Alþýðublaðið - 28.03.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.03.1952, Blaðsíða 4
AB-Alþýðublaðið 28. marz 1952 Prófsteinninn á tilboð Rússa ÞEGAR tilboð Sovétríkj- anna til Vesturveldanna um fjórveldaráðstefnu varðandi sameiningu Þýzkalands og friðarsamninga við það varð heyrinku.nn fyrir hálfum mánuði, mátti öllum það að vísu tjóst vera, hvað Sovét- ríkjunum gekk til með slíku tilboði, — nefnilega það, að hindra eða tefja að minnsta kosti hervæðingu Vestur- Þýzkalands og bandalag þess t’ið Vesturveldin. En hitt var erfiðara að sjá, hvað •sovétstjórnin vildi til þess vinna og hver hugur fylgdi yfirleitt máli í sambandi við tiiboð hennar um sameiningu Þýzkalands og friðarsamn- inga við það. Það var þess vegna við því búizt, að Vesturveldin myndu í svari sínu fyrst og fremst reyna að kanna þetta; enda full ástæða til fyrir þau,, að taka með nokkurri tortryggni tilboði frá Sovétríkjunum um fjórveldaráðstefnu varðandi sameiningu Þýzkalands og friðarsamninga við það, eftir að í sjö ár er búið að þrátta við sovétstjórnina um þetta hvort tveggja án nokkurs ár- angu.rs. Svar Vesturveldanna, sem nú hefur verið afhent og birt, er og bersýnilega við þetta miðað, — að kanna hug sovétstjórnarinnar og alvöru í þessu stórmáli. I tilboði hennar var ekkert um það sagt, hvernig hún hugsaði sér, að sameining 1 Þýzkalands færi nú loksins fram; en þeim mun meira var um það talað, að sameinað Þýzkaland mætti ekki hrófla við þeim landamæru.m, sem Sovétríkin hafa upp á sitt ein- dæmi ákveðið því að austan, og að það mætti ekki vera í neinu bandalagi við önnur ríki. Skein auðvitað í gegn um slíka fyrirvara, hvað sov- étstjórrfinni liggur þyngst á hjarta í þessu máli, — nefni- lega það, að hindra samvinnui Þýzkalands við Vesturveldin og lýðræðisríkin yfirleitt. En hitt var allt látið í þoku,. hvternig sameining landsins ætti að fara fram. I svari Vesturveldanna er hins vegar höfuðáherzla lögð á þetta. Þau telja þýð- ingarlaust, að hefja langar viðræður við Sovétríkin um friðarsamninga við sameinað Þýzkaland og framtíðarstöðu, þess í Evrópu, fyrr en samein ing þess hefur faríð fram; en þá sameiningu telja þau verða • að fara fram á grundvelli , frjálsra kosninga um allt Þýzkaland, — Austur-Þýzka- land jafnt sem Vestur-Þýzka- land. Frjálsar kosningar í báðum þessum þýzku ríkjum verði því fyrst af öllu að fara fram; fyrst að þeim afstöðn- um og eftir að sameiginleg stjórn hefur verið mynduð fyrir allt Þýzkaiand á gru,nd- velli þeirra, sé hægt að hefja viðræður við hana um frið- arsamninga. í þessu sambandi er í svari Vesturveldanna vitnað í það, að Parísarþing sameinuðu þjóðanna síðast liðið haust hafi kosið nefnd til þess að rannsaka möguleika á slík- u,m, frjálsum kosningum á Þýzkalandi, og hafi hún feng- ið fullt frelsi til þess á Vestur- Þýzkalandi; en hingað til hafi Austur-Þýzkaland aftur á móti ekki fengizt til þess að opna henni landamæri sín til sömu athugunar þar. Gefa Vestu.rveldin það greinilega í skyn, að þau muni líta á það sem prófstein á alvöruna í tilboði Sovétríkjanna um sameiningu Þýzkalands, hvort breyting verði á slíkri afstöðu Austur-Þýzkalands til rann- j sóknarnefndar sameinu.