Tíminn - 09.05.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.05.1964, Blaðsíða 5
SJONVARPSMALIÐ Hinn 22. nóvember s. 1. fól menntamálaráSuneytið útvarpsráði og útvarpsstjóra að gera tillögur um, með hverjum hætti sem fyrst verði efnt til íslenzks sjónvarps á vegum Ríkisútvarpsins. Óskaði ráðuneytið eftir nákvæmum áætl- unum um stofnkostnað sjónvarps stöðvar og kostnað hvers áfanga í dreifikerfi. Ennfremur óskaði ráðu neytið tillagna um starfsrækslu slíkrar sjónvarpsstöðvar, dagleg- an senditíma fyrstu starfsárin og skipulag dagskrárstjórnar. Var þess sérstaklega óskað, að athuguð yrðu skilyrði til hagnýtingar sjón varps í þágu skóla. Jafnframt var þess beiðzt, að gerð yrðj áætlun um árlegan rekstrarkostnað sjón- varpsins. Og að síðustu var óskað tillagna um fjáröflun til greiðslu stofnkostnaðar og árlegs rekstrar kostnaðar. í útvarpsráði áttu þá sæti þess- ir menn: Benedikt Gröndal, Sig- urður Bjarnason, Þorvaldur Garð ar Kristjánsson, Þórarinn Þórar- insson og Björn Th. Björnsson. Þegar nýtt útvarpsráð var kjörið á þessu þingi voru allir þessir menn endurkjörnir nema Björn Th. Björnsson, en í stað hans kom Þorsteinn Hannesson. Óskaði ráðu neytið þess þá, að Björn Th. Björnsson héldi áfram aðild sinni að athugun á málinu jafnframt því sem Þorsteinn Hannesson bættist í hópinn. Þessi menn á- samt Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, út- varpsstjóra, unnu síðan áfram að málinu ' og skiluðu ráðuneytinu ýtarlegri skýrslu hinn 25. marz. Varðandi tæknileg atriði veitfi Landssími íslands mikilsverða aðstoð, sérstaklega Gunnlaugur Briem, póst- og símamálstjóri, Sig urður Þorkelsson, forstjóri og Sæmundur Óskarsson, deildarverk fræðingur. Athuguð var og skýrsla um sjónvarp á íslandi, sem Stefán Bjarnason, verkfræð- ingur, gerði vorið 1963, og ræddi nefndin við hann. Þá athugaði nefndin gaumgæfilega ýmsar upp lýsingar, sem Ríkisútvarpið lief- ur aflað undanfarin ár, fyrst og fremst skýrslu frá Georg Hansen, yfirverkfræðingi European Broad casting Union og Eurovision. Nýrra upplýsinga aflaði nefndin frá fjölmörgum aðilum erlendis, sérstaklega útvarpsstjórum Norð urlanda og fyrirtækjum í Bret- landi, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Þessi skýrsla hefur undanfarn ar vikur verið til athugunar í ríkisstjórninni. Efni hennar hef- ur ekki verið gert opinbert fram að þessu, enda hefur ríkisstjórn in ekki tekið fullnaðarákvarðan ir í málinu, svo sem ekki hefur verið við að búast með hliðsjón af því, hversu stuttur tími er lið inn síðan ríkisstjórnin fékk í hendur niðurstöður þeirra ýtar- legu athugana og víðtæku rann- sókna, sem sjónvarpsnefndin ann- aðist. En þar eð liðið er nærri þinglokum þykir mér þó rétt að skýra hinu háa Alþingi frá megin- niður stöðum og tillögum sjón- varpsnefndarinnr, en hún var á einu máli um niðurstöður sínar og tillögur. Nauðsynleg fjárfesting vegna stofnunar íslenzks sjónvarps er þrenns konar: (1) Húsbyggingar. (2) Tæki til að afla sjónvarps- efnis, undirbúa