Tíminn - 23.04.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.04.1964, Blaðsíða 8
Haraldur Einarsson: Byggingarlisti n og myndlistin eiga nána samleið í Mexico Kona ( bðndum (Proletarlan Vlctlm) málverk eftlr Alfaro Slquelros, faeddan 1898. Sýning á mexikanskri list í bogasal Þjóðminjasafnsins og að Laugavegi 26 á vegum Arki- tektafélags íslands ekki alls fyrir löngu hefur orðið tilefni þessarar greínar. Sýning þessi, sem er farand- sýning, er haldin í tilefni hálfrar aldar afmælis bylting- arinnar í Mexíkó. Sýningin í bogasalnum var yfirlitssýning mexikanskrar byggingarlistar i 4000 ár, og sú að Laugavegi ljósmyndír af verkum þriggja höfuðsnillinga þar í landi, þá: Rivera, Orozco og Sequeiros. Mexíkó er stórt land. Mikill hluti þess er þurr háslétta með eldfjöllum og víðáttumiklum, rökum frumskógum að suð- austan og á skaganum Yucat- an. Fyrir 4000 árum var þar komin föst þjóðfélagsskipan með glæstar hallir pyramida, guðsmyndir, líkneski, vegg- skraut, leirker, vopn og áhöld. Leifar stórfenglegra borga og bygginga er ekki aðeins að finna á dreif um hina sólríku hásléttu, einnig í grænum skóg- um Yucatans. Sögu og fommenningu lands- ins er oft skipt í þrjú aðal- timabil: Fomtimann (2000 — 100 f. Kr.), borgin dularfulla Cul- cuilco, sem varð undir hraun- leðju eldfjallsins Xitle árið 500 f. Kr., tilheyrir til dæmis því tímabili. Klassiska tímabilið (100 f.Kr. —950 e. Kr.) og herveldistima- bilið (950 e. kr. — 1521), eða þar til Spánverjar hafa brotið undir sig landið, þótt þeir hafi ekki beygt að fullu þá kyn- flokka, sem inni í landinu Þessl fallega hafnarbygglng er i Veracruz. bjuggu lýri en nokkrani ára- tugúm síðat.' 1004 Ævintýrablær hvílir yfir nöfnum eins og Mayar, Toltek- ar, Zapotekar, Mixtekar og Aztekar. Þessar þjóðir hafa lagt sinn skerf til hins foma Mexíkó, því að líta verður á hina fornu menningu sem sammna margra þjóða, sem átt hafa sín blóma- og hnign- unarskeið. Menning Indiánanna, sem Rósflr frá Tula, fyrrum höfuðborg Tolteka-lndíána. Þar voru flestar bygglngar llstaverk. vora veiði- og akuryrkjuþjóð- ir, hefur risið hátt á mörgum sviðum. Þó hafa þeir verið á steinaldarstigi. Þeir þekktu ekki hjólið og hagnýttu sér lítt málma. Indíánamir hafa náð mikl- um tökum á steinsmíði. Hall- ir þeirra og hof skreyttar sterkum og áberandi Útum hljóta að hafa verið tilkomu- miklar. Húsbúnaður og klæðn- aður hefur verið mjög skraut- legur, og jafnvel smáhlutir til daglegs brúks lýsa miklum fegurðarþroska. Þegar Cortez og Spánverjar hans koma til landsins árið 1519, þá era Aztekar drottnar- ar hásléttunnar. Þeir vora sól- dýrkendur og grimmilegar mannfórnir hjá þeim vora tíð- ar. Þeir höfðu setzt að í Mexi- kódal, og höfuðborg þeirra var Tenochtilán, núna Mexikó- borg. Þeir vora aldrei fjöl- mennir, og er það ein af mörg- um ástæðum fyrir því að ríki þeirra fellur svo snögglega fyrir Spánverjunum. Aztekar hafa verið illa þokkaðir af þeim þjóðum, sem þeir höfðu kúgað, og það ásamt hjátrú og lélegri vopnum hefur orðið þeim að falli. Nýr þáttur hefst í sögu landsins með komu Spánverj- anna- Evrópumenningin hefur inn- reið sína. Á þessum tíma er Spánn stórveldi, og þegar lönd- in í vestri hafa bætzt við, þá má með sanni segja að sólin aldrei hnigi í veldi Spánar. Spánverjarnir, sem koma í leit að gulli finna ekki aðeins steina og dýra málma heldur stórt og frjósamt land að miklu leyti óunnið. Næstu áratugimir fara í þ«ð að róa Indián- anna og vinna þá til fylgis við 24 tTmINN, fimmtudaglnc 23. apHI 1964 —,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.