ðu' þjóðanna, eða ekki. En sem kunnugt er telur Vestur- Þýzkaland þýðingarlaust að tala u,m frjálsar kosningar á Austur-Þýzkalandi nema að undangenginni rannsókn og undir eftirliti sameinuðu þjóðanna. I svari Vesturveldanna er svo aðeins að því vikið, að þau geti ekki fallizt á þau landamæri, sem Sovétríkin hafa upp á sitt eindæmi á- kveðið Þýzkalandi að austan, og að þau, telji heldur ekki koma til mála að banna sam- einuðu Þýzkalandi að hafa samvinnu við önnur ríki sér til varnar. Eins og sjá má á þessu svari Vesturveldanna, er hér enn mjög breitt bil á milli austurs og vestu.rs — ekki aðeins um eitt, heldur og um flest það, sem varðar sameiningu Þýzkalands og friðarsamn- inga við það. En prófsteinn- inn á möguleika frekari við- ræðna, eða síðari fjórvelda- ráðstefnu, með þetta hvort tveggja fyrir au,gum, verður þó bersýnilega krafa Vestux- veldanna flm frjálsar kosn- ingar á Þýzkalandi fyrst af öllu, og myndun sameigin- legrar stjórnar fyrir það, því næst, á grundvelli þeirra. Fá- ist Sovétríkin ekki til þess að fallast á þá kröfu og opna Austur-Þýzkaland fyrir rann- sóknarnefnd sameinuðu þjóð anna, eins og Vestur-Þýzka- land hefur verið opnað íyrir henni, þá hafa þau dæmt til- boð sitt ómerkt og að engu hafandi. Það hefur þá ekkert annað verið en alvörulítið áróðursbragð, til þess eins ætlað, að blekkja þýzku þjóð ina, sem þráir sameininguna og tefja eða hindra samstarf hennar við Vesturveldin og hinar lýðræðisþjóðimar. Sól Og skusrfr CIV* Það er fleira en fuglarnir og blóm- ^ in, sem boða vorið. Það sagði að minnsta kosti ljósmyndarinn, sem tók þessa mynd. Skuggarnir af manninum og hjólinu hans á myndinni eru eimiig vorboðar. Þeir sýna, að sólin er komin og með henni vorið. Hvað borðar ein fjöl- skylda á einu ári! Hinningarsýning Á MÁLVERKUM Kristjáns H. Magnússonar í Listamannaskálanum. OPIN DAGLEGA KL. 1—11,15. AB — Alþýffubla3i3. Otgeíandl: AlþýSunokkurlnn. Ritstjórl: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjórl: Emma MöHer. — Ritstjómarslmar: 4901 og 4902. — Auglýslnga- ■Ímlí 4906. — AfgreiSsiusínii: 4900. — AlþýðuprentsmlSjan, Hverfisgötu 8—10. BÆÐI AMERIKUMENN OG DANIR láta stöðugt gera athug- anir á neyzlu í löndum sínum, og er jafnan hægt að fá nýjar upplýsingar. um þau mál. Ekki er slíku til að dreifa hér á landi. Reynt er stundum að taka heild arinnflutning eða heíldarfram- leiðslu á einhverri vörutegund, og deila í hana með íbúafjölda landsins, en slíkt er í hæsta máta varhugavert. Akveðið <ar fyrir nokkrum árum að hef ja j hér neyzlurannsóknir, en ekk- ert hefur enn orðið úr því. Nýj ustu heimildir um t.Iík mál eru því rannsókn, sem gerð var í sambandi við vísitóluútreikn- inga árið 1942, en þá héldu 22 i fjöldskyldur búreikninga, sem athugaðir voru gaumgæfilega. Þegar minnzt verður á neyzlu íslendinga hér á eftir, mun jafn an átt við niðurstöður þeirrar