Alþýðublaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.01.1952, Blaðsíða 3
I DAG er sunnucíagur 13. jan únar. Ljósatími bifrciða og ann arra ökutækja er frá kl. 3,30 síð öegris til kl. 9 árdegis. Kvöldvörður í læknavarðstof unni er Ófeigur T. Ófeigsson, eími 5030. Næturvörður í læknavarðstof unni er Esra Pétursson, sími 5030. Næturvarzla er í íngólfs-apó teki, sími 1330. Lögregluvarðstofan: Sími 1166. Slökkvistöðin: Sírni 1100. Flugferðír Dómkirkjunni 1952 (vor sða.' haust) komi til viðtals við prest ana í Dómirkjuna, sem hér seg ir: Til séra Óskars J. Þorláksson ar. þriðjudaginn 15. janúar. Til j séra Jóns Auðuns, miðvikudag inn 16. janúar. Ferniingarbörn séra Jakobs Jónssonar eru beð in að koma til viðtals i HalL grímskirkju mánudaginn 14 þ. : m. kl, 5 e. h. — Fermingarbörn . séra Sigurjóns Þ. Árr.asonar eru | beðin að koma til viðtals í Hall j grímskirkju þriðjudaginn 15. þ. I m. kl. 5 e. h. Loftleiðir: í dag er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja. Á morgun til Akureyrar, Bíldudals, Flateyr ar, Hólmavíkur ísafjarðar, Pat reksfjarðar, Sauðárkróks, Vest mannaeyja og Þingeyrar. Skipafréttir Eimskip: Brúarfoss kom til Grimsby 10. 1. fer þaðan væntanlega 12.1. til London. Dettifoss xer vænaan- lega frá New York 12,.l. til Reyltjavíkur. Goðaíoss kom til Reykjavíkur 11.1. frá Leith Gull foss er í Kaupmannahöfn, fer þaðan 15.1. til Leith og Reykja víkur. Lagarfoss fór frá Ant- werpen 11.1, til Huil og Reykja víkur. Reykjafoss er í Reykja- vik. Selfoss fer frá Reykjavik kl. 22.00 í kvöld 12.1. til Vest mannaeyja og Antwerpen. Tröllafoss fór frá Reykjavík 10. 1. til New York. Vatnajökull fór frá New York 2.1. til Reykja víkur. Ríkisskip: Ilekla var á Akureyri í gær á austurleið. Esja er í Álaborg. Herðubréið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þryill ef í Reykja- vík. Ármann fór til Vesmanna eyja í gær. . Skipadeild S.Í.S. Hvassafell fór frá Stettir. 11. þ. m., áleiðis til fslands. Arnar fell er í Oskarshamn. Jökulfell er í Eyjafirði. Brúðkaup í gær voru gefin saman í ( hjónaband af séra Jóni Thorar j enssyni, Ingibjörg Ársælsdóttir, Laugavegi 137 og Þoibjörn Ein arsson stýrimaður. í gær voru gefin saman í hjónaband, Villa Maria Einars- dóttir, skrifstofustúlka og Ólaf ur Kjartansson hárskeri. Úr öllum áttum Ðansk Kvindeklubb heldur fund í Vonarstræti 4, þriðjudag inn 15. janúar kl. 8,30 s. d. Kvennadeild Slysavarnafélags íns í Reykjavík heldur skemmti fund í Tjarnarcafé á morgun (mánudag) kl. 8,30. e h. Happdrætti háskólans. Dregið verður í 1. ílokki 15. janúar. Aðeins einn söludagur eftir. í Málfundadeild Iðnnemasam- feands íslands: Fundur í dag kl. 2 e. h. að Hverfisgötu 21. Umræðuefni: Trúmál. Framsögumenn: Krist- ján Wendel og Guömundur Ei- ríksson. Iðnemar fjölmennið. Bókbindarafélag- ísiands heldur fund í dag kl. 2 að Röðli. Kosin tillögunefnd um stjórnarkjör. Rætt i.m atvinnu ástandið o. fl. Fermingarbörn: Börn, sem eiga að ermast í AB-krossgáta nr. 42 Lárétt: 1 óhrædd, 3 megna, 5 neyti, 6 tveir samstæðir, 7 var í upphafi, 8 skammsíöfun, 10 að gæzluleysi, 12 skrift, 14 fiska, 15 reið, 16 tímamælir, 17 op, 18 keppni. Lóffrétt: 1 stillt, 2 borðandi, 3 guðlast, 4 sýgur, 6 ókyrrð, 9 líkamshluti, 11 bogin, 13 brott rekin. Lausn á krossgatu nr. 41 