Tíminn - 15.05.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.05.1964, Blaðsíða 6
» ABURDARVERKSMIÐJAN VERDI RÍKISFYRIRTÆKI 8 þingmenn Framsóknarflokks- ins lögðu fram á Alþingi fyffir nokkrum dögum frumvarp til laga um áburðarverksmiðju ríkisins. Meginefnisbreyting frá núgildandi •lögum um áburðarverksmiðjuna h.f. er sú, að i frumvanpinu er lagt til, að verksmiðjan verði gerð að ríkisfyrirtæki, hlutabréf einstakl- inga verði tekin eignarnámi og greidd út skv. mati.Frumvarpið er flutt af eftirtöldum þingmönnum: Ágústi Þoffvaldssyni, Sigurvin Einaffssyni, Hal'ldóri E. Sigurðs- syni, Ingvari Gísiasyni, Jóni Skaftasyni, Einari Ágústssyni, Birni Fr. Björnssyni og HaHdóri Ásgrímssyni. Greinargerð með frumvarpinu er svohljóðandi: „Samkvæmt heimild í 13. gr. iaga nr. 40 23. maí 1949, um áburð arverksmiðju, hefur áburðarverk- smiðjan í Gufunesi verið rekin sem hlutafélag. Við undirbúning þeirra laga og í frv. að þeim var þó gert láð fyrir, að verksmiðjan væri sjálfseignarstofnun á vegum ríkisins, sem ríkið eitt legði fram og útvegaði fé til. í öllum þeim umræðum, sem fram höfðu farið, virðast allir hafa gert ráð fyrir, að verksmiðjan yrði ríkisfyrirtæki. Það var ekk} fyrr en á síðasta stigi málsins á Alþingi, að fram var lögð tillaga um, að ríkisstjórn- inni væri heimilað að leita eftir þátttöku félaga og einstaklinga um hlutafjárframlög til stofnun- ar áburðarverksmiðjunnar. Eins og frá lögunum var gengið, skyldi ríkissjóður leggja fram það, sem á vantaði, að hlutafé yrði 10 millj. kr., ef framlög einstaklinga og fé- laga næmu a. m. k. 4 millj. kr. Ljóst er af þeim umræðum, sem fram fóru á Alþingi á sínum tíma, að fyrir þeim, sem að þessarí til- lögu stóðu, vakti tvennt: annars vegar vantrú á ríkisfyrirtækjum og sú skoðun, að verksmiðjunni yrði betur stjórnað, ef þar kæmu til menn, sem ættu einkahags- muna að gæta, og hins vegar, að með þessu móti væri veruleguim fjárhagsbyrðum létt af ríkissjóði, með því að gert var ráð fyrir, að allt að fjórðungur stofnkostnaðar yrði lagður fram af öðrum en rík- inu. Stofnkostnaður var þá áætl- 'aður um 40 millj. kr. Um hvorugt þessara atriða varð ! tillögumönnunum að von sinni. Þetta fyrirkomulag létti ekki fjár- hagsbyrðar ríkissjóðs að neinu ráði. Stofnkostnaður verksmiðj- , unnar mun hafa orðið um 130 millj. kr. og með síðari viðbótum : kominn yfir 200 milljónir. í hluta- fé söfnuðust aðeins 4 millj. kr. frá öðrum en ríkinu, en að öðru leyti hefur ríkið lagt fram eða út- vegað fé til verksmiðjunnar, en allt þetta fé greiða svo notendur áburðarins í gegnum verðlagningu hans. Framlag annarra hluthafa en ríkisins virðist því næsta lítið til að réttlæta hlutdeild þeirra í verksmiðjunni. Flm. þessa frv. telja ríkisrekst- ur hvorki æskilegt né eftirsóknar- verj rékstrarform í sjalfu séytiþ^r sem öðru verður méð eðlilegum hætti við komið. Á hinn bóginn er enarkaður okkar þjóðfélags svo lítill, að stórfyrirtæki, sem fram- leiðir fyrir innlendan markað, hlýtur oftast að sitja að honum eitt án alls aðhalds af eðlilegri samkeppni. Slíkt fyrirtæki nýtur því algerrar einokunaraðstöðu, sem ekki er eðlilegt að sé í hönd- um annarra en ríkisheildarinnar, allra sízt eftir að því hefur verið falið að sjá um alla áburðarsöluna, eins og verið hefur undanfarið. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi framleiðir fyrst og fremst áburð fyrir innlendan markað, og inn- flutningur áburðar er takmarkað- ur við það magn, sem verksmiðj- an annar ekki að framleiða, og, þær tegundir, sem hún framleiðir ekki. Þannig nýtur verksmiðjan algerrar einkaaðstöðu á áburðar- markaðinum í landinu. Með tilliti til þessa telja flm. það fyrirkomulag, sem nú er á rekstri áburðarverksmiðjunnar, al- veg óeðlilegt, og það er skoðun þeirra, að tímabært sé, að ríkið leysi til sín hlutabréf annarra hluthafa í verksmiðjunni og taki rekstur hennar að fullu í sínar hendur, og miðar frv. þetta að því. Gert er ráð fyrir því í frv., að setja á stofn áburðarverksmiðju ríkisins sem sjálfstæða stofnun í eigu ríkisins, sem lúti sérstakri stjóm, sem kosin sé af Alþingi. Áburðarverksmiðja ríkisins taki við öllum eignum og réttindum, skuldum og ábyrgðum Áburðar- verksmiðjunnar h/f og komi að öllu leyti í hennar stað. Hlutabréf Áburðarverksmiðjunnar h/f, sem eru í eigu annarra en ríkisins, skulu tekin eignarnámi samkvæmt mati þriggja manna, sem hæsti- réttur tilnefnir. 