Tíminn - 15.05.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.05.1964, Blaðsíða 5
RITSTJÓRl: HALLUR SÍMONARSON eflvíkingar unnu — en leikurinn bar glögg merki „gestaleiks" S. 1. miðvikudagskvöld fór fram á Njarðvíkurvellinum afmælisleikur Ungmennafélags Keflavíkur í tilefni 35 ára afmælis félagsins, sem er á þessu ári. UMFK valdi ekki mótherja af verri endanum, sjálfa ísiandsmeistara KR. Þó fór svo, að Keflvíkingar báru sigur úr být- um, skoruðu 3 mörk gegn 1 KR, en leikurinn bar þess greinileg vitni, að um gestaleik var ?ð ræða. Þess má geta, að ÍBK samanstendur af tveimur félögum og er uppistaðan í bandalagsliðinu úr UMFK, eða 9 leikmenn. SÍMON ÞORGEIR BREDGE BRIDGEMÓTIÐ í JUAN LES PINS Misstu af L sæti í síðasta spili! Tvær breylingar voru á KR-lið- inu frá því sem ' tilkynnt hafði verið og gátu hvorki Hörður Fel- ixson né Sigurþór leikið með. Hjá Keflavíkurliðinu forfallaðist einn leikmaður, Magnús Torfason. Öll mörkin í leiknum voru skor uð í síðari hálfleik og svo ein- kennilega vildi til, að þau voru öll skoruð með skalla. Keflvíkingar léku undan hægri golu í fyrri hálfleik. Fátt mark- vert skeði í fyrra hálfleiknum, sem var frekar rólegur. Þó átti Keflavík tvö góð tækifæri, sem ekki nýttust. Strax á 2. mínútu var Hólmbert í mjög góðu færi, en skaut í þverslá. Á síðustu mín- ústu hálfleiksins var Einar Magn ússon kominn einn inn fyrir, en Gísli markvörður bjargaði á síð ustu stundu með því að varpa sér fyrir Einar og krækja í knött inn. Heimir Guðjónsson var í marki.KR fyrstu 30 mínúturnar, en varð þá að yfirgefa völlinn vegna tognunar, sem liklega hef ur orðið vegna æfingaleysis en þetta var fyrsti leikur Heim- is með meistaraflokki í ár. Það markverðasta í síðari hálf- leik var þetta: ic Á 25. mínútu sóttu Keflvík ingar upp hægra kant. Karl Hermannsson gaf vel fyrir márkið og Einar Magnússon skallaði viðstöðulaust í markið. 1:0. ■Ar Tveimur mínútum síðar spyrnti Högni Gunnlaugsson há um knetti í átt að KR-markinu. Einar fékk knöttinn og skall- aði í þverslá. Knötturinn hrökk út til Hólmberts, sem afgreiddi hann í KR-markið með skalla 2:0. ic Á 34. mínútu var liornspyrna frá hægri á Keflavík. Kristinn Jónsson, sem að þessu sinni lék í framvarðarstöðu, hljóp fram og skallaði óverjandi í Keflavíkurmarkið. 2:1. ★Og nú var skammt á milli stórra högga, því mínútu síðar bætti Keflavík þriðja markinu við, sem var mjög áþekkt því, sem KR skoraði á undan. Undir búningurinn var Karls Her- mannssonar, sem sendi háan knött fyrir markið, og Rún- ar, vinstri útherji, rak end<a- hnútinn með skalla. 3:1. Þannig lauk þessum leik með sigri afmælisbarnsins, 3:1, og eru það úrslit, sem báðir aðilar mega vel við una. Greinilegt var, að hér var um gestaleik að ræða, því ekki var barizt af fullum krafti allan tímann, sem líklega hefðí gerzt, ef um leik í 1. deild væri að ræða. Beztir í Keflavíkurliðinu voru þeir Högni Gunnlaugsson og Grét ar Magnússon, framvörður. Af KR-ingum vakti mesta athygli ný- liðinn, Ársæll Kjartansson í bak varðarstöðu. Dómari í leiknum var Einar Hjartarson og gerði hann sig sekan um það að vera óþarflega „stórt númer“. Ármcnningar urðu íslands meistarar í sundknattleik 1964, en þeir sigruðu KR í úrslita- eik með 5:2. Sundknattleikslið Armanns á óvenjulegan feril að baki, því í þau 26 ár, sem :s!andsmót hafa verið háð í þessari íþrótt, hefur Ármann orðið meistari í 24 skipti — alveg óslitið frá 1941. Ármann er farið að yngja lið sitt ör- l smrmbMNMMMIí lítið upp, en það virðist ekki hafa slæm áhrif — og líklega eiga