Tíminn - 09.05.1964, Blaðsíða 4
;
i
RITST JÓRl HALLUR SÍMONARSON
....... ...................
Hér skorar Eyleifur markið, sem dæmt var af fyrlr melnta rangstöðu. Urðu dóm-
ara og linuverðl ekkl mlstök á [ þessu sambandi? (Ljósm. Tlmlnn GE).
Gísli Þorkelsson, markvörður Reykjavíkurúrvals, gerir hér árangurslausa tllraun til
að verja fyrra skotið frá Donna. (Ljósm.: Tíminn GE).
i
1
I
i
Gamli og nýi tíminn sameinuðust
í vel leikandi liði Skagamanna -
Akranes sigraði mjög veikt Reykjavikurúrval 2:0
AH-ReykjavJk, 8. maí.
„Gamli og nýi tíminn“ hefði mátt nefna lið Skagamanna,.. sem vann verðskuldaðan sig-
ur yfir dauðadæmdu Reykjavíkurúrvali á fimmtudag með _2:0. Lið Skagamanna, sam-
bland gamalla landsliðsmanna frá blómatíma Akraness og ungra upprennandi leikmanna,
átti mjðg góðan dag og sýndi vallargestum á Melavellinum beztu knattsþyrnu, sem sézt
hefur á hinu nýbyrjaða keppnistímabili. En það verður þó að taka með í reikninginn, að
hinn góði leikur Akraness var næstum allur á kostnað Reykjavíkurúrvalsins, sem var
hvorki fugl né fiskur og dæmigert um áhugaleysi reykvískra knattspyrnumanna, þegar
þeir eiga að leika, sem sameinaður aðili. Hitt er svo annað mál, að valið á liðinu kemur
manni spánskt fyrir sjónir, en betri menn stóðu fyrir utan það, hvað sem því olli.
Hiim gamli landsliðsútherji Akra
ness, Halldór Sigurbjörnsson
(Donni), sýndi, að lengi lifir í
gömlum glæðum. Þrátt fyrir litla
æfingu færði hann Akranesi sigur
inn með tveimur gullfallegum
mörkum, sem svo einkennilega
vildi til, að sk-aruð voru með
nákvæmlega sama hætti, bæði úr
aukaspyrnum 8—10 metra fyrir
utan vítateig. Fyrra markið kom
á 20. mín í fyrri hálfleik, en
það síðara á 40. mínútu. í bæði
skiptin spyrnti Donni hárfínt yfir
Rvíkurvörnina efst í hornið hægra
megin. Gísli Þorkelsson í marki
Rvíkur hafði mjög litla möguleika
á að verja þessi skot, en hann
átti góða tilraun við það síðara. —•
Akranes lék undan vindi í fyrri
hálfleik og réði þá að öllu leyti
gangi leiksins. Framverðirnir
Sveinn Teitsson og Jón Leósson
höfðu öll tök á miðjunni, enda
voru innherjar Rvfkur, þeir Gunn-
ar Guðmannsson og Reynir Jóns-
son, mjög atkvæðalitlir og oft
hreinlega týndust þeir. Framverð
ir Rvíkur, Sveinn Jónsson og Matt
hías Hjartarson, áttu í miklum örð
ugleikum og þeim gafst aldrei tími
til að byggja upp, því þeir urðu
að komS aftur í vörnina og aðstoða
miðvörðinn, Jón Björgvinsson, sem
ekki réði neitt við Donna í mið-
herjastöðunni.
Rvíkurmarkið var oft í mikílli
hættu í fyrri hálfleiknum, en Gísli
var vel á verði og greip inn í
Rétt fyrir hlé bættu Skagamenn
reyndar þriðja markinu við og
átti nýliðinn í Akranesliðinu, Ey-
leifur Hafsteinsson, heiðurinn af
því.
En markið var dæmt af fyrir
meinta rangstæðu, þrátt fyrir þá
staðireynd, að Eyleifur fékk knött.
inn, sem hafði hrokkið frá varnar
manni Rvikur til hans. Hvers
vegna í ósköpunum geta íslenzkir
knattspyrnudómarar aldrei feng-
ið sig til a'ð túlka þá reglu, sem
segir, að leikmaður sc ekki rang-
stæður, þegar knötturinn kemur
frá mótherja?
f fyrri hálfleik átti Rvíikurúrvaí
sárafá tækifæri — og þau, sem
sköpuðust, urðu öll til fyrir tii-
viljanir. Þannig var það með tæki
færi, sem miðherjinn úr Þrótti,
Haukur Þorvaldsson fékk á 39.
mín., er hann fékk knöttinn send
an úr þvögu, en hann spyrnti fyr-
ir opnu marki á 2 m. færi í slá.