athugunar. Verður hver lesandi siðan að draga sínar ályktanir um þær breytingar, sem kunna að hafa orðið á neyziuu íslend- inga. síðustu 10 árin. Zy2 SMÁLEST. Þegar tekin er fyrst heildar- neyzla hinna þriggja íjöl- skyldna af matvælum á einu ári, verður útkoman hjá þeim dönsku og amerísku svo tii hin sama, 2500 kg. Meðaltal af neyzlu áðurnefndra 22 fjöl- skyldna hér á landi var hins veg ar meira, eða 2854 kg., en þess ber að minnast, að íslenzka með alfjöldskyldan hefur sennilega verið 4,5 manns, en 4 hjá hin- um. Athyglisvert er að bera sam an nokkrar vöruflokkana. nán- ar. Á kjötneyzlunm er allmikill munur milli hinna þriggja þjóða. Heildarneyzla íslenzku fjölskyldunnar var þá 245 kg. yfir árið, þar af um 120 kg. af nýju kindakjöti. Danska íjöld- skyldan (tölur frá 1948) neytti aðeins 192,2 kg. af kjöti, þar af 88 kg. af fleski og svínakjöti. Ameríkumaðurinn er hins veg- ar með 314 kg. af kjöti, þar af 135 kg. af nautakjöti. 30 kjúkl inga, 125 kg. af ýmis konar svínakjöti, en aðeins 6 kg. af kindakjöti. Það er því veruleg- ur munur á kjötáti þessarar þjóða, og er kindin helzta kjöt- dýr einnar, svínið annara: og nautið hinnar þriðju. Um fiskmeti er það að segja, að það er erfitt að finna nokk- urn ugga á amerísku myndinni, en þó er þar nokkuð, aðallega 18 pund af laxi. íslendingar neyta að sjálfsögðu langmests fískjar, 335 kg. að meðaltali á fjölskyldu. íslendingar munu einnig drekka meiri mjólk, en hinar þjóðirnar og var meðai- neyzlan tæplega 900 lítrar hér, en 700 litrar hjá amerísku fjöl skyldunni. Brauð og kökur voru 300 kg. hjá dönsku fjölskyid- unni, en 436 kg. hjá þeirri ís- lenzku, og amerískanska fjöl- skyldan keypti aðeins 180 brauð hleifa (álíka og stórt formhveiti brauð hér). Röðin breytist skjótlega, þeg ar komið er að grænmeti og á- vöxtum. Þar er neyzla íslend- inganna aðeins 466 kg., þar af kartöfiur 379 kg. Hjá Dönum er þessi flokkur hvorki meira né minna en ein smálest, þar af 500 kg. af- kartöflum. En um Ameríkumennina er erfitt að gera sér grein fyrir þunganum, sem, sem vafalaust er töiuvert meiri. Þeir neyta aðeins 300 kg. af kartöflum, en teija í köss- um neyzlu sinnar fjöldskyldu af raddísum, pgúrkum, rauðbeð- um, hvítkálf, blómkáli, rauð- káli, gulrótum, lauk (heill poki), spínati, súrkáli, og ótal grænmetistegundum, sem við kunnum varla að nefna. Þá verð ur lítið úr Evrópumönnum við hlið þeirra í ávaxtaáti. HVAÐ KOSTAR F/EÐIÐ? í amerísku og dönsku skýrsl- unum er einnig athugað, hversu mikið viðkomandi fjölskylda þarf að greiða fyrir þetta hálft þriðja tonn af matvælum, sem hún neytir á ári. Að vísu voru hér nákvænfir verðreikningar og kostaði fæðið þá 1942, innan við 4000 krónur á fjölskyldu, en svo miklar breytingar hafa orð ið á verðlagi síðan þá, að til- gangslaust er að athuga þær töl ur frekar. Ameríkumaðurinn þurfti hins vegar að greiða 1300 dali fyrir matarreikning sinn, en það sam svarar 21,200 krónura á hinu skráða ✓angi. Þetta er sennilega litlu meira en þriðjungur af árstekjum mannsins. Daninn mun hafa