það og flytja og (3) sendistöðvar til að sjónvarpa um landið Tæknilega hliðin. Talið er að byggja þurfi sér- stakt 4000 rúmrn. hús fyrir sjón- Ivarpsstarfsemina. Er það talið mundu kosta um 10 millj. kr. Nauðsynleg dagskrártæki, sem kaupa yrði þegar í upphafi, mundu kosta aðrar 10 millj. kr. Er þó talið rétt, að byrja með aðeins einum sjónvarpssal af lítilli gerð, ásamt þularstofu, um 200 ferm. Eitt mikilsverðasta at- riðið í dagskrárundirbúningi ís- lenzks sjónvarps yrði að gera texta við erlendar fréttamyndir, fræðslumyndir og annað kvik- myndaefni, svo og að setja texta við íslenzkar kvikmyndir. Er gert ráð fyrir góðum útbúnaði til þeirra verka. Gert er og ráð fyr- ir, að íslenzkt sjónvarp ráði þeg ar einn kvikmyndatökumann til að taka fréttamyndir innanlands og hafa samband við aðra kvik- myndatökumenn. Gert er ráð fyr- ir því að sjónvarpið fái aðstöðu til fullkominnar kvikmyndagerð- ar. Hins yegar er ekki gert ráð fyrir kaupum þegar í upphafi á myndsegulbandi, enda er þar um mjög dýr tæki að ræða. Ekki er heldur gert ráð fyrir því að kaupa þegar í upphafi tæki til að sjón- varpa viðburðum utan sjónvarps húss. Á þriðja starfsári sjónvarps- ins er þó gert ráð fyrir kaupum á slíkum tækjum. Sjónvarpsbylgjur eru að því leyti eins og ljósbylgjur, að þær stefna beint og þurfa að hafa tálmunarlitla loftlínu frá sendi til móttökutækis. Af þessum sökum er sjónvarp um fjallaland erfitt. Til þess að koma myndinni áleið is verður því að nota endurvarps- stöðvar. Sjónvarp hefur marga sömu eiginleika og þráðlaust síma samband. Hefur því verið talið sjálfsagt að hagnýta þá reynslu, sem Landssími íslands hefur öðl azt á undanförnum árum og hafa áætlanir um dreifingu sjónvarps um landið þess vegna verið gerð- ar af verkfræðingum Landssím- ans. í þessum áætlunum er gert ráð fyrir því, að dagskrá sjón- varpsins verði flutt í Reykjavík eða næsta nágrenni, en aðalsendi stöð reist á Skálafelli, þar sem þegar er miðstöð þráðlausa síma kerfisins. Er þar gert ráð fyrir 5000 watta sendistöð, en hún mundi ná um Suðurnes, mestallt Suðurlandsundirlendi, Borgar- fjörð og sunnanvert Snæfellsnes og jafnframt til endurvarpsstöðvar í Stykkishólmi, Húnaþingi, Skaga firði og Eyjafirði. Þessi eina stöð á Skálafelli myndi væntanlega ná til meira en 60% þjóðarinnar. Þá er gert ráð fyrir lítilli móttöku- stöð að Björgum í Hörgárdal og myndi hún endurvarpa yfir Eyja fjörð upp á Vaðlaheiði, þar sem reisa þyrfti 5000 watta stöð. Hún mundi ná yfir alla byggð Eyja- fjarðar, til Siglufjarðar, þar sem reisa yrði litla endurvarpsstöð, 100 wött, til Narfastaðafells í Suður-Þingeyjarsýslu og til Fjarð arheiðar, þar sem reisa yrði aðal stöð fyrir norðanvert Ausíurland, 5000 wött. Frá stöðinni á Fjarðar heiði yrði síðan ýmist endurvarps- eða sjónvarpslína til byggða á Austfjörðum, en endurvarpsstöðv ar yrðu á Norð-Austurlandi. End urvarpsstöð við Blönduós mundi taka við dagskrá beint frá Skála- felli og endurvarpa til stöðva á Tunguhálsi í Skagafirði svo og til Skagastrandar, en þaðan yrði þá endurvarpað til Stranda. 