hendur annarra. Kvaðst Eysteinn hafa orðið ánægðari með frumvarpið, ef fyrirhugað hefði verið að vert^ smiðjan brytist í því sjálf, af selja framleiðsluna og ferigi sér umboðsmenn með eðlilegum hætti. En þetta mál kann að vera þannig, að hyggilegt sé að hafa þann hátt á, sem fyrirhugað er, ef nægilega tryggilega er frá hnútunum búið. Einnig talaði í málinu Bergur Sigurbjörnsson. Tilkynning um lóðahreinsun í Hafrtarfirði Samkvæmt 2. kafla heilbrigðissamþykktar Hafnar- fjarðarkaupstaðar, er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Eig- endur og umráðamenn lóða eru því hér með áminntir um að flytja burt af lóðum sínum allt er veldur óþrifnaði, eða óprýði, og hafa lokið því fyrir 15. maí n.k. Hreinsun verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað lóðareigenda. Af marg- gefnu tilefni skal það tekið fram, að óheimilt er að fleygja í lækinn, höfnina innan hafnargarð- anna í fjöru, eða annars staðar á landi bæjarins, neinum úrgangi eða rusli og óþverra, og er að- eins heimilt að losa slíkt rusl þar sem sorp bæj- arins er látið í sjóinn fyrir sunnan Hellnahraun. Hafnarfirði 13. apríl 1964 HeilbrigðisfuUtrúinn. Ráðskona óskast til að taka að sér heimili um óákveðinn tíma. — 3 börn að hugsa um. Tilboð óskast sent afgr. Tímans merkt: „Þrjú börn“ All mlklar umræður uröu í gær um frumvarpið til loftferðalaga, er var til 3. umræðu í neðri deild. Pétur Sigurðsson mælti fyrir breytingatillögum, er hann flytur ásamt þeim Jóni Skaftasyni, Sigurði Ingimundarsyni og Einari Olgeirs- syni. Hefur áður verið greint frá efni þessara tllagna. Sgurður Bjamason form. samgöngumálanefndar deildarinnar gerðl grein fyrir afstöðu nefndarinnar til breytingatill. og hefði hún orðið ásátt um að leggj,a til að ákvæði væri um það í frumvarpinu, að ráð- herra setti í reglugerð ákvæði um lágmarkshvíldartíma flugverja að fengnum tillögum frá flugfélögum, samtökum flugmanna og flugmála- stjóra. Að samþykkt verði tillaga um heimflutning á flugverjum og ókeypis sjúkravist, ef þeir slasast fjarri heimilum sínum vegna starf- ans. Þá er nefndin ásátt um að mæla með samþykkt breytingatillögu Sigurvins Einarssonar og Benedikts Gröndal um að fella niður refsi- ákvæði, ef flugverjar mæta ekki á tilsettum tíma til vinnu. Nefndin mælir hins vegar ekki með samþykkt annarra tillagna. Einar Ágústsson mælti með samþykkt breytingatillagna fjórmenn- inganna og taldi allar breytingatillögur til bóta, sem fluttar hefðu ver- ið. Einkum gerði hann tillöguna um sérstakan loftferðadómstól að um- talsefni. Upplýsti hann um skipan þessara mála f Noregi og þróun þeirra mála þar. 1956 hefði það fyrirkomulag sem frumvarpið ger- ir ráð fyrir verið lagt niður þar í landi vegna harðrar gagnrýni og skipuð föst rannsóknamefnd. Gagnrýnin hefði fyrst og fremst falizt í því, að meirihluti rannsóknarnefnda hefði áður veið starfsmenn flugmálastjórnar, en rannsókn beindist meðal annars að starfi flug- málastjórnar í slysamálum. Umræðunni var frestað kl. 4 síðdegis í gær en fundur boðaður að nýju kl. 9 í gærkveldi. Umræður urðu nokkrar í efri deild um frumvarp um bann við bú- fjárhaldi í Reykjavík. Tóku þátt í þeim Karl Kristjánsson, Auður Auð- uns og Steinþór Gestsson. 2. umræðu varð lokið en atkvæðagreiðslu frestað. Samþykkt var til 3. umræðu frumvarp Jóns Áraasonar um takmörkun dragnótaveiða. Helgi Bergs taldi nægjanleg ákvæði í gildandi lögum til að banna slíkar veiðar. - KABARETT í Háskólabíói í dag kl. 5 \ Heimsfræg skemmfiairiði frá þekkfusfu fjölleikahúsum heimsms f. d. The Pn SuHivan *how, N.Y., Cirkus Schumann, Tivoii, Cirkus Moreno, Lorry o. fi. Stórkostlegasta og fjölbreyttasta skemmtun ársins! Forsaia aðgöngumiða er i Háskólahiói og bókaverziun Lárusár Blöndai, Skóiavöröusfíg ogVesturveri. Lúðrasveit Reykjavíkur I • irSfi Hfriimí ir n ?7 '*> • .1 T í M I N N, þriðiudagur 14. april 1964.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.