Tíminn - 15.05.1964, Blaðsíða 15
Fyrir nokkru opnaði ORKA H.F., Fiat verkstæði að Laugaveg 178. Á verkstæðinu er rúm fyrir sex bíla
til viðgerðar, en það er einmitt taiin hentug stærð á bifreiðaver&stæði. Þetta ný|a verkstæði er einkar bjart
og snyrtilegt, og skipulagning öll virðist í bezta iagi. Hver bifvélavlrkl hefur sitt borð, verkfæraklstu, virmu-
Ijós (óbrjótandi), loftúrtak og sérstakt tæki til að skrúfa af og á feigur og þ. h. Fíatverkstæðinu er ætl-
að að framkvæma allar almennar bílaviðgerðir, og auk þess mun það sjá um ýmlss konar „special'* vlðgerðir
fyrir vlðskiptavini sína. Verkstæðisformaður er Friðrlk Þórhallsson bifvélavirkiameistarl.
Verðlaun í Cannes
NTB—Cannes, 14. maí.
Franska kvikmyndin „Les Para-
pluies de Cherbourg", eða „Regn-
hlífarnar frá Cherbourg“, fékk
gullverðlaunin á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes í dag.
Sérstök verðlaun dómnefndar-
innar fékk japanska kvikmyndin
„Suna No Onca“, eða „Konan í
klettinum". Verðlaununum fyrir
bezta kvikmyndaleik var skipt á
milli ítaiska leikarans Saro Urzi
fyrir leik sinn í „Sedotte e Abb-
andonata" og Ungverjans Antal
Pager fyrir leik sinn í ,Aloutte‘.
Verðl. fyrír beztan leik í kven-
hlutverki, var skipt á milli Bar-
bara Barrie og Ann Bancroft, sem
báðar eru frá Bandaríkjunum,
fyrir leik þeirra í „One Potato,
Two Potato" og „The Pumpkin
Eater“.
„Regnhlífarnar frá Cherbourg“
hefur verið sýnd fyrir fullu húsi
síðan hún var frumsýnd í París í
íebrúar s.l. Þetta er söngleikur,
skrifaður og sviðsettur af Jacques
Demy, en nú leikkona, Catherine
Deneuve, leikur aðalhlutverkið.
Verðlaunin fyrir beztú smá-
myndina fengu tvær myndir, „La
Douceur du Sillage“ eftir Frakk-
ann Francois Reichenbah, og
„Verð sigursins" etir Japanann
Nobuko Shibua. Sérverðlaun
fengu tvœr smámyndir, „Hjálp,
snjómaðurinn minn bráðnar", sem
er bandarísk, og „Sillages", sem
er frönsk.
FFSI mótmælir afla-
skiptingu á þorskanðt
Á fundi í stjórn F.F.S.f. liinn
13. þ. m. var einróma samþykkt
að mótmæla ákveðið einhliða fyrir
skipun Landssambands íslenzkra
útvegsmanna til útgerðarmanna
inn að gera hringnótaþorskveiði
upp á sama hátt og þorskveiði
með lagnetum.
Fundurinn er ákveðinn þeirrar
skoðunar að aflaskipting sú er
sambandsfélögin sömdu um fyrir
hringnót á síðustu áramótum gildi
fyrir allan þann fisk er aflast í
þetta veiðarfæri, enda hafa útgerð
armenn gert upp samkvæmt hring
nótasamningunum fram til þessa.
Karlakórinn Vísir
heimsótti Ólafsfjörð
BS-Ólafsfirði, 14. maí.
Hingað komu góðir gestir s. 1.
laugardag, en það var karlakórinn
Vísir frá Siglufirði, sem hélt söng
skemmtun í félagsheimilinu
Tjarnaborg við mjög góða aðsókn.
Á söngskrá voru 16 valin lög
eftir innlenda og erlenda höfunda.
Kórnum og söngstjóra hans, Ger
hard Smith, var frábærlega vel
tekið og varð kórinn að endur-
taka mörg lög. Einsöngvarar með
kórnum voru Guðmundur Þor-
láksson og Sigurjón Sæmundsson.
