Tíminn - 09.05.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.05.1964, Blaðsíða 6
Hlutur Vestfjarða og Austfjarða í nýbyggingarfé verri en áður Síðari umræða um vegaáætlunina hafin Sföari umræða um vegaáætlun- ina fyrir 1964 hófst í sameinuðu A1 þingi síðdegis í gær. Mælti Jón- as Rafnar fyrir áliti fjárveitinga- nefndar, sem gert hefur tillögar um skiptingu fjárins í samráði við vegamálastjóra. Einnig töluðu full trúar í f járveitinganefnd þeir Geir Gunnarsson og Halldór E. Sigurðs son. Halldór E. Sigurðsson taldi það ekki orka tvímælis, að vegamála- skrifstofan hefði unnið mjög gott undirbúningsstarf við samningu þessarar fyrstu vegaáætlunar. Fram væri þó komið að niður höfðu faliið vegir, sem eiga að vera í þjóðvegatölu og verður vænt anlega bætt úr því í næstu vega áætlun á næsta þingi. Þá taldi Halldór það ekki heppilegt, að vegamálastjóri hafði ráðstafað öllu vegafénu í tillögum sínum er hann lagði þær fyrir fjárveitinganefnd, þannig að ekki hefði verið unnt að gera leiðréttingar á einstokum lið um nema að skera niður á öðrum. Þá væru ekki I vegaáætluninni þær framkvæmdir, sem unnar eru fyr ir lánsfé og þyrfti þar úr að bæta við gerð næstu áætlunar. Sigurður Bjamason kvartaði mjög undan því, hve hlutur Vest- fjarða væri lítill í vegaáætluninni og sagði að við gerð næstu vega áætlunar yrði að taka tillit til hinna sérstöku og brýnu þarfa, sem væru þar og á Austfjörðum. Við annað yrði efkki unað. Eysteinn Jónsson benti á þá van kanta vegaáætlunarinanr að ekki væru þar allir vegir, sem ættu þar að vera og ekkert væri í áætl- uninni um vegalagnir fyrir láns- fé. Kvaðst Eysteinn treysta því að þetta yrði leiðrétt við gerð næstu vegaáætlunar. Þá vær slæmt að hlutfaU Austfjarðalkjördæmis væri nú minna í heildarfjárveitingum til nýbyggingar vega utan bæja og kauptúna, en verið hefði á sið ustu fjárlögum. Þörfin fyrir auk ið fé til vegamálanna væri þó brýnni á Austfjörðum en víðast annars staðar. Lýsti Eysteinn með tölum hinu slæma ástandi vega- málanna og brúarmálanna. Á und anfömum áratugum hafa Aust- firðingar og Vestfirðingar orðið að sætta sig við það, að fá miðað við þörfina minna vegafé en aðrir landshlutar og þá höfðu þau rök verið uppi að þeir yrðu að bíða meðan verið væri að gera greið- færar aðalleiðirnar um landið og sagt við þá: síðan kemur röðin að ykkur og þið fáið vegafé í aukn- um mæli. Þessi bið getur orðið löng, ef ekki verður gert sérstakt átak í vegamálum Austurlands. Sama vandræðaástand er þar 1 brúarmálum eins og vegamálum. Þá ræddi Eysteinn um þær vega framfcvæmdir, sem gerðar hafa verið fyrir lánsfé eins og t- d. Keflavíkurvegur, Ennisvegur og Strákavegur. Allt væru þetta hin ar mikilsverðustu og nauðsynleg- ustu framkvæmdir, en það væru rangindi, sem úr þyrftu að bæta, að öll kjördæmi skuli ekki njóta sömu fyrirgreiðslu að þessu leyti við mikilsverðustu og dýrustu vegaframkvæmdir í hinum ein- stöku landshlutum. Úr þessu yrði að bæta strax á næsta hausti. Ragnar Amalds las upp loforða skrá samgöngumálaráðherra varð andi Strákaveg frá síðustu kosn- ingum og greindi frá, hve því máli væri skammt á veg komið enn, þótt í framlkvæmdaáætlun ríkis- stjómarinnar segði, að vegagerð inni ætti að Ijúka í sumar og jarðgöngin tilbúin til umferðar í ágúst næsta ár. Sigurvin Einarsson taldi, að með því að greina ekki í vegaáætlun inni frá framkvæmdum unnum fyr ir lánsfé