Tíminn - 16.06.1964, Qupperneq 14

Tíminn - 16.06.1964, Qupperneq 14
I I I I KONA CHUR.CHILLS lausn þessara verkefna, bauð ég leiðtogum Verkamannaflokksins og Frjálslynda stjórnarandstöðu- flokknum að vera áfram í ríkis- stjórn til að hjálpa okkur nð ljúka verkinu. Þeir höfnuðu boð- inu.“ Og þá byrjaði Winston í reiði sinni að ráðast persónulega að þeim Ieiðtogum Verkamanna- flokksins sem hö'fðu setið með honum i samsteypustjórninni. Hann varaði fólkið við og sagði, að sósíaiisminn gæti haft ,,Ge- stapó“ í för með sér. Baráttuað- ferðir hans geiguðu og komu með íullum þunga á móti honum aft- ur. Almenningur fór að snúast gegn honum. Eftir að Clementine hafði talað á nokkrum kvennafundum, fann hún hvernig vindáttin var að breytast og varaði Winston við. Hún vissi með sjálfri sér, að með árásum sínum leitaði hann útrásar fyrir grcmjuna yfir að þurfa að berjast á heimavígstöðvum um innanríkismál í stað þess að geta snúið sér af alefli að utanríkis- málunum. Hún vissi, að í þessari kosningabaráttu bar ekki eins mik- ið og venjulega á góðu skapi hans og þolinmæði. Winston einn vissi. hve geysileg áhrif Clementine hafði haft á störf og framkomu hans. Venjulega mat hann mikils ráðleggingar hennar og tók strax til greina vin- samlegar áminningar hennar:„Win ston, þeíta mundi ég ekki segja.“ En nú, og sennilega í fyrsta sinn, virtust ráðleggingar hennar fara fyrir ofan garð og neðan — hann beið aðeins eftir lokasigrinum í styrjöldinni. Fólk spurði: „Hvar er hinn gamli Winston?" Margir sögðu: .,Við getum leyft honum að líta á sig sem sjálfkjörinn einkaand- stæðing sósíalismans, en við erum okki búin að gleyma því, þegar hann var jafnofsalegur andstæð- ingur, sósíalistanna fyrir tuttugu árum.“ Fólk velti því fyrir sér, hvað hefði orðið af hinum glað- lynda, skemmtilega og fyndna Churchíli, sem hingað til gat alltaf séð gamansama hlið á hverju máli, jafnvel á stjórnmálunum. Hvar var maðurinn, sem gat gert h\é a máli sínu, eftir að hafa haldið þrumandi ræður um bar- áttu á ströndinni. á ökrunum o.s.frv., og þá bætt við svo lágum rómi, að aðeins samstarfsmenn hans heyrðu, — þeir, sem einnig vissu, hve varnarlaus við vorum: „og við berjum þá, í hausinn með flöskum. Enda höfum við ekkert rnnað.“ Eða maðurinn, sem sagt bafði á miðri örvæntingarstund, þegar ekki var séð annað en inn- vás yrði gerð á hverri stundu: „Og svo eru það fiskarnir.“ Þennan Churchill var ekki unnt að greina i neinni af kosningaræð- um hans núna. Hann átti ekki lengur til neina gamansemi né fyndni, en var harðneskjulegur í crðum og ræður hans' eintómar skammir urn sósíalistana. Hvað hafði komið fyrir? Hvaða ský hafði dregið á heiðskíran himin snillingsins? Clementine vissi svarið betur en nokkur annar. Hún vissi hve á- hyggjufullur hann var um fram- tíðaröryggi heimsins. Samt sem áður var hún enn sannfærð um, að hann mundi bera sigur af hólmi — jafnvel svartsýnismenn- irnir voru vissir um, að hann mundi bíða algeran ósigur. Winston mælti: „Það er ekki til neins fyrir menn að segja: Greiddu trjálslyndum eða verka- mannaflokknum atkvæði þitt. ,,Gamli maðurinn“ verður alla vega inni.