Tíminn - 16.06.1964, Síða 16
Wmmm
Þriðjudagur 16. júní 1964
133 tbl.
48. árg.
Nokkrir Vestur-íslendingainna á gestamótinu
(Tímamynd-KJ).
V-tSLENDINGAR GEFA150
ÞðS. TIL SKAUIOLTSSKOLA
Hvað nú, Cuðmundur :
?
HF-Reykjavík, 16. júní.
Svo sem skýrt hefur verið f.-á
i Tímanum sendu 72 íslenzkir
listamenn á laugardaginn sendi
hcrra Bandaríkjanna liér á
Iandi og yfirmanni bandaríski
hcrliðsins á KeflavíkurflugvelLi
mótmæi gegn sjónvarpssending
uin bandaríska hersins á ís-
landi. Bandariski sendiherrann
hefur nú vísað máli þessu frá
sér til utanrikisráðuneytisius.
í bréfi listamannanna var
jafnframt farið fram á það, að
Keflavíkursjönvarpið starfaði
ekki á 17. júni n. k., á 20 áru
afmæli lýðveldisins. Bandaríski
sendiherrann hér á landi, Jam
es K. Penfield, sagðist í svari
sínu, sem kom í dag, ævinlega
fagna því að kynnast skoðun-
um íslendinga á málefnum er
varða sarnbúð íslands og
Bandaríkjanna, en umrætt mál
heyrði undir utanríkisráðunoyt
ið og bréfið ætti því að st'l-
ast þangað.
Hinir 72 listamenn hafa nú
beint áskorur. sinni til utanrík
isráðherra og vilja fá að viía,
hvort hann ætli vinsamlegast
að verða við kröfu þeirra um,
að ekki veiði sjónvarpað á
þjóðhátíðardaginn 17- -júni.
VÍSINDAMAÐUR RANN-
SAKAR SAURÁ-UNDRIN
KJ—Rcykjavík 15. júní
Allt hefur verið með kyrrum
kjörum að Saurum á Skaga frá
því í apríl og hvorki borð, stólar
né skápar dansað um gólfin.
Þó að undrin á Saurum séu
Ihætt, hafa vísindamenn áhuga á
fyrirbæri þessu, og kom hingað
til lands fyrir nokkru prófessor
frá Bandaríkjunum, Roll að nafni
og fór hann tvívegis norður , fylgd
sr. Sveins Víkings. Prófessor Roll
kom hér við á leið sinni frá Banda
ríkjunum til Englands og átti tal
Varð heiðursdoktor
rétt eftir fangavist
NTB-Newhaven, Connecicut, skó'lann í Newhaven í Connec
Hinn þekkti blökkumanna- ticut í Bandaríkjunum.
Iciðtogi Marteinn Luter King Þessi útnefning hefur vakið
var í dag sæmdur heiðursdokt^^jg athygli ekki sízt fyrir þá
orsnafnbót í lögfræði við ha-g^^ ag aðeins nokkrir dagar
eru liðnir síðan Marteinn Lut-
her King var tekin fastur og
settur í fangelsi fyrir að gera
tilraun til að fara inn i veitinga
hú« í St. Augustine, sem ein-
göngu er ætlað hvítum mönn-
um. Hann sat nokkurn tíma í
fangelsi, en var látinn laus i
fyrradag gegn tryggingu. í
heiðursskjali, sem fylgdi nafn-
bótinni segir meðal annars
að honum sé veitt þessi sæmd
fyrir óbifanlega staðfestu hans
í að berjast gegn kynþáttamis-
réttinu án þess að beita of-
innar til að hvetja fólkið til að
beldi, og notkunar mælskulistar
halda lögin, en berjast samt fyr
ir rétti sínum.
Þegar sá dagur rennur upp, að
jallir olqkkumenn fá jafnréttis-
aðstöðu bæði félagslega og fjár
íhagslega mun yður minnzt með
aðdáun, segir í heiðursskjalinu 8
við sr. Svein á meðan Loftleiða-
vélin sem hann ferðaðist með,
hafði hér viðdvöl. Kom hann svo
aftur og fóru þeir norður. Þá fóru
prófessor Roll og sr. Sveinn til
Akureyrar og áttu tal við Láru
miðil. Prófessor Roll er sálfræð-
ingur og starfar við sérstaka stofn
un Karolina háskóla. Hann er nú
á ferð um Evrópu og hugar þar
að ýmsum dulrænum fyrirbærum.
AK-Reykjavík, 15. júní.
