Tíminn - 09.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.05.1964, Blaðsíða 15
DAGSBRÚN Framhalii af 16. sl5u. fólks, heitir Ihann fullum stuSn- ingi félagsins við þær tilraunir, sem hafnar eru til þess að leysa þessi mál á friðsamlegan hátt með viðræðum milli fulltrúa verka- lýðshreyfingarinnar, rikisstj órnar- innar og atvinnurekenda." (Frá Dagsbrún) LOKAÐ VEGNA . . . Framhald af 16. síðu. gjöld, söluskatt, vinnulaun o. fl. þ. h. Stærsti kröfuhafinn er Útvegsbanki íslands með sjö milljónir þá KEA með um eina milljón, og síðan koma ýmis fyiirtæki á Akureyri sem átt hafa viðskipti við Brynjólf með ýmislegt varðandi hótel- og bú- rekstur. Eru í því sambandi nefndir Pétur og Valdimar með um 100 þúsund fyrir Coca Cola Efnagerð Akureyrar og fleiri fyrirtæki. Brynjólfur átti ekki hús það er Hótel Akureyri starfaði í, heldur hlutafélagið Félagsgarð- ur. KVIKMYNDA . . . Framhald at 16. siðu. Hans-Ole Hansen segir, að til- gangurinn með þessu sé, að fræða unglingana um lífskjör fólksins, sem íslendingasögumar segja frá, og greina frá trúarbrögðum þess, ástum og bardögum. Margir ung- lingar í Danmörku halda, að líf þessa fólks hafi verið umvafið rómantík og það hafi lifað í glæsi- legum köstulum. Tilgangur sjón- varpsþáttanna er að lýsa aðstæðun um eins og þær raunverulega voru og þar sem lítið er eftir af húsa rústum, verður lögð á það áherzla að kvikmynda landslagið. Hans-Ole Hansen leggur stund á nám í þjóðháttarfræði og er með al annars þekktur fyrir þann þátt sem hann átti í gerð járnaldar- þorpsins í Lejre. S.V.F.f. Framhald af 16. síðu. ferðir til að bjarga bæði sjálfum sér og öðrum og skipi frá að- steðjandi hættum. Félagið stefn- ir nú að því, að búa björgunar- sveitirnar fullkomnum talstöðv- um, svo að þær geti haft samband sín á milli. Auk þess hefur félag- ið gert ráðstafanir til þess, að kaupa miðstöð, sem komið verði upp í Slysavarnahúsinu, og geti haft samband við björgunarsveit- irnar að starfi. Einnig verður rætt um það á þessu þingi, að efla björgunarsveitirnar til muna. Verið er að byggja nýtt björg unarskýli í Hafursey í stað skýlis-j ins, sem fauk þar í páskahretinu í fyrra, einnig er í undirbúningi að byggja nýtt björgunartækjahús í Sandgerði. Þá er og í ráði, að koma upp skýli í Norður-Aðalvík og endurbyggja skýlið á Sléttu. Auk þess þarf að byggja nýtt skýli í Hrafnsfirði á Jökulfjörðum. Ætl unin er svo, að útbúa öll björg- unarskýli félagsins talstöðvum. Meðal nýjunga í starfsemi Slysa varnafélagsins má nefna tvennt, útgáfu bæklinga með varnaðarorð um þeim, sem flutt hafa verið á hverju miðvikudagskvöldi í út- varpinu, undanfarin tvö ár, og búninga, sem dreift verður í skóla og notaðir af börnum þeim, sem stjórna umferðinni í nágrenni skól anna. Bæklingarnir eru gefnir út í 30.000 eintökum og verður dreift ókeypis um allt landið. Síra Óskar J. Þorláksson hefur verið settur þingforseti landsþings ins, en þau mál, sem þar er eftir að ræða um eru m. a. öryggiseftir- lit með smábátum, fjarskiptaþjón usta, slysavarnir í heimahúsum og umferðarmál. ÚTLENDINGAR TIL EYJA Framhaid af 1. síðu. fyrir slíkt. Vinnslustöðin borg ar venjulega