5000 watta stöð í Stykkishólmi myndi ná til alls Breiðafjarðarsvæðisíns með endurvarpsstöð á Sandi, en auk þeess gæti hún varpað dag- skránni áfram til Vestfjarða. Slík stöð mundi ná til stöðva á Pat- reksfirði, Hrafnseyri (fyrir Bíldu dal) og Þingeyri beint, svo og til endurvarpsstöðvar á Melgraseyri, sem þá mundi varpa til stöðvar á Arnarnesi, og gæti sjónvarpið þannig náð til byggðar við Djúp, þ. á. m. ísafjarðarkaupstaðar. Streng þyrfti þó að leggja til Flat eyrar og Suðureyrar. í Vestmanna eyjum yrði að reisa sérstaka end- urvarpsstöð, bæðl fyrir kaupstað- inn, uppsveitir Ámes- og Rangár- vallasýslu og til að ná austur á bóginn. Önnur stöð yrði að vera á Hjörleifshöfða til að koma dag skránni eins og þráðlausa síman um til Homafjarðar og þaðan um sunnanvert Austurland. Þetta eru grundvallaratriðin í sjónvarpskerfi, sem tekið gæti til alls landsins. Verkfræáingarnir taka þó skýrt fram, að reynsla af fyrstu stöðvunum geti haft áhrif á síðari framkvæmdir, enda erfitt að segja fyrir um með fullri vissu, hvernig sjónvarpssendingar takist hér á landi. Höfuðstöðvar kerfisins ,fimm, sem gert er ráð fyrir að verði á Skálafelli, í Stykk ishólmi, á Vaðlaheiði, á Fjarðar heiði og Hjörleifshöfða, verði 5000 wött að styrk, og eru þær taldar kosta 8.5—9.5 millj. kr. hver. Minni stöðvarnar yrðu ýmist 500 og kosta slíkar stöðvar 4-5 millj. kr 100 w. en þær kosta 2.5 millj. kr og örsmáar stöðvar 1—10 wött, sem ÍSLANDSGLIMAN Íslandsglíman verður háð í íþróttahúsinu á Hálogalandi á morgun, sunnudag, og hefst keppn in kl. 4 síðdegis. Keppendur í fs- landsmótinu á morgun vcrða ó- venjumargir. 15 glímumenn frá fjórum aðilum eru skráðir til keppninnar: 6 frá Grímufélaginu Ármanni, 4 frá KR, 3 frá Héraðs- sambandinu Skarphéðni og tveir frá UMF Breiðablik í Kópavogi. Meðal keppenda er Ármann Lár usson (Breiðablik), en hann hef- ur sigrað 11 sinnum í Íslandsglím unni. Flestir aðrir beztu glímu- menn landsins keppa einnig á morgun, t. d. Kristmundur Guð- mundsson (Á), Hilmar Bjarnason (KR), Sveinn Guðmundsson (Á), Ingvi Guðmundsson (Breiðablik), Gunnar Pétursson (KR), Guðm. Freyr Halldórsson (Á) og Guð- mundur Steindórsson (HSK). Íslandsglíman er elzta reglulega íþróttamótið, sem háð er hér á landi. Fyrsta Íslandsglíman fór fram á Akureyri árið 1905. Síðan hefur glíman farið fram árlega, nema á heimsstyrjaldarárunum fyrri. Íslandsglíman á morgun verður sú 54. í röðinni. í Íslandsglímunni er keppt um „Grettisbeltið“, en það er elzti verðlaunagripur, sem keppt er um á íslenzku íþróttamóti, og hefur verið keppt um það frá upphafi Íslandsglímunnar árið 1905. Hand- hafi Grettisbeltisins er nú Ár- mann Lárusson. Glímudeild Glímufélagsins Ár- manns sér um Íslandsglímuna að þessu sinni. kosta allt að hálfri millj. kr. hver. Til þess að menn geti gert sér grein fyrir styrkleika þessara stöðva má geta þess, að sjónvarps stöð varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli