Alþýðublaðið - 12.01.1952, Síða 6

Alþýðublaðið - 12.01.1952, Síða 6
Framhaídssagan S5h eSga Moray; MERKILEGT AR Öllum þeim, sem gæddir eru einhverri nóru af íramsýni eða sálrænum spádómsanda, ber saman um það, að þetta ár muni verða eitt hið merkileg- asta, sem um getur í veraldar- sögunni á síðustu áratugum. Og að nú muni margir þeir atburð- ir loksins gerast, sem spáð var að gerðust í fyrra, h:tt eð fyrra eða árið þar áður. En auk þess auðvitað margir merkilegir at- burðir, sem staðsettír voru á þetta ár, auk atburða, sem eng- an órar enn fyrir, og ekki verð- ur hægt að spá neinu um fyrr en þeir hafa gerst. Það er nú fyrst þetta með andlát þjóðhöfðingja. Um hver einustu áramót síðasta tugar, — eða síðan þeir kanningjarnir Churchill og Stalin komust á efri ár, hefur hver einasta spá- dómsandi, sem nokkur kjarkur var í, spáð dauða eins merlti- legs þjóðhöfðingj a á árinu, í þeirri von, að annar hvor þess- ara öðlinga hrykki upp af; þeir djörfustu hafa jafnvel spáð dauða tveggja merkilegra þjóð- höfðingja; en þeir Churchill og Stalin hafa Ufað af öll ár til þessa, i trássi hvor við annan og alla spádómsanda. Það er ekki lítill álitshnekkir, sem margur sálræninginn (nýyrði, dregið af lýsingarorðinu sál- rænn, kvenk.t sálræna, karlk.: sálræningi, hvorugkyn óþarft), hefur beðið við þessa þrákelkni þessara þjóðhöfðingja, og svo mun enn verða. Hafa sumir gripið til þess óyndisúrræðis að telja einhverja arabiska eða afríkanska pamfíla, er létust á árinu, til þjóðhöfðingja, spá sinni til sörmunar, en slíkt kem ur ekki að haldi, þegar spáð er dauða þjóðhöfðingja, eins eða tveggja, vita allir við hverja er átt. Og enn er einhver brezk sál- ræna að forheimska sig á að spá þeim dauða, en báðir hjara þeir af þetta árið, og má vera, að það verði seinna talið til merkilegustu ára, einmitt fyrir þá sök, að þá létust hvorki Churchill eða Stalin. Nú, svo er auðvitað sjálfsagt að spá nátt- úruhamförum; alltaf getur hvesst eða rignt og' það eru jú náttúruhamfarir. . .. Nei, það er satt bezt að segja | ekkert að marka þessa erlendu spádómsanda. Það er hér á landi, undir norðurljósunum, sem hinn sanni spádómsandi lif ir og dafnar. Það mun koma á daginn síðar meir, aö yfir þessu landi hvílir sú heiða sálræna, — jafnvel eklti hvað sízt yfir höfuðstaðnum, síðan hitaveitan kom, — sem á eftir að verða þýðingarmikið atriði til lausn- ar á vandamálum þeirra sam- einuðu. Ég segi ekki meira um það að sinni, en það getur skeð, að ekki líði á löngu áður en ég get skýrt við hvað ég á. ísland er merkilegt land cg íslenzka þjóðin hámerkileg þjóð, sem á eftir að leika mikilsvert hlut- verk á alheimssvíöinu, þegar aðrar þjóðir hafa leikið sitt hlutverk á enda, — en nóg um það. Þetta mun ég ræða síðar i sjálfstæðum greinaflokki. .. . í andlegum íriði. Dáríður Dulheims. Saga frá Suður-Afrfku -r .áíSgí&S&f' AuglýsiS AB Wi AB 6 byrði væri af sér létt, og hún fann ekki hið minnsta til ótta. „Svo að þú varst með Páli van Riebeck .... Þetta þóttist ég vita . ... “ þrumaði hann trylltur af reiði. „Ég geri ekki ráð fyrir, að það þýði nokkurn skapaðan hlut að spyrja þig að því, Ric- hard, hvers vegna þú verður trylltur af afbrýðisemi, ef þú hefur grun um, að ég hitti hann að máli?