Tíminn - 16.06.1964, Qupperneq 8

Tíminn - 16.06.1964, Qupperneq 8
Frá fulltrúaþingi íslenzkra barnakennara: kólakerfid þarf að endur- koia og skipuleggja í heild Fulltrúaþing Sambands íslenzkra barnakennara var haldið í Mela- skólanum i Reykjavík dagana 6. og 7. júní s.l. Formaður sambandsins, Skúli Þorsteinsson, setti þingið og bauð velkomna gesti og þingfulltrúa. Drap hann síðan á helztu mál, sem stjórnin vann að á milli fulltrúa- þinga og hvað áunnizt hefði í launa- og kjaramálum stéttarinnar. Lagði hann áherzlu á, að þótt bar- átta fyrir bættum kjörum væri nauðsynleg og hlyti jafnan að vera veigamikill þáttur í starf- semi samtakanna, þá væri kenn- urum ljóst, að sá þáttur, er snerti hið innra og ytra menn- ingar- og félagsstarf samtakanna, væri sízt ómerkari og bæri að leggja ríka áherzlu á nauðsynleg- ar umbætur í þeim efnum, þess vegna stæði það mál nú efst á dagskrá þingsins. Að þingsetningu lokinni fluttu gestir ávörp. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, þakkaði kennurum störf þeirra í þágu ísl. uppeldis- mála. Ræddi hann m. a. nokkuð þær gagngerðu breytingar, sem ný lega voru gerðar á Kennaraskóla íslands, bæði að því er snerti hús næði skólans og tilhögun á mennt- un kennaraefna. Taldi hann hér hafa verið stigið stórt skref í rétta átt og vænlegt til umbóta í skóla- og uppeldismálum. Hér mætti þó ekki láta staðar numið, heldur þyrfti sem fyrst að skapa skil- yrði til æskilegs framhaldsnáms kennara. Þá skýrði hann frá því, að í undirbúningi væri að koma á nýskipan námsstjórnar í ísl. skól um og stæðu vonir til, að sú skip- an yrði á komin næsta haust, er skólar hæfu starf sitt. Helgi Elíasson, fræðslumála- stjóri ræddi m. a. þær framfar- ir, sem orðið hefðu í skóla- og upp eldismálum á undanförnum ára- tugum, og þann þátt, sem sam- tök kennara hefðu átt í þeim. Rakti hann í því sambandi sögu kennarasamtakana í höfuðdráttum frá stofnun Hins ísl. kennarafé- lags 1889 og skýrði þá hugsjón, sem knúði forustumenn þeirra sömtaka til starfa. Bar hann að lokum fram þá ósk, að Samb. ísl. barnakennara mætti hér eftir sem liingað til jafnan minnast hug- sjóna þessara brautryðjenda fyrir 75 árum. Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, þakkaði Samb. ísl. barna- kennara vel unnin störf við und- irbúning kjarasamninga opinberra starfsmanna. — Taldi hann, að úr skurður Kjaradóms í marz 1984 hefði almennt valdið launþegum vonbrigðum, þar sem dómurinn tók ekki til greina sanngjarnar kröfur ríkisstarfsmanna um 15% launahækkun. Benti hann á að skýra þyrfti þau mál nánar fyrir almenningi og lagði áherzlu á nauðsyn þess, að launþegar stæðu fast saman í kjarabaráttunni. Próf. Richard Beck flutti kveðju frá Vestur-íslendingum og tjáði í skemmtilegri ræðu og á viðfelld inn hátt hlýhug sinn til ísl. kenn- ara. Er gestir höfðu flutt ávörp sín, var liðið nær hádegi fyrri þing- dagsins, laugardagsins 6. júni. — Héldu fulltrúar þá til ráðherra- bústaðarins í Tjarnargötu og sett- ust að hádegisverði í boði mennta málaráðherra. Þingstörf hófust síðan kl. 14 og stóðu óslitið báða dagana og langt fram á nótt seinni þingdag inn. Borgarstjórinn í Reykjavík bauð þingfulltrúum í síðdegis- kaffi í Sigtúni á sunnudaginn, en sambandið veitti þeim kaffi að Hótel Borg á laugardaginn. Forsetar þingsins voru