er 250 wött. Nauðsynlegt er að geta þess, að flestar stöðv- arnar eru fyrirhugaðar á stöðum, þar sem Landssíminn hefur þeg- Eftir tvær umferðir í úrslita- keppni Firmakeppni Bridgesam- bands íslands — en 48 firmu taka þátt í henni — hefur Fast- eignasala Einars Sigurðssonar tekið forustuna með 793 stig, en spilari er Hjalti Elíasson, sem sigraði í keppninni í fyrra. í öðru sæti er Kiddabúð (Jón Ás- björnsson) með 769 st. 3. Hreyf ill (Þórður Elíasson) með 760 st. 4. BP (Örn Guðmundsson) með 734 st. 5. Heildverzlun Agnars Lúðvíkssonar (Einar Þorfinns- son) með 727 st. 6. Mjólkursam- salan (Magnea Kjartansdóttir), með 726 st. og 7. G. Albertsson (Guðjón Jóhannesson heildverzlun með 724 stig. — Meðalskor eftir þessar tvær umferðir er 660. — Síðasta umferðin verður spiluð á þriðjudagskvöld í Hafnarbúð- um. í keppninni tóku upphaflega þátt 227 firmu, og var spiluð undankeppni í bridgefélögunum fjórum í Reykjavík, en efstu menn spila síðan .til úrslita, sem jafnframt er keppni um einmenn ar komið fyrir mannvirkjum vegna þráðlauss sima, og er það raunar gert yfirleitt alls staðar, sem því verður við komið. Sparar það að sjálfsögðu mikinn kostnað, þar sem vegir og rafmagn hefur þeg ar verið leitt til slíkra símastöðva. (Niðurlag skýrslunnar birtist í blaðinu á morgun). ingstitil Reykjavíkur í bridge. í 2. umferðinni kom eftirfar- andi skiptingarspil fyrir, og urðu úrslit mjög breytileg á hinum ýmsu borðum. AÁKDG10942 V G543 ♦ 9 *Ekkert A83 A65 VÁK1072 V98 V KDG7 V 52 *G6 *KD109872 VD6 V Á108643 *Á543 Bezta skor í A-V voru 500, sem fengust fyrir 5 spaða doblaða, en hvernig það spil tapaðist er hrein krossgáta. Næst bezt var fórn í sex lauf gegn fimm spöð- um, þar sem N-S fengu aðeins 500. Hins vegar var bezta skor N-S 1100, -sem fengust fyrir fimm hjörtu í Austur dobluð. Einn spilari í Norður fékk að spila fjóra spaða doblaða, sem hann vann auðvitað með yfir- slag, 990, og margir spiluðu fimm spaða doblaða, sem unnust og gáfu 850. Sem sagt óvenju- Iegt skiptingarspil. — hsím r r ■ a VERÐ A SKOGARPLQNTUM VOREÐ 1 §04 Minnsta pöntun af hverri tegun^ 250 stk 50 stk. undir 50 stk. Birki, ódreifsett .... 1,50 2,00 3,00 Birki, dreifsett 3,00 4,00 6,00 Blágreni, dreifsett .. 2,25 3,00 4,50 Hvítgreni, dreifsett . . 3,00 4,00 6,00 Rauðgreni, dreifsett . 2,25 3,00 4,50 Sitkagreni, dreifsett . 3,00 4,00 6,00 Sitkabastarður, dreifs. 3,00 4,00 6,00 Lerki, dreifsett .... 3,00 4,00 6,00 Bergfura, ódreifsett .. 1,50 2,00 3,00 Bergfura, dreifsett .. 2,25 3,00 4,50 Stafafura, ócjreifs. . . 2,25 3,00 4,50 Stafafura, dreifsett . . 3,00 4,00 6,00 Skógrækt ríkisins i Opinber stofnun óskar að ráða karl eða konu til birgðabókhalds nú þegar. Umsækjandi þarf að vera vanur skrifstofustörfum. Starfið er algjörlega sjálfstætt. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist afgr. blaðsins merktar ,,Birgðabókhald“. fyrir 15. þ.m. rÍMlNN, laugardaginn 9. maí 1964 — 5 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.