“ ' ' „Það er ekki til neins að halda, að ég geti haldið áfram störfum, nema ég hafi á bak við mig sterk- an meirihluta, þegar ég kem aftur á þing.“ Clementine fór í eigin persónu i síðustu kosningaferðina um kjör- dæmi Winstons, Woodford. Hún talaði á sex fjöldafundum. Á útifundi í Wanstead Park sagði hún: „Ég vil, að eiginmaður minn fái sterkan meirihluta og að þið sýnið honum hve mikið traust þið berið til hans. Ég mundi vilja, að hann vissi, að þegar þið greiðið honum atkvæði ykkar, væri það vegna þess að ykkur fyndist hann hafa unnið vel og að hann muni vinna þióð sinni vel í framtíð- inni.“ Síðan bætti hún við: „Ég harma, að kosningar skuli vera haldnar áður en styrjöldinni við Japani er að fullu lokið. Það er manni mínum að kenna. Hann átti mjög gott samstarf við alla flokka.“ í mörg ár hafði hún ekki talað á kosningafundum. Hún tók upp á því attur fyrir son sinn, Ran- dolph , til að hjálpa honum/ að vinna aukakosningar, og þá var það, sem Randolph heyrði móður sína talu i fyrsta sinni á opinber- um fundi. Fundurinn var óróa- samur, en hún lék sér að óróa- mönnunum eins og þaulvanur st j órnm álaseggur. Þegar hún hélt stjórnmálaræðu, var hún ekki aðeins málpípa fyrir skoðanir eiginmanns síns. Skoð- anirnar voru hennar eigin. Á með- an Winston barðist kosningabar- áttu um gervallt landið og lagði höfuðáherzlu á mál, er varðaði alla þjóðina, beitti hún sér per- sónulega í eigin kjördæmi Win- stons, í Woodford. Ræður hennar bárust ekki um allan heim. eins og allt, sem Winston sagði. En samt hefðu þær verið þess verð- ugar. Hún hafði aldrei reynt að trana sér fra:n, og þess vegna kom það áheyrendum oft á óvart, þegar þeir hlýddu á snjallar og gáfuleg- ar ræður hennar. Það voru engin áhrif frá Winston, sem gætti hjá henni. Enda hafði hún þegar á fyrstu aium hjúskapar þeirra sannað svo að ekki varð um villzt, að sjálf var hún hugrakkur og skeleggut ræðumaður. Hún var þekkt að feimni, en hún var ekki öll þar sem hún var séð. Og kjósendur og kosninga- starfsmenn komust fljótt að raun um það. þegar þeir ko"mu á heim- ili þeirra. Hún var valdið og krafturinn á bak við hásætið — en á allt annan hátt en 'vanalega gprðist. Styrkur hennar styrkti Winston enn frekar, en styrkur hennar fólst fyrst og fremst í hæfileika hennar til að vera manni sínum góð eiginkona og börnum sínum góð móðir — hæfileiki hennar til að vera nálægt honum. er hann þarfnaðisi hennar. Að sjá um daglegar þarfir hans var meira en nóg verkefni og krafðist sérstakrar konu. Clemen- tine tókst það og samt sem áður tókst henni jafnframt að gefa sér tíma til að sinna öðrum ábyrgðar- störfum. Þó að hún væri mikill aðdáandi þeirra kvenna, er höfðu náð langt og unnið mikla sigra á starfsferli sínum, var skoðun hennar sú, að eiginkonan ætti fyrst og fremst að styðja mann sinn í starfi hans frekar en beina hjúskaparlífinu í tvo aðskilda farvegi. í hinni erfiðu kosningabaráttu 1945, þurfti Winston á allri þeirri hjálp að halda, er í hennar valdi stóð að veita honum. Þegar hún fór í síðustu kosn- ingaferðina, talaði hún ofan af palli vörubifreiðar. Hún klifraði upp á tveggja tonna vörubifreið- ina og 'stóð