væra 10. og 11. grein vega laganna brotnar, en þar væri kveð ið skýrt á um það, að í vega- áætlun skuli allt fé, er til vega- mála fer verða greint. Þá sagði Sigurvin, að Alþingi hefði ekki það vald á vegamálum eins og vegalögin mæltr fyrir um, ef ríkisstjórnin héldi áfratn að taka Ián til vegagerðar og ráðstafa því að vild í þá vegi, sem hún hefði velþóknun á — án þess að spyrja Alþingi. Þá mælti Sigurvin Ein- arsson fyrir breytingatillögu vi'5 vegaáætlunina, sem hann flytur á- samt Hermanni Jónassyni og Hannibal Valdemarssyni um hækk un á fjárhæð til nýbyggingar vega á Vestfjörðum um 3.8 milljónir króna. Sigurvin sagði, að á síðasta ári hefði hlutur Vestfjarða í ný- byggingarfénu verið 19.5% af heildarfjárhæðinni. Skv. tillögum fjárveitinganefndar á að lækka hlutfallið niður í 14% af heildar- fjárhæðinni. Þrátt fyrir hina gíf- urlegu þörf Vestfjarða er lagt íil að hlutur Vestfjarða í nýbyggingar fénu verði lækkaður um 26%. Þetta er gert á sama túma og kaup staðir og kauptún fá 30 milljóna nýtt framlag til vega og gatnamála og stórfé tekið að láni til Reykja nesbrautar, sem út af fyrir sig er hvort tveggja nauðsynlegar og æskilegar ákvarðanir, sem allir hafa verið sammála um að styðja- En í þessu kemur fram herfileg mismunun og óréttlæti gagnvart þeim landshlutum, sem verst eru settir. Við Henmann Jónasson höf um flutt 5 ár í röð frumvörp um lántöku til vegagerðar á Vestfjörð um en þessi frumvörp hafa verið svæfð eða drepin af stjómarlið- inu. f vetur fluttum við við af- greiðslu fjárlaga tillögu um 10 milljón króna lánsheimild til vega gerðar á Vestfjörðum og 10 milljón króna framlag til að koma í veg fyrir eyðingu byggðar og fólksflótta frá Vestfjörðum. Þessar tillögur voru drepnar af stjórnarliðinu, og þeir menn réðu úrslitum, sem nú era að koma hér upp eins og Sigurður Bjama- son og kvarta yfir því, hve hlutur Vestfjarða sé lítill. Breytingartil- laga okkar um 3.8 milljón króna hækkun á framlögum til vega á Vestfjörðum er ekki ýkja stór upp hæð t. d. borið saman við Reykja nesbraut, en því er þessi upphæð valin, að með henni til viðbótar myndu Vestfirðir halda hlutfalli sínu í nýbyggingarfénu miðað við FramhaJO a 15 síðu | -jk Nokkrar umræður urðu f efri deild í gær við 3. umræðu um sjúkrahúslög vegna breytingatillögu þeirra Karls Kristjánsonar, Ásgeirs Bjarnasonar og Ólafs Jóhannessonar um að ekki verði skert framlag ríkisins til þeirra sveitarfélaga, sem eru með sjúkrahús í smíðum við gildistöku laganna og hafa færri ibúa en 3 þús. Skv. núgildandi lögum er framlag ríkisins tveir þriðju —67% af kostnaði — en á að verða skv. frumvarpinu 60%. Jó- hann Hafstein heilbrigðismálaráðherra, taldi sjúkrahúsin fá það mikinn ábata í öðru formi að ekki sakaði að framlagið lækkaði, en fælist í mismunun í því að samþykkja þessa tillögu. Einnig tóku þátt í umræðunum auk Karls Kristjánssonar, sem fylgdi tillögunni úr hlaði og ráðherrans, þeir Ólafur Jóhannesson og Jón Árnason. Umræðunni var lokið en atkvæðagreiðslu frestað. Skattbyrði á meðaltekjur eykst hátt á 2. hundrað % miðað við það, sem Alþingi ákvað 1960 Tekjuskattsfrumvarp ríkisstjórn arinnar var til 2- umræðu í neðn deild í gær. Matthías Á. Matthie- sen hafði orð fyrir meirihluta fjár hagsnefndar, sem lagði til að frum varpið yrði samþykkt óbreytt. Minnihluti nefndarinnar Einar Ág ústsson og Jón Kjartansson mæla með samþykkt frumvarpsins