kjömir: Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri á Akureyri, Þorgeir Ibsen, skóla- stjóri í Hafnarfirði og Eiríkur Stefánsson kennari í Reykjavík. Ritarar voru kjörnir: Kári Arn- órsson, skólastjóri á Húsavík og Þorsteinn Matthíasson, skólastjóri á Blönduósi. Frimann Jónasson, skólastjóri í Kópavogi var á þinginu kosinn heiðursfélagi SÍB fyrir mikil og vel unnin störf í þágu samtakanna en hann hefur starfað í samtökun- um í 41 ár, þar af setið í stjórn sambandsins í 14 ár, lengst af sem varaformaður og oft gegnt formannsstörfum, er formaður var ekki til staðar. Fyrri þingdaginn, laugardaginn 6. júní voru mál reifuð og nefnd- ir kosnar. Seinni daginn vpru álit nefnda rædd og samþykktir gerð- ar. Varðandi aðalmál þingsins voru m. a. gerðar eftirfarandi samþykktir og ályktanir: 1. MENNINGARMÁL 1. Skorað var á menntamálaráð- AÐALFUNDUR Sölusambands ísl. fiskframleiðenda verður hald- inn í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 19. júní 1964 kl. 10 f. h. DAGSKRÁ: 1. Formaður stjórnar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfa- nefndar. 3. Skýrsla stjórnarinnar jEyrir árið 1963. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir árið 1963. 5. önnur mál. 6. Kosning stjórnar og endurskoðenda. FRÍMANN JÓNASSON herra að skipa sem fyrst nefnd til að endurskoða og skipuleggja í heild skólakerfið með tilliti til breyttra þjóðfélagshátta. Við þá skipulagningu yrði hagnýtt þekk- ing og reynsla grannþjóða okkar í skóla- og uppeldismálum. í því sambandi var vakin at- hygli á, að hraðfara breyting þjóð félagshátta; leggur sk’áíifríurnl,,á,í- fellt ný verkefni á hefðar 'ög aukna ábyrgð. Verði þeir því óhjá kvæmilega að fá aðstöðu til að haga störfum sínum í samræmi við þá þróun. Leggja ber miklu meiri áherzlu á hina uppeldislegu hlið skóla- starfsins en gert hefur verið. Stefna þarf markvisst að því að glæða persónulegan þroska ein- staklingsins, laða börn og ungl- inga til sjálfstæðra starfa í námi, vekja listhneigðir þeirra, hvetja þau til hagsýni og ráðdeildar og ætla félagslegu uppeldi nægilegt svigrúm í skólastarfinu. 2. Þingið taldi nauðsynlegt að hefjast nú þegar handa um und- irbúning námskeiða fyrir starf- andi kennara í tengslum við Kennaraskóla íslands, þar sem SKULI ÞORSTEINSSON þeir gætu stundað framhaldsnám, hliðstætt því sem tíðkast í kenn- araháskólum á Norðurlöndum. Til högun námsskeiðanna skal miðuð við það, að starfandi kennurum hvarvetna að af landinu sé kleift að sækja þau án verulegra tafa frá kennslustörfum. Náminu verði t. d. skipt þannig, að það fari að hluta síðdegis eða að kvöldi á .S.tftrfotíma s-kólanna, einkum fyrir kennara í Reykjavík og nágrenni. Fram komu í sambandi við þetta mál skilmerkilegar tillögur um viðfangsefni námskeiðanna og hve margar kennslustundir skyldi ætla hverjum þætti. 3. Enn fremur beinir þingið þeim eindregnu tilmælum til menntamálaráðherra, að hann skipi nú þegar nefnd sérfróðra manna, er athugi og geri tillögur um, á hvern hátt bezt verði fyrir komið sálfræðilegri og sérfræði- legri þjónustu við skyldunáms- skóla landsins, einkum við skóla úti á landi, þar sem engin slík þjónusta er til staðar. Lögð var áherzla á, að nefndin hraðaði störf um, eins og unnt væri. 4. Skorað var á útvarpsráð að taka upp fastan skólamálaþátt í dagskrá Ríkisútvarpsins næsta vetur. II. LAUNA- OG KJARAMÁL 1. Þingið þakkaði stjórnum SÍB, BSRB og Kjararáði störf þeirra í launa- og kjaramálum og taldi, að þessir fyrstu kjarasamningar opinberra starfsmanna hefðu eft- ir atvikum tekizt vel, þótt margt mætti þar betur fara, m. a. væri starf barnakennara ekki metið þar sem skyldi. 