brosandi undir regn- hlíf, á meðan regnið helltist úr loftinu. Þaðan hét hún á kjósend- ur að gefa ,eiginmanni mínum mikinn atkvæðafjölda." „Ég vil að þið setjið kross við nafnið hans, til þess í fyrsta lagi að sýna að ykkijr finnist hann og ríkisstjóin hans hafi barizt í styrj- öldinni af karlmennsku og dugn- aði, og í öðru lagi til að sýna, að þið treystið honum til að setja menn nv'ð sömu gáfur, hugmynda- flug og dugnað til að sinna verkn efnum tiiðarins og þurfti til a3 sinna verkefnum styrjaldarinnar.** 13 — Hvernig finnst þér Trancy líta út? — Ljómandi vel. Nýja nefið hennar er næstum því fallegra en það gamla, þótt ótrúlegt sé. Ilalló, frú Sheldon. Ég vona ég trufli ekki. Ég leit bara inn til að hitta Nan. Og ef satt skal segja hafði ég steingleymt að hún sagði mér, að Tracy væri væntanleg í dag. — Auðvitað truflar þú ekki og ég er viss um, að Brett er stór- hrifinn að sjá þig. Frú Sheldon virtist óróleg og feimin. — En ég hélt að þú ætlaðir að skemmta þér með Davíð og Giles Conway? sagði Nan undrandi. — Þú veizt að það er ekkert gam an að vera bara þrjú. Lenora yppti öxlum. — Svo að ég sendi þá burt, þegar þú sagðist ekki geta komið með okkur. Giles von- aði að þú gætir komið með okk- ur næst þegar hann kemur hingað. — Ég get ekki lofað neinu . . . byrjaði Nan fýlulega og Tracy heyrði sér til undrunar að það var hún sjálf, sem greip fram í fyrir henni. — Hvers vegna gazt þú ekki farið út að skemmta þér, Nan? Ég vona að þú hafir ekki setið það af þér mín vegna? Það var hreinasti óþarfi! — Nan vildi sjálf vera heima fyrsta kvöldið, svaraði frú Sheld- on óróleg. — Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum þig aftur, eftir að litlu munaði að við misstum þig fyrir fullt og allt. Hún getur farið út að skemmta sér hvenær sem hún vill annars. Má bjóða þér kaffi, Lenora? — Nei, þakka þér fyrir, ég verð að fara strax aftur. Lenora leit brosandi á andlitin umhverfis sig sem lýstu önúglyndi, ráðleysi, kvíða og eitt lýsti alls engu. Svo virtist sem henni væri skemmt yf- ir tilfinningum þeim, sem liún hafði neytt þau til að opinbera. — Jæja ég sé þig bráðum, Nan. Bless, bless. Brett fylgdi henni fram. Frú Sheldon hellti kaffinu í bollana óstyrkri hendi og Nan rétti Tracy bollann án þess að segja orð. And rúmsloftið var hlaðið svo magn- aðri spennu að henni fannst hún vera að kafna. Og hún var líka mjög reið. Frú Sheldon gerði það kannski í góðri meiningu, en hún mundi gera þeim lífið óbærilegt, ef hún ætlaði að koma svona fram. Nan hafði bersýnilega langað til að fara út um kvöldið, en hafði ekki fengið leyfi til þess. — Jæja, en ég vona að minnsta kosti, að þið séuð ekki að taka sérstakt tillit til mín, sagði Tracy rólega. — Ég kæri mig ekki um neina afbrigðilega meðhöndlun. Ég vildi sannarlega óska að þú hefðir farið út að skemmta þér í kvöld, Nan. — En Tracy mín, hún gerði . . . byrjaði frú Sheldon, en Nan þagg aði ruddalega niður í henni: — í guðs bænum haldið ykkur saman báðar tvær. Ég vil ekki kaffi, takk fyrir. Ég þarf að gá að Betsy. Hún rakst á Brett sem kom inn í sömu svipan og hún þeyttist út um dyrnar. Frú Sheldon sá hann ekki