“ mælti hún of- boð rólega. „Það er ekki fyrir þá sök, að þú hittir hann að máli, held ur vegna þess, að þú ert í þing um við hann og elskar hann. Þú skalt ekki gerast svo djörf að bera á móti því“ „Richard — fyrir alla muni, vertu ekki að hleypa þér í þennan brjálæðisham. Hef ég ekki alltaf verið þér góð kona?“ Hann rétti úr sér og tók að æða fram og aftur um tjaldið. „Jú, ég held nú það“, svaraði harin hæðnislega. „Þú hefur verið mér með afbrigðum góð eiginkona. Þú hefur annast um heimilið, aðstoðað mig í stjórnmálabaráttunni og alið mér sex börn, og verið þeim fyrirmyndar móðir“. Hann hló hart og kuldalega. „Þú hefur svalað ástaþrá minni, en samt hefur þér aldrei tekizt að blekkja mig. Meira að segja ekki, þegar ég hef reynt að ljúga að sjálfum mér. Þú hef- ur aldrei verið mín. Ekki að öllu leyti. Þú hefur aldrei legið sjálf í örmum mínum, þrátt fyrir allt“. Hann hreytti út úr sér orðunum. „Ekki þú sjálf í raun og sannleika. Þú hefur alltaf dregið þig í hlé. Ég hef aldrei verið þess umkominn að ná valdi á sál þinni .... hjarta þínu .... “ Hún varð að viðurkenna með sjálfri sér, að hann segði þetta satt. Hvert einasta orð. Reiði hennar sefaðist og hún mælti ástúðlega. „Þú hefur gert þér þetta í hugarlund, vinur minn. Að mestu leyti er þetta aðeins ímyndun þín . . . . “ „Nei, nei. Nú hefur Páli van Riebeck enn einu sinni tekizt að skilja okkur að“. Hann hálf hrópaði orðin og rödd hans var heit og titrandi af reiði. „Richard11, mælti hún með hógværð. „Þetta er ekki rétt. Hann skilur okkur ekki að“. „Þú skalt ekki bæta gráu of- an á svart með lygi og blekk- ingum“, hrópaði hann upp yf- ir sig. „Ég hef fullar sannanir fyrir því, að þú hefur horfið á brott úr vagntjaldinu drykk- langa stund á hverjum einasta degi, undanfarinn hálfan mán uð. Hvert hefurðu farið? Og hvað hefurðu aðhafzt?“ Og æðarnar þrútnuðu á enni hans. „Ég hef þegar sagt þér það, Ég hef farið 1 veitingahúsið og þar höfum við setið stundar- korn. Það er ieitt, að sagnar- andar þínir skuli ekki hafa til- kynnt þér það einnig, að við höfum setið gegnt hvort öðru 'við borð og rabbað saman eins og gamlir kunningjar11, svaraði hún enn. „Já, einmitt það. Og um hvað hafið þið svo verið að tala?“ Hann missti alla stjórn á rödd sinni. „Hversu þungbær mæða það sé fyrir þig, að þú i skulir vera bundin mér hjú- I skaparfjötrum, svo að þér sé 'óhægra um vik að njóta ástar hans og atlota? Og hve einlæg lega þú vorkennir vesalings Richard? Það veit guð almátt- ugur, að ég hirði ekkert um meðaumkun þína“. Hann starði á hana og augnaráð hans var æðislegt af i-eiði og hatri. „Ég sver, að ég skal myrða þetta helvítis Búasvín“, hrópaði hann. Síðan varð nokkur þögn, unz hann mælti, lágt og ró- lega, rétt eins og hann hefði tekið óvænta og þýðingarmikla ákvörðun. „Ég skal mýrða hann, og það fyrr en seinna“. I Hún fann til sárrar samúðar með