2. Mótmælt var eindregið úr- skurði Kjaradóms 31. marz 1964, sem hann felldi um 15% launa- hækkun ríkisstarfsmanna. 3. Krafizt var endurskoðunar á gildandi kjarasamningi, jafnskjótt og lög heimila. 4. Skorað var á'stjórn BSRB að vinna að því, að ríkisstarfsmenn fái þegar í stað notið hliðstæðrar verðtryggingar launa og gert er ráð fyrir í samkomulagi Alþýðu- sambands íslands, atvinnurekenda og ríkisstjórnarinnar. Margar aðrar samþykktir voru gerðar, einkum um innra félags- starf samtakanna. Samþykkt var að ráða starfsmann hluta úr degi til nauðsynlegra starfa. Þá taldi þingið nauðsynlegt að koma á fót: a) sáfni innlendra og erlendra bóka og tímarita um uppeldi og kennslumál, b) safni innlendra og erlendra kennslugagna og áhalda. Að lokum fór fram stjórnar- kjör. Frimann Jónasson og Stefán Jónsson báðust eindregið undan kosningu. Kosnir voru í þeirra stað Svavar Helgason og Páli Guð mundsson, að öðru leyti var stjórn in endurkosin. Formaður var kos- inn sér og varð hann sjálfkjörinn. Stjórnina skipa nú. Skúli Þor steinsson, formaður, Ingi Krist- insson, varaformaður, Ársæll Sig- urðsson, ritari, Gunnar Guðmunds son gjaldkeri og meðstjórnendur Þórður Kristjánsson, Páll Guð- mundsson og Svavar Helgason. — Þingslit fóru fram aðfaranótt 8. júní. í HLJÓMLEIKASAL Ljóðakvöld Rut Little Þriðju tónleikar Listahátíðar innar voru 13 júní s. 1. í Aust urbæjarbíói. Ruth Little alt- söngkona frá Bretlandi söng með aðstoð Guðrúnar Kristms dóttur. Á efni .skránni voru lög eftir Grieg, Mahler og Schubert ásamt nokkrum gamalkunnum íslenzkum lögum. Ruth Little hefur sérstaklega fallega rödd, sem hún beitir af mikill smekk vísi og kunnaUu og var athyg-i áheyrenda strax vakin er nún hóf að syngja ljóðaflo'kk efLr Grieg, Hangti ssa, op. 67. Ljóða flokk þennan hefir undirritað ur ekki heyrt áður, en þ/í ánægjlegra var að kynnazt þessum fallegu lögum, svona listavel sungnum. íslenzku lög in voru einnig prýðilega sung in (og textaframburður ágæ:- ur, af útlendingi að vera) og þá ekki sízt Litla Gunna og litli Jón eftir Pál ísólfsson, er söng konan söng með miklum sjanma. Eftir hlé söng Little Kindertotenlieder eftir aust- urríska hljómsveitarstjórann og tónskáldið Gustaf Mahler. Þenn an lagaflokk samdi tónskáldið fyrir rödd og píanó en einmg fyrir rödd og hljómsveit og þannig er rað yfirleitt flutt, anda nýtur sin engan veginr, nema með h'oómsveitarundir undirleik- Túlkun Ruth Littie ,rar með ágætum og hið van- þakkláta hlutverk undirleikans leysti Guðrún af hendi með miklum sóma. Að endingu söng Ruth Little nokkur Lied- er eftir Franz Schubert. Þó að yfirleitt væri prýðilega á haldið, var ekki laust við að nokkurrar þreytu gætti hjá söngkonunni, sérstaklega i Gretchen an Spinnrate. A3 öðru leyti var flutningurinn mjög vandaður. Guðrún Krist insdóttir spilaði undir ágætlega og þó alveg ferstaklega í Scho bertlögunum Hrifning var cnikil meðal áheyrenda, sen hefðu mátt vera fleiri. Rögnvaldur Sigurjónsson. 8 T í M I N N, þriðjudaginn 16. júní 1964 —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.