1. gr. Áburðarverksmiðja ríki~- ins er sjálfstæð stofnun, sem er eign ríkisins og lýtur sérstakii stjórn samkv. lögum þessum. — Verksmiðjuna má hvorki selja né veðsetja, nema heimild sé veitt til þess í lögum. 2. gr. Áburðarverksmiðjan frain leiðir eftirtalin áburðarefni: arn- moníak úr vatni og lofti, ammoní- um-nítrat, ammoníum-fosfat, og önnur áburðarefni, eftir því sem henta þykir. Framleiðslunni skal hagað á þann hátt, er ódýrastan má telja, en þó hagkvæman fyrir íslenzka jarðrækt. Jafnframt skal höfð hlið sjón af almennri þörf landsins og notkun fyrir þau hráefni, sem verksmiðjan framleiðir á ýmsum stigum áburðarvinnslunnar. 3. gr. Áburðarverksmiðja ríkis- ins tekur við öllum réttindum og eignum, skuldum og ábyrgðum Áburðarverksmiðjunnar h.f. og kemur að öllu leyti í hennar stað Leggur ríkissjóður áburðarverk- smiðjunni til sem stofnfé hreina eign hlutafélagsins áburðarverk- 230 mál til meö- ferðar á þingimu Hér fer á eftir yfirlit um störf Alþingis þess, sem lauk störfum í gær. Þingið hefur staðið frá 10. okt. 1963 til 14. maí 1964, alls 218 daga. Þinghlé var frá 21. des. 1963 tii 16. jan. 1964. Þingfundir hafa verið haldnir: í neðri deild 100. í efri deild 90. í sameinuðu þingi 80. Alls 270 þingfundir. Þingmál og úirslit þeirra: I. Lagafrumvörp: 1. Stjórnarfrumvörp: a. Lögð fyrir neðri deild 28. b. Lögð fyrir efri deild 25. c. Lögð fyrir sam- einað þing 2, samtals 55. 2. Þingmannafrumvörp: a. Borin fram í neðri deild 46. b. Borin fram í efri deild 21, samtals 67. Frumvörp alls 122. í flokki þingmannafrumvarpa eru talin 6 frumvörp, sem nefndir fluttu að beiðni einstakra ráð- herra. Úrslit urðu þessi: Lagafrumvörp: a. Afgreidd sem lög: Stjórnar- frumvörp 39. Þingmannafrumvörp 16, alls 55 lög. b. Vísað tii ríkisstjórnarinnar: Þingmannafrumvörpum 1. c. Ekkj útrædd: Stjórnarfrum- vörp 16 Þingmannafrumvörp 50, alls 66 — 122. II. Þingsályktunartil'lögur: Bornar fram í sameinuðu þingi 90. Þar af: a. Ályktanir Alþingis 32. b. Felldar 2. c. Vísað til ríkis- stjórnarinnar 2. d. Ekki útrædd- ar 54. Bornar fram í efri deild 1. Þar af: Ekkj útræddar 1. m. Fyrirspumir, allar oomar fram í sameinuðu þingi, 29, en sumar eru fleiri saman á þingskjali, svo að mála- tala þeirra er ekki nema 17. Allar voru fyrirspumir þessar ræddar, nema 1 Mál til meðferðar í þinginu alls 230. Tala prentaðra þingskjala 701. smiðjunnar, enda innleysir ríkis- sjóður hlutabréf þess samkvæmt. 13—17. gr. þessara laga. Hættir þá Áburðarverksimiðjan h.f. að vera til sem sjálfstæð stofnun, en rennur inn í áburðarvcrksmiðj u ríkisins, er tekur samkvæmt fram ansögðu við starfsemi hlutafélags- ins og hlutverki 4. gr. Ríkissjóður leggur fram fé til greiðslu á stofnkostnaði og byggingarframkvæmdum áburðar- verksmiðjunnar samkvæmt ákvæð um fjárlaga, og er það fé óaftur- kræft. Ef fjárveitingar á fjárlög- um hrökkva ekki til greiðslu stofn- kostnaðar og byggingarfram- kvætnda verksmiðjunnar, er verk- smiðjustjórninni heimilt að taka fé það, sem á vantar, að láni inn- anlands eða utan með samþykki rikisstjórnarinnar og ábyrgð ríkis- sjóðs. Áburðarverksmiðjan skal standa straum af vöxtum og af- borgunum þessara lána. 5. gr. Stjórn áburðarverksmiðj- unnar skal skipuð fimm mönnum, sem kosnir skulu hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi til fjögurra ára í senn. Landbúnaðarráðherra skipar einn þeirra formann verk- smiðjustjómar. Verksmiðjustjórn in hefur á hendi stjórn verksmiðj unnar undir yfirumsjón landbún- aðrráðherra. Ráðherra setur stjórninni erindisbréf og ákveður laun hennar. 