aðra ferðina fyrir fólk sem það ræður til sín, séu það fslendingar eða Fær- eyingar, en aðrir verða að kosta ferðirnar sjálfir. Einar Sigurjónsson hjá ís- félaginu sagði að Jóhann Páls- son hefði verið sendur til Fær- eyja fyrir skömmu til þess að leita þar að verkafólki. Hefði hann ráðið 15 stúlkur og álíka marga karlmenn til fiskvinnslu og þar að aukj 4 sjómenn, sem fara á báta félagsins. Færeyingamir eru ráðnir til' 3—4 mánaða, og borgar ísj félagið hingað, en fólkið komj með Drottningunni 3. maí, og; hefur það reynzt vel. Sömu sögu hafði Einar að segja af öðru.n útlendingum, sem unnið hafa hjá honum í vetur, og kvað hann óreglu ekki hafa verið mikla á fólkinu í vetur. Fjórir skozkir námsmenn komu til Fiskiðjunnar í gær, og von er á 20 í viðbót. Að sögn Ágústs Matthíassonar er mik- ið framboð af írskum stúdent- um, en ekki hefur enn verið ákveðið, hve margir verða ráðn ir þangað í sumar. Fiskiðjan borgar aðra ferðina fyrir þá útlendinga, sem ráðnir em til starfa hjá henni. Prá Alþingi BANASLYS Framhald af 1, slðu. urinn náði ekki beygjunni, bfll- inn fór upp á gangstéttina fyrir framan Útvegsbankann, inn fyrir umferðarmerki, sem þar er, á litlu telpurnar og hafnaði á ljósastaur. Farið var með báðar telpumar á sjúkrahúsið en þar lézt Sigur- finna Stefánsdóttir skömmu síðar Litlu telpumar vora frænkur og feður þeirra báðir skipsmenn á Halkion frá Vestmannaeyjum. — Stefán Stefánsson faðir Sigurfinnu er skipsivóri á skipinu og Gísli Eyjólfsson faðir Margrétar er stýrimaður á Halkion. Móðir Sig- urfinnu heitinnar er Vilborg Brynjólfsdóttir. í sendiferðabílnum vom tveir farþegar auk ökumanns, og lék grunur á að ökumaðurinn væri undir áhrifum áfengis. Málið er í rannsókn. Hin stúlkan er stórslösuð á sjúkrahúsinu í Eyjum, þar sem einnig liggur karlmaður. sem stór- slasaðist, er hann varð fyrir bll í Eyjum á dögunum. Það er ekki furða, þótt óhug slái á Vestmanna eyinga, þegar svona atburðir ger- ast þar hvað eftir annað. Frá Alþingi breytingar á skattstiganum, sem valda hækkun á skatti miðað við skattskyldar tekjur, eins og sýnt er fram á í þál. minni hluta fjár- hagsnefndar Ed. (HB og EK) á þingskjali 495. Eins og áður segir, var miðað við kaupgjaldsvísitölu við umreikn ing 'á tekjutölum skattstiga og persónufrádrætti samkvæmt. skattalögunum frá 1954. Þetta er ckki mögulegt nú, því að kaup- gjaldsvísitalan er úr sögunni fyrir löngu. Kemur þá til álita, við hvaða vísitölu eigi að miða, cf utnreikningurinn verður tekinn upp á ný. Þegar frv. þetta var til afgreiðslu í hv. Ed., bar minni hl. fjárhagsnefndar þar (HB og KK) fram breytingartillögu um að taka inn í frv. ákvæði um um- reikning á persónufrádrætti, og skyldi hann miðast við breytingar á framfærsluvísitölunni Eftir að sú tillaga hafði verið felld, bar sami minni hl. fram tillögu um að umreikna persónufrádráttinn eftir meðalvísitölu vöru og þjón- ustu. Sú till. var líka fell1 í Ed. En hér verður gerð tilraun til að fá lögfest ákvæði um umreikning á tekjutölum skattstiga og persónu frádrætti til satnræmis við vísi- tölu framfærslukostnaðar, og eru dæmin, sem birt eru hér að framan reiknuð samkvæmt