honum. „Satt bezt að 'segja, þá hagarðu þér öldung- is eins og hestastrákur, Ric- hard. Reyndu nú að stilla skap þitt, og athuga, hvað það í , raun og veru er, sem þú gerir ' svo mikið veður út af. Ég hef I tvívegis sagt þér það, — og það er ekki víst, að ég endur- taki þá yfirlýsingu oftar, — að ég hef ekki gert annað en tala við Pál van Riebeck. Og ég geri ekki ráð fyrír, að þú létir slíka smámuni reita þig svo til reiði, ef þú værir ekki orð- inn þreyttur og úttaugaður eftir erfiðið við demantaleit- ina“. „Vertu ekki að því arna, Katie“, svaraði hann. „Og það get ég sagt þér, að ég er ekki einn um það að hata Pál van Riebeck. Hawkins situr í dyíl- issunni og biður honum böl- bæna. Smith hatar hann tak- markalaust, og allir þeir leit- armenn, sem honum fylgja. Þeir þrá áreiðanlega ekkert heitara en að sjá Pál van Rie- beck dingla í gálganum . . .“ Allt í einu varð Katie ótta- slegin. Richard var orðinn svo óhuganlega rólegur og ákveð- inn. Hún var sér þess þó með- vitandi, að hún mátti ekki fyr- ir nokkurn mun láta hann verða þess varan, að hún skelfd ist hann. Og hún reis á fæt- ur, gekk til hans og mælti, lágt og rólega: „Richard, — hvernig stendur á því, að þú skulir láta þér slíkt og þvílíkt um munn fara? Þú, sem um margra ára skeið hefur barizt fyrir bættri og nánari sambúð Búa og Breta?“ Hún varð, hvað sem það kost- aði, að leiða huga hans frá Páli van Riebeck. „Ertu nú allt í einu orðinn svo heitur andstæð ingur Búa, eða hvað?“ „Ég haga orðum mínum að þessu sinni eins og raun ber vitni, aðeins fyrir þá sök, að þetta er í fyrsta skiptið um margra ára skeið, sem ég tala eins og mér býr í brjósti, án þess að lúta áhrifum þínum“. Hann talaði hægt og hnitmið- aði val orðanna. „Ég er brezk- ur maður, og ég er stoltur af því að vera það. Þú hefur reynt að vinna mig til fylgis við Bú- ana, en innst inni hefur mér alltaf geðjast frámunalega illa að þeim. Og þegar ég með eig- in augum sé framferði þessa hrokafulla og eigingjarna Búa, verður mér ljóst, að ég hata þá. Ég hata Búana sem kyn- þátt; ég hata Pál van Riebeck bæði vegna þess að hann er af þeim kynþætti, og að hann hef ur aðskilið okkur“. Rödd hans var köld af hatri. Hann greip í öxl henni og starði á hana. „Ég skal aldrei trúa því, að þú hafir staðið gegn vilja hans. Ég er þess fullviss, að þú hefur gefið þig honum fúslega á vald ....“ öskraði hann. ,,Ég sé það á augnaráði þínu. Þú hefur gert það Katie .... Reyndu ekki að neita því „Nei“, svaraði hún með kaldri fyrirlitningu. „Ég hef sagt þér sannleikann. Og ég ráðlegg þér að hrópa ekki svona hátt. Þér er það óþarft að niðurlægja mig saklausa í eyrum barna minna .... og, — þú mátt skilja það, sem að- vörun, — þetta fyrirgef ég þér aldrei“. „Jæja, svo að börnin skipta þig þá nokkru máli? Sjáum til“. Myndasaga barnanna Dvergurinn fjölkunnugi TZT-pFE? mm /4.,,V,.. Þeir félagarnir fóru nú næst heim til Godda gríss, en hann var ekki heima. Þegar þeir svo voru komnir spölkorn frá og ætluðu heim til Hnetuskógar, sáu þeir, hvar hengirúm hékk á milli tveggja trjáa. Og hver ætli hafi legið og hrotið í hengirúminu annar en Goddi sjálfur. „Vaknaðu, Goddi,“ sagði AIli, „Bangsi vill fá þig á gönguferð." „Ég fer ekki fet,“ snörlaði í Godda. „Það er hvergi betra að vera en í hengirúminu." Svo héldu þeir áfram göng- unni. Þá segir Alli; „Það hlýt- ur að vera ósköp þægilegt að liggja í hengirúmi í slíkum hita og nú.