6. Verksmiðjustjórnin ræður framkvæmdastjóra með verkfræði legri menntun til þess að hafa á hendi daglega stjórn verksmiðj- unnar og umsjón með rekstri henn ar. Framkvæmdastjóri hefur pró- kúruumboð fyrir verksmiðjuna og ræður starfsfólk, en hlítir að öðru leyti ákvæðum erindisbréfs, sem verksmiðjustjórnin setur honum. Til þess að skuldbinda áburðar- verksmiðjuna þarf undirskrift 3ja stjórnarnefndarmanna. 7. gr. Endurskoðendur áburðar- verksmiðjunnar eru þrír, tveir kjörnir með hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi til tveggja ára í senn, en hinn þriðja skipar land búnaðarráðherra til sama tíma eftir tilnefningu búnaðarþings. Landbúnaðarráðherra ákveður þóknun endurskoðenda, að fengn um tillögiim verksmiðjustjórnar. 8. gr. Áburðarverksmiðjan sel- ur áburð til notkunar innanlands fyrir kostnaðarverð, er verk- smiðjustjórnin áætlar og ákveður I. marz ár hvert, að fengnu sam þykki landbúnaðarráðherra. í hinu áætlaða kostnaðarverði skal reikna með nauðsynlegum og lög- ákveðnum tillögum í fyrningar- sjóð og varasjóð verksmiðjunnar. 9. gr. Áburðarverksmiðjan skal undanþegin öllum sköttum og op inberum gjöldum nema fasteigna sköttum og landsútsvari sam- II. og IV. kafla laga um tekju- stofna sveitarfélaga. 10. gr. Framlag áburðarverk- smiðjunnar til fastra sjóða hennar skal vera á hverju ári sem hér segir: a) Til fyrningarsjóðs 2Vi % af kostnaðarverði húsa, lóðar og annarra mannvirkja og 7Vz% af kostnaðarverði véla og annarra á- halda, b) Til varasjóðs allt að 3% af kostnaðarverði framleiðsl unnar. 11. gr. Reikningsár áburðarverk smiðjunnar er almanaksárið. Skal stjórn hennar gera reikningsskil fyrir hvert starfsár svo fljótt sem auðið er og svo snemma, að endurskoðun geti farið fram fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Reikn ingarnir skulu sendir landbúnaðar ráðherra þegar að lokinni endur skoðun, undirritaðir af stjórn og framkvæmdastjóra og áritaðir af endurskoðendum. Reikninga skal birta árlega í B-deild Stjórnartíð inda. 12. gr. Nánari ákvæði um rekst ur og tilhögun áburðarverksmiði unnar setur landbúnaðarráðherra með reglugerð, að fengnum tillög- um verksmiðjustjórnarinnar. 13. gr. Ríkisstjórnin tekur eign- Framhald á 15. síðu. Á ÞINGPALLI ★ ÞINGLAUSNIR fóru fram á Alþingi í gær. Áður en sú athöfn hófst voru 7 þingmenn kosnir í nefnd til athugunar á áfengisvandamál- inu skv. nýsamþykktri þingsályktunartiilögu. Þessir voru kjörn- ir: Ingvar Gíslason, Sigurvin Einarsson, Einar Ingimundarson, Axel Jónsson, Jón Þorsteinsson, Magnús Jónsson og Alfreð Gíslason. ★ ÞÁ LAS forseti sameinaðs Alþingis, Birgir Finnsson upp yfirlit yfir störf þingsins. Þakkaði þingmönnum gott samstarf, óskaði þeim góðrar heimferðar og góðrar heimkomu og kvaðst vona að þing- menn hittust allir heilir að hausti. ★ EYSTEINN JÓNSSON þakkaði forseta fyrir góðar árnaðaróskir til þingmanna- Þakkaði forseta góða samvinnu og réttláta fundar- stjórn og kvaðst vilja fyrir hönd þingmanna færa honum og hans fólki beztu árnaðaróskir. Þingmenn tóku undir þessi orð Eysteins Jónssonar með því að rísa úr sætum. ★ ÞÁ GEKK forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, i fundarsal og las upp forsetabréf um slit Alþingis og lýsti Alþingi slitið. Þingmenn hylltu forsetann og fósturjörðina með ferföldu húrrahrópi. ★ SÚ MEINLEGA VILLA varð í aðalfyrirsögn á þingsfðunni í gær yfir nefndaráliti Helga Bergs og Karls Kristjánssonar, að hækka stóð fyrir lækka og merking snerist við. Fyrirsögnin átti auðvitað að vera, eins og allir glöggir menn hafa séð í hendi sér: Vexti verður að LÆKKA og verðtryggja spariféð. 6 T í M I N N, föstudagur 15. mal 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.