Illa farið með upplagt tækifæri og
Framhald á 13. sfðu.
HÖFUÐBORGARINNAR
um helgina
Þessir knattspyrnuleikir fara
fram um helgina:
Laragardagur:
★ Reykjavíkurmót 1. flokks
heldur áfram á Melavellin
um. Kl. 14 ieika saman
Þróttur og Valur. Kl. 15.15
ieika svo Fram og KR. —
Þess má geta, að einn Ieik-
ur hefur farið fram, KR—
Þróttur. KR vann með 5:1.
1c f Keflavík fer fram bæjar-
keppni og leika saman
heimamenn og Akureyri og
hefst leikurinn kl. 17.
Sunnudagur:
Abureyringar verða á ferð
í Reykjavík og mæta Val
á Melavellinum kl. 14.
| Um kvöldið heldur áfram
íleykjavíkurmótið í meist-
araflokki og leika saman
Þróttur og Víkingur. Hefst
lelkurinn kl. 20.30.
,SOIVIE’
HSÍM-Reykjavík, 8. maí
Það er sannarlega ekki
uppörvandi fyrir Reykvík-
inga — og þá sízt af öllu
gamla Vesturbæinga — að
horfa á keppni, þar sem
annar aðilinn er „úrvalsliö
frá höfuðborginni.“ Þetta
sannaðist enn einu sinni
áþreifanlega á fimmtudag,
þegar Akurnesingar og
Reykvíkingar háðu sína ár-
legu bæjarkeppni í knatt-
spyrnu á Melavellinum og
Akurnesingar sigruðu auð-
veldlega með 2:0, sem sízt
var of mikið eftir gangi
leiksins. Akurnesingar —
sem áður í vor hafa leikið
við Hafnfirðinga og Kefl-
vfkinga og gert iafntefli í
báðum leikjunum — sýndu
yfirburði á nær öllum svið
um knattspyrnunnar, þeg-
ar þeir mættu úrvalsliði
Reykjavíkur, skinuðu leik-
mönnum úr KR, Val og
Þrótti, liði, sem aldrei náði
að samcinast í aðgerðum
sínum, sýndi enga bá leik-
gleði, sem þarf til að vinna
leik, eða vilja til að gera
hlut borgar sinnar stærri.
En kannski hefur „móra!I“
leikmanna verið á núll-
punkti, þegar liðið hljóp
inn á völlinn til leiks —
því manni kemur spánskt
fyrir, þegar maður heyr-
ir einn þeirra, sem valdi
liðið, hrópa einna hæst á-
horfenda, þegar Akurnes-
ingar skoruðu. Hvernig á
að búast við einhverju af
leikmönnum borgarinnar,
þegar „mórall“ ráðsmanna
Knattspyrnuráðs Reykja-
víkur er slíkur? En nóg um
það. Hins vegar er ástæða
til að óska Akurnesingum
til hamingju með sigurinn,
þeir hafa athyglisverðu liði
á að skipa, sem vissulega
getur náð langt í sumar, þó
nokkur skuggi falli á sigur
liðsins á fimmtudag —
getuleysi mótherjanna.
Þessi leikur var ekki und
antekning frá þeirri hefð,
sem er að skapast, þegar
úrvalslið höfuðborgarinnar
á í hlut. Fvrir nokkrum vik
um var norskt handknatt-
leikslið á ferð og vann að-
eins einn leik hér — auð-
vitað gegn úrvalsliði
Reykjavíkur — þótt svo
Norðmennirnir léku tvo
aðra leiki við félagslið frá
Reykjavík.
Eða svo maður minnist
ekki á ósköpin fyrir :iokkr-
um árum, þegar Akureyr-
ingar féllu niður úr 1.
deild fslandsmótsins, og
töpuðu þá fyrir nær öllum
einstökum Reykjavíkurfé-
iögum í mótinu, en höfðu
hins vegar lítið fyrir því,
að vinna úrvalslið Reykja-
víkur í bæjarkeppni á Mela
vellinum með fimm mörk-
um gegn engu, 5:0. Hvem-
ig mega þessi ósköp eiga
sér stað —hafa reykvísk-
ir iþróttamenn cngan metn
að, þegar Reykjavík á í
hlut? — hsím.
T f MIN N laugardaginn 9. inaí 1964 H
4