26 hljóðfæraleik. aðstoðuðu kór-
inn síðari hluta skemmtunarinnar
og 10 konur sungu með í tveimur
síðustu lögunum, sem voru óperu
kórar eftir Verdi. '
70—80 manns voru á skemmtun
inni og færum við Ólafsfirðingar
karlakórnum þakkir fyrir þessa
ógleymanlegu kvöldstund.
Samninganefnd L.f.Ú. sá heldur
enga ástæðu til að semja sérstak-
lega um þetta atriði á síðustu ára
mótum, enda þótt vitað væri að
hringnótaþorskveiðar mundu
stundaðar á vetrarvertíðinni.
F.F.S.Í. hefir borizt og er enn
þá að berast almenn mótmæli frá
félögum sínum í verstöðvunum
út af hinu óeðlilega lága vorsíld
arverði og jafnframt er gildandi
fiskverði í heild mótmælt sem
alltof lá_gu.
F.F.S.Í. skorar því á viðkom
andi útgerðarmenn að hafa hin-
ar einhliða fyrirskipanir L.f.Ú. að
engu, en gera upp við sjómennina
samkvæmt gildandi hringnóta-
samningum.
Þá leggur F.F..S.Í. ríka á-
herzlu á að ákveðið verði verð á
sumarsíldinni áður en sú vertíð
hefst, og styður einhuga kröfur
annarra sjómannasamtaka í
þeim efnum.
Stjórn Farmanna og fiski-
mannasambands íslands.
BARNAVERNDARNEFND
(Framhald af 2. síðu).
Kristján Benediktsson kvaðst
álíta, að of sterkt væri tekið til
orða um ólæsi í skólum, en sjálf-
sagt væri að óska frekari skýringa
og á hverju byggðust ummæli
barnaverndarnefndar.
Adda Bára Sigfúsdóttir ítrekaði
tilmæli sín frá í haust, að kennslu
tornæmra barna frá upphafi yrði
meiri gaumur gefinn en hingað
til og minnti á ummæli Jónasar
Pálssonar sálfræðings um brýna
nauðsyn þess að efla lestrar-
kennslu í skólum. — Var tillag
an síðan samþykkt.
Frá Alþingi
amámi hlutabréf þau í Áburðar-
verksmiðjunni h.f., sem eru í
einkaeign. Kemur eignarnámið til
framkvæmda þegar við gildistöku
laga þessara.
14. gr. Þegar lög þessi hafa öðl-
azt gildi, falla Mutabréf Áburðar-
verksmiðjunnar h.f. úr gildi sem
hlutabréf- Eigendur hlutabréfa
geta þá þegar í stað framvísað bréf
um og krafizt bóta samkvæmt
mati. Skal verð bréfanna metið af
þriggja manna nefnd, er hæstirétt-
ur tilnefnir. Skipar hæstiréttur
einn þessara formann, er vera skal
lögfræðingur. Nefndin skal miða
mat sitt við sannvirði hlutabréf-
anna við gildistöku laganna og
veita eigendum bréfanna kost á
að gæta hagsmuna sinna við mat-
ið.
15. gr. Úrskurðir matsnefndar-
innar eru fullnaðarúrskurðir um
bætur til handa hluthöfum vegna
eignarnáms hlutabréfanna, og er
hluthöfum skylt að afhenda bréf
sín gegn greiðslu matsverðsins auk
7% ársvaxta af matsverðinu frá
gildistöku laganna til greiðsludags.
16. gr. Matsnefndin hefur heim-
ild til að stefna eigendum hluta-
bréfa fyrir sig með opinberri inn-
köllun í Lögbirtingablaði, er birt
sé þrisvar sinnum. Gefi einhverjir
eigendur sig ekki fram innan 4ra
vikna frá birtingu síðustu innköll-
unar að telja, falla kröfur til end-
urgjalds fyrir hlutabréfin niður
Gefi þeir sig fram innan fjögurra
ári og sanni eignarheimild sína er
þó heimilt að greiða þeim andvirði
bréfanna.
