Alþýðublaðið - 28.03.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.03.1952, Blaðsíða 6
AB-krossgáta 102 Agatha Christie: Morðgátan á Höfða Frú Diríffni iíulhclm*: Á ANDLEGUM VETTVANGI. Agallega finnst mér smart |>essi tiliaga um landkynningar- keðjubréfin, sem send væru um ^allan heim, til þess að láta fólk rita meðal annars það, að við séum ekki neinir Eskimóar. Ég held bara að ég hafi aldrei heyrt iþess getið að jafn flckið og mik ilsvert vandamál hafi verið leyst á jafn auðv. hátt. Það er náttúr lega ailtaf sú hætta fvrir hendi, að maður og maður skerist úr leik og sendi ekki sín bréf, — en jþeir verða varla margir, ef lof orðin eru nógu falleg og hótan- irnar nógu svívirðilegar. Og nú leyfi ég mér að birta hérna eina fillögu að kveðjubréfi . . . á ís- lenzku, en seinna mætti svo fá einhvern löggiltan til að snara því yfir: ,,Kæri vinur í keðjunni! Á íslandi búa engir Eskimó- ar í snjóhúsuum, þar eru nýtízku byggingar með rafmagni, hita veitu og nýjustu heimilisvélum. íslenzkt kvenfólk er fegurst í heimi og' islenzkt: lambakjöt á- kaflega gómsætt og svo eftirsótt í Ameríku, að íslendingar sjálf ir hafa bara rolluketið. Á ís- landi er töluð enska. og svo ís- lenzka, á íslandi eru mestu hver ir og eldfjöll í heimi, elzta al- þingi sem til er, og mesta m-enn ing í veröldinni, miðað við fólks fj.ölda, íslendingar hafa skrifað allar fornbókmenntirnar og Hall dór Kiljan er íslendingur. Sendu þetta. bré.f, ásamt afrit inu til tuttugu vina þinna áður en tuttugu stundir eru liðnar frá móttöku þess. Á þriðjudegi muntu verða fynr hinni mestu gæfu, ef þú gerir það, en ef iþú brýtur keðjuna, hittir ólánið og fékk svo Agnar Bogason á höfuðið, vegna þess hann rauf ekki keðjuna, en Vilhjálmur Þór hló að keðjunni og reif bréfið of fékk svo Agnar Bogason á hálsinn. Bréf þetta er upphaflega skrif ,að ósjálfrátt af' konu austur í Flóa. Ef það kemst þúsund sinn um kringum jörðina er þeirri hættu afstýrt, að heimsskautin velti veröldinni!“ Ég er viss um, að svona bréf krassaðij þegar það væri komið á enskuna og frönskuna, og ekki geri ég ráð fýrir, að rnargir yrðu til að brjóta keðjuna. Það liði ekki á lögu, eftir að bréfið væri komið af stað og keðjan kom- in af stað, að við hefðum ceng íð þá meztu og ódýrustu land- ■kynningu, sem hægt er að huga sér! íandlegum friði! Dáríður Dulheims. sporhundur, Hercule Poirot, vinur kær. ÞaS er einkenni góSra sporhunda. að þeir rekja slóðina eins langt og þeim er frekast unnt, og ef þeir finna ekki neina slóð fyrst i stað, hnusa þeh af ölium hlutum og eigra um, þangað til þeim tekst að finna þann þef úr spori, sem þeir eru, að leita að. Þannig fer Hercule Poirot einnig að, og oftast, — já oftast kemur það á daginn, að hann finnur slóðina.11 „Ójá; þetta er ekkert skemmtilegt starf,“ sagði Japp. „Sporhundur, sögðuð þér. Já; það er ekki sönnu fjarri. Nei; starf okkar er ekki skemmti- legt, og þó eruð þér að þvi leyti verr .settur en ég, að þér getið eiginlega ekki unnið að lausn málanna fvrir opnum tjöldum, og verðið þvi að fara alls konar krókavegu að mark- inu.“ „Ekki finn ég til minnimátt- arkenndar þess vegna, Japp. Ég held, að ég hafi aldrei þjáðst af minnimáttarkennd. Og ég hef aldrei dulbúizt eða reynt að dyljast.11 „Slíkt væri líka fjarstæða,“ sagði Japp. „Þér er.uð óviðjafn- anlegur. Sá, sem einu sinni hefur séð yður, getur ekki ann- að en þekkt yður upp frá því.“' Poirot leit á hann. og var auðséð, að hann vissi ekki hvernig hann átti að taka orð hans. „Ég sagði þetta aðeins að gamni mínu,“ sagði. Japp. „Takið ekki mark á mér. Nú fáum við okku.r glas af port- víni.