“ „Eigum við að biðja Samma sjómann um net í hengirúm handa okkur?“ spurði Bangsi. EINKENNILEG HÚS í BORGINNI Stepney í Suð- ur-Ástralíu býr fyrrverandi undirliðsforingi úr sjóhernum brezka í húsi, sem hann hefur reist úr kampavínsflöskum. Flöskurnar, sem eru 10 000 tals ins, eru límdar saman með steinlími. Má því með sanni segja, að þesum fyrrverandi undirliðsforingja sé hollt að hafa hugfast spakmælið forna, að ekki sé ráðlegt að hefja grjót kast úr glerhúsi. Það var aldraður skipstjóri, sem hóf byggingu þessa ein- kennilega húss fyrir mörgum árum síðan, en dó írá því hálf- gerðu. Þá var það, að undirliðs- foringinn lenti í húsnæðishraki með fjölskyldu sína, konu og tvö börn. Hann fullgerði húsið og er sagt, að það hafi ekki kostað hann nema 45 sterlings- pund. JAFNVETi þótt flöskuhús hljóti að teljast meðal sjald- gæfra og einkennilegra bygg- inga, er vafasamt hvort hús þetta á metið á því sviði. Það eru til margar furðulegar bygg ingar í heiminum. Hertoginn af Portlandi byggði sér hús í Wel- back Abbe um miðbik aldarinn ar er leið. Djúpt í jörðu lét hann gera stóra hvelfingu fyrir bókasafn sitt, en einnig var þar salur fyrir borðknattleik og veizlusalur mikill. Lyftugöng tengdu neðanjarðarhýsi þetta við sjálfa bygginguna. Lyftan var knúin vatnsafli og bar tutt- ugu og tvo menn. Það er því ór hætt að fullyrða, að hertoginn hafi verið framsýnn maður, er hann gerði sprengjuheld híbýli löngu áður en nokkur flugvél eða flugsprengja var upp fund- in. í SAN JOSÉ í Kaliforníu stendur einkennilegt hús. Það rúmar 160 herbergi og telst því stórhýsi, — jafnvel í Ameriku'. En það furðulegasta við hús þetta er, að þar er mesti fjöldi af stigum, sem hvorki liggja á næstu hæð fyrir neðan né ofan, auk þess sem þar er að finna aragrúa ljósrofa og rafleiðslna, sem ekki eru í sambandi við neina rafveituþræði. Það var kona ein, frú Wmchester, sem teiknaði stórhýsi petta og sá um byggingu þess, en hún var með öllu ólærð í húsagerðarlist. Tók hún sér þetta i'yrir hendur að lækna ráði, þar eð þeir töldu hættu á að hún sturlaðist, ef ekkert yrði til að dreifa harmi hennar, eftir að maður hennar hafði látizt af slysförum. Og hún hélt áfram þessari bygging arstarfspmi í 36 ár, eða þangað til hún andaðist frá öllu saman. ENDA ÞÓTT f'öskuhúsinu verði ekki dæmt metið hvað einkennileg hús snertir, bá er sennilegt að það verði samt sem áður hús í Ástralíu, sem sigrar slíka samkeppni. Þar fyrir- finnst nefnilega hús eitt, sem hlaðið er eingöngu úr gömlum legsteinum. . . . Og er þess ekki getið, að þar sé meiri drauga- gangur en þægilegt getur tal- ist. . . . MARGTÁSAMA STAÐ LAUGAVEG )0 - SIMl 3367

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.