Tíminn - 09.05.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.05.1964, Blaðsíða 3
V Hvaða ráð eru til þess að draga úr ofnautn áfengis? Ingvar Gíslason, alþm. segir frá ráSstefnu um áfengisvandamálið, sem haldin var í Reykjavík 25. apríl síðastliðinn. EINS og TÍMINN hefur áður skýrt frá var nýlega haldin í Reykjavík ráSstefna um áfeng- roVandamálið, en að henni stóð dómsmálaráðuneytið í sam vinnu við Landssambandið gegr, áfengisbölinu. Til ráðstefnunn- ar var boðið ýmsum félagsmáia leiðtogum og nofckrum embætt ismönnum. Jóhann Hafsteir. dómscnálaráðherra setti ráð stefnuna og lýsti tilgangi henn- ar, sem var fyrst og fremst sá að ræða þau vandamál, sem skapast vegna ofneyzlu áfengis og hvað verða mætti til úrbóta í þeim efnum. Kristinn Stefáns- son áfengisvarnarráðunautur stjórnaði sameiginlegum fund- um ráðstefnunnar, en störfum var annars þannig háttað, að fyrst voru haldin fjögur frara söguerindi, en síðan skiptu þátt takendur sér í fjóra umræðu- hópa og ræddu ýtarlega þau efni, sem framsögumenn höfðu fjallað um í erindum sínum. — Að því loknu var sameiginleg- ur fundur þar sem fram fóru a! mennar umræður um hinar ýmsu hliðar áfengisvandamáls- ins. Óhætt er að segja, að meg- ingrundvöllur allra umræðna voru áðurnefnd framsöguerindi en þau voru sem hér segir: Uppeldi, menntun og áfengi (dr. Broddi Jóhannesson). Áfengi, löggjöf og löggæzla (Sigurjón Sigurðsson lögrelu stjóri). Félagslífið og áfengið (Jónas B. Jónsson fræðslustjóri). Geðrænar orsakir drykkju- hneigðar og lækning (dr. Tómas Helgason prófessor). Marghliða vandamál. Mér undirrituðum var boðið að taka þátt í ráðstefnunni og vil ég nú leyfa mér að skýra lesendum Tímans frá því helzta sem tnér er í minni varðandi það, sem fram kom á fundur, um og að svo miklu leyti seci takmarkað rúm blaðagreinar leyfir. Rétt er að taka það fram, að ráðstefnan samþykkti engar beinar ályktanir né á- skoranir til eins eða neins, en hins vegar þóttist ég mega greina vissar meginlínur, sem allir voru sammála um. 1. Áfengisvandamálið er stað- reynd og allmargþætt. a) persónubundin eða fjöl- skylduleg vandamál í ýmsurr. myndum s. s. vanræksla í störfum, vanræksla fram- færslu- og forsjárskyldi. heimilisófriður o. s. frv. b) ölvun við akstur, c) drykkjuskapur unglinga o m. fl. 2-Umhverfi og almenningsálit hefur að jafnaði mikið að segja í sambandi við drykkju skap. 3. Fordæmi hinna eldri hefur á hrif á viðhorf unglinga gagn vart áfengisneyzlu. 4. Ofdrykkja er sjúkdómur, sem þarf að leitast við að fá lækningu á í tæka tíð. Hvað er til ráða? Að sjálfsögðu snerust umræð urnar að verulegu leyti um það hvað mætti verða til þess að draga úr þessu böli, sem áfeng isneyzlan veldur. í fyrsta Iagi- Hvernig lækna mætti ofdrykkju menn og verðandi ofdrykkju menn. í öðru lagi: Hvaða ráð væru helzt til þess að koma í veg fyrir það, að ungt fólk leiddist út í drykkjuskap. Þeim, sem hlustuðu á hið at hyglisverða erindi dr. Tómasar Helgasonar, ætti að vera það ljósara en e. t. v. áður, að of drydckja er sjúkdómur, sem o't má lækna. Einkum er inikil vægt, að fylgzt sé með drykkju skaparferli í tæka tíð, því að auðveldara er að hjálpa þeim, sem skemmra eru komnir á drykkjubrautinni. Kom glögg- lega í ljós á ráðstefnunni, að þörf væri fyrir meiri og víð- tækari læknisfræðilega áfengis- varnarstarfsemi og fleiri sjúkra hús eða sjúkradeildir fyrir á fengissjúklinga. Þá var einnig allmifcið rætt um það vandamál að fylgjast með ofdrykkjumönnum og fá þá til að leita sér lækninga. — Töldu ýmsir, að víða væri hið versta ástand á heimilur.i vegna drykkjusýki heimilisföð- ur eða annarra heimilismanna og of algengt væri, að vanda menn ofdrykkjumanna þe'gðu yfir raunverulegu ástandi þeirra, þar til í óefni væri kom ið. En nokkur vandi hefui reynzt á því að fá ofdrykkju- menn til þess að gangast und- ir læknismeðferð af frjálsum vilja. Var þetta atriði allmikið rætt, og þó að menn væru e.t.v ekfci sammála um einstök at.r iði í því sambandi, þá voru al’. ir á einu máli um nauðsyn þess að fylgjast betur með drykkju- sýki