KALSAVEÐUR
BS-Ólafsfirði, 14. maí.
Hér hefur verið mesta kalsaveð
ur, norð- og norðaustan garri með
bleytuhríð stundum, og færð yfir
Lágheiði hefur jafnvel orðið mjög
þung minni bílum. Umferðin hef
ur þó ekki teppzt neitt verulega
vegna snjóþyngsla og heiðin verið
fær öllum bílum nú síðustu daga,
en vantar tilfinnanlega víða of-
aníburð í veginn.
Gæftir hafa verið stopular og
hafa smærri bátar vart farið á
sjó í lengri tíma. En ef þeir
hafa róið, þá hefur afli verið
sáralítill, jafnt á færi og línu.
Guðbjörgin hættir á línu í
þessari viku ef afli glæðist ekki
verulega. Bátar, sem fóru á Suð
urlandsvertíðina eru flestir komn
ir heim og fara nú þegar að búa
sig undir sumarsíldveiðina. Þá
hafa síldarsaltendur einnig hafið
undirbúning á plönum.
Sauðburður stendur nú víða sem
hæst, en er að byrja hjá þeim,
sem seint láta bera. Gengur það
eftir atvikum vel, þótt flestar
beri inni.
Auglýsið í Tímanurn
700 DREPNTR
(Framhald af 2. síðu).
þeim hernaðarlega mikilvæga
vegi, sem liggur á miíli Laos og
Vietnam.
Þeir telja einnig, að herdeildir
hægrisinna hafi verið hraktar til
baka af mörgum þúsundum Path-
et-Lao-hermanna, sem ef til
vill hafi fengíð aukalið frá Norð
ur-Víetnam.
UNDE
Framhald af 2. síðu.
Andersson, varnarmálaráð-
herra.
Samþykkt nefndarinnar fer
nú til neðri deildar sænska
þingsins, og eru taldar litlar
líkur á, að vítur verði sam-
þykktar þar á Unden.
Fulltrúar Hægri flokksins og
Þjóðarflokksins í nefndinni
vildu einnig láta samþykkja
mildari vítur á Tage Erlander,
forsætisráðherra, og Rune Jo
hansson, innanríkismálaráð
herra, en það var fellt í nefnd
inni með 12 atkvæðum gegn 8
AÐSTAÐAN VIÐ ÍJTLÖND
Framhald af 1. síðu.
ara tveggja ára um 600 millj.
kr. versnandi afkomu út á við.
Er þá lokið því stutta tímabili
hagstæðs greiðslujafnaðar, sem
íslendingar áttu við að búa á
árunum 1961 og 1962.
Þessi miklu umskipti til hins
verra í greiðslujöfnuðinum við
útlönd komu þó ekki fram í
rýmun gjaldeyrisstöðunnar á
árinu 1963. Þvert á móti batn
aði gjaldeyrisstaðan um 160
millj., og nam nettógjaldeyris-
eign bankanna í lok ársins
1.311 millj. kr. Mismunurinn í
þróun gjaldeyrisstöðunnar ann-
ars vegar og greiðslujafnaðar-
ins hins vegar nam nærri 400
millj. kr., og stafar hann af því,
hve mikið kom inn af lánsfé á
árinu umfram afborganir. —
Alls námu erlendar lántökur á
árinu 783 millj. kr., en afborg-
anir 391 mill.j., svo að skuldir
þjóðarbúsins til langs tíma er-
lendis hækkuðu um 392 mill j.
Fór hér saman, að opinberar
lántökur voru óvenju miklar á
árinu, en jafnframt jukust lán
tökur einkaaðila einnig stór-
lega, einkum vegna skipa-
kaupa. Stutt erlend vörukaupa-
lán hækkuðu einnig ört fram
yfir mitt árið, en frá því í sept-
ember dró úr vexti þeirra, enda
voru settar strangari reglur um
notkun þeirra í því skyni að
draga úr áhrifum þeirra innan
lands. Heildarhækkun slíkra
lána á árinu nam 78 millj. kr.,
en það var mun minni aukning
en á árinu 1962“.