“ Næstu stundirnar voru fljót- ar að líða. Ég hlýddi Á þá fé- lagana rifja upp ýmsar skemmtilegar minningar úr starfi sínu, rekja flókin mál og segja frá örðugum gátu.m, sem þeim hafði að lyktum tekizt að leysa. Og ég verð að játa, að ég hafði hið mesta garnan af, þegar þau mál bar á góma, sem ég hafði haft tækifæri til að kynnast af eigin raun. Mér fannst ég vera orðinn gamall í hettunni og reyndur á þessu sviði, þegar ég heyrði u,m þetta rætt. Já, það hafði verið spenn- andi í gamla daga; ekki vantaði I það. Vesalings, aldni Poirot. Hann ! fánn til vanmáttar síns gagn- vart þessari örðugu gátu. Það j sá ég á honum. Hann var ekki jafn fær til átaka og hann hafði verið. Og óljóst hugboð hafði ég um það, að þessi gáta myndi reynast honum ofraun, og að giæpamaður sá, sem orðið hafði ungfrú Búckley að bana, fengi að fara frjáls ferða sinna hans vegna. „Vertu vongóður, kunningij' mælti Póirot upp úr þurru og sló kankvíslega á öxl mér; * „ekki er öll nótt úti enn. Settu ekki upp þennan örvæntingar- svip; fyr.ir alla muni, reyndu að vera dálítið glaðlegr.i.“ „Þetta er allt í lagi. Ég er ' hinn vonbezti.“ i „Ég líka. Og Japp.“ * „Það er allt í lagi með okkur alla!“ hrópaði Japp í uppgerð- arkæti. Árla næsta dag héldum við aftu.r til St. Loo. Þegar við komum heim í gistihúsið hringdi Póirot í hjúkrunar- heimilið og spurði um líðan ungfrú Nick. Skyndilega sá ég að svipur hans breyttist; það lá við sjálft að hann missti talnemann af skelfingu. „Ha, — hvað segið þér? Viljið þér gera mér þann greiða að. endurtaka það Hann hiustaði þögull í nokkr- ar mínútur. „Já, já .... ég kem á stund- inni, sagði hann síðan. Hann lagði talnemann á og leit til mín, náfölur. „Hví í ósköpunum var ég að fara þessa ferð?“ spurði hann. „Drottinn minn dýri, IJastings .... Hví í ósköpunum vék ég af verðinum?" „Hvað hefur komið fyrir?“ „Ungfrú Nick er hættulega v.eik. Cocaineitrun. Þeim ætlar að heppnast áform sitt, eftir allt saman. Drottinn minn dýri. Hv.að kom að mér, er ég afréð að fara þesa ferð?‘‘ Seytjándi kafli: SÚKKULAÐIÖSKJURNAR Poirot tuldraði og tautaði við sjálfand sig alla leiðina, unz við komurn að hjúkrunarheim- ilínu. Hann gerði ekki annað en að ásaka sjálfan sig. „Ég hefði átt að geta sagt mér þetta“, urraði hann. „Ég mátti alltaf við þessu búast. Og samt, — hvað gat ég eiginlega gert? Hef ég ekki gert allar hugsanlegar varúðarráðstafan- ir? Þetta er óhugsanlegt .... óhugsanlegt. Þeir hefðu ekki átt að geta rofið varðhringinn. Hver hefur eiginlega óhlýðnazt fyrirskipunum mínum?“ Þegar við komum, var okkur vísað inn í lítið herbergi niðri, og, að nokkrum mínútum liðn- um kom Graham læknir. Hann var þreytulegur útlits og fölur. „Hún hefur þetta af,“ sagði hann. „Þetta verður allt í lagi. Það tók lengstan tíma að kom- ast að raun um hve stór eitur- skammturinn hefði verið.“ „Hvaða eitur var þetta?“ ,,Cocain.“ „Og hún hefur það af?“ ..Áreiðanlega úr þessu.“ „En hvernig má þetta ske? Hvernig komust þeir í færi? Hverjum hefur verið leyfð inn- ganga?‘‘ Poirot titraði af á- kafa og æsingu. „Engum óviðkomandi hefur verið hleypt inn til hennar!“ svaraði læknirinn. „Einhver hlýtur samt ....“ „Ekki nokkur maður.“ .,En hvernig getur þetta þá hafa gerzt?“ „Það voru súkkuiaðiöskjur.“ „Ó, fjandinn sjálfur. Og ég sem fyrirbauð henni að bragða á nokkrum hlut, sem henni kjmni að verða sent.“ „Ég skal ekkert segja um það; en maður veit, að það er ekki svq auðvelt fvrir unga stúlku að standast freistinguna, þegar súkkulaði og sælgæti er annars vegar. Sem betur fer át hún aðeins einn moIa.