í landinu og ’eitast við a'ð fá drykkjusjúklinga til að gang ast undir læknismeðferð af fúsu geði, enda væri þá eðli- lega meiri árangurs að vænta. Drykkjuskapur unglinga. Mjög mikið var rætt ura drykkjuskap ungmenna, sem talinn er mikill hér á landi og sízt minnfcandi vandamál. Hins vegar kom þpð greinilega franv að áfengisvandatnálið yrði varla skilið frá öðrum vanda málum æskunnar s. s. tóbaks- reykingum, kæruleysi, slæpingq lífi og lausung. Töldu margir að eldri kynslóðin bæri mikla ábyrgð á siðleysinu, enda hefði fordæmi og alúð við uppeldi mikið að segja í þessu efni. Allir voru sammála um nauð syn þess að vinna jákvætt að því að útrýma drykkjuskap og annarri óreglu meðal unglinga. Slíkt mætti bezt gera með bættu heimilislífi og uppelii eflingu félagslífs, m. a. í skól um, og bindindisfræðslu. Á það var bent, að miikilvægt væri að laða börn og unglinga sem mest að heimilum sínum og skapa þeim félagslega að stöðu innan veggja þeirra, — þannig að þau þyrftu sem minnst að leita tómstunda og skemmtana utan heicnilisins. — Þá var rætt um vinnu og pen ingaráð barna og unglinga og töldu margir, að hér viðgeng ist í sumum tilfellum hrein vinnuþrælkun á börnum og unglingum og sjálfræði þeirra með peninga leiddi til mjög óhollra áhrifa. Sú hugmynd átti fylgi að fagna að efla sum arbúðastarf í þágu unglinga. Þ i var á það minnzt að oft væri skortur á hæfum mönnum lil tngavi Gíslason að leiðbeina unglingum í félags störfum og hafa með höndum forystu um æskulýðsmál. Var talin mikil þörf á að bæta úr þessum skorti á æskulýðsleið- togum með því að efna til nám skeiða fyrir áhugasama menn á þessu sviði. Löggæzla Umræður urðu um ýmis lög- gæzluatriði í sambandi við á- fengismál almennt og unglinga vandamálið sem slíkt. M. a. kom fram eindreginn stuðning ur við hugmyndina um vega- bréfaskyldu og aukið eftirlit með ferðalögum æskufólks, og æskilegt talið að leggja ríkari ábyrgð en verið hefur á herðar þeim, sem stofna til ferðalaga fyrir ungt fólk, s. s. sérleyfis- hafa og bifreiðarstjóra. í þessu sambandi var lögð áherzla á nauðsyn þess að skapa löggæzl- unni sem bezta aðstöðu, svo fylgja mætti fram lögum og reglum með raunhæfum hætti. Jákvæð lausn Eg lít svo á, að ráðstefna þessi hafi heppnazt vel, einkum að því leyti, að flytjendur fram söguerindanna voru hófsamir í orðum og fordómalausir og skýrðu hinar margvíslegu hlið- ar áfengisvandamálsins af aug- ljósri þekkingu og vilja til þess að fá vandann leystan á já- kvæðan hátt. Hitt var ekki síð- ur ánægjulegt, að aðrir þátt takendur, sem til máls tóku, voru ekki síður einhuga um gildi hinnar jákvæðu lausnar, þ. e. að bæta samfélagshættina, lækna þau mein, sem eru aðal- orsök drykkjuskapar og annarr ar óreglu. Að mínu áliti varðar mestu að verja uppvaxandi kynslóð fyrir þvi að verða áfengisnautn og annarri lausung að bráð. Þess vegna er það brýnast í áfengismálinu að búa þannig að börnum og unglingum með hollu uppeldi og heimilisað- búð ásamv fræðslu, hóf- legri vinnu, þroskandi tóm- stundaiðju og skemmtunum, að unglingarnir leiðist síður út í drykkjuskap og aðra óreglu sér til skammar og skaða. í þessu sambandi er sjálfsagt ekki minna um vert að snúa máli sínu til foreldra og annarra for sjármanna barna og unglinga, því að eitt af einkennum okk- ar nýríku breytingatíma er djúpstæð vanræksla á uppeldi og heimilismenningu Það er óneitanlega dálítið skoplegt í aðra röndina að því umfangs- meiri sem uppeldisfræði hefur orðið sem vísindagrein, því hraklegra hefur raunveru- legt uppeldi orðið. Vitaskuld á uppeldisfræðin enga sök á því, síður en svo Ástæðan er ein- faldlega sú, að fólk hefur ekki mátt vera að því að hugleiða svo óefnisleg fyrirbæri sem uppeldi, hvað þá að það hafi áttað sig á því, að mótað upp- eldi er einn af hornsteinum menningarinnar. Úrbætur án öfga Þá er það einnig mjög mik- ilvægt að hafa gát á ofdrykkju hneigð og skirrast ekki við að leita lækninga við þess háttar "ástríðu, því að drykkjuskapur er fráleitt mikil karlinennska, heldur augljóst einkenni um veiklyndi, ef