og sagði titrandi röddu: — Þú mátt ekki láta framkomu Nan á þig fá, vina mín. Henni þykir mjög vænt um þig, þótt hún hegði sér barnalega stundum. Ó . . . hérna er bollinn þinn, Brett. Ég held mig langi ekki heldur í kaffi. Ég þarf að ganga frá í eld- húsinu, svo að þú verður kannski hjá Tracy. Hann sagði ekkert, þegar hann rétti sígarettuhylkið að Tracy og kveikti í fyrir har.a. Svipbrigða- lausa gríman sem hann hafði HULIN FORTÍD MARGARET FERGUSON brugðið yfir andlit sitt meðan Lenora var viðstödd gerði hann undarlega kuldalegan og fráhrind andi, og Tracy var þungt um hjartað. Hún hafði reitt hann til reiði, hún hafði sagt einhverja ófyrirgefanlega vitleysu vegna þess að hún vissi ekkert um neitt þeirra. — Ég vona að enginn hafi tek- ið nærri sér það sem ég sagði, en ég gat ekki stillt mig, sagði hún afsakandi. — Það er ekki réttlátt að skipa Nan að vera heima bara mín vegna eins og ég sé einhver krakki sem heldur af- mælisboð. Ég afber ekki að vera hér, ef þið finnið ykkur sífellt knúin að taka sérstakt tillit til mín Nan þykir ekkert vænt um mig og ekki batnar það þegar hún fær ástæðu til illinda. — Það þarf ekki að ræða þetta meira, svaraði Brett kuldalega. — Og í þínum sporum mundi ég láta Nan um að ákveða hvað hana langar til að gera og hvað ekki. Meira kaffi? — Nei, þökk fyrir. Hún setti bollann frá sér. — Ég er dálítið þreytt, þetta hefur verið langur dagur og ég held ég fari upp að hvíla mig, Viltu skila kveðju til þeirra. — Góða nótt og sofðu vel. Manstu, nvar herbergið þitt er? Aðrar dyr til hægri þegar upp kemur. - Ég man það. Hvenær borðið þið morgunverð? — Hálf níu. Þú getur líka feng- ið hann upp til þín. Nan getur . . . — Ég kem niður. Góða nótt. Hún gekk fram og upp breiða stigann að herbergi sínu, sem Brett hafði haldið að hún fyndi ekki aftur. Með þeim fáu orðum hafði hann enn minnt hana á að hún var gestur hér, utanveltu við fjölskylduna, hún var þeim jafnókunnug og hún var sjálfri sér. Að hún átti að vera þess minnug og halda sig í hæfilegri fjarlægð frá þeim. Meðan hún mundi ekkert um sjálfa sig og sitt fyrra líf, var hún ekki ein í þeirra hóp. Þegar hún var farin upp gekk Brett eirðarlaus fram og aftur um gólfið. Hann opnaði gluggann, svo að ferskt kvöldloftið streymdi Tilkynning frá byggingarnefnd Seltjarnarneshrepps. Byggingarnefnd Seltjarnarneshrepps hefur ákveð- ið skv. heimild í byggingarsamþykkt að taka upp löggildingu iðnmeistara. —• Hér með er því aug- lýst eftir umsóknum allra þeirrá húsasmíðameist- ara, múrarameistara og pípulagningarmeistara, er hér eftir ætla að standa fyrir byggingum í hreppn- um, um ofangreinda löggildingu. Hverri umsókn skal fylgja: Meistarabréf, vottorð um meistara- skóla, ef fyrir hendi er, vottorð um löggildingu annars staðar ef fyrir hendi er, og skrá um þær byggingar er umsækjandi hefur staðið fyrir í Sel- tjarnarneshreppi. Umsóknir skulu berast skrifstofu Seltjarnarnes- hrepps, Mýrarhúsaskóla, Seltjarnarnesi, eigi síðar en 30. júní 1964. Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps T í M I N N, þriðiudaginn 16. iúnj ‘l964 — 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.