Lárétt: 1 fót, 3 von, 5 op, 6 sa., 7 akr, 8 té, 10 Olav, 12 all. 14 asi, 15 ég, 1) kk, 17 ann, 18 na. Lóffrétt; 1 fortaka, 2 óp, 3 varla, 4 Narvik, 6 sko, 9 él, 11 aska. 13 lén. Viðhald raflagna. Viðgerðir á heimilis- tækjuum og öðrum rafvélum. Rafíækjavinnustofa Siguroddur Magnússon Urðarstíg 10. . Sími 80729. BarnaspítalasjóSs Hringsins sru afgreidd f Hannyrða- verzL Befill, Aðalstræti 12. áður verzl. Aug. Svendsen) ig i Bókahúð Austurbæjar klæðskerameistari Snorrabraut 42. ENSK FATAEFNI nýkomin. 1. flokks vinna. Sanngjarnt verð. í ÚTYARP REYKJAVÍK : 13.00 Erindi: Á eldílsug til ann arra hnatta; II. (Gisli Hall- dórsson vélaverkfræðingur). 14.00 Messa í Laugarneskirkju (séra Garðar Svavarsson). 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen). 19.30 Tónleikar: Ung amerísk tónskáld leika irumsamin píanólög (plötur). 20.20 Tónleikar: Sónata fyrir fiautu og píanó eftir Hinde- mith (Ernst Normann og Fritz Weisshappel 1-eika). 20.35 Erindi: Örlög íslands frá kristnu sjónarmiði (ólafur Ólafsson kristniboði. 21.00 Óskastundin (Benedikt Gröndal ritstjóri). 22.05 Danslög MÁLVERK franska meistar- ans Maíisse hafa rataff í furffu- legt ævintýri. Þau voru send vestur um hafa fyrir sömmu á sýningu, en virffast ekki ætla aff eiga afturkvæmt af sjónum í bráff. Museum of Modern Art í New York hafði ráðgert að halda í haust mikla sýningu á mál- verkum Matisse, on síðar ' átti að sýna þau víðs vegar í Ame- ríku. Málverkunum var safnað úr söfnum, einkaeign og vinnu stofu sniliingsins sjálfs og þau síðan send sjóleiðis vestur um haf, -sn þegar til New York kom, var þar hafnarverkfall. Verkfallsmennirnir neituðu um leyfi til að skipa mílverkunum upp, svo að þau voru send aftur heim til Frakklands með það fyrir augum að senda þau Loft leiðis til New York. En hafnar verkamennirnir í LLe Havre studdu félaga sína í New York dyggilega, þegar til kom, og ný lega voru málverkin enn inn- lyksa í skipinu. Skáldsaga Vilhelms Mobergs um veslur SKÁLDSAGA sænska rithöf- undarins Vilhelms Mobergs „Vesturfarar" ætlar að verða metsölubók. Fyrir skömmu söfðu selzt af henni 730 009 ein tök, og „Aftontidningen í S*okk hólmi skýrði frá því, að aðeins þrjár aðrar sænksar bækur hefðu selzt m-eira. Báðar þessar bækur eru eftir Selmu Lagarlöf, sern sé „Nils Hólmgeirsson" og Sagau af Gösta Berling“. Málverkasýning Jóns Stefánsson- ar í Khöfn JÓN STEFÁNSSON listmál- ari opnaði málverkasýningu 9. janúar í sýningarsal Bruun Rasmussens við Breiðgötu 33 í Kaupmannahöfn. — Sýningin stendur yfir til 22. janúar. QKKAR A NILLISAG ALÞINGI mun sennilega sitja fram undir mánaðamót, enda þótt ekki sé búizt við neinum stórtíðindum þaðan. * * * Flestum alvarlegri deilumálum verður vafalaust víiað frá eða þau svæfð á einn eða annan hátt. * * Þannig er komin fram frávísunartillaga á hinn stóraukna fasteignaskatt og það kæmi ekki. á óvart. bótt SÍF-málið yrði einnig svæft, hvernig sem farið verður að því. MOSKVUFARARNIR FIMM komu við í Varsjá á heiin leiðinni, en hafa lítið sagt frá dvöl sinni þar. * * *Tqku Pólverjar þeim með vrktum og fensru þeirp. herberui í fín- asta hóteli bor^arinnar, Hótel Bristol, o" gáfu þeim vasa- peninga. f hótelinu var þeim vísað til sætis í viðhafn- arsal og átu þcir þar. * * * Syo vildi til, að sendiherra