Þjóðræknisfélag íslendinga hér
heima efndi til gestamóts meS
Vestur-íslendingum, sem hér eru
slaiMir nú, eins og venja hefur
verið síðustu ár, í gyllta salnum á
Hótel Sögu í dag. Sigurður Sigur-
geirsson, forseti félagsins hér,
bauð gesti velkomna með ræðu
og kvað það mikið fagnaðarefni
að hitta landana hér heima.
Dr. Richard Beck, prófessor, for
seti Þjóðræknisfélags íslendinga
í Vesturheimi, flutti síðan ræðu
og skýrði m. a. frá því, að félagið
hefði gengizt fyrir fjársöfnun
meðal fslendinga vestra til styrkt
ar væntanlegum Skálholtsskóla á
vegum þjóðkirkjunnar íslenzku,
og afhenti hann fé þetta, sem
nemur 3208 dollurum, eða nær
150 þús. ísl. krónur. Var dr. Valdi
mar Eylands formaður söfnunar-
nefndar. Er þetta hin myndarleg-
asta gjöf til framdráttar góðu
málefni. Þá afhenti dr. Richard
einnig gjöf frá sér og konu sinni,
frú Margréti Einarsdóttur. Af-
henti dr. Richard séra Ingólfi
Ástmarssyni, biskupsritara, gjafir
þessar, en hann þakkaði með ræðu
fyrir hönd biskups og bað Vestur
íslendingum velfarnaðar og bless-
unar. Séra Ingólfur skýrði blað-
inu svo frá í gær, að í gjafabréfi
því, sem dr. Richard Beck afhenti,
hefðu verið 500 dollarar gefnir
Skálholtsskóla til minningar um
foreldra þeirra hjóna, en foreldr-
ar frú Margrétar voru Einar
Brandsson frá Reynishjáleigu í
Mýrdal og Sigríður Einarsdóttir
Framhald s 15. siðu.
Norðurlanda- og Þýzkalandsferðir
Sambands ungra Framsóknarmanna
Uppselt er í báðar ferðir Sambands ungra Framsóknarmanna,
sem efnt er til þriðja árið í röð, en reynt verður að fá nokkur
sæti til viðbótar sökum mikillar cftirspurnar. Þátttakendur
eru ininntir á að ganga endanlega frá farmiðakaupum sínum
hjá Ferðaskrifstofunni Lönd og Leiðir. Sunnudaginn 21. þ. m.
kl. 4 síðdegis verður kyn í ngarfundur fyrir þátttakendur fyrri
ferðarinnar í veitingahúsinu Nausti. Fyrri ferðin verður farin
liinn 26. þ. m. en hin síðari hinn 6. ágúst.
Austurland
Örlygur
Eysteinn Páll
Stofnþing Sa n
taka félaga
ungra Framsókn-
armanna í Aust-
urlandskjör-
dæmi verður
haldið að Höfn í
Ilornafirði föstu
caginn 19. júní
og laugardagin-i
20. júní og hef.st
kl. 20.30 á
föstudagskvöld. Laugardagskvötd
verður vormót ungra Framsóknar
manna í Austurlandskjördæmi i
samkomuhúsinu í Höfn í Ilorna-
firði.
Dagskrá: Ávörp og ræður flytja
Eysteinn Jónsson, alþingismáður.
Páll Þorsteinsson alþingismaður,
Örlygur Hálfdanarson, formaður
SUF. Einnig verða góð skemtmia4-
riði og dans á eftir.
SÖLU-
BÖRN!
SOLUBORN óskast til að
selja happdrættismiða í
Happdrætti ungra Franv
sóknarmanna. Há sölulaiin
og glæsilcg söluverðlaun. —
Hver vill ekki fá frítt far
til Kaupmannahafnar. —
Happdrættií-miðar eru af-
grciddir í Tjarnargötu 36
alla daga <il ki. 10 að kvöldi
— Takið þátt i sölukeppn
inni frá byrjun.
Hjörleifssen
Benedlkt
Gunnarsson.
Menntamálaráú styður íerðir listamanna
Blus. 16 — Comet
HF-Reykjavík, 16. júní.
í dag skýrði formaður Menuta-
málaráðs, Helgi Sæmundsson,
blaðamönnum frá því, að sú ný-
iunda hefði verið tekin upp í sam
bandi við fjárhagsáætlun Menn-
ingarsjóðs, að 10 íslenzkir lista-
menn verði árlega styrktir til ut-
anfarar. Hver styrkur nemur allt
að 30,000 ki’ónum og cr ætlazt til
að styrkþegi d-veljist ytra í 2—3
mánuði og kynni sér strauma og
stefnur í listgrein sinni.
Framhald é 15. slðu.