Ármenningar eftir að bæta mörgum sigrum við á komandi árum. — Myndina að ofan tók Sveinn Þormóðsson af liðinu eftir sigurinn gegn KR. Á myndinni eru, talið frá vinstri, aftari röð: Stefán Ing- ólfsson, Ólafur Guðmundsson, Þorgeir Ólafsson, Pétur Krist- jánsson, Siggeir Siggeirsson, Ingvar Sigfússon (15 ára nýliði, fsl.m. í fyrsta sinn) og Einar Hjartarson, sem nú hefur tekið að sér þjálfun liðsins. Fremri röð: Ragnar Vignir, Sæmund- ur Sigsteinsson, Sigurjón Guð- mundsson, fyrirliði, Stefán Jó- hannesson og Ólafur Diðriks- son. Hsím. — Reykjavík 14. maí. Sveitakeppni bridgemótsins í Juan Les Pins lauk í gærkvöldi og var íslenzk-hollenzka sveitin, þeir Símon Símonarson, Þorgeir Sigurðsson, van Buren og Kreyns í 2.—3. sæti, af 34 sveitum, með 193 stig, fjórum stigum á eftir 1# sveit. En sveitin var þó mun nær sigri en þessar tölur gefa til kynna. Þegar tvær uniferðir voru eftir voru fjórar sveitir með næstum sömu stigatölu, og mikill spenningur ríkjandi. Þegar ein seta var eftir var fs- land-Holland í efsta sæti, en missti af sigrinum í síðustu setu og þá einkum síðasta spili mótsins, þar sem sveit- in fékk aðeins eitt stig af sjö mögulegum, og þrjú stig í spilinu áður. Þessi frammistaða sveitar- ! innar verður að teljast mjög góð, og þrátt fyrir góða sam- herja, var hlutur okkar spilara afar árangursríkur í keppn- inni. Margir heimsfrægir spil- arar tóku þátt í henni, en tókst ekki að blanda sér í keppnina um efsta sætið. í efsta sæti var frönsk sveit, og eru spilarar hennar ekki þekktir á alþjóðavettvangi bridgsins. Sveitin hlaut 197 | stig — eða 50 stigum yfir með altal. í 2.—3. sæti ásamt okk ar sveit var blönduð sveit, Sví- inn Jernstrand og frú, Frakki og Belgi, með 193 stig, en hin hollenzka sveit Hermanns Fil- arski varð fjórða. Átta efstu sveitirnar hlutu verðlaun, og sigursveitin að auki mjög fagra silfurgripi. í sveitakeppni, sem spiluð var með hraðkeppnisformi, var meðaltal úr umferð 49 stig. Hollenzk-íslenzka sveitin bætti árangur sinn stöðugt í hverri umferð, fékk 58 stig úr þeirri fyrstu, 66 stig í annarri og 69 stig í þriðju og lokaumferðinni. Eftir sveitakeppnina var loka- hóf með verðlaunaafhendingu og mótinu síðan slitið. STUTTAR FRÉTTIR if Tékkinn Ludvik Danek hef- ur sett nýtt Evrópumet í kringlu kasti, 62,45 m., aðeins 49 sm. lakara, en heimsmet Oerters, USA. Danek tvíbætti met Rúss- ans, sem var 61.70 og þá heims- met. ic Hurley, miðvörður Sunder- : land, lék í fyrsta sinn miðhcrja i í írska landsliðinu (Eirc) í Osló á miðvikudag og gerði : þeirri stöðu mjög góð skil. Skor | aði þrjú af fjórmum mörkum j írlands sem vann 4:1. ] ic Svíþjóð og Sovétríkin gerðu jafntefli í fyrri lcik laudanna í Evrópukeppni landsliða í knatt spyrnu á miðvikudag, 1:1. Leik urinn var háður í Stokkhólmi, en i næstu viku mætast löndin i Moskvu, og það, sem sigrar kemst í undanúrslit keppninnar. ic Ungverjaland vann England í knattspyrnu sama dag með 2:1 í Budapest, leikmenn yngri en 23 ára. Englendingar sýndu þó miklu betri leik. ic Á miðvikudagskvöld léku j Sporting Lisbon og MTK Buda- pest til úrslita í Evrópukeppni \ bikarliða í Briissel. Jafntefli 1 varð 3:3, en Ungverjarnir höfðu yfirleitt forustu í leiknum. — í j kvöld mætast liðin aftur í Frank i furt, Þýzkalandi. Spónlagning Spónlasnins og veggklæðnins Húsgögn og innréttingar Ármúla 20 Sími 32400 Trúlofunarhringar Fljót aígreiðsla Sendtm gegn póst- kröfp GUÐM. PORSTEINSSON gullsmiSuf Bankastræti 12 T í M I N N, föstudagvr 15. mai 1964. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.