ís- lands í Póllandi, Bjarni Ásgeirsson, var í Varsja um þetta leyti og gisti á sama hóteli. * * Þegar hann ætlaði inn í sama sa'. þar sem kommúnistarnir fimm sátu við borð, var lionum vísað burt og í óæðri sal hótelsins. * * * Var reynt að skýra fvrir Pólverjum, að maðurinn væri sendiherra ís- lands. en það breytti engu. * * * Honum var vísað á óæðri bekk en Jóni, Bolla, Sigvalda og hinum kommunum! ÚTSVÖRIN á Akureyri eru að meSaltali 1170 krónur á hvert mannsbarn í bænum, en hér í Revkjavík er meðaltaliS 25 Ö hærra eða 1500 kr. á hvert mannsbarn. Kvikmynda-Sören Sörensso.n hefur verið ráðinn mjólkur- eftirlitsmaður hjá borgarlækni, að því er sagt er. 5 í: * Kcrla- kórinn Geysir er að hugsa um að sigla í surriar. * * Það er komin upp alvarleg deila innan Dagsbrúnar og er húr. um vinnumiðlun við höfnina. í: * Deilan er hættulegasta mál, sem komið hefuT- fyrir kommúnistastjórn félagsins. Gunnar Thoroddsen er nú búinn að ráða nýjan emb- ættismann fyrir liöfuðstaðinn: SÁLFRÆÐING REYKJA- VÍKURBÆJAR! :j; * Hið nýia lamb á jötunni er sjálfur Olafur Gunnarsson frá Vík í Lóni og hefur aðalstarf hans verið að hringja í ýmsa menn og spyrja þá hvaða hæfiíeika maður þurfti til að vinna eitt eða annað starf, íi! dæmis hvaða hæfileika þarf til að vera yfirsetukona. * * :j: Senni- lega hefur lion.um þó sézt yfir tvo stórmerka nienn, sem ættii að svara þessari mikilvægu spurningu. :j; :j: * Hvernig væri að Gunnar segði til um, hvaða hæfileilca þarf til að vera borgarstjóri, og Olafur hvaða hæfileika ]»arf tit að vera sálfræðingur Reykjavíkurbæjar? Ólafur Thors boðaði í útvarpinu, að m.jög fljótlega kæmi út sérprentuð ræða hans frá landsfundi íhaldsins. 5 í: * Hvað tefur útgáfuna? * * * Skyldi hómópatinn hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri heppilegt að prenta ræðuna? Hér er að lokum klausa úr blaðinu DEGI á Akurevri: Út- varpsfréttamennirniÁ geta ekki látið vera. Þeir eru að vísu hættir að tala um ,,alþýðuherinn“ í Kóreu, en um jólin endur- vöktu þeri nafngiftina ,,norðanmenn“ í fréttalestri frá London. Ekki er hér orðaval brezka útvarpsins. Það kallar kommúnista kommúnista og ekkert annað. í sama fréttalestri var kommún- istastjórnin kínvei'ska nefnd „kínverska alþýðustjórnin“. Þetta er fölsun á orðalagi brezka útvarpsins. Stjórn sú er þar yfirleitt nefnd kommúnistastjórnin kínverska eða Pekingstjórnin. Út- varpsmennirnir okkar ættu að breyta formála þeim, er þeír hafa fyrir fréttalestrinum: í stað „frétta frá London ‘ ættu þeir að kynna: Fréttir, í aðalatriðum eftir brezku útvarpi, endur- sagðar af íslenzka ríkisútvarpinu með tilliti til hagsmuna kom- múnistaflokksins. Tiikynnlng frá iðnaðarmélanefnd Fyrirhugað er að ráða nú þegar til starfs verkfræðing, er veiti verksmiðjuiðnaðinum í landinu tæknilega að- stoð til bættra vinnubragða og vöndunar á framleiðslu. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um starf þetta, eru beðnir að snúa sér til einhvers undirritaðra nefndar- manna, eigi síðar en hinn 20. þ. m. Reykjavík, 12. jan. 1952. Páll S. Pálson, Kristjón Kristjónsson Þorsieinn Gíslason. INNILEGA ÞAKKA ÉG öllum þeim. er á ýmsan hátt sýndu mér vináttu á sextugsafmæli mínu, Lifið heil. Hallgr. Finnsson. l H H S AB 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.