24 HLJÓÐFÆRI
Framhalc aí 16. síðu.
og gaf hljóðfæraverzluninni
Rín á Njálsgötu hugmyndina
um að kaupa það til reynslu.
Stöðugur straumur forvitinna
hljómlistaráhugamanna hefur
verið í Rín frá því að hljóð-
færið kom þangað og munu
ein tvö samkomuhús í bænum
hafa hug á að kaupa það, en
landsmenn fá vonandi að heyra
í því bráðlega í útvarpsþætti
Svavars Gests.
Það væri langt mál, að út-
skýra það, hvernig hljóðfæri
þetta starfar, en þetta er full
komin harmonika, ásamt tón-
framleiðanda, útsendara og
fótgjöf. í einu vetfangi er
svo hægt að breyta harmonik-
unni í rafmagnsorgel eða full
kominn rafmagnsbassa, þar
fyrir utan eru svo hljóðfærin
21, sem hægt er að stæla.
Hægt er að láta ein þrjú hljóð
færi spila saman í einu, en
grundvöllurinn fyrir þessum
stælingum, er sá, að fimm að-
alraddir eru í orgelinu, þrjú
stig af vibrator-breytni í tæk-
inu og tvær breytingar á hljóm
inum.
STOKKSEYRARKIRKJA
Framhald af 16. sfSu.
nýlega var sett upp í Kópavogs
kirkju, og mun dr. Páll ísólfs-
son vígja orgelið við hátíðaguðs-
þjónustuna 24. maí. Þar að auki
hafa kirkjunni borizt ýmsar góðar
gjafir, og verða þær teknar í
notkun við endurvígsluna.
Kirkjusmiðurinn að þessu sinni
er Sigurður Sigurðsson í Götu-
húsum á Stokkseyri, en hann hef
ur m. a. smíðað fsólfsskála dr.
Páls ísólfssonar.
Kirkjusmiður 1886 var Jón Þór
hallsson, en Sigfús Guðmundsson
var yfirsmiður, þegar kirkjan var
byggð árið 1857.
HEYKÖGGLAR
Framhald af 1. s(3u.
þeim voru svo færðir kögglarnir
hácnuðu þeir þá í sig, og vildu
þá jafnvel frekar en fóðurbætinn,
og þótti Páli þetta merkilegt.
Verksmiðja eins og sú, sem er í
Gunnarsholti kostar uppkomin 5
milljónir króna. Pálmi Einarsson
landgræðslustjóri, sem er í stjórn
verksmiðjunnar hefur sagt blað-
inu, að til mála hafi komið, að
reisa sams konar verksmiðju ann-
ars staðar á landinu, en það verði
þó ekki gert fyrr en í ljós hafi
komið, hvort rekstur hennar borgi
sig, og úr því skeri reynslan. Þá
væri ekki úr ráði, að verksmiðja
yrði sett upp einhvers staðar í
nánd við sjó, og væri þá hægt að
láta hana vinna heyköggla, sem í
væri bæði hey og fiskknjöl sem
fóðurbætir, en það getur verk-
smiðjan einnig gert.
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegar þakkir færi ég sveitungum mínum, vinum
og frændum, börnum og barnabörnum fyrir alla vin-
semd mér sýnda á sjötugsafmæli mínu 7. maí s. I.
Guð blessi ykkur öll.
Helgi Jónasson, Seljalandsseli,
undir Eyjafjöllum.
Hjartanlega þakka ég öllum, sem sýndu mér vináttu
á áttræðisafmæli mínu og gerðu mér daginn ógleyman-
legan.
Eiríkur Loftsson, Steinsholti.
Higinmaður minn,
Hans Hagalín Ásbjörnsson,
frá BræSratungu, Hvammi, Dýrafirði, andaðist 14. mal s. I.
Guðmunda Lárusdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
T í M I N N, föstudagur 15. mai 1964.
15