“ „Var cocaini blandað í alla molana?“ „Ónei, —• aðeins í þennan eina, sem hún át. í efsta laginu í öskjunum voru þrír molar. Hinir tveir höfðu ekkert cocain inni að halda.'* „Hvernig hafði cocaininu verið komið fyrir í molanum?“ llll!l!!!lllll!li! kr. 15,50, en erlenf kr. 38,00. Myndasaga harnamm: Bangsi og álfahjallan. snyrfivörttr hafa á fáum árum unnið sér lýðhylli um land allt. Bangsi og G.utti þræddu ein- stigið eftir klettunum. Vörður- inn var farinn. Einstigið lá til hægri á ská niður fjallið og Ioks komust þeir niður í dal, sem var gersamlega fullur. af þoku,. „En hvað hér er kyrrt,“ sagði Bangsi, „og svo, dimmt, að ekki sést út _úr augum,“ bætti Gutti við. „Ég' veit. ekki, hvert við eigum að fara. ..Það er bezt að ég hringi bjöllunni.“ Um leið og Bangsi";:&a^ði þetta. sló hann með vasáhnífnum sínum á bjölluna. Eftir að bjöllu.hljómurinn var þagnaður, varð allt kyrrt um stu.nd; en svo gall við skýr og bjartur bergmálshljómur utan úr þokunni. „Hingað,“ .sagði. Gutti, og svo héldu þeir |á hljóðið upp bratta og grýtta, I f jallshlíð, hinum megin dalsins. ; Én brátt komu þeir að ókleifu standbergi. „Hér komumst við í aldrei i..pp,“ sagði Gutti niður- : lútur. „Við skulum skoða, hvort | ekki eru dyr einhvers staðar ,á berginu,“ sagði Bangsi. Þeir leituðu víða, en fundu engar dyr og engan s-tíg urpp hamrana. „Við villumst, ef við hölöum þessu áfram,“ sagði Bangsi. Og svo sló hann aftur í. bjöllu.na með 'hnífnum sínum. En þá sáu þeir einhverja ljós- glætu fyrir ofan sig og svo kom eitthvað sígandi niður. „Nei; þetta er eins og fótalaus stóll, sem- hangir í festi!‘‘ hrópaði Gutti. „Það á víst að hala okk- ur upp," sagði Bangsi; ,.en hér er ekki sæti nema fyrir einn.“ Staliu og Trojuhesturimi. Þingmennirnir á Sambands- þinginu í Bonn urðu ekki lítið undrandi hérna á d.ögunum er þeir komu út úr þinghúsinu. Fram hjá þinghúsinu fór und- arleg fylking. Það sem vakti at hygli þeirra var gríðastórt tré- líkneski af Stalin, ssm teymdi en stærri Trojuhesí, en úr höfði hans gægðust audiit nokkurra þekktra austur-þýzkra stjór-n- málamanna. Bæði líkneskin voru á hjólum og voru dregin af híl, sem var hulinn gerfi friðar- dúfu. Fyrir þessari undarl. fyik ingu gekk hópur ,,friðarengla“ sem sungu Stalín lof og dýrð. Öllum, sem mættu f-ylkingunni var gefið sælgæti. Skemmtiþátt ur þessi var í sambandi við kjöt kveðjuháííðina þar í borg. Einkexmilegur sjúkdómur Fyrir nokkru fóru þýzk hjön í bíl sínum yfir landamær- in til Danmerkur. Þau komu fil baka eftir stutta dvöl þar. Þeg- ar þau komu að landamærunum bað maðurinn tollverðina að lofa konu sinni að sitja kyrri í bíln- um, þar eð hún væri veik eg þyldi ekki að hreyfa sig. Toil- verðirnir leyfðu það, en heyðru þá allt í einu einkennileg hljóð úr bílnum. Maðurinn sagði þeim, að konan sín hefði géfið frá sér þetta hljóð og væri það að kenna súkdómnum. Tollverð irnir voru aftur á móti vantrúaö Ir og leituðu í bílnum. I sætinu fyrir aftan konuna fundu beir lítinn grís. Sjúkdómurinn kost- aði þau hjónin 126 krónur. Tapaði skákiani. Á veitingahúsi í P.srís sat mað ur við borð eitt úti í'horni og tefldi skák við hundinn simi. Þeir vöktu auðvitað á sér at- hýgli með þessu undarl. hátta- Iagi. Maður nokkur gekk að þoxðinu þar, sem þeir sátu óg spurði. „Getur hundurinn í raun og veru. teflt“. „Ekki er hann nú góður, því hann tapaði tveim síðustu. skákunum“ svaraði mað Gættu þess . . . „Gættu. þess að geislabaug- urinn yfir höfði þínu falli ekki, því þá verð.úr. hann snara um háls þér“. Oscar Wilde. AB 6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.