mcð þeim breytingum, að persónufrá dráttur og skattstigar breytist í réttu hlutfalli við breytingu fram færsluvísitölu. Einar Ágústsson mælti fyrir nefndarálitinu. Auk framsögumanna tóku þátt í umræð um Lúðvík Jósepsson og Gunnar Thoroddsen. Hér fer á eftir hluti af nefndaráliti Einars Ágústsson- ar og Jóns Kjartanssonar: f skattalögunum, er sett voru árið 1954, var ákveðið, að um- reikna skyldi tekjutölur skattstig ans og persónufrádrátt til sam- ræmis við kaupgjaldsvísitölu, eins og hún breyttist frá 1953. Með þessu ákvæði var komið í veg fyrir, að tekjuskattsbyrðin þyngd ist af völdum aukinnar dýrtíðar og var því tekjuskatturinn raun- veralega óbreyttur, meðan lögin 1954 voru í gildi- En árið 1950 beitti núverandi ríkisstjórn sér fyrir breytingu á skattalögunum. og var þá settur nýr skattstigi, en fyrirmælin um umreikning eftir vísitölubreytingu numin úr lögum. Þetta hefði ekki komið að sök ef ríkisstjórnin hefði staðið við fyrirheit sitt um að halda dýrtíð- inni í skefjum. En alkunnugt er hvernig fór um efndirnar á þvf loforði. Vöxtur dýrtíðarinnar hefur orðið langtum meiri á valdatíma núverandi stjórnar heldur en nókkru sinni áður. Afleiðingin af því hefur meðal annars orðið sú, að tekjuskatturinn hefur stöðugt verið að þyngjast siðan 1960 vegna stighækkunar skattsins og vegna þess, að umreikningurinn var felld ur niður. Og samkvæmt frumvarp- [ miklu hærri en hann var árið 1960. inu, sem hér liggur fyrir, verður j Þetta má glöggt sjá af þeim dæm- tekjuskatturinn raunverulega 1 um, sem birt eru hér á eftir. Einhleypur maður með 75 þús. kr. nettótekjur árið 1963. Ef tekjuskattur hans væri reiknaður eftir lögunum frá 1960, með umreikningi samkvæmt vísitölu framfærslu- i kostnaðar, væri upphæð skattsins árið 1964 ........... kr. 405 00 'En samkvæmt frumvarpinu verður tekjuskatturinn — 1000.00 : Hækkunin er því 147%. Hjón með 100 þús. kr. nettótekjur árið 1963. Ef tekjuskattur þeirra væri reiknaður eftir lögunum frá 1960, með umreikningi samkvæmt vísitölu fram- færslukostnaðar, væri upphæð skattsins árið 1964 ...... En samkvæmt frumvarpinu verður tekjuskatturinn......... Hækkunin er því 186%. 315.00 900.00 Hjón með 2 börn og 130 þús. kr. nettótekjur árið 1963. Ef tekjuskattur þeirra væri reiknaður eftir lögunum frá 1960, með umreikningi samkvæmt vísitölu fram- færslukostnaðar. væri upphæð skattsins ............... En samkvæmt frumvarpinu verður tekjuskatturinn........ Hækkunin er því 169%. 485.00 1300.00 Eins og þessi dæmi sýna, verður tekjuskatturinn árið 1964 sam- kvæmt frumvarpinu raunverulega miklu hærri en hann var árið 1960. Og ef þessi væntanlegu lagaákvæði gilda óbreytt næsta ár, þyngist tekjuskatturinn enn verulega ár- ið 1965, þar sem vísitala fram- færsluikostnaðar, sem var að meðál tali 134.66 stig árið 1963, er nú komin upp í 161 stig. Minni hl. telur rétt, að tekju- skatturinn verði nú lækkaður þann ig, að hann verði ekki þyngri en hann var ákveðinn með skattalaga breytingunni, sem gerð var árið 1960. Auðveldast verður að frani kvæma þetta á þann hátt að geia þetta tvennt: taka aftur upp um- reikning á tekjutölum skattstiga og persónufrádrætti, til samræai is við vísitölubreytingar ,síðan 1959 og fella 5. gr.. frv. sem hér ligg- ur fyrir, þar sem í henni eru Framhald á 15. eíðu. 6 T f M I N N, laugardaglnn 9. maf 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.