nokku'o er. En auðvitað verður að gæta hófs í þessu sem öðru og varast all ar öfgar. Meirihluti þeirra, sem hafa vín um hönd, fer þannig með það, að það kemur síður en svo að sök. En sé það svo, að 9—10% af vínneyzlumönn- um eigi á hættu að verða of- drykkjumenn einhvern tíma á ævinni, þá sér hver heilvita maður, að áfengisneyzla er ekki hættulaus, hvorki ungum né gömlum Persónulega sýnist mér það allvandasamt verk, hvernig fylgjast eigi með drykkjusýki manna, og ég vil segja það sem mína skoðun, að í því efni má „tilgangur- inn alls ekki helga meðalið“. Það nær auðvitað ekki nokk- urri átt að leyfa neins konar drykkjuskaparnjósnir eða heimila einhverjum nefndum nær takmarkalaust að hnýsast í svo persónulegar sakir né gefa þeirr allt of rúman kæru- eða ábendingarrétt. Eg tel fyr- ir mitt leyti að viðkunnanleg- asta og áhrifaríkasta ráðið, sem til greina kemur í þessu tilliti sé að fela læknum (heimilis- eða héraðslæknum) framar því sem er að fylgjast með of- drykkjumönnum og þá ekki sízt verðandi ofdrykkjumönn- um, og láta þessa aðilja, fyrst og fremst, um það að veita leið beiningar í sambandi við að- gerðir til bjargar frá of- drykkju. Ótímabærar og þjösna legar þvingunarráðstafanir ber að varast í lengstu lög. Efling félagsframtaks Eg vil líka leggja aherzlu á það, sem fram kom á ráðstefn- unni og fyrr er frá greint um heilbrigða æskulýðsstarfsemi Framhald á 13. sfSu. „Tollalækkun" Gunnars Stjórnarblöðin — ineira að segja A'lþýðumoggi — eru að bráðna af hrifningu yfir því „snjailræði* Gunnars fjármála. ráðherra að svaira gagnrýni Framsóknarmanna á Alþingi um sýndarfrumvörp stjórnar- innar um tolia- og skattalækkan ir með ti.'boði sem Alþíðublað. ið orðar á þessa leið: „Hann bar fram þá hugmynd hvrirt ekki væri rétt að setja í frumvarpið ákvæði þess efnis að óski einhver eftir að greiða to'Ila cftir þeim reg,lum, sem giltu 1958, í tíð vinstri stjórn- arinnar, þá skuli það vera leyfi Iegt“ Gunnar þykist ætla að slá vopnin úr höndum gagnrýn- enda með þessu og gefa auk þess með því drýgindalega í skyn, að hér sé um svo miklar to'llalækkanir að ræða, að þetta mundi engum koma til hugar. En hann minniir með þessu að- eins á þá hlálegu staðreynd, að hann var búinn að básúna „to,lllalækkanirnar“ vikum sam an í fyrra sem „stórkostlegar kjarabætur“ og þær komu til framkvæmda, brá svo við, að þær gátu ekki hreyft vísitöluna um eitt einasta stig til lækk- unair, hvað þá meira, og geip ráðherrans varð að engu. Lág- launafölkið stóð þvi alveg ná- kvæmlega jafnilla að vígi og áður Þær lækkanir, sem orðið höfðu og nokkru námu komu aðeins til góða hátekjumönnum sem keyptu óhófsvöirur, en þeir sem þurftu á öllu sínu að halda til þess að kauipa vísitöluvör- ur, voru engu bættir. Hins veg- ar fengu þeir á sig stóraukna söluskattsbvrði. því að þess var vandlega gætt, að sö'uskatts aukinn fél'li alveg eins þungt á brýnustu lífsnauðsynjair sem annað Aliir vita, að láglaunafólk væri nú miklu betur sett, ef enn gfltu þær reglur um toll- innheimtu og söluskatt, sem í gildi voru í tíð vinstri stjórnar innair Landshafnir og aðrar hafnir. „Framsóknarmenn hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga uin bráðabirgðabreytingar á lögum frá 1946, um hafnar- gerðir og lendingarbætur. — Leggja þeir til, að ríkisfiram- 'lagið til hafna verði hækkað úr 40% af framkvæmdakostnað- inum upp f 65%. Til eru svo- kallaðar landshafnir og greiðir ríkið þar allan kostnað eins og við þ.ióðvegi En fjöldi sveitar- félaga þar sem ekki eru lands hafnir er skuldum vafinn og getur ekki greitt vexti og af- borganir af svo háum upphæð- um, sem þar er um að ræða, enda engin von til þess, þar sem flest, þessi mannvirki eru í smíðum og ekki farin að bera fullan árangur. Rfkið verður svo að borga nf lánunum, og reynir nú í seinni tfð að reyta af söluskattsh'luta sveitarfélaga í staðinn, og er þessi fram- kvæmd öll gölluð. Nær er að hækka hreinlega ríkisframlag- ið“ (ÚR DEGI). *T Í M I N N , laugardaglnn 9. maf 1964 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.