greitt nokkru minna að krónutöiu, og þurfti að verja 25—30% launa sinna til mat- væla, að því er „Forbrugsund- ersögelsen11 telur. Dagblað í Reykjavík birti Aýlega matar- uppskriftir fyrir 4 manna fjöl- skyldu, þar sem vikufæði er talið kosta allt að 400 krónum á viku, eða 1600 krónum á mán uði. Fjölmennar stéttir manna munu varla hafa meira en FYRIR aíbeina Sigurðar Jónassonar framkvæmdastjóra og Magnúsar Maríassonar stöðv arstjóra, byrjaði Oííufélagið hf. fyrír alllöngu síðan að útbúa samkomusal fyrir starfsfólk sitt í olíusíöð félagsins í Hvalfirði. Er þessu verlti nú nýlokið. Sal urinn er hinn vistlegasti og .rúmar í sæti um 100 manns. í fyrrakvöld var haldin fyrsta dagskrársamkoman ,á hinum nýja samastað. Stjórnaði stöðvarstjórinn henni, skýrði tilgang og bauð fólk velkomið, en auk starfsmanna og skyldu- liðs þeirra, hafði fólki frá næstu bæjum verið boðið, samtals 80 manns. Erendreki Sambands ísl. samvinnufélaga, Baldvin Þ. Kristjánsson, flutti ræðu um samvinnumál. Sýndar voru kvikmyndir og ,,þjóðkórsbrot“ staðarins söng milli þátta. Að lokum kvaddi sér hijóðs Guð- mundur Brynjólfsson oddviti á Hrafnabjörgum, þakkaði fyrir hönd aðkomugesta og kvað sig og nágranna sína hyggja gott til þeirrar bættu aðstöðu, sem nú hefði skapast til samskipta þeirra og starfsmanna stöðvar- innar. Rómaði hann nábýlið við stöðvarstjórann og fólk hans. Samkoman stóð í fullar ;3 klukkustundir og var hin á- nægjulegasta. Tilgangurinn með samkomu- húsinu er að sjálfsögðu sá, að skapa skilyrði til aukins og bætts félagslífs þess fólks, er vinnur í olíustöðinni, .en því hefur jafnan farið fjölgandi, og verða J jer æ fleiri fjölskyldurn ar, sem eru búsettar á Mið- sandi allan ársins hring. Er ætl- unin að kóma þarna upp bóka- safni, sýna kvikmyndir, flytja érindi, koma saman til spila, tafla o. fl. er verða má til gagna og skemmtunar. frystihúsinu á Frá fréttaritara AB HÚSAVÍK. FRYSTIIIÚSIÐ Á HÚSA- VÍK stórskemmdist í frostum í vetur og er annar frystiklefinn í því óstarfshæfur. Viðgerðir á húsinu eru u,m það leyti að hefjast. Skemmdir þessar virðast stafa af smíðagöllum í gólfi, og hefur gólfið og veggur sprung ið svo að frystiklefinn heldur ekki kuldastiginu. Aftur á móti er annar frystiklefinn ó- skemmdur, þannig að húsið hefur ekki verið algjörlega ó- starfhæft. 3200 króna mánaðarlun og því vérja helming iauna sinna fyr- ir fæði, en fáir hafa 4800 króna mánaðarlaun og komast af með þriðjung kaups til matar eins og Daninn og Ameríkumaður- inn gera samkvæmt þessum skýrslum. Það væri tvímælalaust ó- maksins vert að gerðar yrðu ítarlegar neyzlurannsóknir hér á landi. Mundu þær koma í góð ar þarfir í sambandi við marg- víslega útreikninga, sem oft þarf að gera, en fyrst og fromst væri merkilegt að fá slíka mynd af þeim breytingum, sem orðið hafa og eru að verða á matarræði og raunar öllum lífs kjörum landsmanna. Væri og fróðlegt að fá samanburð á mat arræði ýmissa stétta og ýmissa landshluta. (SAMVINNAN). AB 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.