því. það, sem það var í fyrra. Mun nú koma í Ijós, hver sé vilji þeirra manna, sem eru að kvarta undan því að hlutur Vestfjarða sé lítill og þurfi að vaxa. Gísli Guðmundsson sagði þjóð- brautir og landsbrautir mjög slæmar víða í Norðurlandskjör- dæmi eystra og austast í kjördæm inu væri stór hluti þeirra aðeins mddir vegir. Þá þyrfti að athuga það, þegar talað væri um lagða vegi, að margir þeirra vom byggð ir fyrir áratugum með pál og haka og era lítið betri en ruddir vegir sumir hverjir — en á þess um vegum væri umferð vaxandi svo og þungaflutningar meðal ann ars vegna útbreiðslu mjólkurfram leiðslu. Gísli taldi nauðsynlegt, að Alþingi ætti þess kost að koma inn í vegaáætlanir heimildum tii v/Miklatorg Sími 2 3136 EfMftEffMN Askriftarsfmi 1-61-51 Pósthólf 1127 Reykiavík. TRUL0FUNAR HRINGIR AMTMANNSSTÍG 2 HALLOÖR KRISTINSSON guflsmíSur — Sími 16979 Til solu 2ja herb. íbúðarhæð með bflskúr. Málflulnlnsrskrlfjlofíi Þorvarður K, Þorsfoirisson Mlklubrauf 74. FasfelgnavlSiklptl: Guðmundur Tryggvason Slml 22700. TIL SÖLU er 4ra herb. íbúð við Safamýri. Félagsmenn hafa for- kaupsrétt lögum sam- kvæmt. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur Iántaka til vegagerðar svo unnt sé að ræða vegamálin öll í heild við afgreiðslu vegaáætlana. Þá sagði hann það ekki fá staðizt að ríkisstjórnin taki lán til vegafram kvæmdanna en setji suma land- hLuta alveg hjá í því sambandi. Ýmsar vegagerðar væru þannig vaxnar, svo fjárfrekar að eðlilegt yrði að teljast að þær yrðu verð ar fyrir lánsfé því ekki myndi reyn ast unnt að hrinda þeim í fram- kvæmd með hinu almenna vega- fé. Minnti Gísli í Jþessu sambandi á Múlaveg milli Ólafsfjarðar og Svarfaðardals og einnig fleiri vega gerðir í Norðurlandskjördæmi eystra. Umræðunni var ekki lokið er hér var komið. Starfsmann vantar við innpökkun á blaðinu. — Næturvinna. Upplýsingar á skrifstofunni, Bankastræti 7, sími 12323. Starfsstúlka óskast Starfstúlka vön matreiðslu óskast til,sumarafleys- inga í eldhús Landspítalans. Upplýsingar gefur matráðskonan kl. 9—15 daglega í síma 24160. Skrifstofa ríkisspítalanna Starfsstúlka óskast Starfsstúlku vantar nú þegar í Flókadeildina, Flókagötu 29. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 16630. Reykjavík, 6.. maí 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna Bátaeigendur — útgerðarmenn 160—180 ha. Caterpillar bátavél til sölu. Vélin er algjörlega endurbyggð. Allir slitfletir endur- nýjaðir (nýr sveifarás). Ábyrgð tekin á vinnu og vél. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 32528. ÚTBOD Tilboð óskast í sölu á tveim fólkslyftum í háhýsið Austurbrún nr. 6. Útboðsgagna skal vitja í skrifstofu vora, Vonar- stræti 8, gegn 500 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Elglnkona mín, Arnbjörg Sigurðardóttir Mlnnl-Borg, Grfmsnesl, lézt f Landspitalanum aSfaranótt föstudagsins 8. maí. - Árnl Etnarsson, Minnl-Borg. Þökkum Innilega auSsýnda samúS og vinarhug vIS andlát og útfðr , móður okkar, Eyrúnar Guðmundsdóttur Vík I Mýrdal. i Börn, tengdabörn og barnabörn. I 15 T í M I N N , laugardaglnn 9. maf 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.